Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 68

Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 68
68 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir i I \ f i THEN YOU'LL BE A LONELV PER50N WHO KW0W5 HOÍa) T0 PANCE 'IRr ( y TpÉ POCfOg Ki 15 M ^ Ég veit ekki... ég er bara einmana flest- um stundum... Hvers vegna Danstíma? En hvað ef eng- Þá verður maður ein- reynir þú ekki að inn vill dansa mana einstaklingur sem fara í danstíma? við mig kann að dansa. Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 LEIKHÓPURINN Perlan haustið 1994. Hvað er LEO? Frá Önnu Maríu Geirsdóttur: LEO er unga fólkið í Lionshreyf- ingunni. Leo stendur fyrir Lead- ership, Experience og Opportun- ity, eða Forysta, Reynsla og Tæki- færi. Fyrsti Leoklúbburinn var stofnaður í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum árið 1957 og í dag eru nærri 5000 Leoklúbbar í 122 lönd- um, með 120 þúsund félaga. Allir Leoklúbbar eru blandaðir strákum og stelpum á aldrinum 14-28 ára. Á íslandi eru starfandi þrír Leo- klúbbar, Leokl. Perla í Reykjavík, Leokl. Siggi á Suðurnesjum og Leokl. Mjölnir í Kópavogi. Leoklúbburinn Siggi var stofnaður 23. okt. 1988 og eru félagsmenn þar um 10 talsins. Leoklúbburinn Perla var stofnaður 31. maí 1992 og eru félagsmenn í dag 28 talsins, (þess má geta að eftir áramót hefur félagsmönn- um í Leokl. Perlu fjölgað um 50%) og svo loks Leokl. Mjölnir sem var stofnaður 16. mars síðastliðinn með 28 stofnfélaga. í Leoklúbbum starfar ungt fólk sem hefur áhuga á félagsstarfi og er tilbúið að axla ábyrgð. Við vinn- um að mannúðarmálum eins og Lions og má geta þess að dagana 31. mars til 2. apríl nk. munum við taka þátt í Landssöfnun Lions , „Rauðu fjöðrinni“, og skal ágóða af sölunni varið til gigtarrann- sókna. í desember síðastliðnum út- nefndi svo Leoklúbburinn Perla Björk Guðmundsdóttur söngkonu „Melvin Jones-félaga“, en það er æðsta viðurkenning Lionshreyf- ingarinnar. En Leoklúbbar vinna ekki ein- ungis að mannúðarmálum. Við leggjum áherslu á að auka þekk- ingu og reynslu í félagsstörfum t.d. með þjálfun í ræðumennsku og fundarstjórn og aukum þannig sjálfsöryggi og samstarfshæfileika okkar. Leo er góður og traustur félags- skapur sem hittist hálfsmánaðar- lega og er venjan að hafa annan fundinn formlegan. Á hinum fund- inum er gert eitthvað skemmtilegt eins og að fara í keilu, kaffihús, Bláa lónið o.s.frv. Einnig förum við í ferðalög og má þess geta að Leoklúbburinn Perla fór í ferð nið- ur Hvítá síðastliðið sumar. Fyrir utan gott samstarf milli Leoklúbba á Islandi höfum við verið að stuðla að góðu samstarfi milli Leoklúbba á Norðurlöndun- um. í janúar síðastliðnum var haldið Norðurlandaþing Lions í Helsingor í Danmörku. Þangað fóru í fyrsta sinn fjórir Leomeðlim- ir frá íslandi og sátu þeir Leonám- stefnur á þessu þingi. Það heppn- aðist með afbrigðum vel og mun verða framhald á þessu á næstu árum. Einnig eru haldin alþjóða- þing en okkur Leofélögum finnst réttara að byggja upp gott sam- starf milli norðurlandanna áður en lengra er haldið. Leofélagar taka einnig þátt í unglingaskiptum Lions og sérstökum Leobúðum. Margir Leoklúbbar eiga vinaklúbb í öðrum löndum sem þeir skrifast á við og jafnvel heimsækja, en svo hefur þó ekki enn verið gert á íslandi. Allt ungt fólk á aldrinum 14-28 ára getur orðið Leofélagar. Ungt fólk sem vill hafa nóg að gera og fást við félagsstörf getur fengið ný tækifæri til að þroska forystu- hæfileika sína í Leoklúbbi. Leo er framtíð Lions. ANNA MARÍA GEIRSDÓTTIR, nemi í VÍ. Yfirlýsing frá Veru Frá Sonju B. Jónsdóttur: ÞAÐ LEIÐA atvik átti sér stað við útgáfu síðasta tölublaðs Veru að í þemaumfjöllun blaðsins, sem snýst um konur og kosningar, var birt mynd af Þóru Þórarinsdóttur. Myndin var sótt i myndasafn Veru og hafði þann eina tilgang að sýna konu við vinnu sína. Vera harmar að þessi myndbirt- ing hafi valdið óþægindum og sár- indum og biður hlutaðeigandi af- sökunar. f.h. Veru, SONJA B. JÓNSDÓTTIR, ritstjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.