Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 41 _____MIWWIMGAR__ HELGAINGIBJÖRG MA GNÚSDÓTTIR + Helga Ingi- björg Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 22. okt- bóber 1918. Hún lést á Borgarspíta- lanutn 23. maí síð- astliðinn. Fyrrver- andi eiginmaður Helgfu er Þorgeir Karlsson og áttu þau þrjá syni: Gunnar Karl, kvæntur Margréti Böðvarsdóttur, Vil- berg Kjartan, kvæntur Guðrúnu Björk Jóhannesdóttur, og Sig- urð, kvæntur Rut Olsen. Sam- býlismaður Helgu var Þór Hólmkelsson og slitu þau sam- vistum en hann lést 1984. Þau eignuðust tvær dætur, Magneu Vilborgu, gift Jóni K. Guð- mundssyni, og Jósefínu Hólm- fríði, en hún lést 1966. Barna- börnin eru 15 og barnabarna- börnin eru 5. Helga var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 31. maí sl. NÚ ER vor í lofU og kallar það allt til lífs á ný. Ég hélt að fátt gæti skyggt á sólina, annað en skýin, en nú er raunin önnur. Það var þann 23. maí, sem þú elsku amma mín, fórst yfir móðuna miklu. Auðvitað veit ég að sú stund rennur upp, allir vitji Drottins síns, en þú fórst svo snöggt. Undanfarið hef ég verið að rifja upp allar þær stundir er við áttum saman. Við gátum setið klukkutímunum sam- an og spilað annað hvort lönguvitleysu eða talað saman. Nú ert þú farin en ég á allar þessar dýrmætu minning- ar sem gleðja mig, jafnvel á sorgar- stundu sem þessari. Ég veit að nú ert þú fijáls sem fuglinn og unir þér vel á meðal ættingja og vina. Þetta er mín hinsta kveðja og því segi ég: „Hvíl þú í friði.“ Takk elsku amma fyrir allt og allt. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snögp augabragði af skorið verður fljótt, líf og blöð niður lagði,- líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrimur Pétursson.) Birgitta María Vilbergsdóttir. GUÐMANN HANNESSON + Guðmann Hannesson fæddist á Áshóli í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 8. janúar 1912. Hann lést á Borg- arspítalanum 25. desember 1994. Foreldrar hans voru Hannes Jó- hannsson frá Mörk á Landi, f. 12.12. 1871, d. 15. nóvem- ber 1914, og Sig- ríður Sigurðar- dóttir frá Leiru- bakka í Landsveit, f. 2. septem- ber 1871, d. 17. apríl 1968. Systkini Guðmanns voru: Vikt- oría Sigríður, f. 16.8. 1906, d. 8.6. 1971, Sigríður Guðmunda, f. 17.11. 1908, d. 24.5. 1974, og Jóhannes, f. 18.9. 1910, d. 4.2. 1986. Fyrri sambýliskona Guð- manns var Rannveig Filippus- dóttir, f. 6.10. 1900, d. 29.1. 1953. Börn þeirra eru Filippus Svavar, f. 26.11. 1929, d. 19.06. 1945, Sigríður Hanna, f. 18.6. 1932, og Rúnar f. 14.7. 1939. Eftirlifandi sambýliskona Guð- manns er Bryndís Leifsdóttir, f. 29.1. 1925. Hennar börn eru: Ragnar Leifsson, 1.12. 1943, og Þröstur H. Elíasson, f. 21.6. 1945. Guðmann vann lengst af þjá vörubílastöðinni Þrótti. Útför Guðmanns fór fram í Fossvogskapellu 6. janúar. OKKUR langar með fáeinum orð- um að minnast afa okkar. Alltaf yar jafn gott og gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu í Hlíðar- gerðið. Oftar en ekki enduðum við mni stofu og þar var spjallað sam- an um lífið og tilver- una. Inn á milli sagði afi okkur svo sögur frá því er hann var ungur. Alltaf gaf hann sér tíma fyrir okkur og bar hag fjölskyldunn- ar fyrir brjósti. Eftir að hafa unnið víða og ferðast mikið um ís- land, má segja að hann hafi nánast þekkt hvern bæ og hverja þúfu, svo fróður var hann um landið okkar fallega. Um árabil ferðuðust afi og amma til Kanaríeyja. Þegar heim var komið var okkur hóað saman og haldið myndakvöld. Út frá því voru þau strax farin að tala um næstu utanlandsferð. Afi var veiðimaður mikill og ófá- ar voru ferðirnar sem hann fór með ömmu og félögum sínum norður í Vatnsdal og var þá gist í Flóð- vangi. Undirrituð fór í nokkrar ferðir með þeim og á ánægjulegar minningar frá þeim tíma. Guðmann afi var kristinn maður og gerðist meðlimur KFUM á sín- um yngri árum. Þar vann hann mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt, allt sem þú kenndir okkur að virða og meta í lífinu. Guð veri með þér og hvíl í friði. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Bryndís og Felix. Blab allra landsmanna! VORSÓLEY og ólaufgaður birkikvistur. VORSÓLEY Ranunculus Ficaria Á MEÐAN ég hef ver- ið að velta fyrir mér blómi vikunnar að þessu sinni hefur ómað í huga mér hálf- gleymd þula, sem ég lærði sem smástelpa. Misminni mig ekki stórlega stendur í þul- unni: Þar situr hún María mey man ég hvað hún söng: Ég er að vinna í vorið vetrarkvöldin löng. Ef að þormar ullin vel og ekki gerir stórfelld él, sendi ég þér um sumarmálin sóley í varpa, föpr er Harpa. Sóley og rós eru líklega þau blómaheiti, sem eru íslendingum kærust, enda notum við þau nöfn óspart og skiptir þá minnstu, hvort um „raunverulegar" rósir eða sóleyjar sé að ræða. Um eina þessara sóleyja verður skrifað núna, þótt ekki sé það sóleyjan, sem Theodóra Thoroddsen hafði líklega í huga, þegar hún kvað þuluna Tunglið, tunglið taktu stórum blómum (var. grandifiorus). Blöðin líkjast hins vegar ekki blöðum brennisóleyj- ar, heldur miklu frek- ar blöðum hófsól- eyjarinnar, sem ekki er raunveruleg sóley. Þau eru dökkgræn og gljáandi, líkust hjarta í laginu. Þegar blómgun er lokið myndar laufið fallega þekju fram eftir sumri. Vorsóleyjan gerir ekki miklar kröfur til ræktunar- staðar. Hún kýs þó myldinn jarðveg, en þrífst ágætlega í venjulegri garð- mold. Eins og aðrar sóleyjar finnst henni gott að vaxa á frekar rökum stað, en setur það þó ekki sem skilyrði.- Nafnið Ranunculus er einmitt dregið af nafni frosks á latínu, en það vísar aftur á móti til kjörlendis sóleyjanna, deigra svæða. Vorsóleyjan þolir BLOM VIKUNNAR 308. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir vel skugga og er því tilvalin und- ir runna, sem laufgast seint. Þar nýtur hún birtu framan af vori, laufskrúðið þekur jörðina undir runnanum og ekki kemur að sök að það visnar og hverfur á miðju sumri. Þá kemur í ljós skýringin á seinna orðinu í latneska nafninu — ficaria. í yfirborði moldarinnar sjást litlir hnúðar, sem með góð- um vilja má segja að hafi fíkjulög- un. Þetta er forðahnúðar, líkt og kartöflurnar eru, en þeir myndast við blaðfæturnar. Danir kalla þessa jurt einmitt vörturót. í þess- um forðahnúðum er safi sem áður var kreistur á vörtur til að brenna þær burt. Allar sóleyjar innihalda biturefni, sem valdið geta sviða og ertingu á hörundi. Skepnur bíta ekki brennisóley, eins og sést oft í beitarhólfum síðla sumars, þar sem sóleyjarbrúskar standa óhreyfðir á annars nauðbitnu landi. Nú minnast margir sóleyj- argulra túna bernskunnar, sem nú sjást ekki lengur nema þá helst á eyðibýlum og hugsa hvern- ig taðan hafi þá nýst. Við þurrk breytist einmitt þetta biturefni brennisóleyjarinnar og verður skepnum óskaðlegt og heyið því lystugt. Vorsóleyjan fjölgar sér með þessum forðahnúðum, auk þess sem hún fjölgar sér með sáningu. Þar sem hnúðarnir sitja í yfirborð- inu, er auðvelt að dreifa þeim óviljandi og getur hún verið kom- in vítt um garðinn ef ekki er sýnd smávegis aðgæsla, en bót er í máli að auðvelt er að fjarlægja hana segi flökkueðlið til sín. Dan- ir telja vörturótina versta illgresi, sem ekki eigi heima í görðum, en telja fyllta afbrigðið R. ficaria flore pleno þó görðum hæft. Til er hvítt afbrigði af vorsóley. Ég hef hvorki séð hvíta né fyllta af- brigðið og held að þau séu ennþá sjaldgæfari í ræktun hérlendis en sjálf aðaltegundin af vorsóley. S.Hj. mig. Sóleyjan mín heitir því ljúfa íslenska nafni vorsóley en Ran- unculus ficaria á latínu. Bæði þessi nöfn segja okkur nokkuð um jurtina. Vorsóleyjan blómstrar allra sóleyja fyrst, a.m.k. í mínum garði. Latneska nafnið segir að þetta sé raunveruleg sóley, þ.e. tilheyri sóleyjarættkvíslinni og ficaria vísar til fíkjulögunar á ein- hveijum hluta jurtarinnar. Sóleyjarættkvíslin er útbreidd um jörðina, en einkum vaxa með- limir hennar á norðurhveli. Þeir eru milli 250-300, bæði einærir og fjölærir og þar af eru átta sóleyjartegundir, sem vaxa villtar á íslandi. Sóleyjar þær, sem á annað borð hafa náð sessi sem garðplöntur, eru flestar auðveldar í ræktun. Þeim er best að fjölga með skiptingu áður en jurtin fer að blómstra. Vorsóleyjan litla hef- ur lítið verið ræktuð á íslandi, en þrífst þó ágætlega hér,' enda vex hún villt um alla Evrópu, að ís- landi og Azoraeyjum undanskild- um. Öll er jurtin lágvaxin, verður þetta 10-15 cm á hæð þegar best lætur. Blómin eru eitt og eitt á stöngli. Liturinn er eins og á brennisóley, sterkgulur, krónu- blöðin eru 8, bæði lengri og mjórri er á brennisóleyjunni, bikarblöðin eru hins vegar aðeins þijú, gul- græn að lit, fræflarnir margir og gulir og frævan í miðjunni græn og samsett. Blómin eru allstór miðað við hæð jurtarinnar í heild, algeng stærð er 2,5-3 cm þótt til séu afbrigði með allt að 4 cm - kjarni málsins! SHIQ auglýsingor Konur athugið. Aglow er kristið kvennastarf. Júnífundurinn er i kvöld kl. 20.00 í kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60. Ræðukona kvölds- ins er Katrín Söebech. Fundur- inn er opinn öllum konum. Verið hjartanlega velkomnar. Þátttökugjald er 500 krónur. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Hvítasunnuferðir Ferða- félagsins 2.-5. júní: Brottför kl. 20.00 föstudagl 1) Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gengið á jökulinn (7-8 klst.). Farnar skoðunarferðir út fyrir nes. Gist í svefnpokaplássi á Görðum í Staðarsveit. 2) Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á Öræfajökul (2119 m). Tekur gangan um 14 klst. fram og til baka. Fá sæti laus. Gist í svefnpokaplássi á Hofi í Öræfa- sveit. 3. -5. júnf - brottför kl. 8.00 laugardagsmorgun. 3) Þórsmörk/Langidalur. Þessi ferð er sérstaklega sniðin fyrir fjölskyldufólk með útiveru, gönguferðum og leikjum. 4) Fimmvörðuháls - Þórsmörk. Gengið yfir hálsinn á laugardeg- inum (7-8 klst. ganga). Gist í Skagfjörðsskála. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu Fi. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Dagsferðir um hvítasunnu: 4. júní kl. 13.00: Húshólmi - Gamla-Krýsuvík. 5. júní kl. 13.00: Arnarfell - Þingvellir. Ferðafélag (slands. Hvftasunnukirkjan Völvufell Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Halleluja brúðkaup kl. 20.30. Daníel Óskarsson stjórnar. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía í kvöld kl. 20:30 er unglingasam- koma með þátttöku fólks úr ýmsum samfélögum. Það verður mikið sungið, vitnisburðir ofl. Ungt fólk á öllum aidri er hvatt til að koma og fagna vori og próflokum. Hallveigarstíg 1 •simi 614330 Dagsferð mánud. 5. júní Kl. 10.30: Frá Gjábakka að Þing- völlum. Brottför frá BSÍ, bensín- sölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Ferðir um hvitasunnuna 2.-5. júní: Öræfajökull 2. -5. júní: Skaftafell - öræfa- sveit. 3. -5. júní: Breiðafjarðareyjar - Flatey. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.