Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 2Í, Huggulegar hrollvekjur ltOKMINMIIi Smásögur ÞAÐ ÁTTI EKKI AÐ VERA MORÐ eftir Ásgeir hvitaskáld. Frjáls orð, Kaupmannahöfn 1995. Prentun og bókband: Smiðjan. LIÐIN eru 12 ár frá því Ásgeir hvítaskáld sendi frá sér síðustu bók sína. Það er því eðlilegt að staldra við þegar hann sendir frá sér verk eftir svo langa þögn. Um er að ræða smásagnasafnið Það átti ekki að vera morð, verk sem kemur að mörgu leyti þægilega á óvart. Ásgeir er þekktur af skrif- um sínum fyrir sérkennilegan húmor og það að koma lesendum sínum á óvart. Hann hefur verið ófeiminn við að festa á blað hugdettur án þess að fínvinna þær. Segja má að þetta hafi bæði átt við um bók- menntaskrif hans sem og dagblaðs- greinar um málefni líðandi stundar. Það átti ekki að vera morð ber greinilega merki höfundar síns; skrautleg atburðarás og óhefluð fyndnin er enn sem fyrr til staðar. Hér er þó ýmislegt öðruvísi en oft áður hjá höfundinum. T.d. hefur sjálfsgagnrýnin vaxið sem sést af því að lítið verður vart við áður algengar ambögur og flaustur í textameðferð höfundar. Það átti ekki að vera morð er safn 7 smásagna sem ijalla um ótímabæran dauða: morð og slys- farir. Bókartitillinn ber sama heiti og seinasta saga bókarinnar sem er jafnframt lengst og flóknust að byggingu og persónusköpun. Frá- sögnin er ekki endilega trúverðug enda skiptir slíkt ekki máli ef hún skemmtir lesanda sínum með öðrum hætti. Þótt einna mest sé lagt í þessa sögu af hálfu höfundar verð- ur varla sagt að hún sé sú eftir- minnilegasta. Neyðarrakettan heitir ein saga bókarinnar. Þar er sagt á kald- hæðnislegan hátt frá því hvernig maður drukknar skammt frá landi án þess að björgunarsveit aðhafist nokkuð. Ekki er ljóst hvað höfundur ætlar með þessari sögu. Varla er hér um að ræða einhvers konar ádeilu á björgunarsveitir. Ef slík túlkun teldist sannfærandi væri hún um leið rothögg fyrir söguna. Ég hallast helst að því að höfundur sé einfaldlega að hafa í frammi grátt gaman. Þannig séð stenst sagan. Líkið var lifandi er bráðskemmti- leg hrollvekja sem endurspeglar klassísk tilþrif. Sögupersónur fara í kirkjugarð til þess að grafa upp lifandi lík! Þótt sögupersónurnar séu góðum tækjum búnar fer allt á annan veg en ætlað er. Um smásagnasafnið Það átti ekki að vera morð má í heild segja að það komi á óvart. Höfundurinn hefur greinilega vandað hér meira til verka en á árum áður. Efnið er samt í heild ekki stórbrotið né stíllinn átakamikill. Eigi að síður er hér um að ræða vísbendingu um eitthvað sem vert væri að fengi að dafna í framtíðinni. Óþarfi væri að þurfa að bíða í 12 ár eftir því. Ingi Bogi Bogason * Arsfundur Nýlista- safnsins ÁRSFUNDUR Nýlistasafns- ins verður haldinn í salarkynn- um Nýlistasafnsins í dag, þriðjudaginn 28. mars, kl. 20.30. Helgistund TONLIST Kristskirkja KÓRSÖNGUR HAMRAHLÍÐARKÓRINN Hamrahlíðarkórinn flytur Mariu- söngva á Maríumessu. Sunnudagur- inn 26. mars 1995. MÆTUR maður sagði eitt sinn, að hjá íslendingum gæti söngurinn verið eins konar tónrænt framhald ljóðagerðar, því hrynskipan og tón- un málsins ætti vel við söng, svo og alvörugefin efnistök er féllu vel að hátíðleika söngsins. Þetta kom mjög vel fram á tónleikum Hamra- hlíðarkórsins, sl. sunnudag, því ís- lensk tónskáld hafa átt sinn þátt í að endurvekja gömul ljóð til lif- andi lífs í söngvum sínum og er Himnasmiðurinn hans Þorkels Sig- urbjörnssonar, við bænarkvæði Kolbeins Tumasonar líklega falleg- asta dæmið. Harmrahlíðarkórinn hennar Þorgerðar Ingólfsdóttur hefur ver- ið lífgjafi margra þessar söngva. Kórinn hennar Þorgerðar er rétt- nefni, því í mótun söngs og túlkun er öll sköpun uppfærslunnar verk stjórnandans. Tónleikarnir í Krist- kirkju voru helgistund og allt fag- urt sem þar gat að heyra. Á milli tónverkanna las Gunnar Eyjólfsson leikari upp nokkur Maríu-kvæði frá ýmsum tímum er gaf tónleikunum sérstakan trúarlegan blæ. Tónleik- arnir hófust á Máría, ert þú móðir skærust, úr Lilju Eysteins og þar eftir fylgdi Ave María eftir Stravin- sky. María, meyjan skæra, eftir Þorkel Sigurbjörnsson er gullfal- legt lag og sama má segja um Haustvísur til Máríu, eftir Atla Heimi Sveinsson __ og Máríuvers Páls ísólfssonar. Á eftir Hymn to the Virgin eftir Britten söng kór- inn, ásamt einsöngvara, Hallveigu Rúnarsdóttur, Máríu eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson, Þetta er fallegt verk, einfalt og skýrt í formi og var eins og allt annað á þessum tónleikum frábærlega vel flutt. Tónleikunum lauk með frum- flutningi á stuttri messu (Missa brevis) eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Stuttleiki messunnar er fólginn í því að lítið er um endurtekningar á textanum og að Trúaijátning- unni er sleppt. Margt fallegt gat að heyra í verkinu, sérstaklega i tveimur síðustu þáttunum, Sanctus og Agnus Dei. Þorgerður er mikill listamaður og náði að siá þeim töfraljóma trú- ar og tignunar á söng kórsins, sem hann streymdi úr lind fegurðar og elsku almættisins, uppljómaður af óendanlegri ástúð heilagrar Guðs- móður. Tónleikarnir voru helgi- stund, sem grópar sér viðvist í hjarta hvers þess sem hafði af for- sjálni sett lýsi á lampann sinn og komið tímanlega til fundar við feg- urðina. Jón Ásgeirsson 'TlLBODSVHD MIDAST VID STADGREIDSLIJ. ‘EuROCARD RAÐGREIÐSLUR TIL 36 MÁN. ATH. EINNIG VISA RADGREIÐSLUR OG STAÐGREIÐSLUSAMNINGUR GlITNIS. Prentara- og modemtilbod: 15 % afsláttur ef prentari eða modem er keypt með tölvu. Þekking - þróun - þjónusta i = ÓRTÖLVUTÆKNI = Skeifunni 17, sími 568 7220 Tölva: Aztech 486/66 - Mb 129.9001 Multimedia: Sound Galaxy Stellar 26.9001 Verð samtals: 156.8001 146.800* rn tDA VIJ5 Á MÁNUÐI*" Tilboð l......................... STELLAR multimedia upgrade kit 16 bita stereo hljóðkort 2 hátalarar Double Speed CD-ROM drif með 300KB/sek flutningsgetu og 350m/sek í aðgangshraða. 2 CD titlar Learn to Use Windows og Professor Multimedia. Doom 1,2 12 Multimedia forrit fyrir DOS og Windows Audiostation, Audio Calendar, WINDAT, OLE og fl. Tölva: Aztech /,86/66 - 8 Mb 149.9001 Multimedia: Sound GalaxyVoyager 33.9001 Verd samtals: 183.8001 r™,: 164.800* Tilbod 3 _____ Tölva: Aztech Pentium 90 - 8 Mb 213.9001 Multimedia: Sound Galaxy Waverider 32- 48.9001 Verð samtals: 262.8001 237.800* EDA 8.190 ÁMÁNllíf I ORTOLVUTÆKNI kynnir AZTECH Frábær tölvubúnaður frá einum stærsta Multimedia framleiðanda í heiminum. Waverider32+ 32 bita hljóðkort Microphone og 10 watta hátalarar Double Speed CD-Rom drive með 300KB/sek flutningsgetu og 350m/sek í aðgangshraða. 10 CD titlar: The New Grolier Multimedia Encyclopedia, Outpost, Arthur's TeacherTrouble, Indiana Jones, Kings Quest VI, Day Of The Tentacle, Gus Goes To Cybertown, Macromedia Action og The Family Doctor. Multimedia forrrt fyrir DOS og Windows Midisoft, Recording Session, ComVoice, Speech Recognition, Monologue. AmcH 486/66 TÆKNILÝS1N6 Örgiörvi 486/66 Intel Uppfærsla ZIF sökkull FYIiIR PeNTIUM OVTRDRIVE VlNNSLUMINNl 4 MB SFÆKKANIIGT f 64 MB SmiHINNl 256 KB SIÆKKANLFGT11MB Energy Star Já Tengiraufar 7 - 2 VL og 5ISA Skjár 14'MED MINNl OG ÖRGIÖRVA Skjástýring VL1MB SKJÁMINNI Diskseýring Enhanced IDE Diskur 42oMBHMVim Lyklabord VANDADISLENSKT Fyigihlutir Mös, DOS 6.22 OG Windows 3.11 Voyager multimedia upgrade kit 16 bita stereo hljóðkort Microphone og 2 hátalarar Double Speed CD-ROM drif með 300KB/sek fiutningsgetu og 350m/sek í aðgangshraða. 7 CD titlar: The New Grolier Multimedia Encyclopedia, Outpost, Indiana Jones, Macromedia Action, Learn to Use Windows, Professor, Multimedia og Wired for Sound Pro. 14 Multimedia forrit fyrir DOS og Windows ComVoice, Monologue, Audiostation, Audio Calendar, WINDAT, OLE og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.