Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 52
MICROSOFT. einar j. WENDOWS- SKÚLASONHF MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<á>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Framhaldsfundur um Síldarsmuguna í Reykjavík á þriðjudag Mælzt til að síldar- flotinn verði í höfn ÍSLENZK stjórnvöld mælast til þess að síldarflotinn haldi sig í höfn og haldi ekki til veiða í Síldarsmug- unni fyrr en eftir framhaldsfund Islands, Noregs, Rússlands og Fær- eyja um stjórn veiða í Síldarsmug- unni, sem haldinn verður í Reykja- vík næstkomandi þriðjudag. Þar verður reynt að semja um bráða- birgðaaðgerðir til að hindra að fleiri lönd komist inn í veiðarnar í Síldar- smugunni. Fundi landanna fjögurra, sem hófst í Ósló á fimmtudag, lauk í gær. Einkum var rætt um hvort mögulegt væri að ná bráðabirgða- samkomulagi um stjórn veiðanna á þessu ári, og ákveðið að ræða þann möguleika nánar í Reykjavík eftir helgina. Styrkir stöðuna gagnvart öðrum ríkjum Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að jákvæður andi hefði verið í viðræðunum í Ósló. Þess vegna hefði verið ákveðið að halda fundinum áfram í Reykjavík. Þorsteinn sagði að ef bráða- birgðasamkomulag næðist, myndi það styrkja stöðu landanna fjögurra gagnvart öðrum aðilum. „Stóra hættan er sú að nýir aðilar komi þarna inn og geri hlut allra rýrari. Auðvitað eru engar tryggingar í því efni, en því betur sem þessar þjóð- ir, sem teljast eigendur stofnsins, standa saman, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti varið hann sam- eiginlega fyrir öðrum,“ sagði hann. Skip allra halda sig heima Samkvæmt kjarasamningum eiga skip að vera í höfn 1. maí, á frídegi verkalýðsins. Sjávarútvegs- og utanríkisráðherra áttu í gær- morgun fund með lögfræðingi Landssambands útvegsmanna og fulltrúum allra sjómannasamtak- anna, þar sem þeir fóru fram á að síldarskipin færu ekki að nýju til veiða í Síldarsmugunni fyrr en eftir að viðræðunum í Reykjavík lyki. „Þeir tóku því vel,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að íslenzk stjórnvöld teldu sig hafa fullvissu fyrir því að Norðmenn, Rússar og Færeyingar myndu jafnframt halda sínum skip- um heima. „Norðmenn hafa til dæmis fullyrt að þeir munj gera það gagnvart sínum skipum. Það verður eitt og það sama að gilda fyrir alla,“ sagði Þorsteinn. Deilur um Smugu höfðu ekki áhrif Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagðist telja að fundurinn hefði gengið vel og gott væri til þess að vita að hægt hefði verið að halda hann án þess að deilur um veiðar í Smugunni hefðu þar áhrif á. „Það er mat okkar að rétt sé að halda þessu áfram og þess vegna var sú ákvörðun tekin að beina því til skipanna að veiðar væru ekki stundaðar á meðan til- raun væri gerð til að ná samkomu- lagi. Vonandi heldur þetta áfram í þessum anda. Við bjóðum Norð- menn, Rússa og Færeyinga vel- komna til Reylqavíkur," sagði Hall- dór. Morgunblaðið/Rúnar Þór Flotkví afhent FLOTKVÍIN sem Akureyrarhöfn hefur keypt af skipasmíðastöð- inni í hafnarbænum Klaipeta í Litháen verður formlega afhent ytra næstkomandi þriðjudag, 2. maí. Samið hefur verið við Harri Borthen og Co A/S í Noregi um drátt á flotkvínni frá Klaipeta til Akureyrar, en tilboð þeirra var upp á tæpar 8 miHjónir króna. Búist er við að taki um hálfan mánuð að draga kvinna þessa leið en hún verður væntanlega komin til Akureyrar í kringum 20. maí næstkomandi. Unnið er að gerð kvíarstæðis norðan skipasmíðaskemmu Slippstöðvarinnar en því verki verður lokið í byrjun júní. Lést í vél- sleðaslysi UNGUR maður úr Garðabæ lést í vélsleðaslysi á Akureyri í gær. Maðurinn sem var 21 árs gamall ökumaður vélsleða ók á streng í girðingu og er talið að hann hafí látist samstundis. Slysið varð laust eftir kl. 14 í gærdag, á túni vestan Borgarsíðu á Akureyri. Hann var einn á ferð á vélsleða sín- um þegar slysið varð. Maðurinn hugðist taka þátt í vélsleðamóti í Hlíðarfjalli um helgina. Mótinu hefur verið frestað. Morgunblaðið/Emilía Landsvirkjun áætlar að verð til ÍSAL hækki Tekjur hækka um 300 millj. STJORNENDUR Landsvirkjunar telja að afkoma fyrirtækisins verði mun hagstæðari árið 1995 en í fyrra. Áætlanir Landsvirkjunar gera m.a. ráð fyrir að tekjur af raforku- sölu til stóriðju aukist um tæplega 300 millj. kr. á yfirstandandi ári miðað við seinasta ár og verði 2.170 millj. kr. Fram kom í ræðu Jóhannesar Nordal, stjórnarformanns Lands- virkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í gær, að tekjur Landsvirkjunar hefðu aukist á seinasta ári, einkum vegna batnandi afkomu Jámblendi- félagsins og frá ÍSAL, vegna teng- ingar raforkuverðs við verð á áli, sem hefur farið ört hækkandi. I máli Halldórs Jónatanssonar, for- stjóra Landsvirkjunar, kom fram að gert sé ráð fyrir að meðalverð til ISAL hækki úr 13,22 mill á kíló- wattstund í 17 mill á þessu ári eða um 28,6% vegna hækkandi álverðs. Raforkuverð til ÍSAL hefur ekki verið svo hátt frá árinu 1989. Jóhannes Nordal sagði að því stefnt að niðurstaða fengist í við- ræðum við Alusuisse-Lonza um stækkun álbræðslunnar í Straums- vík fyrir mitt þetta ár. Aðalsamningamaður Alusuisse sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að ekkert ætti að standa í vegi fyrir að samningaviðræðum lyki í meginatriðum í næsta mánuði. ■ Ársfundur Landsvirkjunar/6. -Prófin nálgast KENNSLU stúdentsefna í fram- haldsskólum landsins er að ljúka þessa dagana og á dimission sem var í Menntaskólanum við Hamra- hlíð í gær skrýddust nemendur alls kyns furðufatnaði í tilefni dagsins. Framundan er svo próf- lesturinn og prófin áður en hægt er að setja upp hvíta kollinn. Sinueldar við Stórhöfða SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út klukkan ellefu í gærkvöldi vegna mikilla sinuelda á stóru svæði í grennd við sjúkrastöð SÁÁ við Stór- höfða í Reykjavík. Skömmu síðar var slökkviliðið einnig kallað út vegna elds í íbúðarhúsi í Laugardal. Sijórnarformaður Granda ræddi möguleika á veiðigjaldi á aðalfundi Hallast að stofngjaldi fyrir varanlegan veiðirétt STJÓRNARFORMAÐUR Granda hf., Árni Vil- hjálmsson prófessor, segir að sá háttur á töku veiðigjalds, sem hann hallist helst að, sé að núver- andi handhöfum veiðiréttar sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti verði gert að greiða gjald í eitt skipti fyrir öll fyrir hlutdeild sína í aflamarki. Nefnir hann sem dæmi að 50 kr. gjald á hvert tonn aflakvóta Granda hf. myndi gera 700 milljónir kr. í stofngjald og 7% ársvext- ir af því þýddu 50 milljóna kr. greiðslu á ári. Á aðalfundi Granda í gær tók Árni fram að þessar hugleiðingar væru á sína ábyrgð þar sem ágreiningsmál um fiskveiðistjórnun hafí lítið ver- ið á dagskrá stjórnarfunda Granda hf. Hann sagði að sem hreinast aflamarkskerfi væri talið best til þess fallið að ná sem mestri hagkvæmni við fískveiðar og sagði að það kerfi ætti hug sinn. Þann veiðirétt sem greitt væri fyrir einsinnis- gjald sagði Árni að væri unnt að taka eignar- námi síðar með góðum fyrirvara, t.d. ef forsend- ur veiðigjaldsins reyndust verulega rangar. Kæmu þá fullar bætur fyrir, sem tækju mið af upphaflegu gjaldi. „Þeir sem þess óskuðu ættu kost á láni til fjölmargra ára, enda yrðu boðnar fram viðun- andi tryggingar, og yrði Iánið með fullum vöxt- um, hinum sömu fyrir alla. Tekjur samfélagsins yrðu þá fólgnar í vöxtum af lánunum og því fé, sem kynni að verða staðgreitt. Með slíku kerfi væri verið að færa framtíðararðinn af auðlind- inni inn í nútíðina," sagði hann. ■ Aðalfundur Granda/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.