Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 45

Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL1995 45 SIGRIÐUR JÓHANNESDÓTTIR + Sigríður fæddist á Hrauni, In- gjaldssandi, _ Mýra- hreppi, V. ísaf. 11. október 1902. Hún lést 9. apríl sl. Faðir hennar var Jóhannes Eugen sjómaður á Ingjaldssandi og Flateyri, f. 19.11. 1870, d. 23.8. 1960, Guðmundsson sjó- manns á Villingadal Ebenezerssonar og Sigríðar Jóhannes- dóttur. Móðir hennar var Valgerður Mar- grét, f. 2.7. 1877, d. 5.11. 1965, Guðbjartsdóttir bónda og sjómanns á Læk, Dýra- firði, Björnssonar og Maríu Magnúsdóttur. Sigríður tók Ijós- mæðrapróf frá Ljósmæðraskóla íslands 1929. Hún var Ijósmóðir í Ingjaldssandsumdæmi frá þvi ári til 1931 og á Flateyri frá sama ári til 1941. Sigríður gift- ist 16.9. 1933 Kristjáni Guðbergi sparisjóðsstjóra, Flateyri, f. 5.10. 1898, d. 17.11. 1974, Brypjólfssyni bónda á Mosvöllum, Ön- undarfirði, Davíðs- sonar og Kristínar Ólafsdóttur. Börn Sigríðar og Kristj- áns eru Valgerður Kristín f. 1934, hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík, og Eiríkur Jóhannes, f. 1935, tæknifræðing- ur í Danmörku, kvæntur Gretu Þór- dísi Kragesteen. Sigríður og Kristján fluttust til Reykjavíkur 1967 og áttu heima þjá Valgerði dóttur sinni og Kristjáni syni hennar, meðan lifðu. Þau hafa lengi átt heima í Hraunbæ 100. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, 21. april, og hefst athöfnin kl. 10.30. ÞEGAR ég var að komast til vits og ára vestur í Flateyrarhreppi á fjórða áratug þessarar aldar þjuggu þar í litlu húsi í miðju þorpinu hjónin Sig- ríður Jóhannesdóttir og Kristján Brynjólfsson með börnum sínum tveimur, Valgerði og Eiríki. Þau hjón- in voru vinafólk foreldra minna. Vera má að það hafi upphaflega verið þess vegna að við Eiríkur urðum vinir á bamsaldri; við vorum á líkum aldri. Kristján Brynjólfsson er látinn fyrir mörgum árum, en Sigríður Jóhannes- dóttir andaðist aðfaranótt pálma- sunnudags, 9. apríl sl. Á morgun verður útför hennar gerð frá Foss- vogskirkju. Kynni Sigríðar af mér hófust fyrr en ég get munað. Hún var ljósmóðir i Flateyrarumdæmi og tók á móti mér við fæðingu. Oft átti hún eftir að taka á móti mér síðar. Heim hjá mér var hún kölluð Sigga ljósa, eftir að ég fór að muna til, og ég held víðar. Þeirri nafngift fylgdi í huga mér ævinlega mild birta. Hún var ljósa okkar 5 systkina, allra nema tveggja þeirra elstu. Þegar ég fór að stálpast varð ég tíður gestur á heimili Sigríðar Jó- hannesdóttur á Flateyri og entist það fram undir fullorðinsár, að ég fór alfarið úr fæðingarhrepp mínum. Lin- lega þætti mér það orðað að vel hefði verið tekið á móti mér á því heimili. Nær lagi væri að mér hefði verið fagnað af góðvilja og ástúð í hvert sinn sem ég kom þar inn fyrir dyr. Húsrými var ekki mikið, en í minn- ingu minni var þar allt nosturslega snoturt og hlýlegt. Ekki minnist ég þess að við strákamir værum nokk- um tímann með neins konar ærsl á þessu heimili, en hljóðláta skemmtun höfðum við að tafli, spili og samræð- um. í viðræðum um menn og málefni lagði húsmóðirin öllum eitthvað gott til. Enginn maður var svo slæmur að honum væri alls vamað. Og óæski- leg breytni manna átti sínar skýring- ar ef að var gáð. Þannig man ég Sigriði Jóhannesdóttur og svo var hún enn þegar hún tók síðast á móti mér á heimili sínu í Hraunbænum í Reykjavík í haust. Einstaklingur sem ber sig til að vera hraustur í hretum mannfélags, hann kann stundum að leitast við að greina þætti gerðar sinnar. Það er þrautin þyngri. Ekki get ég tíundað fyrir sjálfum mér eða öðrum hvemig bamskynni mín af Siggu minni ljósu hafa mótað mig. En í huga mínum á hún samastað sem er bæði bjartur og hlýr. Þangað er og verður gott að leita í hretum. Börnum Sigríðar, Valgerði og Ei- ríki, dóttursyninum Kristjáni og tengdadótturinni Þórdísi votta ég samúð mfna. Finnur Torfi Hjörleifsson. Hraunbær 100 verður ekki samur án hennar Sigríðar á móti. í um það bil 25 ár höfum við fjölskylda'n notið umhyggju hennar svo langt umfram það sem góðri grannkonu sæmir. Það eru ófá skiptin sem einhveiju okkar hefur verið kippt inn í óvænta veislu hjá Sigríði, pönnukökur og kleinur og allt það þjóðlega góðgæti sem vill gjaman verða útundan í ysi og þysi hversdagsins. Þessi boð vom því ávallt þáð með þökkum og það var enginn svikinn af stund með Sigríði í eldhúsinu. Sigríður gegndi líka lyklavörslu fyrir okkur í öll þessi ár og það fylgdu alltaf verðlaun í hvert skipti sem lykl- ar gleymdust og við þurftum að leita ásjár hennar. Eitthvað heitt í lófann eða jafnvel dýrgripur sem Sigríður hafði að sjálfsögðu gert sjálf. Hún var listakona á sviði hannyrða og allt lék í höndunum á henni hvort sem það var unnið með nál og tvinna, gami eða penslum. Allar stórhátíðir hjá okkur hefjast með því að skreyta íbúðina með list- mununum frá Sigríði og á hveijum jólum hafa nýir hlutir bæst í safnið. Það er enginn þáttur jólahaldsins undanskilinn, því handmálaðar svunt- ur á okkur allar mæðgumar setja sinn svip á jólahátíðina..Sigríður fór ekki hátt með handverk sín, oftar en ekki var dyrabjöllunni hringt og litl- um pakka laumað í höndina, svolítið smáræði sem hún hafði verið að dunda við. Hlýja Sigríðar var engu lík. Öll nut- um við góðvildar hennar, elsku og vináttu, og betri nágranna er ekki hægt að hugsar sér en þær mæðgur Sigríði og Valgerði, og dóttursoninn Kristján. Návist Sigríðar er sterk á okkar heimili og við munum minnast hennar í hveijum litlum hlut og hlýja hennar mun umvefla okkur í hvert sinn sem lagst er til hvílu í listilega útsaumuðum sængurverum frá henni. Hún Sigríður var mikil blómakona og margan græðlinginn færði hún okkur. Anna, Hugi, Kristín og undirrituð þakka Sigríði samfylgdina og senda fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Sólveig Ólafsdóttir. GUÐRUN ÞOR VARÐARDÓTTIR + Guðrún Þor- varðardóttir fæddist 16. janúar 1908 á Bakka á Kjal- arnesi. Hún lést á Landspítalanum 4. apríl sl. Foreldrar hennar voru Þor- varður Guðbrands- son bóndi á Bakka og kona hans Mál- hildur Tomasdóttir. Systkini Guðrúnar voru: Guðbjörg, dáin, Eyjólfur, Þor- geir, dáinn, Gunnar, Gróa, Tómas, Guð- mundur, dáinn, Sig- urður, Bjarni, Hallfriður, dáin. Guðrún var ógift og barnlaus. Guðrún Þorvarðardóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, 21. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. HÚN GUNNA frænka í Lyngó hefur kvatt okkur. Minningamar um hana renna um hugann. Það var svo gott að koma til hennar og fá þessar hlýju móttök- ur í hvert skipti sem maður kom, hæglætis- bros og síðan kaffisopa, og eitt var víst að það fylgdi alltaf meðlæti með. Þegar ég kynntist Gunnu eins og hún var kölluð var hún ráðskona hjá bræðmm sínum á Lynghaga 16, en tengslin við systkinin á Bakka rofnuðu ekki og voru margar ferðir famar þangað í heim- sókn, því æskustöðv- amar voru henni kærar. Gunnar fylgdist vel með frænd- fólki sínu og naut það þess og ekki síst smáfólkið, sem kom í heimsókn á Lynghaga 16, enda alltaf eitthvað til fyrir það. Ég vil þakka Gunnu fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mitt fólk, nú er leiðir skilur. Skjöldur Þorgrímsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, BJARNI GUÐMUNDSSON, Grenimel 26, lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát hans og útför. Kristín Guðbjartsdóttir, Guðsteinn Bjarnason, Hermann Bjarnason, og systkini hins iátna. t Elskulegur eiginmaður minn, ÞORLÁKUR SIGURJÓNSSON fráTindum, Fellsmúla 19, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 17. aprfl. Gróa Helgadóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HÁLFDÁNARDÓTTIR, Hringbraut 97, Reykjavik, sem lést 10. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 16.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Kolbrún Kristjánsdóttir, Reynir Magnússon, Geirmundur Kristjánsson, Marie Kristjánsson, Albína Jensen, Torben Jensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHERTH. JÓNSDÓTTIR, Birkimel 6b, sem lést í Borgarspítalanum föstudag- inn 7. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnst hennar, er bent á Hjartavernd. Bergur Ingimundarson, Sigurjón Hafnfjörð Siggeirsson, Rúnar Eiríkur Siggeirsson, Valgerður Sigurðardóttir, Olga Soffía Siggeirsdóttir, Hafsteinn Sigurðarson, Sævar Siggeirsson, Sigríður Arnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG GUÐLEIFSDÓTTIR, Faxabraut 6, Keflavfk, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 14.00. Jóhann Dagur Egilsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólöf Hildur Egilsdóttir, Pétur T. Jónsson og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDUR GUÐBJARTSSON, Völusteinsstræti 28, Bolungarvik, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. Kristín Sigurðardóttir, Sverrir Sigurðsson, Pétur Runólfsson, Þórdfs Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA ÁSMUNDSSON, Langholtsvegi 148, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju á morgun, föstudaginn 21. aprH kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Orgelsjóð Langholtskirkju njóta þess. Ásmundur Þorláksson, Svana Guðbrandsdóttir, Eliane Þorláksdóttir, Yngvi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir og unnusti, GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON, sem lést 8. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudag- inn 21. apríl kl. 13.30. Gyða Guðmundsdóttir, Leó Ágústsson, Arnar Leósson, Ragnar Leósson, Ingibjörg Björgvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.