Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BORÍS Jeltsín skálar við þjóð sína á góðri stund. Reuter Er Jeltsín óumdeildur leiðtogi eða valda- lítill óreglumaður? MIKIL óvissa hefar ríkt undanfarið ár um stöðu Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta. Kremlarfræðingar segja sumir hverjir að hann sé drykkjumaður, aðrir telja hann strengjabrúðu í höndum harðlínuaflanna. Líkt o g rússneskir valdamenn á miðöldum hefur Jeltsín átt það til að hverfa af sjónar- sviðinu á dularfullan hátt en storma síðan tvíefldur inn á sviðið á ný á réttu augnabliki. EFTIR óvissuvetur hefur nú Borís Jeltsín Rúss- landsforseti birst á ný fullur orku. Hann ítrek- ar staðfestu Rússa í að taka upp markaðskerfi, að bæta samskiptin við Bandaríkin og síðast en ekki sist mikilvægi hans sjálfs ef þessi markmið eiga að ná fram að ganga. Þegar Jeltsín boðaði hóp er- lendra blaðamanna á sinn fund fyrr í mánuðinum var mönnum gert ljóst að honum lægi mikið á hjarta. Maðurinn sem tók á móti hópnum var líflegur, árvak- ur og gæddur þeim hijúfa sjarma er hefur afvopnað rússneska kjósendur jafnt sem erlenda ráðamenn. Líkt og svo margir aðrir rússneskir leiðtogar er hann til skiptis strangur og eftirlátur, ógnandi og fullur hlýju. Völd lífvarðarins Tvisvar sinnum valdi hann ofsabræðina úr hinu fjölbreytta safni sínu af svipbrigðum. Annað skiptið er hann var spurður hvort að það væri rétt, sem virt rúss- nesk blöð á borð við Izvestia hefðu greint frá, að fulltrúar úr lífverði forsetans væru famir að hafa afskipti af efnahagsmálum lands- ins. „Allar mikilvægar ákvarðanir eru teknar af forsetanum,“ sagði Jeltsín og lagði þar með áherslu á að hann væri æðsti maður ríkis- ins en margir hafa orðið til að draga í efa völd forsetans í Rúss- landi að undanförnu. Er það ekki síst vegna sívaxandi valda líf- varðar forsetans en yfirmanni hans, Alexander Korzhakov hers- höfðingja hefur stundum verið líkt við munkinn Raspútín. Jeltsín reiddist mjög er hann var spurður að þessu og sagði lífvörðinn verja sig „gegn hryðju- verkamönnum en ekki hafa af- skipti af efnahagsmálum.“ Efna- hagsmálin kæmu lífverðinum hreinlega ekki við. Hann lýsti því einnig yfir að öll mál er tengdust efnahagslegum umbótum væru undir hans stjórn. Rússneska stjórnin hefur á undanförnum mánuðum keyrt fjárlög þessa árs í gegnum þingið og samið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að- stoð. Hefur á stundum í þeirri baráttu virst sem þeir Viktor Tsjemómyrdín forsætisráðherra og Anatolíj Tjúbaís aðstoðarfor- sætisráðherra hefðu mun meiri áhrif á mótun efnahagsstefnunn- ar en forsetinn. Jeltsín dró hins vegar upp allt aðra mynd af ákvarðanatökuferlinu í rúss- neska stjórnkerfinu. „Á hveijum þriðjudegi hittumst við Tsjemómyrdín í skrifstofu minni og ákveðum grundvallarat- riði umbótastefnunnar ... Enginn, ekki einu sinni forsætisráðherr- ann, aðstoðarforsætisráðherrann eða neinn annar í stjómkerfinu getur breytt þeim ákvörðunum." Strangari fjármálastefna Jeltsín sagði að helsta mark- mið þessara ákvarðana væri að koma á róttækum umbótum. „Ég ákvað að stefna að strangari fjár- málastefnu á þessu ári og við munum framfylgja því,“ sagði Jeltsín og benti sem dæmi á að hann hefði beitt neitunarvaldi sínu á lagafmmvarp er hefði meir en tvöfaldað lágmarkslaun og sprengt íjárlögin. Sum ummæli Jeltsíns minntu á upphaf forsetatíðar hans er hann var óumdeildur leiðtogi bar- áttunnar fyrir markaðshagkerfi. Hann sagði m.a: „helsti árangur- inn er við höfum náð er að fólk sem um 75 ára skeið vissi ekki hvað eignarréttur var og bjó við alræðisstjómskipulag er byijað að skilja hvað markaðskerfi er“. Jeltsín viðurkenndi að hinar efnahagslegu umbætur hefðu ekki enn gengið upp að öllu leyti né heldur nytu þær fulls stuðn- ings meðal Rússa. „Auðvitað er almenningsálitið breytilegt. Sá sem hefur góðar tekjur er í góðu skapi en sá sem hefur slæmar tekjur er í vondu skapi.“ Hann sagðist hins vegar vera vongóður um að markaðsbúskapur yrði ofan á í Rússlandi. „Fólk hefur nú orðið mikinn hag af því að gera framleiðsluna hagkvæmari til að bæta kjör sín,“ sagði Rúss- landsforseti. Hann sagðist vonast til að á þessu ári kæmust Rússar yfir erfiðasta hjallann. Verðbólgu- hraðinn yrði líklega kominn niður í 1-2% í árslok en var 11% í febr- úar. Ofsabræðin kom aftur í ljós er talið barst að Dzokhar Dúdajev, leiðtoga Tsjetsjena. Þegar hann var spurður hvort að hann gæti hugsað sér að eiga með honum fund sagði Jeltsín: „Ég hef engin áform um að hitta Dúdajev, þar sem hann er glæpa- maður sem ætti að sækja til saka fyrir að hafa tortímt svo mörgum landsmönnum sínum ... Hann hefur safnað glæpahyski heims- ins í kringum sig og safnað fé um allan heim til að skipuleggja uppreisn í Rússlandi. Það er því lágmarkskrafa að hann verði dreginn fyrir dóm.“ Rússar leggja nú mikla áherslu á að vinna íbúa Tsjetsjeníju yfir á sitt band og sagði forsetinn að samningaviðræður væru í gangi við öldunga í Tsjetsjníju og full- trúa bæja og sveitarstjóma. „Það er búið að skipuleggja ríkisstjórn fyrir Tsjetsjníju og tímasetja kosningar. Við gerum okkur gréin fyrir því að þar til lýðræðis- legar kosningar fara fram í Tsjetsjníju getum við ekki sann- fært heimsbyggðina um að lýð- ræði ríki þar.“ Kohl besti vinurinn Jeltsín virðist taka samskipti mjög inn á sig, hvort sem um vini eða óvini er að ræða. Hann hrósar Bill Clinton Bandaríkja- forseta fyrir að sýna mikinn. „skilning“ á Tsjetsjníju-deilunni en segir hins vegar Helmut Kohl Þýskalandskanslara vera þann erlenda ráðamann, er hann hafi mest samskipti við. „Af öllum leiðtogum heimsins á ég flest samtöl við Helmut Kohl. Það líð- ur varla sú vika að við ræðumst ekki við ... Við erum vinir,“ segir Jeltsín. Þegar rætt er um ríki í austur- hluta Evrópu nefnir Jeltsín Ung- veija sérstaklega sem það ríki, er Rússar eigi best samskipti við. Hann segist nýlega hafa tjáð Gyula Horn, forsætisráðherra Ungveijalands, að allt væri með kyrrum kjörum milli ríkjanna. Þetta sagði Rússlandsforseti skýrast af því að sum ríki „beindu nú sjónum sínum til vesturs en önnur til Rússlands" og að mati Rússa hefðu Ungvetjar valið síð- ari kostinn. „Ungveijar líta til Rússlands þar sem nær allt hag- kerfi þeirra byggist á rússneskri tækni,“ segir Jeltsín. Mikil óvissa ríkir enn um af- stöðu Rússa til stækkunar NATO. Jeltsín tók fram að hann væri á móti „skyndilegri og um- fangsmikilli" stækkun banda- lagsins en virtist þó ekki útiloka að einhver önnur leið til að fjölga aðildarríkjum NATO væri ásætt- anleg fyrir Rússa. Vestrænir embættismenn telja margir að Rússar muni sætta sig við stækkun ef tryggt verði að erlendar sveitir og kjarnorkuvopn verði ekki staðsett í nýju aðildar- ríkjunum á friðartímum. Að mati Vesturlanda er það skilyrði óás- ættanlegt en gæti verið grund- völlur viðræðna. Byggt á FinarciaJ Times Harka færist í verk- fallið í Færeyjum Rysking’- ar við lögreglu Þórshöfn. Morgnnblaðið. VERKFALL opinberra starfs- manna í Færeyjum harðnar með hveijum deginum sem líður og til ryskinga kom á föstudag milli lög- reglu og verkfallsmanna, sem reyndu að koma í veg fyrir að feij- an Smyrili gæti siglt til Aberdeen í Skotlandi. Verkfallsmennirnir reyndu að koma í veg fyrir að hægt yrði að ferma Smyril. Lögreglumenn komu á vettvang og eftir nokkur handalögmál tókst þeim að koma verkfallsmönnunum af bryggjunni. Smyrill lagði úr höfn eftir tveggja tíma seinkun. Verkfall hjá póstþjónustunni Verkfallsmennirnir hafa einnig hindrað feijusiglingar milli flug- vallarins á Vogey og Straumeyjar. Þá fóru starfsmenn póstþjón- ustunnar í verkfall á laugardag, en þeir eru um 350. Reuter Flugslys í Honduras BJÖRGUNARMENN kanna litla herflugvél sem hrapaði á flug- braut alþjóðaflugvallarins Tonc- ontin í Honduras á föstudag. Fjórir menn biðu bana í slysinu, þeirra á meðal frændi Carlos Roberto Reina forseta. Bilun í hreyfli olli slysinu. -----» ♦ »----- Svíþjóð Rússi tekinn fyrir njósnir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA stjórnin hefur vísað rússneskum sendiráðsstarfsmanni úr landi, eftir að öryggislögreglan stóð hann að verki. Njósnir hans beindust að hemum og hergagna- iðnaði. Þó dregið hafi úr njósnum fyrst eftir að Sovétríkin leystust upp eru teikn á lofti um að undanf- arið ár hafi Rússar aukið njósnir víða um heim. Rússinn starfaði í tengslum við sendiráðið, en naut ekki friðhelgi, svo hægt var að vísa honum úr landi um leið og hann hafði verið staðinn að njósnum. Sænsk yfir- völd hafa verið spör á upplýsingar, en allt bendir til að njósnir manns- ins hafí beinst að sænska hernum og hergagnaiðnaði. Upp komst um hann eftir að hann hafði reynt að fá Svía til að afhenda leynilegar upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.