Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 29 SIGURVEIG MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR + Sigurveig Mar- grét Eiríksdótt- ir fæddist í Vík í Mýrdal 15. desem- ber 1914. Hún lést á Sólvangi 20. júní sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ei- ríkur Ormsson, raf- virlqameistari, og Rannveig Jónsdótt- ir. Systkini hennar eru Sigrún, f. 2. júní 1911, d. 7. ág- úst 1990, Eyrún, f. 18. desember 1919, Karl, f. 31. desem- ber 1925, og Kristín Þorsteins- dóttir, f. 2. febrúar 1929. Sigur- veig giftist Kristni Guðjónssyni forsljóra 1. júní 1935, f. 7. apríl 1907, d. 28. september 1990. Dætur þeirra eru Rannveig Hrönn, Guðrún Drífa og Kristín Mjöll. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin fimm. Sigur- veig verður jarðsungin frá Dómkirlqunni í dag 28. júní, og hefst athöfnin kl. 13.30. ÉG LÝK upp augunum og hún stendur yfir mér, í gulli og ekki nema spönn yfírum lífíð, með þessi bláu augu og ég svartur. Hún er og verður sú sanna drottning alls norðurheims og „hið ljósa man“. Þeir gerðu það sér til gamans 'svilarnir á Víðimel 55, Kristinn og Páll, að nefna eiginkonur hvor ann- ars nöfnum sem þeim fannst hæfa fasi þeirra og persónuleika. Scarlet var nafnið sem Kristinn valdi Sig- rúnu mágkonu sinni eftir Scarlet O’Hara, enda var hún litríkur og sterkur persónuleiki hún móðir okk- ar. Pabbi sótti aftur á móti innblást- ur í leikrit Laxness, Snæfríði ís- landssól; eins og Jón Hreggviðsson nefndi Snæfríði, eins nefndi hann Sigur- veigu mágkonu sína „hið ljósa man“. Sigurveig Margrét Eiríksdóttir, móður- systir okkar, sem í dag er til moldar borin, stóð sannarlega undir þess- ari lýsingu. Glæsileg var hún Sigga mamma, ljóshærð, björt, með fallega brosið og dil- landi hláturinn. Sigga mamma eins og við oftast kölluðum hana, var fastur punkt- ur í uppeldi okkar systranna, ekki síst í mínu uppeldi, þeirrar yngstu, sem reyni hér að setja á blað brot af þeim minningum sem leita á huga okkar, þegar við kveðjum þessa góðu konu. Þær systumar Sigga og móðir okkar Sigrún, voru einstaklega samrýndar svo að ekki bar skugga á og var alla tíð mikill samgangur milli fjölskyldna okkar, ekki síst eftir að við fluttum á Víðimel 55. Eftir það má segja að landamæri milli fjölskyldnanna hafi runnið saman. Þama réðu þeir ríkjum svil- arnir Kristinn Guðjónsson og Páll ísólfsson ásamt eiginkonum sínum Sigurveigu og Sigrúnu og svo vor- um það við stelpurnar sjö. Sigurveig var ákaflega vel gerð, hún bjó yfír alvöru og var trúrækin og andlega sinnuð. Svo var hún einnig mjög glaðlynd, prakkari á tíðum. Henni var margt til lista lagt, heimili hennar bar afburða smekk hennar og næmi gott vitni. Á Víðimelnum var jafnan gest- kvæmt hvort heldur var á efri eða neðri hæð. Báðar vom þær mjög gestrisnar systurnar. Sigga leit allt- af sérstaklega eftir stóru systur ef MINNINGAR mikið stóð til, vitandi það að hún hafði mörgu að sinna. Róleg og brosandi fór hún herbergi úr her- bergi með klútinn sinn og gætti að hvort stóra systur hefði yfírsést eitthvað í undirbúningnum. Sigga hafði reyndar alveg ein- staka hæfileika til verka og hún hafði líka sérstaka hæfíleika til að láta aðra yinna með sér. Þannig gátum við til dæmis átt erindi niður til Siggu frænku og þar stóð hún og sagði þýðri röddu: „Gríptu greið- una þarna, elskuleg, og greiddu úr kögrinu á teppinu." Aður en við vissum af voram við búnar að vinna fyrir hana verkið. Ég hef hér á undan getið þess hve hugmyndarík Sigga var, hún og vinkonur hennar stofnuðu skemmtifélag sem kallað var Skíða- deild Hrafnhóla. Þegar fundum þeirra bar saman var mikið fjör og prakkaraskapur. Við undirbúning þeirra fUnda naut sín smekkur hennar og ímyndunarafl. Hún gat útbúið veisluborð sem í minnum verða höfð, hvort heldur var um að ræða hátíðlegar veislur eða veisl- ur þar sem kímnigáfa hennar og hugmyndaflug fengu að njóta sín. A Skeggjastöðum í Mosfellssveit var íjölskylda afa Eiríks og ömmu Rannveigar samvistum hvert sumar í mörg ár. Þar hafði Sigga mamma ákveðinn sess. Mamma okkar smíð- aði, saumaði, málaði og hannaði, en Sigga mamma stjómaði eldhúsi og matargerð af skörungsskap. Samfélagið á Skeggjastöðum er ógleymanlegt. Þar virðist í minning- unni alltaf hafa verið sól, aðeins rámar mann í einstöku rigningar- dag þar sem við krakkarnir dunduð- um okkur inni við að lita og leika okkur, en oftar var þó sólin og lóu- söngurinn. í minningunni blandast saman sólskinið, berjatínsla, fuglasöngur og allt í einu kveður við björt rödd sem bergmálar í fjöllunum. Sigga mamma er að hóa á okkur bömin í matinn. Enginn kunni að hóa á eins sérkennilegan og skemmtileg- an hátt og hún. Það var óhjákvæmilegt að við systumar mótuðumst af kynnum okkar við þessa yndislegu konu, svo stóru hlutverki sem hún gegndi í lífi okkar. í huga þeirrar sem þess- ar línur skrifar ber aðeins einn skugga á minningu Siggu mömmu. Það er sá skuggi sem fellur frá eig- in vanmætti til að takast á við veik- indi hennar, en þau átti hún við að stríða í mörg ár. Við systurnar sameinumst í þökk til móðursystur okkar fyrir sam- fylgdina og biðjum þess að hún hvfli í friði. Frænkum okkar, dætr- um Sigurveigar, Rannveigu Hrönn, Drífu, Kristínu Mjöll og fjölskyldum þeirra vottum við samúð okkar. Megi Guð gefa að minningin um góða móður fylgi þeim alla tíð. Anna, Hildegard, Erla og Hjördís. Það ríkti sérstakt andrúmsloft á heimili Sigurveigar og Kristins á Víðimel 55. Andrúmsloft góðvildar, glaðværðar og umhyggjusemi. Heimilið var gestkvæmt og oft margt um manninn í eldhúsinu hjá Sigurveigu, verið að gefa að borða, hella upp á kaffí, spjalla og hlæja. Allir svo hjartanlega velkomnir, alltaf sama elskulega viðmótið og gestrisnin einstök. Þegar ég nú sest niður og læt hugann reika aftur til þeirra ára er ég, unglingurinn, var heima- gangur hjá þessum góðu hjónum fyllist ég þakklætiskennd vegna allrar þeirrar rausnar og umhyggju sem ég naut á heimili þeirra. Eg á þeim svo margt að þakka og mun heimili þeirra ávallt skipa hjá mér sérstakan sess í minningunni. Ég kynntist heimilisfólkinu á Víðimel 55 fyrir tæpum 40 árum þegar Kristín Mjöll, yngsta dóttirin á heimilinu, varð vinkona mín. Við vorum bekkjarsystur og bjuggum skammt frá hvor annarri. Við urð- um því æði oft samferða heim úr skólanum og tók ég að venja komur mínar heim til hennar eftir skóla. Ég hændist fljótt að móðurinni á heimilinu sem ævinlega tók mér tveim höndum og mér fannst ég alltaf hjartanlega velkomin. Á þessu heimili fann ég vel fyrir því öryggi sem unglingar þurfa að alast upp við. Kristinn og Sigurveig voru í ÓLÖF HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR + Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir fæddist á Siglufirði 19. mars 1946. Hún lést í sjúkrahúsi Suðurnesja 18. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin María Guð- mundsdóttir, f. 27. október 1923, og Ragnar Gíslason, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 28. október 1918. Ólöf var næstelst í hópi sex barna þeirra hjóna. Elst er Halldóra Guð- laug, f. 1944, búsett í Keflavík; þá María Lillý, f. 1950, búsett á Siglufirði; Guðmundur, f. 1953, búsettur á Sauðárkróki; Kristín, f. 1956, búsett á Siglu- firði; og Ragnar, f. 1957, búsett- ur á Siglufirði. Ólöf gekk í hjónaband 26. nóvember 1966 með Einari Júlíussyni, verslun- armanni og söngvara, f. 20. ágúst 1944. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur. Elst er Vilborg, f. 23. okt. 1967, hennar sambýlismaður er Þórólfur Beck; þá Halldóra, f. 10. júní 1969; María Ragna, f. 12. febrúar 1971; og Ólöf Hafdís, f. 26. desember 1975. Ólöf starfaði sem verslunarmaður hjá versl. Álnabæ í Keflavík um nokk- urra ára skeið, síð- ar hóf hún störf þjá versluninni Seymu í Reylqavík. Er hún hætti þar hóf hun aftur störf hjá Álnabæ í Keflavík og þá á saumastöfu Álnabæjar, þar sem hún starfaði við saumaskap þar til hún liætti í ársbyijun 1994 vegna veikinda. Útför Ólafar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. í DAG kveðjum við góða vinkonu, Diddu okkar, pins og hún var kölluð í vinnunni. Að setjast niður og skrifa kveðju til hennar, sem tekin er svo fljótt frá eiginmanni og fjóram dætr- um, er sárara en orð fá lýst. Okkar fyrstu kynni af Diddu voru þegar við hófum störf á saumastofu Álna- bæjar, fyrir uni 11 árum. Það er margs að minnast og er okkur kær ferðin sem við fórum með Einari, eiginmanni Diddu, á söngskemmtun til Reykjavíkur. Við skemmtum okk- ur mjög vel og Einar söng fyrir okk- ur alla leiðina heim, þegar heim kom drukkum við kaffi og töluðum saman til morguns. Við vorum líka oft að gantast með það í vinnunni hvað Jóhanna og Didda voru gleymnar því þær eru fæddar í sama merki. Hún 19. og Jóhanna 20. mars. Didda var ávallt geðgóð og ósér- hlífin, handlagin og mikið fyrir saumaskap. Hún flautaði og raulaði ávallt við vinnu, oft sagði hún okkur að hennar góðu stundir væru þegar systur hennar kæmu í heimsókn til þeirra hjóna og þá var spilað og sungið fram á nótt. Síðasta stundin sem við áttum saman var í Sjúkra- húsi Keflavíkur. Þá gat hún hlegið og gert að gamni sínu, þótt hún væri komin þangað og vissi að hveiju stefndi. \ Það er sárt til þess að hugsa að við fáum ekki lengur að njóta sam- vista við þig lengur, við eigum erfitt með að sætta okkur við það að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn iátna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Einar, Villa, Maja, Dóra, Olla og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk í ykkar sorg. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn. Því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér íjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) Jóhanna Valgeirsdóttir, Jóna Stígsdóttir. Okkur langar að minnast góðrar vinkonu okkar með örfáum orðum. Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir, sem fæddist 19. mars 1946, andaðist aðfaranótt 18. júní síðastliðins í Sjúkrahúsinu í Keflavík eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við kynntumst Diddu,-eins og við köll- uðum hana alltaf, árið 1965 þegar Úlfar og Einar unnu saman í hljóm- sveitinni Pónik og Einar. Björg og Didda fóru síðan sama ár á Bús- mæðraskólann að Laugum í Þingeyj- arsýslu og áttu þar saman ánægju- legar stundir. Gegnum starfið í hljómsveitinni urðu samskiptin við Einar og Diddu talsvert mikil og má í því sambandi nefna ánægjuleg ferðalög bæði hérlendis og erlendis. Einar og Didda giftu sig árið 1966 og hafa verið saman æ síðan. Þau eignuðust fjórar mannvænlegar dætur og eiga um þessar mundir von á fyrsta barnabaminu sínu. Eftir því sem árin liðu kom alltaf betur og betur í ljós hvern mann Didda hafði að geyma. Hún var hjartahlý og heilsaði og kvaddi okkur alltaf með kossi. Það var gott að koma á heim- ili þeirra Einars og Diddu á Sunnu- braut og þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Didda var mikil hann- yrðakona og það sem hún vann við saumaskap var allt mjög vandað. Didda hafði vonast eftir að lifa það að fá að sjá fyrsta barnabarnið sitt og við vitum að hún mun fýlgj- ast með því þótt úr öðrum heimi sé. Við viljum votta Einari, Villu, Dóru, Maju, Ollu og öllum öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð við frá- fall Diddu. Björg og Úlfar. Það er erfítt að sætta sig við leiks- lok þegar góður vinnufélagi fellur frá. Leiðir okkar Diddu lágu saman í versluninni Álnabæ í Keflavík. Hún var mér innilegur félagi, létt í lund og skipti aldrei skapi, á hveiju sem gekk. Ég er þakklát fyrir samfylgd- ina, vináttu hennar og hlýju. Nú skilja leiðir um sinn en „allrar veraldar vegur víkur að sama punkti". Glöð með glöðum varstu, göfg og trygg á braut þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. (Magnús Markússon.) Ég . votta eiginmanni hennar, dætrum, tengdasyni, foreldrum hennar og systkinum mína dýpstu samúð. Þórdís M. Guðjónsdóttir. mínum augum ímynd hinna full- komnu foreldra sem sinntu dætran- um þremur af ást og umhyggju og bára velferð þeirra ávallt fyrir bijósti. Vinir dætranna fóru ekkr varhluta af þessari umhyggju enda var oft mikið af ungu fólki gestkom- andi á heimilinu. Ég lít á það sem mikla gæfu að hafa kynnst Sigurveigu sem ung- lingur, því hún kenndi mér svo margt sem hefur nýst mér vel í lífínu. Hún var bráðvel gefín og bjó yfír mikilli innri ró og það var lærdómsríkt að kynnast viðhorfum hennar til lífsins. í raun og vera gekk hún mér í móðurstað á þessum árum og fæ ég það aldrei fullþakkað. Hið góða skap hennar og jákvæða hugarfat hafði góð áhrif á mig, óþroskaðann unglinginn, og hún varð mér fyrir- mynd á margan hátt. Sigurveig var falleg kona, fíngerð og björt yfirlitum, óaðfínnanlega klædd og gædd sterkum persónutö- fram sem heilluðu alla sem henni kynntust. Hún var ákaflega smekk- leg og naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig. Heimilið var því glæsilegt en um leið mjög notalegt. Sigurveig lét sér ákaflega annt um húshaldið og hún hafði einhvem veginn alveg sérstakt lag á að vinna verk sín án þess að mikið bæri á. Það lék nefnilega allt í höndunum á þessari fáguðu konu og það var sama hversu gestkvæmt var, alltaf* virtist allt vera í jafnvægi í kringum hana og ævinlega hafði hún tíma til að spjalla við mann yfír góðum kaffíbolla. Á þessum áram var ekki sama óðagotið á fólki og nú er og hið vinsæla ellefukaffí á Víðimelnum því oft vel sótt. Ég hélt áfram að koma á Víðimelinn eftir að ég var orðin fullorðin þó að dætumar á heimilinu væra fluttar að heiman. Það er hlýtt og bjart yfír minning- unni um þessa góðu konu sem sinnti öllu sem henni var trúað fyrir afí stakri alúð en hafði jafnframt svo mikið að gefa öðram. Ég mun ávallt minnast Sigurveigar sem einstakrar velgjörðarkonu minnar. Ég votta dætram hennar og barnabörnum samúð mína. Blessuð sé minning Sigurveigar Eríksdóttur. Ragnhildur Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.