Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AGNAR MAR OG ALEXANDER ÖRNJÓNSSYNIR + Alexander Örn Jónsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum, 19. mars 1990. Hann lést af slysförum 16. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Þórdís Erlings- dóttir, f. 6.10. 1962, og Jón Val- geirsson, f. 4.7. 1959. Bræður Alexanders eru: Agnar Mar, f. 11.11. 1982, d. 26.9. 1985, og Hersir Mar, f. 29.12. 1986. Alexander Örn verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag 29. apríl og hefst athöfnin kl. 14. Á PÁSKADAGSMORGUN var hér í Eyjum sól í heiði og vor í lofti, dagur sem gaf fýrirheit um vetrar- lok og boðaði komu sumars, hjörtu okkar full gleði jrfir góðu veðri og börn úti við, að leik. En skyndilega, svo ógnar skjótt og skyndilega, dró ský fyrir sólu og við tók kaldur og nístandi napur raunveruleikinn. Honum Alexander okkar, litla vininum, sem hafði ver- ið úti í garði heima hjá sér, hafði í einni svipan tekist að skjótast í burtu og þrátt fyrir mikla leit for- eldra og margra annarra fannst Alexander Örn ekki fyrr en rúmum þremur stundum seinna og þá dá- inn. Elsku litli sólargeislinn hann Alexander, sem ætíð var svo blíður og glaður, og alltaf var svo stutt í ' fallega brosið hans og skemmtilegu stríðnina. Hvemig gat þetta gerst? Allt er þetta svo endanlegt og engu hægt að breyta þar um. Ævi Alexanders var ekki löng, en samt var hann lífsreyndari en margur sér eldri að árum, hann átti við veikindi að stríða fyrstu æviárin en mikið hafði áunnist og gangur lífsins var orðinn traustur og laus við þjáningar hjá Alexander þegar hann svo óvænt og skyndi- lega var kallaður héðan úr þessum heimi. Elsku Alexander, við kveðjum þig með söknuði, en þó með þökk fyrir góðar og fallegar minningar, þess fullviss að þú eigir nú eilífa " 'Sæludaga í himnaríki með honum Agnari bróður þínum, þar spilir þú á gítar, gerir þín prakkarastrik og allt það sem þú hafðir svo gaman að hér á meðal okkar. Þar séuð þið báðir undir vemdarvæng Guðs og engla hans. Agnar Mar litli, alltaf svo ljúfur og góður þrátt fyrir mikil og erfið veikindi allt hans líf, hann fæddist + Guðlaugur Björnsson, fæddist á Hólmavík 2. ágúst 1925. Hann lést 1. apríl síðast- liðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Guðlaugur var sonur Guðbjargar Níelsdóttur hús- móður og Björns Björnssonar verslunarmanns á Hólmavík. Systkini Guðlaugs voru fimm, þau voru Vilhjálmur, Iátinn, Guðrún, Ketill, látinn, Þórður, GULLI minn, mikill söknuður er að þú skulir vera farinn, góður guð geymi þig og vona ég að þér líði betur. Ég kom alltaf til ykkar ömmu hvert sumar frá því ég var barn. Sumarið var ekki byijað fyrr en ég kom til þín og ömmu. Og nú síðustu ár með syni mínum og manni. Andri Þór sonur minn er strax farinn að spyrja hvort sumar- - ið sé ekki að fara að koma svo með hjartað sitt gailað. En hann var svo fallegur og góður drengur með svo falleg augu og var öllum í kringum sig svo mikill gleðigjafi, þó sérstaklega foreldrum sínum. En hann eins og Alexander bróðir hans átti svo stutt líf. Agnar Mar dó eftir erfiðar hjartaaðgerðir, þrátt fyrir veikindi Agnars litla var and- lát hans mikið reiðaslag, enginn hafði átt von á þessum endalokum og þá allra síst foreldrarnir ungu. Elsku Dísa og Jonni, við biðjum ykkur Guðs huggunar á þessari göngu ykkar, þrúgandi göngu sorg- ar og saknaðar. Það er svo stutt um liðið síðan þið misstuð hann Agnar Mar aðeins tæplega þriggja ára, okkur er það lífsins ómögulegt að skilja það, hvers vegna þið sem alltaf hugsuðuð vel um og gættu sona ykkar fenguð ekki að njóta samvistanna við þá lengur. Einnig biðjum við Guð að blessa og styrkja hann Hersir Mar okkar sem nú sér á eftir bróður sínum litla svo og alla aðra ættingja og vini hans Alexanders okkar. Við biðjum Guð að vernda og geyma góða bræður, þá Alexander Öm og Agnar Mar. Hver minning er dýrmæt perla að Iiðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson.) Amma og afi í Eyjum. Ég sit hér í þeirri undarlegu stöðu að skrifa kveðjuorð til þín, elsku Alexander Öm. Á páskadag átti sér stað sá örlagaríki atburður að litli frændi okkar var kvaddur burt. Ég vil þakka fyrir þær skemmtilegu stundir sem við áttum með þér. Þegar þú komst til okkar í Grindavík fylltist allt af lífi og fjöri, eins er við komum til þín, þá var sama sagan, þótt upp hafi komið og Kristinn tvíburabróðir Guð- laugs, sem er einnig látinn. Guðlaugur eignaðist eina dótt- ur, Kristínu Birnu, sem búsett er í Þýskalandi. Eftirlifandi eiginkona Guðlaugs er Guðrún Hinriksdóttir. Guðlaugur var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 10. apríl síðastliðinn. hann geti farið til Suðureyrar til langafa og ömmu. Eg þakka þér fyrir allt, Gulli minn, þú varst góður maður Og reyndist okkur öllum vel, sérstak- lega ömmu sem sér eftir góðum eiginmanni og vini. Ég mun geyma minningarnar um þig í hjarta mínu. Vertu sæll. Olöf, Gummi og Andri Þór. smá ósætti hjá stærri bömunum, varst þú ávallt svo góður og blíður við litlu dóttur okkar, sem þú sagð- ist eiga. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, elsku vinur. Og trúum því að þú nú leikir þér við stóra bróður þinn, Agnar Mar. Guð oss það gefi að glöð við megum þér síðar fylgja í friðar- skaut. Elsku, Dísa, Jonni og Hersir Mar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og elsku Alexander Erni þökkum við fyrir samfýlgdina. Blessuð sé minning hans. Anna María, Birgir og böm. Elsku Alexander Öm, okkur langar að kveðja þig með örfáum máttvana orðum, þú varst eins og sólargeisli, alltaf svo glaður og kát- ur, og litlu prakkarastrikin þín, em ljúfar minningar og yndislegar stundir, sem við viljum þakka fýrir að hafa átt með þér. Ég veit að á páskadag hefur stóri bróðir þinn, hann Agnar Mar, beðið eftir að taka á móti þér til að gæta þín í nýrri og meiri veröld. Vertu, góði Guð, hjá mér gleði sona er veitt af þér. Gjörðu bjart mitt bemskuvor, blessa, faðir, öll mín spor. Þú veist alltaf um minn veg, allt þú veizt, sem tala ég, öll mín verk sér auga þitt, einnig hjartalagið mitt. (Einar Jónsson.) Elsku Dísa, Jonni og Hersir Mar, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og gefa ykkur þrek í ykkar miklu sorg. Bjamey Valgeirsdóttir og fjölskylda. Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum kveðja lítinn vin minn, Alex- ander Öm Jónsson, er lést af slys- föram á páskadag, 16. apríl síðast- liðinn. Allt frá mínum fyrstu kynn- um af Alexander fannst mér ég eiga dálítið í þessum litla, líflega snáða. Alexander var einstaklega ljúfur drengur og svo fullur af fjöri og lífsgleði að stundum var erfitt að hemja galsann og gleðina. Þessi litli drengur hafði alveg sérstaka útgeislun er gerði það að verkum að hann heillaði okkur öll er með honum unnum. Nú þegar vorið er loksins í nánd, eftir langan og harð- an vetur, hefur sorgin enn einu sinni kvatt dyra af öllum sínum þunga. Eftir sitjum við með brennandi spumingar á vöram, spumingar sem ekki fást nein svör við á þess- ari strönd allífsins. Ég kveð litla vininn minn með sáram söknuði. Megi Guð styrkja foreldra, bróður og aðra aðstand- endur í þeirra miklu sorg. Bjartey Sigurðardóttir. Elsku litli frændi minn, Alexand- er Örn, þú sem varst svo kátur og alltaf svo glaður og grést svo sjald- an, þú veist ég elska þig afar heitt, og myndi gera allt til að fá þig aftur, sjá þig hlaupa og striplast, veltast um af hlátri út um allt. Ég kveð þig, litli vinur, en þú veist að ég sakna þín afar heitt, og elska þig af öllu mínu hjarta. Og seinna mun ég hitta ykkur bræður aftur á ný. Elsku Dísa, Jonni og Hersir Mar, ég vona að guð gefi ykkur styrk til að umbera svona mikla sorg. Ykkar frænka, Fanney Jóna Gísládóttir. Elsku Alexander, ég læt hugann reika um liðna tíð. Rifja upp góðar stundir sem átti ég með þér, þær gáfu mér svo mikið. Aldrei mun ég gleyma þér. Guð blessi minningu þína. Guðmundur Bragi. Nú kveðjum við litla frænda okk- ar sem alltaf var svo lífsglaður. Elsku Alexander, hvað það var sem heillaði þig við hafið, það fæ ég ekki skilið. Elsku Agnar bróðir minn nú mætumst við hér tveir, á þeim degi, sem var minn tileinkaður mér, elsku hjartans, bróðir minn, nú sál mín fer upp með þér. (Í.V.) Elsku Jonni, Dísa og Hersir Mar, ég bið almáttugan Guð að styrkja ykkur og leyfa ykkur eitt augnablik að sjá inn í ríkidæmi þitt og sjá þar drengina ykkar þá Alexander Örn og Agnar Mar báða í alsæluríki þínu. Iris, Anna María, Elsa Valdís og Bjarni Jón. Sunnudaginn sextánda apríl gerðist sá sorglegi atburður að Alex, eins og við kölluðum hann, var kallaður burt úr lífi okkar. Öll vitum við að jarðvist okkar varir ekki að eilífu. Við minnumst þín með miklum söknuði. Af hveiju þarf svona lítill snáði að kveðja svo skjótt, þú sem varst svo lífsglaður og áttir þín einstöku uppátæki, sem ávallt munu lifa í minningunni um þig? Það var svo mikil gleði sem þú barst með þér. Þú hafðir dálæti á gítar, bílum og ekki má gleyma bíllyklunum sem þurfti að fela fyrir þér. Drottinn hlýtur að ætla þér eitthvað mikilvægt hlutverk er hann fylgir þér nú inn í eilíft líf. Megi Drottinn styrkja og blessa fjölskyldu þína á þessum erfiðu tím- um, þau Þórdísi, Jón og bróðir þinn Hersir Mar. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín. Kristinn, Þórunn og synir. Við bræðurnir viljum minnast með fáeinum fátæklegum orðum elsku litla frænda okkar, Alexand- ers Arnars, sem var tekinn svo skyndilega ogf óvænt frá okkur. Við eram varla búnir að átta okkur á þessu. Við trúum því að þar sem litli frændi okkar hvílir nú hafi elsti bróðir hans tekið á móti honum og saman leiki þeir sér nú þar sem við öll munum að lokum enda okkar göngu. Þegar stórt er spurt er óftast fátt um svör. Hvers vegna var hann svona ungur tekinn burt þegar allt lífíð var framundan? Við munum minn- ast Alexanders fyrir þá miklu lífs- gleði sem af honum geislaði og hans barnalegu forvitni á flestu því sem í kringum hann var. Það er sárt til þess að hugsa að hann sé farinn og við sjáum hann ekki oftar. Það styrkir sár hjörtu að Alexander litli fær blíðar móttök- ur hjá guði þar sem bróðir hans Agnar Mar mun gæta hans vel og vandlega. Vegir guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir. Við trúum því að hans bíði stærra og betra hlutverk í æðra tilverastigi. Elsku frændi, nú kveðjum við þig í hinsta sinn og vonum að vegir þínir með guði séu og verði ávallt bjartir og greiðir. Hvíl í friði. Elsku Jonni, Dísa og Hersir Mar, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum guð að gefa ykk- ur styrk og trú til þess að sigrast á þessari miklu sorg. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niðurlagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Nökkvi, Guðjón og Leó Snær Sveinssynir. GUÐLAUGUR BJÖRNSSON Við sitjum hér systkini þijú, við skiljum ekki alveg hvað hefur kom- ið fyrir. Af hveiju kemur hann Alex- ander ekki til okkar oftar, af hveiju var hann að sulla niður í fjöra og mamma af hveiju tók Guð hann upp til sín? Aron talar um samveru- stundir er hann átti með sínum besta vini og frænda honum Alex- ander, sem hann leit svo upp til. í hans huga var Alexander svo hug- aður og skemmtilegur og það var svo gaman að vera með honum Alexander. Hjartans besti vinur, Alexander Öm, þú sem alltaf varst svo fjörug- ur og blíður, hvemig má það vera að við þurfum nú að kveðja þig, vinur? Ókkur finnst við hafa svo lítið eftir af þér en þó svo mikið af góðum og fallegum minningum, minningum sem aldrei mást. í þeirri trú að þú leikir þér nú á víðáttumiklum og blómum skreytt- um lendum í himnaríki með honum Agnari Mar bróður þínum kveðjum við þig að sinni. Elsku Dísa, Jonni, Hersir Mar ömmur, afar og allir aðrir vinir Alexanders. Við biðjum góðan Guð að veita okkur styrk og-hugga okk- ur í þessari miklu og sáru sorg. Ég fluttist burt, því borgin er ætluð þeim, sem byrgja sig inni, þykkum veggjum unna. En ég vil nálgast nýjan og betri heim við nið hinna tæru brunna. (Davíð Stefánsson) Perla, Tom, Aron, Kamilla og Sara María. Okkur langar í fáum orðum að kveðja lítinn dreng sem var hjá okkur á leikskólanum Kirkjugerði. Alexander Öm var sólargeisli sem stal hjörtum okkar allra. Hans er sárt saknað bæði af starfsfólki og bömum. Elsku Þórdís, Jón og Hersir, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við guð um þúsund ár. já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumamótt. 0 alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) Kveðja. Starfsfólk Kirkjugerði. Ég veit af blómum bláum í brekku móti sól, sem guð á himni háum þar hefur gefið skjól. (Þýð. Freysteinn Gunnarsson.) í dag kveðjum við lítinn frænda og vin sem var aðeins fimm ára gamall. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. í hjörtum okkar situr sorg og eftirsjá og margar minningar um lítinn, ljúfan dreng sem gat alltaf fengið okkur til að brosa með uppá- tækjum sínum. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt og megi ljósið lýsa þér, kæri frændi. Elsku Dísa, Jonni og Hersir Mar, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Valgeir, Hildur og börn. Jesús Kristur, ég kem til þín, kær, þú komst að vitja mín. í sátt ég þér mína sálu ber, úr sefa fólksins ég aldrei fer. Glaður inn, um hið gyllta hlið, guð mér færi eilífan frið. Ég feginn mínu fegursta skarta. Fijáls, þið berið mitt hjarta. (B.Í.) Megi guð geyma þig og vernda að eilífu, ljúfi vinur. Elsku Jonni, Dísa og Hersir Mar, við biðjum ykkur Guðs blessunar og hjálpar í ykkar miklu raun. Þórey Friðrikka og Birkir Ivar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.