Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 43 hversdagsins og kímnigáfan, sem var svo rík og einkennandi fyrir hans persónuleika, var ennþá til staðar. Ég held að það sem skilur hetjur frá venjulegu fólki sé það hvemig j)ær mæta alvarlegum áföllum. Eg vissi auðvitað alltaf að Jóhannes var kjarkmaður, en að hann væri sú hetja sem ég varð vitni að, eftir að hann veiktist, vissi ég ekki. Lengst af bjuggu þau Stefán Guðmundsson og Sesselja Jóhann- esdóttir, foreldrar Jóhannesar, í Svalbarði og var fjölskyldan jafnan kennd við Svalbarð. Þetta hús, sem var Miðstræti 7, var rifið sl. vor. Þau Stefán og Sesselja voru bæði mjög vel látnar og virtar manneskj- ur og Svalbarð hið mesta myndar- heimili. í bók Helga Guðmundsson- ar „Þeir máluðu bæinn rauðan“ lýs- ir Jóhannes á lifandi og skemmti- iegan hátt batnæsku sinni við leik, nám og störf. Umhverfíð var allt einn leikvöllur og bauð upp á mikið frjálsræði. Tækifærin til félagslegs þroska ótrúlega mikil og var aðal vettvangurinn í þeim efnum Barna- stúkan Vorperla, undir leiðsögn Valdimars V. Snævarr skólastjóra og Sigdórs V. Brekkan kennara, stórbrotinna persónuleika og ein- stakra uppalenda. En lífíð var ekki eingöngu leikur og nám. Strax og skóla lauk á vor- in fóru flestöll böm að vinna. Sum- arið var aðalbjargræðistíminn þar sem keppst var við tii sjós og lands að draga sem mest í búið. Hér var þá fjöldinn allur af smábátum sem svo til allir reru með línu sem krafð- ist margra handa og þar urðu krakkamir fljótt liðtækir. Svo var á þessum árum allur fiskur saltað- ur, síðan vaskaður og sólþurrkaður. Þetta var ekki eingöngu fiskur sem Norðfírðingar öfluðu, heldur keyptu kaupmenn hér mikinn físk af út- lendum fiskiskipum. Þetta skapaði geysimikla vinnu sem hálfstálpuð böm tóku mikinn þátt í. Svo höfðu flestir einhvern landbúskap og því var alltaf nokkuð að gera við hey- skap og annað stúss sem búskapn- um tilheyrði. í þessu umhverfí lifði og hrærð- ist Jóhannes og náði snemma mikl- um þroska. í barnastúkunni Vor- perlu var hann ungur kosinn til æðstu embætta og var jafnan trúr því uppeidi sem hann fékk þar og var alla ævi bindindismaður á vín og tóbak. Strax 15 ára gamall var hann orðinn eftirlitsmaður með fískþvotti hjá Sameinuðu verslun- unum. Vinnudagurinn var langur og strangur frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kveldi, sex daga vikunnar, og þó lengri, því umsjónarmaðurinn varð að gera upp að kvöldi og gera allt klárt á vinnustað til næsta dags. En kaupið lágt, 65 aurar fyrir klukkutímann. En hugurinn stóð til framhalds- náms. Haustið 1930 settist Jóhann- es í Menntaskólann á Akureyri, en þangað fóm þá flestir þeir Norðfirð- ingar sem fóru til frekara náms en hægt var að stunda hér heima og var það aðallega fyrir áeggjan Yaldimars V. Snævarr skólastjóra. Arið eftir fór Lúðvík Jósepsson einnig í Menntaskólann á Akureyri, en báðir urðu þeir að hætta þar námi á þriðja skólaári vegna heilsu- brests, sem var þó sínu alvarlegri hjá Lúðvíki, því hann lenti á berkla- hæli. A þessum árum var heimskrepp- an í algleymingi sem fæddi m.a. af sér mjög róttæka verkalýðsbar- áttu. Á skólaárum þeirra félaga á Akureyri voru pólitískar hræringar og urðu þeir fyrir miklum áhrifum þar. Hér heima á Norðfírði var og mikið umrót í pólitík og bar þar mikið á Bjama Þórðarsyni, sem var jafn gamall Lúðvíki, en Jóhannes var ári eldri. Bjami hafði líka áhuga á að komast norður á Menntaskól- ann, en sökum þess að hann var aðalfyrirvinna heimilis móður sinn- ar, sem var ekkja, og yngri systk- inaj gat hann ekki farið á skólann. Árið 1934 era þeir Jóhannes, Lúðvík og Bjarni allir hér heima í Neskaupstað og segja má að þá sé homsteinninn lagður að þeirra póli- , tiska samstarfí, fyrst innan Komm- MINNINGAR únistaflokksins og síðar Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalagsins. Þegar nafn eins þeirra ber á góma tengjast oftast nöfn hinna tveggja samræðunni, því svo náið var þeirra lífshlaup og samvinna þótt ólíkir væm að allri skapgerð. Allir áttu þeir sér drauminn um betra þjóðfélag, byggðu á jafnrétti og bræðralagi sósíalístísks hagkerf- is. Þá hugsjón sviku þeir aldrei. En níðingsverk margra þeirra, sem sögðust berjast fyrir sömu hugsjón- um úti í hinum stóra heimi urðu þeim sem og mörgum öðmm mikil sárindi og vonbrigði. Oft hef ég hugsað um það hver þróun mála hefði orðið hér ef þess- ir þrír ungu menn sem urðu hvað mestir áhrifavaldar á mannlíf og uppbyggingu Neskaupstaðar á þessari öld, hefðu allir gengið menntaveginn, eins og sagt er. Við slíkum vangaveltum fæst að sjálf- sögðu ekkert svar. En í sögu okkar bæjar verða nöfn þeirra tengd óijúf- andi böndum. Árið 1938 em mikil pólitísk átök í röðum kommúnista og jafnaðar- manna. Baráttumálin vom svo til hin sömu og því þá ekki að beijast sameiginlega undir sömu merkjum. Hér í bæ náðu jafnaðarmenn og kommúnistar samningum um sam- eiginlegan lista við bæjarstjórnar- kosningarnar sem þá vom háðar og fengu 60% atkvæða og sex menn kjörna og vom þar af hinir þrír ungu menn Lúðvík, Bjami og Jó- hannes. Að vísu slitnaði up úr þessu samstarfi síðar á árinu og varð að heyja aðrar kosningar um haustið. Upp úr þessum hræringum var kommúnistadeildin hér lögð niður og stofnað Sósíalistafélag Neskaup- staðar þar sem í vom flestir fv. meðlimir kommúnistadeildarinnar og nokkrir úr vinstri armi Alþýðu- flokksins. í síðari bæjarstjómar- kosningunum 1938 fengu sósíalist- ar þijá fulltrúa og féll Jóhannes þar út úr bæjarstjóminni en var svo kjörinn í bæjarstjóm í næstu kosn- ingum árið 1942 og var bæjarfull- trúi samfellt til ársins 1974 eða í 32 ár og þar af forseti bæjarstjóm- arinnar frá 1957-1974 eða í 18 ár. Þegar ég kem hingað til starfa sem íþróttakennari haustið 1940 er Jóhannes Stefánsson formaður íþróttafélagsins Þróttar og hafði tekið við formannsstarfínu af Lúð- víki Jósepssyni árið áður, sem hafði verið formaður félagsins frá árinu 1933, en Jóhannes var formaður til ársins 1945. Allir höfðu þeir félagar mikinn áhuga á íþróttum og skildu vel mikilvægi þeirra fyrir æsku bæjarins sem og fullorðna. Til dæm- is vom þeir Jóhannes og Lúðvík báðir í framkvæmdanefnd sund- laugarbyggingarinnar, sem byggð var á ámnum 1942-1943. Þeir tóku og mikinn þátt í ársþingum Ung- menna- og íþróttasambands Aust- urlands á fyrstu starfsáram þess og svo lengi sem þeirra naut við á opinberam vettvangi vom þeir ein- lægir stuðningsmenn íþrótta- og æskulýðsmála. í minningargrein sem þessari verður ekki að neinu marki rakin ævisaga manns eins og Jóhannesar Stefánssonar, sem strax á unga aldri hellti sér út í hringiðu verka- lýðsbaráttu og stjómmála og starf- aði á þeim vettvangi langa starfs- ævi. Strax árið 1937 er hann orðinn formaður Verkalýðsfélags Norð- ijarðar. Árið 1943 verður hann for- maður Byggingarfélags alþýðu, sem undir hans stjóm byggði fyrstu íbúðir Verkamannabústaðanna, en í hans formannstíð vom byggðar milli 20 og 30 slíkar íbúðir. Forstjóri Pöntunarfélags alþýðu verður hann árið 1945 og gegnir því starfi til ársins 1953. Framkvæmdastjóri Samvinnufé- lags útgerðarmanna og Olíusam- lags útvegsmanna var hann frá árinu 1953 til ársins 1981 og fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. frá 1958 til 1960 og svo frá 1965 til 1968. í stjóm Síldarvinnslunnar var hann svo frá 1957 og þar af formað- ur frá 1960 til 1983. í öllu þessu vafstri skiptust á skin og skúrir, sigrar og ósigrar, en gmnnurinn undir traust fyrir- tæki og fegurra og betra bæjarfélag styrktist eftir því sem árin liðu. Jafnan var Jóhannes sem og félag- ar hans trúir þeirri hugsjón að at- vinnufyrirtækin væm sem mest sameign fólksins og enginn einn hefði vald til þess að selja þau úr byggðarlaginu eða hrifsa til sín arð þeirra. Árangurinn af samstarfí þeirra félaganna þriggja, sem og margra annarra samheija þeirra, er óum- deilanlega mikill sem framtíðinni ber að varðveita og virða. Það er vissulega erfitt að sastta sig við það að þeir félagamir séu nú allir horfnir af sjónarsviðinu, en síðastur þeirra kvaddi Jóhannes. Ég man þá stund þegar hann og Soffía fluttu héðan, hvað mér fannst þá Neskaupstaður annar eft- ir. Jóhannes sem var svo mikið á fömum vegi og sem gaf sér jafnan svo góðan tíma til að tala við fólk, viðmótið svo vinsamlegt og húmor- inn svo léttur og hjálpsemin ein- stök, enda leituðu margir til hans á lífsleiðinni. í einkalífi sínu var hann mjög hamingjusamur maður. Hann kvæntist glæsilegri og góðri konu, Soffíu Björgúlfsdóttur, og var heim- ili þeirra einstaklega fallegt og vinalegt og jafnan indælt til þeirra að koma. Lengst af áttu þau heima í Sólheimi sem nú er Miðstræti 8, en byggðu sér síðan hús að Þilju- völlum 27, en seldu það svo og keyptu hús það er Jón Svan félagi hans og vinur byggði að Hólsgötu 7 og áttu þar heima þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1985. Trúlega hefur búseta sona þeirra ráðið mestu um það að þau fluttu til Reykjavíkur. En þrátt fyrir 10 ára búsetu þar held ég að hugurinn hafí oftast dvalið við heimaslóðir. Þar lágu rætur þeirra beggja og þar er árangur og arfur langs og mikils ævistarfs. Við Guðrún og böm okkar þökk- um góðum vini langt og margþætt samstarf og vottum Soffíu og þeim Valgarði og Ólafí Magnúsi og fjöl- skyldum þeirra sem og öðmm að- standendum okkar innilegustu sam- úð. Stefán Þorleifsson. Jóhannes Stefánsson er dáinn. Þá em þeir allir horfnir af sjónar- sviðinu, félagamir þrír Lúðvík, Bjami og Jóhannes, sem settu svo sterkan svip á allt mannlíf í Nes- kaupstað um áratuga skeið. Þegar litið er til baka yfir ævi Jóhannesar Stefánssonar og störf hans spyr maður sig, hvemig í ósköpunum hann hafi komið öllu því í verk, sem hann gerði. Félags- legt uppeldi, ekki síst í bamastúk- unni Vorperlu, undir handaijaðri Sigdórs Brekkan og Valdimars V. Snævarr, mun hafa lagt granninn að einlægum áhuga hans á félags- og menningarmálum. Þau vom fá félögin þar sem Jóhannes kom ekki við sögu og hann var alla ævi trúr þeim hugsjónum, sem hann kynnt- ist ungur í Góðtemplarareglunni. Á þessum ámm vom mikil umbrot í þjóðfélaginu, ekki síst meðal ungs fólks. Jóhannes kynntist ungur fá- tæktinni og baráttu verkafólks fyr- ir betra lífi. Og þá tvo vetur, sem hann var í Menntaskólanum á Ak- ureyri, áður en hann þurfti að hætta námi vegna veikinda, kynnt- ist hann róttækum nemendum og menntamönnum. Þetta varð til þess að hann skipaði sér ungur í raðir sósíalista og fór að taka beinan þátt í verkalýðsmálum og bæjar- málum. Þessa stóm þætti í lífi Jóhannes- ar og þau ómetanlegu störf, sem hann vann á þeim vettvangi fyrir Neskaupstað og bæjarbúa alla, ræði ég ekki í þessari minningar- grein. Það gera aðrir. Mig langar að rifja upp í stuttu máli þátttöku hans í atvinnulífínu og rekstri fyrir- tækja í Neskaupstað. í afmæliskveðju til Jóhannesar fyrir sjö ámm sagði Lúðvík Jóseps- son: „Þegar ég var kosinn á Al- þingi haustið 1942 urðu, eins og af sjálfu sér, nokkur verkaskipti með okkur félögunum þremur. Ég gætti hagsmuna bæjarfélagsins í Reykjavík og vann mest að okkar málefnum á þeim vettvangi. Bjami varð aðalforystumaður okkar í bæjarstjórn, sá um útgáfu á blaði og skrifaði það að mestu. Jóhannes tók hins vegar að sér rekstur okkar þýðingarmestu fyrirtækja. Á hon- um hvfldi sá vandi að láta rekstur- inn bera sig og hafa forystu um ýmsar framkvæmdir." Atvinnulífið varð því aðalstarfsvettvangur Jó- hannesar. Hann stýrði byggingu verkamannabústaða og var fram- kvæmdastjóri Pöntunarfélags al- þýðu, en árið 1953 tók hann við starfí framkvæmdastjóra Sam- vinnufélags útgerðarmanna og 01- íusamlags útvegsmanna. Sam- vinnufélagið var stofnað 1932 til að hafa á hendi sölu afurða félags- manna og kaup á aðföngum fyrir þá, en nýir tímar kölluðu á aukin umsvif og á árunum 1946-48 réðst SÚN í byggingu frystihúss og full- kominnar fiskvinnsluaðstöðu. Þess- um umsvifum fylgdi aukinn áhætturekstur. Á þessum tíma beitti SÚN sér einnig fyrir stofnun Olíusamlags útvegsmanna, sem starfar enn í dag. Þetta vom gífur- lega erfið ár í atvinnurekstri og mikið um gjaldþrot. En með þraut- seigju og lagni tókst Jóhannesi að vinna fyrirtækið út úr þessum erfíðleikum og leiða það til betri tíma. Hann ávann sér trúnað bankastjóra og annarra, sem hann þurfti að hafa Qármálaviðskipti við og hélt ávallt trausti og vinsældum hjá verkafólki og öðmm samverka- mönnum sínum. Á sjötta áratugnum fór síldin að veiðast úti fyrir Austfjörðum, Neskaupstaður hafði ekki verið síldarbær, en nú fóru menn að kanna leiðir til að eignast hlutdeild í síldargróðanum. Heimamenn byggðu sfldarplön og hófu söltun, en síldarverksmiðju vantaði. Árið 1956 er farið að ræða það í alvöru í stjóm SÚN að koma upp sfldar- verksmiðju og í ársbyijun árið eftir fer Jóhannes til Reykjavíkur til að vinna að málinu ásamt Lúðvík Jós- epssyni. Mikil og hörð átök urðu um eignaraðild að rekstri verk- smiðjunnar, en sjónarmið Jóhann- esar og félaga urðu til allra heilla ofan á og hinn 11. desember 1957 var Síldarvinnslan hf. stofnuð sem almenningshlutafélag með SÚN sem forystuafl. Jóhannes var framkvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar hf. fyrstu tvö árin, en síðan stjómarformaður til 1984. Árið 1960-67 vom ár sfldar- ævintýrisins á Austijörðum, en gróðinn nýttist Austfírðingum mis- jafnlega. Það er framsýni Jó- hannesar og félaga hans að þakka, að fyrirtækin hér vom félagslega uppbyggð og í eigu heimamanna. Sfldargróðinn nýttist því sem gmndvöllur nýrrar atvinnuupp- byggingar þegar sfldin brást. í dag er Síldarvinnslan hf. eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í sjávarútvegi og burðarásinn í atvinnulífinu í Neskaupstað. Hætt er við að þróun- in hefði orðið önnur og óhagstæð- ari, ef fyrirtækið hefði í upphafi orðið eign örfárra útgerðarmanna. Þáttur Jóhannesar í þessu máli var stór og við stöndum í þakkarskuld við hann. Á sfldaráranum fór að ganga ver í fískvinnslunni. Smábátaútgerð dróst saman og frystihúsin gátu ekki keppt við síldarplön og bræðsl- ur um vinnuaflið. í ársbyijun 1965 varð það úr, að Sfldarvinnslan hf. keypti allar eignir SÚN nema veið- arfæraverslunina. SÚN var því ekki lengur framleiðslufélag heldur þjónustuaðili, seldi veiðarfæri og annan búnað til útgerðar og físk- vinnslu, sá um rekstur Olíusam- lagsins og sitthvað fleira. Það var því nóg að starfa, en samt stýrði Jóhannes um tíma Nesútgerðinni og söltunarstöðinni Ás auk þess sem hann var umboðsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í röska tvo áratugi. Jóhannes hætti störfum hjá SÚN og Olíusamlaginu á miðju ári 1981 eftir tæpra þriggja áratuga farsælt starf. Nokkrum ámm seinna fluttust þau hjónin til Reykjavíkur, en dvöldu hér á hveiju i sumri þar til Jóhannes veiktist þannig að hann átti erfitt með ferðalög. Þessi brotakennda upprifjun á einum þættinum í lífí Jóhannesar ein sér skapar að sjálfsögðu ekki heilsteypta mynd af manninum Jóhannesi Stefánssyni. En hver var hann og hvernig var hann? Hann var baráttumaður. Ekki fyrir eigin lífsgæðum heldur velferð fólksins og heill byggðarlagsins, sem hann bjó í mestan part ævi sinnar. Hann var leiðtogi, sem fólk treysti, því t að það fann, að einlægni hans, mannleg hlýja og hreinskilni vom honum eðlislæg. Hann var glað- sinna og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann var góður ræðumaður, gat verið harður í hom að taka, en alltaf drenglundaður og ævinlega stutt í húmorinn. Börn hændust að honum og hann hafði mikla ánægju af því að rabba við þau um heima og geima. Og hann átti alltaf bijóstsykurspoka, bæði í jakkavasanum og í skrifborðsskúff- unni til að stinga upp í þau yngstu. Hann var mikið snyrtimenni og lét sig umhverfismál miklu varða. Hann var bjartsýnismaður og stór- huga, þegar rætt var um fram- kvæmdir og var illa við alla logn- mollu og kyrrstöðu. Ég á margar minningar frá samstarfi við Jó- hannes, bæði í bæjarstjórn, öðram félagsmálum og í atvinnulífinu. Hann var þar góður leiðbeinandi og frábær félagi. En fyrst og síð- ast fínnst mér eiga við Jóhannes hin fomu og fleygu orð: „Þá kemur mér jafnan hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Ég nefndi í upphafí þessara minningarbrota, að ég undraðist hvemig hann hefði komið öllu því í verk, sem hann gerði. Auðvitað ræður þar miklu eljusemi, reglu- semi og eldlegur áhugi. En lífsföm- nautur hans, Soffía Björgúlfsdóttir, á þar áreiðanlega stóran hlut að máli. Hún er sjálf áhugasöm um félagsmál og skildi þörf bónda síns, en kvartaði aldrei þó fundimir skiptu hundmðum árlega að lokn- um venjulegum vinnudegi. En nú er komið að leiðarlokum. Við, félagar hans í SÚN, Sfldar- vinnslunni og Olíusamlaginu þökk- um Jóhannesi Stefánssyni áratuga samstarf, vináttu og forystu. Soffíu eiginkonu hans, sonum þeirra og öðram ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn V. Jóhannsson. • Fleiri minmngargreinar um Jóhannes Stefánsson bíða birting- ar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.