Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HERÐUBREIÐ, drottning Öræfanna eftir ísleif Konráðsson Leitað að einförum Líður hvergi betur en á norðurslóðum Morgunblaðið/Júlíus DONALD Mehus og Thomas Martin eru að skrifa bók um margvísleg tengsl Islendinga og Ira. „VIRT gallerí í New York vill kaupa verk eftir Sölva Helgason, ísleif Konráðsson og Karl Dung- anon.“ Þannig hljómar byrjunin á auglýsingn í Morgunblaðinu nú fyrir stuttu. Blaðamaður Morg- unblaðsins kannaði hvað þarna var á ferðinni og af hveiju gall- erí í New York falaðist eftir list þessara manna. Luise Ross varð fyrir svörum en hún er eigandi þessa gall- erís.„Dóttir Nínu Tryggvadóttur sem býr hér í New York er áhugamanneskja um list sjálf- menntaðra listamanna og hún sýndi mér bók eftir Aðalstein Ingólfsson sem heitir Einfarar í íslenskri myndlist. Eg varð heill- uð af myndunum sem ég sá í þeirri bók.“ Luise sérhæfir sig í myndlist sjálfmenntaðra og sagð- ist hafa haft samband við Aðal- stein sem ráðlagði henni að aug- lýsa og sjá hvað kæmi út úr því. „Ég veit í rauninni ekkert hvort eitthvað er falt af list þessara manna en ef svo er í einhveijum mæli ætla ég að koma til Islands. og skoða og leita að myndlist, ekki bara þessara manna heldur fleiri eins og t.d. Stórvals, Egg- erts Magnússonar, Sæmundar Valdimarssonar og einhverra sem eru minna þekktir. Ég hef trú á að það sé hægt að finna marga góða listamenn af þessu tagi á landinu og kannski er kom- inn tími til að einhver uppgötvi þá,“ sagði Loise að lokum Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur sagði í stuttu spjalli að þetta gallerí sem um er að ræða sé eitt það virtasta á þessum vettvangi í heiminum og honum hafi þótt gaman að heyra þennan áhuga frá þeim og sagðist spenntur að vita hvort eitthvað kæmi út úr þessari auglýsingu. Hann sagði að verk eftir þessa þijá menn væru í einkaeign að mestu en þjóðminjasafnið á t.d. mörg verka Sölva Helgasonar og Listasafn Islands á nálægt 300 verka Karls Dunganon sem var dánargjöf hans til safnsins. Fordómar í garð þessarar listar eru töluverðir hér á landi þó að erlendis sé þessi tegund mynd- listar í mikilli sókn og er skemmst að minnast stórrar sýn- ingar á list frumbyggja Ástralíu sem hefur verið á ferð um heim- inn. „Fólk er orðið þreytt á nú- tímalistinni og er að leita að ein- lægni og sakleysi í listum. Ein- hveiju upprunalegu," sagði Að- alsteinn. Thomas Martin og Don- ald Mehus vinna að bók um tengsl íra og íslend- inga. Þröstur Helga- son ræddi við þá um Islandsáhugann og til- urð verksins. „FRÆNKA mín gaf mér einu sinni íslenska ullarpeysu þegar ég var krakki og sagði mér að íslenska þjóð- in væri af skandinavísku og írsku bergi brotin," segir Thomas sem er sjálfur af írskum og skandinavískum ættum. „Þessi saga kveikti hjá mér áhuga á íslendingum og tengslum þeirra við forfeður mína sem ég svo uppgötvaði að næðu ekki aðeins til hár- og augnlitar og annarra líkam- legra samkenna heldur einnig til menningar. Ég varð smátt og smátt hugfang- inn af þessari framandi en kunnug- legu þjóð og fór í nám í skandinav- ískum fræðum við háskólann í Was- hingtonfylki. Ég reyndi líka að kynna mér íslensku upp á eigin spýt- ur, reyndi að klóra mig áfram með því að lesa Emil og Skunda og ýms- ar aðrar barnabækur á íslensku. Ég ferðaðist líka heilmikið um Norður- löndin og bjó um tíma í Svíþjóð. Ég hef líka farið nokkrum sinnum til írlands og líður í raun hvergi betur en einhvers staðar á norðurslóðum. Ég ákvað svo fyrir nokkrum árum, eftir að ég hafði lesið Lax- dæla sögu þar sem tengsl íra og íslendinga koma skýrt fram, að ég yrði að skrifa bók um þetta efni. Ég hitti svo Donald fyrir u.þ.b. ári og bað hann að taka þátt í þessu verkefni með mér.“ Gagnkvæm áhrif Það er ekki laust við að hjartað í íslendingnum taki eilítinn rembingskipp þegar maður heyrir svona sögu. En hver er hugmyndin á bak við þessa bók? „Hugmyndin er að skrifa bók fyr- ir almenning sem segir söguna um þessi margháttuðu tengsl íra við norðrið sem spretta fyrst og fremst af víkingaferðunum á tíundu og ell- eftu öld,“ segir Thomas. „Við mun- um einbeita okkur sérstaklega að tímabilinu frá 920-970 þegar nor- rænir menn höfðu hvað mest völd á írlandi. Þessi þáttur í sögu víkinga- ferðanna hefur ekki fengið eins mikla athygli og honum ber. Við ætlum t.d. að segja frá nokkrum þeim borgurn sem norrænir menn komu á fót á írlandi en bókin verður ríkulega myndskreytt. Við munum svo skoða þessi tengsl í gegnum menningararf þessara þjóða,“ segir Donald, „og þar verða íslenskar bókmenntir auðvitað mikil- vægur þáttur. Þess má geta að við ætlum að skrifa um fornsögurnar sem íslenskar bókmenntir en ekki sem norskar eða norrænar eins og svo oft er gert. Þegar fólk í Banda- ríkjunum heyrir talað um „Norse“ eða „Norse literature" dettur því nefnilega sjaldnast ísland í hug held- ur miklu frekar Noregur eða Skand- inavía." Ferðaiðnaðurinn hér myndi blómstra „í þessu samhengi", bætir Thom- as við, „má minna á að áhrifin á milli Islands og Irlands voru auðvitað gagnkvæm og við munum leitast við að sýna þau á sem flestum sviðum mannlífsins í bókinni." Thomas og Donald eru báðir vel heima í norrænum fræðum. Thomas hefur meistarapróf í skandinavísk- um fræðum og Donald hefur kennt norrænar samanburðarbókmenntir við bandaríska háskóla. Þeir hafa og báðir fengist allnokkuð við skrif, einkum fyrir blöð og tímarit, s.s. Fortune og Time. Að sögn Thomasar eru þeir u.þ.b. hálfnaðir með verkið en þeir eru nú á þriggja mánaða ferðalagi um Norðurlönd og Bretland til að afla sér frekari heimilda. „Við leitum víða l'anga, ekki aðeins í bókum og söfnum heldur einnig með því að ræða við kunnáttumenn. Við hittum t.d. prófessor Jónas Kristjánsson á dögunum og áttum við hann langt spjall um íslenskar bókmenntir. Þetta á örugglega eftir að verða mjög skemmtilegt ferðalag og fróð- legt.“ Þeir Thomas og Donald segja að bókin sé væntanleg á markað ein- hvern tímann á næsta ári. Þeir segj- ast vona að hún eigi eftir að vekja hina fjölmörgu íra í Bandaríkjunum til vitundar um þessi tengsl sín við norðrið. „Mér er sagt af kunnáttu- mönnum í íslenskum ferðaiðnaði að þó okkur tækist ekki að vekja áhuga nema eins prósents þeirra íra sem búa í Bandaríkjunum á íslandi þá myndi ferðaiðnaðurinn hér blómstra," bætir Thomas við að lok- um og hlær. Niðurlæging tónlistarinnar Morgunblaðið/RAX „MÉR BRÁ þegar ég kom í fyrsta skipti inn í Þjóðarbókhlöðuna og var tjáð að það væri ekki einu sinni far- ið að teikna hillurnar fyrir tónlist- ardeildina. Mér skilst að fyrirhugað sé að veija áttatíu fermetrum undir tónlist og myndefni sem er sennilega minna rými en dagblöð og erlend tímarit fá. Þetta ber að mínu mati vott um feiknarlegt þekkingarleysi og niðurlægingu gagnvart tónlist- inni,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson sem vinnur um þessar mundir að doktorsritgerð í tónvísindum við há- skólann í Alaborg. Viðfangsefni hans er íslensk tónlistarsaga frá 1960 til 1990 með sérstaka áherslu á raftón- list. Bjarki dvelst á íslandi í sumar í því skyni að safna heimildum fyrir ritgerðina. Sú vinna er tímafrek enda lítið til af aðgengilegum heimildum um íslenska tónlist. Saga hennar hefur einfaldlega ekki verið skráð. „Heimildaleitin hefur að mestu falist í því að grúska í gömlum bréfum og pappírum á Þjóðskjalasafninu og lesa dagblöð í Þjóðarbókhlöðunni," segir hann. Að mati Bjarka hefur það mikla þýðingu fyrir íslenska menningu að efla rannsóknir á tilurð og þróun ís- lenskrar tónlistar. Hann segir að við stöndum nágrannaþjóðunum langt að baki í þessum efnum sem sé mið- ur þar sem áhugi á íslenskri tónlist sé að aukast erlendis. „Ef fólk vil! afla sér upplýsinga um íslenska tón- list verður það að geta gengið að þeim vísum." Bjarki Sveinbjörnsson vinnur um þessar mund- ir að doktorsritgerð í tónvísindum. Orri Páll Ormarsson tók hann tali og komst að því að rannsóknir á íslenskri tónlist hafa til þessa verið í lágmarki. Menningargildi handrita Bjarki segir að fjöldi ritaðra heim- ilda sé til um aðrar Iistgreinar og skilur ekki hvers vegna tónlistin hafi verið látin sitja á hakanum. „Hand- rit tónskálda hafa til dæmis alveg jafnmikið menningargildi og önnur handrit. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar áttað sig á og veitt miklu fé í útgáfur á handritum sinna þekkt- ustu tónskálda. Hver hefur líka selt Danmörku meira en Carl Nielsen, Noreg meira en Grieg og Finnland meira en Sibelius." Þrátt fyrir mótlætið er Bjarki þeirrar skoðunar að rannsóknir, út- gáfa á heimildum og kynning á ís- lenskri tónlist eigi eftir að eflast í nánustu framtíð. Bindur hann vonir við að nám í tónvísindum verði tekið upp við Háskóla Islands. „Það mun vissulega hafa einhvern kostnað í för með sér að koma náminu á fót en til lengri tíma litið ætti það ekki að kosta þjóðarbúið mikið. Ávinningur- inn yrði hins vegar verulegur." Bjarki segir að námið sem hann leggur stund á sé rannsóknatengt. „Það felst hvorki í því að flytja né búa til tónlist, heldur að rannsaka hvernig hún verður til, bæði tækni- lega og í þjóðfélagslegu samhengi," segir hann og bætir við að fagið bjóði upp á fjölbreytta rannsóknamögu- leika. „Ég veit til dæmis um stúlku sem er nýbúin að veija doktorsrit- gerð um rokkmyndbönd við háskól- ann í Árósum. Þá er gamall kennari minn doktor frá Svíþjóð í lögum sem Svíar hafa sent í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva.“ Fjöldi skemmtilegra verkefna Að sögn Bjarka er af nógu að taka fyrir þá sem rannsaka vilja ís- lenska tónlist. Dægurtónlist sé þar engin undantekning. Nefnir hann í því samhengi þróun tónlistar og textagerðar Bubba Morthens, upphaf og þróun kvennatónlistar, Músíktil- raunir í Tónabæ og síðast en ekki síst þjóðleg áhrif í popptónlist eins og hjá Agli Ólafssyni og Þursa- flokknum. „Söguna er ekki bara að finna á Þjóðminjasafninu; gærdag- urinn er orðinn saga.“ Bjarki segir að tuttugasta öldin sé mjög spennandi tími fyrir tónvís- indamenn enda sé hún eina öldin sem hafi upp á eitthvað annað en popp- tónlist að bjóða. „Menn geta rifist um þetta en tónlist hefur eiginlega alltaf verið dægurtónlist. Nú er hins vegar til tónlist af öðrum toga. Menn eiga þó að forðast samanburð. Það þjónar engum tilgangi að vera alltaf að hífa fortíðina upp þegar taka þarf afstöðu. Það verður að skoða tónlist í réttu samhengi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.