Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 13 Hreinsunar- dagur í Ejjum Vestmannaeyjum - Hreinsunardagur var haldinn í Eyjum síð- asta laugardag. Heil- brigðis-, umhverfis-, og náttúruvemdar- nefnd Vestmanna- eyjabæjar ásamt , ferðamálafulltrúa bæjarins höfðu for- göngu um daginn og sáu um skipulagningu hans. Níu félagasam- tök í Eyjum tóku þátt í hreinsunardeginum og var Heimaey skipt í níu svæði og tók ÞAÐ hvert félag að sér eitt svæði. Auróra Friðriksdóttir, formaður Hun-nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hreinsunardag- urinn hefði gengið vel. Um 150 manns, frá níu félagasamtökum í Eyjum hefðu tekið þátt í að hreinsa Heimaey og hefði mikið af alskyns rusli verið safnað saman enda væri mikill munur að litast um á Heimaey eftir að hreinsunin hefði farið fram. Hreinsunin hófst klukkan tíu á laug- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson voru háir sem iágir sem tóku þátt í hreinsuninni. ardagsmorgun og henni lauk um klukkan tvö eftir hádegi. Að hreinsun lokinni var öllum boðið til grillveislu við Ráðhús bæj- arins þar sem grillaðar voru 600 pylsur ofan í mannskapinn. Litla lúðrasveitin, lúðrasveit barna úr Eyjum, og barnalúðrasveit frá Ól- afsvík léku við Ráðhúsið meðan grillveislan fór fram og var góð stemmning í fínu veðri. Fjölskylduhátíð um hvítasunnuna Sumarvaki á Suðurnesjum Keflavík - „Undirtektir hafa verið ákaflega góðar og það er mál þeirra sem að þessu koma að slík hátíð sé fyrir löngu tímabær," sagði Þór- arinn Þórarinsson framkvæmda- stjóri fjölskylduhátíðarinnar „Sum- arvaki á Suðurnesjum" sem verður haldin í Keflavík, Njarðvík og Höfn- um um hvítasunnuhelgina. Að sögn Þórarins er hér um viðamikla hátíð að ræða með fjölbreyttri dagskrá þar sem allir ættu að fínna eitthvað við_ sitt hæfi. Í tengslum við fjölskylduhátiðina verður opnuð kaupstefna í íþrótta- húsinu þar sem fyrirtæki sem þess óska geta verið með bása til að kynna þjónustu sína. Þá mun Hita- veita Suðumesja vera með opið hús á fímm stöðum af þessu tilefni, laugardaginn 3. júní þar sem starf- semi fyrirtækisins verður kynnt og gestum jafnframt boðið upp á gos- drykk og léttmeti. Meðal dagskrárliða sem í boði verða af þessu tilefni má nefna tón- leika í Keflavíkurkirkju, myndlista- sýningar, sýningu á bátslíkönum, björgunartækjasýningu, útsýnis- ferðir um Keflavíkurflugvöll, gönguferð á Keili og um Fitjar undir leiðsögn. Þá verða poptónleik- ar í Félagsbíói og unglingadansleik- ur í Stapa. LANDIÐ Morgunblaðið/Silli Nýifé- lagsmála- sljórinn Húsavík - Nýr félagsmálastjóri hefur tekið við á Húsavík eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, Soff- ía Gísladóttir. Hér birtist mynd af Soffíu. Klippti sundur ljósastaur ísafirði - Bifreið var ekið á ljósastaur við Hnífsdalsveg, rétt ofan við Hraðfrystihúsið hf., um hádegisbilið á mánu- dag. Bifreiðin hafnaði á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum og var ekki í bílbelti, hlaut minniháttar meiðsl í andliti og er talið að hann hafi sloppið vel miðað við aðstæður. Hann mun hafa litið frá veginum um stund með framangreindum afleiðingum. Bifreiðin er mikið skemmd eftir óhappið og ljósastaurinn klipptist í sundur. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Morgunblaðið/Ámi Helgason GÖNGUMENN virða fyrir sér blótstein og högghellu. Þessir steinar gætu frá mörgu sagt og ekki öllu fögru hefðu þeir málið. A söguslóðum í Helgafellssveit Stykkishólmi - Æskulýðs- og íþróttanefnd Stykkishólms efndi til göngu um söguslóðir í Helgafells- sveit sunnudaginn 28. maí sl. Gengið var frá Þingvöllum og að Helgafelli meðfram strandlengj- unni undir leiðsögn Hjartar Hinriks- sonar, Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Kristjáns Kristjánssonar. Þau eru fædd og uppalin á Þingvöllum og Helgafelli og því mjög kunnug á þessum slóðum. Þau vissu deili á hveijum hól sem allir áttu sín nöfn og þá fylgdu sögur sem tengdust stöðunum. Flest ömefnin em frá landnáms- og söguöld. Á Þingvöll- um var vorþing eftir að þingstaður- inn flutti frá Hofsstöðum. Á Þing- völlum sjást minjar um gamla dóm- hringinn og innan í honum em tveir steinar, blótsteinn og högghella. Einnig var litið á gálgaklett sem tengist landi á fjöru og enginn göngumanna var tilbúinn að fara út á hann. í lok göngu var kirkjan að Helgafelli skoðuð. Allgóð þátttaka var í göngunni sem tók þijá tíma. Fæstir höfðu farið um þessar slóðir áður. Á leið- arenda vom allir ánægðir með ferð- ina og var þetta fyrsta gangan hjá mörgum, í landsgöngunni sem hófst þennan dag og stendur yfír í sumar. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins HM a Ísíandi I anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 hefur verið komið upp yfirlitssýningu á Ijósmynd um sem Ijósmyndarar blaðsins tóku á heimsmeistaramótinu í handbolta sem stóð yfir 7.- 21. maí. A sýningunni - sem ber yfirskriftina HM á Islandi eru 20 sérvaldar myndir sem sýna meðal annars áhorfendur, leikmenn og afhendingu verðlauna. Morgunblaðið hefur ávallt lagt ríka áherslu á myndbirtingar í blaðinu og hefur Myndasafn Morgunblaðsins að geyma fjöldann allan af Ijósmyndum sem birst hafa í blaðinu. Myndir sem teknar hafa verið af Ijósmyndurum blaðsins eru seldar til einstaklinga og fyrirtækja og hefur jiessi þjónusta farið vaxandi með hverju árinu enda mikið af myndum sem birtast í Morgunblaðinu hvern útgáfudag. Sýningin stendur til föstudagsins 16. júní og er opin á opnunartíma blaðsins, kl. 8.00 - 18.00 alla virka daga og laugardaga kl. 8.00 - 12.00. MYNDASAFN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.