Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 20

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 20
20 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn BIRGIR Andri Briem, Stefán Pálsson og Guðmundur Ragnar Björnsson: Við munum ekki slá hendinni á móti því að leika í mjólkurauglýsingum. VITRIHGARNIR Þffl Signrvegaramir úr spurningakeppni fram- haldsskólanema, þeir Stefán Pálsson, Birgir Andri Briem og Guðmundur Ragnar Björns- son, vissu flest milli himins og jarðar í keppn- inni og vom því ekki í vandræðum með að svara Kristínu Marju Baldursdóttur þegar hún spurði um aðferðir þeirra og framtíð. NEMENDUR Menntaskól- ans í Reykjavík sigruðu fyrir skömmu þriðja árið í röð í spumingakeppni framhaldsskólanema sem fram fór í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þeir sem héldu uppi heiðri skólans að þessu sinni voru þeir Stefán Pálsson, Birgir Andri Briem og Guðmundur Ragnar Björnsson. Sig- urinn fengu þeir ekki á silfurfati því að undirbúningur hefur verið langur og strangur. Þeir hafa fylgst með öllum heimsins málum í heilt ár og grúskað í skruddum sem hafa fróðleik að geyma. En sigurinn var sætur, því vilja þeir ekki neita. Sigurliðið situr nú fyrir framan mig, eilítið syfjað að vísu, enda ekki þurft að vakna á kristilegum tíma í kennaraverkfallinu og því enn að kljást við lífsklukkuna. En það fer þó ekki á milli mála að nú er setið meðal spekinga sem geta romsað úr sér öllum ártölum og atburðum Islands. í keppninni góðu var beðið um bæjarnafn og síðan sýnd mynd af stjórnarráðinu. Þetta var úrslita- spumingin og áður en menn gátu andað að sér var Stefán búinn að svara og segja Sjöundá. Ég spyr hvemig í ósköpunum honum hafi dottið það í hug svona fljótt? „Það eru allir að taia um síðustu spuminguna, en við vorum nú bún- ir að vera yfir allan tímann,“ segir hann. „En Sjöundármorðin voru og eru eitt frægasta íslenska sakamál- ið og því tengdi ég það strax við stjórnarráðið, fangelsi og síðustu áftökurnar.“ „Nei, síðasta aftakan var 1830,“ heyrist þá í Guðmundi. Furðufuglar En hvernig stóð á því að þeir þrír vom valdir til að halda uppi heiðri skólans? „Það var strax ljóst að Stefán yrði í liðinu því að hann hafði þjálf- að lið skólans í tvö ár,“ segir Birg- ir. „Síðan var sest niður og riijað upp hveijir höfðu staðið sig vel í bekkjarkeppnum, og í apríl í fyrra töldu menn sig vera komna með sterkasta liðið. Forkeppni sem hald- in var í skólanum staðfesti það svo.“ Undirbúningur hafði því staðið yfir í marga mánuði fyrir keppni, og segja þeir að framan af hafi hann verið fólginn í því að hver og einn hefði augu og eyru opin og fylgdist vel með því sem væri að gerast í þjóðfélaginu. „Fyrir áramót lögðum við svo áherslu á hraða og gerðum það með því að spila Trivial Pursuit á tíma,“ segir Stefán. „Við skiptum ekki með okkur sviðum, en fundum fljót- lega inn á hver væri bestur í hveiju, hvenær við gætum treyst öðrum til að svara, og hvenær væri best fyr- ir okkur sjálfa að þegja.“ - I hvaða fögum ert þú til dæm- is bestur, Guðmundur? „Landafræðin hefur helst lent á mér og stór hluti sagnfræðinnar, segir hann.“ Stefán og Birgir líta hvor á ann- an: „Einn hlédrægur. Hann er sögu- sjení.“ Þeir eru reyndar allir góðir í sögu, en Birgir sem er á náttúrufræði- braut hefur aðallega séð um vísindi og náttúrufræði, en einnig kvik- myndir, leiklist, málefni sem eru efst á baugi í dagblöðum hveiju sinni og svo hefur hann lagt á minnið nöfn hinna ýmsu embættis- manna. Stefán hefur séð um bókmenntir, stjórnmál, sögu og þjóðmál. „Hann er grúskari í fornmála- deild,“ segir Birgir. Guðmundur er líka í þeirri deild og Birgir upplýsir að sú deild hafi á að skipa nokkrum furðufuglum. Sigurterta Þeir félagar hafa spilað spurn- ingaspil af öllum toga frá tólf ára aldri og fylgst með spurninga- keppnum í fjölmiðlum. „Við ákváð- um snemma að þetta vildum við gera,“ segir Stefán með miklum hátíðarsvip og hinir kinka kolli. Skömmu fyrir áramót hófu þeir að æfa saman einn eftirmiðdag í viku. „Við fengum félaga okkar til að spyija okkur meðan klukkan tif- aði. Þeir hafa aðallega verið þrír sem það_ hafa gert en mest hefur mætt á Ólafi Jóhannesi Einarssyni, sem var í liðinu í fyrra. Stuttu fyr- ir sjónvarpskeppnina tókum við svo ákveðna málaflokka í gegn, eins og til dæmis myndlist og fleira. Það er tilgangslaust að leggja eitthvað stíft á minnið löngu fyrir keppni, þannig að þegar við komum saman fór tíminn meira í að spjalla og borða pítsu.“ „Það sem skiptir öllu máli er hversu snemma MR velur lið sitt,“ segir Stefán. „Við höfðum heilan vetur til að læra og leggja á minnið. Verslunarskólinn og Menntaskólinn í Kópavogi hafa einnig unnið þann- ig með skipulögðum hætti og það sést á árangri þessara liða. Þetta er líka spuming um tækni, maður er farinn að átta sig á því hvað verður spurt um, áður en spurt er.“ „Já, við erum orðnir góðir í því að botna spurningar," segir Birgir. - Haldið þið að þessi lærdómur nýtist ykkur seinna? „Það er erfítt að segja um það, en hann vinnur í það minnsta ekki gegn okkur.“ - Hvað var erfiðast? „Síðustu fimm mínúturnar í úr- slitakeppninni og fyrstu fimm mín- úturnar í sjónvarpinu. Við vorum líka í vandræðum með leynigestinn, þar voru engar staðreyndir til að byggja á. Góða skapið er þó mikilvægasta atriðið í spurningakeppnum. Við reyndum að taka þessu létt og vor- um ánægðir með hvert stig sem við hlutum." - Nú hlýtur mikil spenna að fylgja svona keppni. Hvernig leið ykkur stuttu áður? „Við fylgdum dagskrá sem við höfðum komið okkur upp, fórum í sundlaugina á Seltjarnarnesi, vor- um þar lengi í gufubaði, náðum okkur svo í brauðmeti úr bakaríi, borðuðum saman og fórum svo beint í keppnina,“ segja þeir. Stefán: „Gufubaðið langa gerði það svo að verkum að við gátum drukkið vatn í lítratali í keppninni án þess að þurfa að bregða okkur frá.“ t Birgir: „Stressið sem fylgdi því að vera í beinni útsendingu hjálpaði okkur að því leyti að við vorum fljót- ari til svars.“ Stefán: „En adrenalínið var kom- ið langt fram á næstu öld og maður gat ekki náð sér niður eftir keppn- ina.“ Guðmundur: „Óli þjálfari var í mestu spennunni, hann var í rauðri peysu, en andlitið á honum var þó enn rauðara." - Hvernig var svo haldið upp á sigurinn? „Eftir smáflakk og kampavíns- drykkju fórum við heim til Stefáns, en þar beið okkar sigurterta, sér-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.