Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ i t Þjóðverjar yfir þröskuldinn Þjóðveijar tóku sögulega ákvörðun þegar þeir samþykktu að senda her til Bosníu og stíga yfir þröskuldinn inn á athafna- svið alþjóðlegra stjómmála. Karl Blöndal skrifar um forsögu þessarar ákvörðunar. AÐ ER ekki fjarri lagi að Evrópu í núverandi mynd megi rekja til við- leitninnar til að halda Þjóðverjum í skefjum eftir heims- styijaldirnar tvær, sem þeir áttu upptök að á fyrri hluta þessarar aldar. Nú er þýskur her á leið til átaka fyrsta sinni í 50 ár. Þessu hefur verið fagnað um alla Evrópu, þar sem Þjóðverjar eru ekki lengur úthrópaðir andstæðingar, heldur mikilsmetnir samherjar. En þótt formerkin fyrir þessari herför séu ný, vofir þó skuggi fortíðarinnar yfir henni. Þýska sambandsþingið sam- þykkti á föstudag að senda 1.500 hermenn og orrustuþotur af gerð- inni Tomado til Bosníu með drjúg- um meirihluta, 386 atkvæðum gegn 258. Sú niðurstaða þykir ótví- ræður sigur fyrir Helmut Kohl kanslara, sem um nokkurt skeið hefur reynt að stuðla að þvi að Þjóðveijar hættu að halda aftur af sér og tækju frumkvæðið í alþjóða- málum. Frá hiki til frumkvæðis Þjóðverjar hafa verið mjög hik- andi við að skuldbinda sig hemað- arlega í fyrrum Júgóslaviu. Þeir hafa hins vegar ekki aflað sér mik- illar virðingar meðal bandamanna sinna með yfirlýsingum um nauð- syn þess að leggja friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna og sveitum NATO á Balkanskaga lið án þess að geta stutt það í verki. Sú utanríkisstefna hógværðar, sem Vestur-Þjóðveijar fylgdu í hálfa öld, var sprottin af nauðsyn. Austur- og Vestur-Þýskaland lágu þvert yfir skjálftasprunguna, sem við of mikla virkni hefði breytt kalda stríðinu í heitt stríð. Sovétrík- in litu allan uppgang (Vestur-)Þjóð- veija homauga og bandamenn áttu (og eiga margir enn) erfitt með að treysta þjóðinni, sem virtist þykja sú íþrótt göfugust að leggja undir sig grannríki sín. Það kostaði Vestur-Þjóðveija þrotlau.sa vinnu að sannfæra heim- inn um að þeir væru sáttir við þá fjötra, sem landamæri þeirra settu þeim, og ekkert væri þeim fjær lagi, en draumar um útþenslu og Iandvinninga. Þeir fengu á sig orð fyrir að vera efnahagslegur risi, en pólitískur dvergur. Við sam- einingu Þýskalands breyttist stað- an. Það hefur hins vegar tekið sam- einaða Þjóðveija tíma að laga sig andlega að hinum breyttu aðstæð- um: að nú dygðu orðin ein ekki lengur, verk yrðu að fylgja. Urslit atkvæðagreiðslunnar á föstudag ber því hins vegar vitni að nú séu Þjóðveijar að venjast hugmyndinni um að beita vopna- valdi erlendis. Kohl hefur aðeins tíu sæta meirihluta á þingi, en fjöldi græningja og sósialdemókrata (SPS) lagðist á sveif með honum. Óvirk friðarhreyfing Þýska friðarhreyfingin virtist óvirk milli þess, sem stjóm Kohls tók ákvörðun um að senda hernað- araðstoð á mánudag til þess að þingið samþykkti hana á föstudag. Aðeins þijú hundruð manns söfn- uðust saman til að mótmæla í Bonn og einstaka fréttatilkynning var það eina, sem andstæðingar ákvörðunarinnar sendu frá sér. Umræður urðu þó mjög heitar á þingi. Rudolf Scharping, leiðtogi SPD, sagði að það myndi aðeins leiða til þess að átökin ágerðust að senda orrustuþotur af gerðinni Tomado til Bosníu og vildi aðeins senda hjálpargögn. Giinter Verheugen, fram- kvæmdastjóri SPD, setti allt á ann- an endann þegar hann líkti kristi- legum sósíalistum (CSU), hinum bæverska systurflokki kristilegra demókrata (CDU), við nasista. Stjórnarþingmenn gerðu hróp að honum þegar hann sagði að CSU væri erfingi hinnar íhaldssömu hemaðarhyggju, sem á fyrri hluta þessarar aldar „steypti Þýskalandi tvisvar í glötun". Arfleifð Hitlers Arfleifðin, sem herir Hitlers skildu eftir sig í heimsstyijöldinni síðari, er slík að Þjóðveijar eru nú í vandmeðförnu hlutverki. Nasistar bára ábyrgð á því að þúsundir júgóslavneskra borgara voru myrtar. Þýski herinn var send- ur inn í Júgóslavíu eftir að stjóm, sem hlynnt var íjóðveijum, var steypt með valdaráni árið 1941. Ástæðan fyrir valdaráninu var sú að Serbar ásældust aukin áhrif. Hin nýja stjóm, undir forystu her- foringjans Dusans Simovic, lýsti þegar yfír tryggð við Hitler, en allt kom fyrir ekki og 6. apríl réðst þýski herinn til atlögu. Sprengjum rigndi úr lofti og á jörðu niðri hófst stórsókn. Það veikti varnir Júgóslava að Króatar fögnuðu Þjóðveijum og í kjölfar innrásarinnar fylgdi aðskilið fas- istaríki í Króatíu. Yfirvöld í Belgrad gáfust upp 17. apríl. Uppgjöfin batt þó ekki enda á átökin, vegna þess að skæraliðar þjóðemissinna og kommúnista undir stjóm Josips Bros Titos héldu áfram að beijast. Þjóðveijar gerðu grimmilegar tilraunir til að bijóta skæraliðana á bak aftur. „Stefna þeirra fólst í því að fremja fjöldamorð vegna þess að hemaðarlega stóðu þeir skæraliðunum ekki á sporði,“ sagði austurríski fræðimaðurinn Walter Manoscek í samtali við Reuter. „Haustið 1941 voru milli 20 og 30 þúsund borgarar skotnir til bana í Serbíu." Fórnarlömbin voru gyð- ingar, sígaunar, granaðir stuðn- ingsmenn skæraliðanna og óbreyttir borgarar, sem lentu í drápsvél nasista fyrir tilviljun. 100 drepnir fyrir einn „Þeir skutu 100 gísla fyrir hvem íjóðveija, sem féll, og 50 gísla fyrir hvem Þjóðveija, sem særð- ist,“ sagði Manoscek. Þessir stríðsglæpir gera það að verkum að það er pólitískur ógern- ingur fyrir íjóðveija að senda land- her til Bosníu. Ákvörðun þeirra nýtur reyndar stuðnings Króata og múslima í Bosníu. Bosníu-Serbar mótmæltu hins vegar kröftuglega. Tilgangur herliðsins, sem Ijóð- veijar hyggjast senda til Bosníu, er að veita fyrirhuguðu hraðliði Breta, Frakka og Hollendinga stuðning. Meðal aðstoðar Þjóðveija verða orrastuþotur af gerðinni Tornado og er sagt að hraðliðinu, sem ætlað að veija friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna gegn Bosníu-Serbum, sé mikið í mun að fá þær til liðs við sig. Tornado-þotur geta læst sig inn á ratsjárgeisla þannig að hægt er að senda sprengjur að upptökum þeirra og eyðileggja ratsjárstöðvar og þar með gera loftvarnir Bosníu- Serba að engu. Vikuritið Der Spiegel hefur hins vegar eftir liðsforingjum friðar- gæslusveitanna að hinar bresku Harrier-þotur og bandarísku A-10- þotur hentuðu betur vegna þess að þær gætu flogið hægar og ættu auðveldara með að hitta skotmörk, sem mönnum SÞ stafaði bráð hætta af. Auk þotanna hyggjast Ijóð- veijar leggja til flutningavélar, lækna og hjúkrunarlið. Erfið ákvörðun Wolfgang Sehauble, leiðtogi kristilegra demókrata á þingi, sagði í gær að þetta hefði verið erfið ákvörðun: „Hér er verið að nota hemaðarlegar leiðir til að vernda líf og gera frið mögulegan, ekki til að heyja stríð.“ „Atkvæðagreiðslan í dag hefur sýnu víðtækari þýðingu, en [að senda herlið til Bosníu],“ sagði Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir atkvæðagreiðsl- una á föstudag. „í húfí er að koma á sameiginlegri utanríkismála- og öryggisstefnu Evrópu, í húfí er staða Þýskalands og trúverðugleiki í heiminum." Blaðið Die Welt var öllu berorð- ara og sagði að málið snerist um að forða því að „Ijóðveijar verði hafðir að háði og spotti fyrir geld- ingapólitík, sem skora á aðra til athafna, en sitja sjálfir víðs fjarri víglínunni, blýfastir í ódýrum siðaprédikunum". Nú hafa Þjóðveijar stigið stórt skref í áttina að öðlast þann sess í samfélagi þjóðanna, sem þeim var fyrirmunað eftir heimsstyijaldim- ar. Evrópubandalagið var stofnað til að halda Þjóðveijum í skefjum með því að gera hagsmuni þeirra sameiginlega öðrum Evrópuríkjum og Atlantshafsbandalagið snerist meðal annars um að nýta þann mannafla, sem Þjóðveijar höfðu, til hermennsku án þess að þeir hefðu snefil af hemaðarlegu frum- kvæði. Nú er Þýskaland eimreiðin, sem knýr Evrópu, og þýskir her- menn búa sig undir að taka þátt í hernaði á erlendri grundu. Ileimildir: Der Spiegel, Die Seit og Reuter. EBLEIMT Handtökur í Seoul FJÓRIR forstjórar úr verslunar- byggingunni, sem hrundi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, á fimmtu- dag, voru handteknir í gær og verða sakaðir um vangá og að láta undir höfuð leggjast að tæma bygging- una, þótt þeir hafí vitað að hún væri að hrani komin. Björgunarmönnum tókst að ná hópi manna á lífi úr rústum bygg- ingarinnar í gær eftir að hafa verið heilan dag að komast að kjallara, sem vitað var að fólk var lokað inni í. Talið er að 24 hafi verið bjargað í kjallaranum og þar við bætast átta, sem var bjargað fyrr í gær. Opinberlega er sagt að 90 manns hafí látið lífið þegar húsið hrandi, en alls er 362 manna saknað og með hveijum degi, sem líður, minnkar vonin um að þeir séu lífs. Óttist ekki NATO WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í Kaup- mannahöfn í gær að Rússar hefðu ekkert að óttast við það að Atlants- hafsbandalagið yrði stækkað og ríkjum Austur-Evrópu veitt aðild að því. Perry hvatti ráðamenn í Moskvu til samstarfs um að reisa nýja og öruggari Evrópu. Herör gegn mafíunni ÍTALSKA lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið granaðan for- sprakka mafíunnar og leitaði 150 manna til viðbótar. Þessi aðgerð er hluti af herför á hendur mafíunni pg nær hún allt frá norðurhluta Ítalíu til Sikileyjar. Þetta er öðru sinni á þessu ári, sem lögreglan grípur til fjöldahandtakna til að hemja mafíuna. Tölvuvæðing gagnslaus? ÓGRYNNI fjár hefur verið varið í tölvuvæðingu frá því a áttunda ára- tugnum, en nú er komið í ljós að tölvur virðast engu máli skipta um það hve vel við leysum störf okkar af hendi. Thomas Landauer, prófessor við Háskóla Colorado í Bandaríkjunum, birti í síðustu viku niðurstöður sínar um að framleiðni helstu hagkerfa heimsins hefði skroppið saman um helming frá því, sem var upp úr lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Landauer segir vandann vera þann að enn sé of erfitt að vinna á tölvu, þær séu misnotaðar og notaðar til að gera hluti, sem þær henta ekki til. Hann segir gagnsemi tölva blekkingu og hin ýmsu kerfi helst til flókin. Byltingar- gáta Ieyst FRANSKIR fræðimenn kveðast hafa leyst eina af gátum frönsku byltingarinnar árið 1789 og þar með afsannað hina opinberu útgáfu um andlát sonar Loðviks XVI., sem var hálshöggvinn. Vísindamennirn- ir komust að því með aðstoð tölvu- tækni að beinagrind líkama þess, sem arið 1795 var lagður fram og sagður vera hinn tíu ára gamli ríkis- arfi, væri í raun líkami 14 ára gam- als drengs. Sonur Loðvíks, sem konungssinnar kölluðu Loðvík XVII, var geymdur í einangrun og var sagt hann hefði dáið af veikind- um. Niðurstöður vísindamannanna voru birtar í nýjasta hefti tímarits- ins Scientific American og nú spyija menn hvort sonurinn hafi komist undan og jafnvel átt börn. | i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.