Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð íslenskt Blómkál Hér segir Kristín Gestsdóttir hvar og hvenær fyrst var ræktað blómkál í Evrópu og gefur okkur uppskriftir með kálinu. HAFIÐ ÞIÐ nokk- um tímann lyktað af nýuppteknu blómkáli? íslenska blómkálið er komið á markaðinn og vonandi ilmar það vel, þegar við kaupum það, en nýupptekið heilbrigt blómkál ilm- ar. Best er það þegar það er þétt og þakið einskonar flaueisáferð eða slikju. Blómkál er fagurt sem blóm enda heitir það blóm-kál. Vandi er að sjóða blómkál þannig að ilmur þess og útlit haldist. Hætt er við að það ofsjóði áður en leggirnir eru fullsoðnir. Gott er að skera raufar upp í legginn eða hola hann út. Síðan þarf blómkálið að liggja i saltvatni í nokkrar mínútur með legginn upp til að ná úr því skordýrum, ef einhver eru, en yfirleitt er ekki mikið um þau í íslensku blómkáli. Fyrstu sagnir af' blómkáli em frá 6. öld f.Kr. 3 tegundir blóm- káls voru ræktaðar á Spáni á 12. öld. Á Englandi er getið um blóm- kál árið 1586 og það kallað Kýp- urkál. Síðar var það kallað cauli- flower (kálblóm) og er svo enn. G. Schierbeck landlæknir getur um ræktun blómkáls í Garðyrkju- kveri sínu fyrir rúmlega einni öld eða árið 1891. Þar segir hann m.a.: „Það er sjálfsagt óvíða á jarðhnetti vorum, að síðari hluti sumars sje eins hagstæður fyrir blómkál eins og á Islandi." Enn segir G.Schierbeck síðar í grein- inni: „í ágústmánuði og septemb- ermánuði em þá blómkálhöfuðin orðin svo stór, að alls eigi þarf að skammast sín fyrir þau, þótt borin sjeu fram á hveija helzt matjurtasýningu sem er.“ G. Schierbeck landlæknir var með mikla ræktun í Bæjarfógeta- garðinum við Aðalstræti í Reykjavík. Uppáhalds blómkáls- rétturinn minn 1 meðalstórt blómkálshöfuð 1-2 dl vatn 'h tsk. salt 1 msk. smjör 3 msk. matarolía 1 tsk. karrí 1 dl brauðrasp smábiti soðin ýsa (t.d. afgangur) 1. Hitið bakaraofn í 200°C. 2. Skolið kálið vel eða látið það liggja í salt- vatni, sjá hér að ofan. 3. Setjið 1-2 dl af vatni í pott, sem rétt rúmar blómkálshöfuðið. Holið út legginn eða skerið upp í hann. Setjið kálhöfuðið ofan í, leggurinn snúi niður. Stráið salt- inu yfir. Sjóðið við hægan hita í 7 mínútur; Takið höfuðið upp úr pottinum með spaða og setjið á eldfast fat. 4. Setjið smjör og matarolíu á pönnu, setjið karrí saman við, brúnið örlítið, setjið þá rasp út í og myljið fiskinn út í. Brúnið örlítið, en hellið síðan yfir blóm- kálshöfuðið á fatinu. 5. Setjið í heitan bakaraofninn og bakið í 5-7 mínútur. Meðlæti: Ristað brauð. Næsta uppskrift er úr bók minni Minna mittismál. Blómkál með grænmetissósu 'h ferskur eldpipar (chilipipar) ______1 stór græn papríka_____ 1 meðalstórlaukur 1 dl vatn 'A tsk. salt í vatnið 3 meðalstórirtómatar 1 meðalstórt blómkálshöfuð 'h tsk. saltyfir kálið 1. Kljúfið eldpiparinn, takið úr honum hvert einasta fræ, skerið allar æðar innan úr honum. Sker- ið hann síðan í sneiðar. 2. Afhýðið og saxið laukinn, tak- ið steina og stilk af papríku, sker- ið síðan lauk og papríku frekar smátt. Setjið vatn og salt í lítinn pott, sjóðið lauk, papríku og eld- pipar í vatninu í 7-10 mínútur. Hellið vatninu af en látið græn- metið vera í pottinum. 3. Hellið sjóðandi vatni á tómat- ana, látið þá standa í því í eina mínútu, íjarlægið þá hýðið en setjið tómatana með hinu græn- metinu í pottinn. Hrærið saman. 4. Skiptið blómkálinu í greinar, þvoið þær en leggið síðan ofan á grænmetismaukið í pottinum. Stráið salti yfir kálið. Setjið hlemm á pottinn og sjóðið við hægan hita í 7 mínútur. ÚTSAM - ÍJTS / vesturkjnllimiinini • Flest á hálfviröi • Fataefni á hörn og fulloröna • Bútasaumsefni og gardínuefni Opið: Mánudaga - föstudaga frð kl. 10.00-18.00. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. I DAG Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.333 krónur. Þær heita Helga, Sara og Sonja. Með morgunkaffinu VISSIRÐU að nú . stendur til að hækka húsaleiguna enn eina ferðina? ÉG ætla að láta ykkur AFSAKIÐ, herra hers- vita það, drengir mín- höfðingi! ir, að þetta er einka- strönd. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Lýst eftir konu LÝST ER eftir konu sem var úti að ganga með svartan, lausan hund sl. miðvikudagskvöld á milli kl. 20 og 20.30 á Miklatúni. Hundurinn varð þess valdandi að ung stúlka datt af hjóli og meiddi sig. Konan er vinsamlega beðin að hringja í síma 551 1628. Tapað/fundið Þjóðhátíð RAUÐUR bakpoki með regngalla, myndavél, vasadiskói og fleiru tapaðist á Þjóðhátíð ’95. Finnandi er vinsam- legast beðinn um að hafa samband í síma 552 5703. Fundarlaun í boði. v Ur tapaðist KVENMANNSÚR með svartri leðuról tapaðist á laugardag-snóttina einhvers staðar á leið- inni úr Þjóðleikhús- kjallaranum og niður í miðbæ. Finnandi vin- samlegast hafí samband í síma 552 1696. BRIDS U m s j ö n G u ð m . P á 11 Arnarson ÍTÖLSKU Evrópumeistar- arnir Lorenzo Lauria og Alfredo Versace spila heimasmíðað kerfí, sem byggist á margræðum og nokkuð fijálslegum opnun- um. í viðureign ítala og ísraelsmanna opnaði Versace á einum spaða á spil vesturs hér að neðan, kannski vegna þess hvað röðin var faiieg. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á3 T 3 ♦ ÁKDG3 ♦ 108753 Vestur Austur ♦ DG109 ♦ K2 V - llllll V D987652 ♦ 764 111111 ♦ 1095 ♦ KDG642 ♦ Á Suður ♦ 87654 ¥ ÁKG104 ♦ 82 ♦ 9 Vestur Norður Austur Suður Versace Zeligman Lauria Birman 1 spaði 2 grönd* 3 tíglar** Pass PassU Pass Pass * Láglitir. ** Hjartalitur og áskorun í geim. Sagnir tóku ekki þá stefnu sem Versace var að Vonast eftir þegar hann opnaði á spaða. Makker með hjartalit og riorður með minnst fimm lauf. Þetta gat ekki endað nema með ósköpum, hugsaði hann, en ákvað að vara makker við frekari sögnum með því að passa þtjá tígla! Zeligman gerði sér auðvitað grein fyrir því að einhvers staðar var maðkur í mys- unni, en bæði er hann frið- samur maður og svo sá han fram á væna tölu í þremur tíglum, svo hann passaði bara líka. Bakkanum var rúllað yfir á hinn helming borðsins og þar settu tveir menn upp fýlusvip: Lauria, því hann hélt að Versace væri að gleyma kerfinu, og Birman, því hann vissi að doblið var gullnáma. Lauria slapp reyndar þijá niður. Út kom lauf, sem hann átti á ásinn heima. Hann trompaði hjarta og spilaði spaða. Ásinn upp og kóngur- inn undir. Nú reyndi norður lauf, sem ■ Lauria trompaði með tíu, fór inn í borð á spaða og trompaði annað lauf með níu. Spilaði síðan tígli og vömin varð að vanda sig að gefa honum aðeins einn slag í viðbót. Hinum megin spilaði vest- ur þijú lauf dobluð, tvo nið- ur, svo ítalir unnu 5 IMPa á spilinu. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur löngum harm- að það að á íslenzkum krám skuli ekki fást dökkur maltbjór, „stout“ svokallaður, beint af kútn- um. Ein og ein krá á Guinness- bjór í flöskum, en hann er flatur og óspennandi, miðað við freyðandi og dulúðugan dökkan Guinness beint úr krananum. Það má reynd- ar undrum sæta að í pöbbaflórunni í Reykjavík skuli ekki hafa sprott- ið upp T'rsk krá með hefðbundnu sniði; áheyrilegri tónlist og al- mennilegum bjór. Slík stofnun gæti áreiðanlega náð gífurlegum vinsældum og myndi eiga vís traust viðskipti þeirra, sem til dæmis hafa verið búsettir á Bret- landseyjum eða vanið þangað kom- ur sínar og vanizt á dökka bjórinn. Víkveiji veltir því fyrir sér hvort væntanlegt frelsi í innflutningi og heildsölu áfengis geti ekki orðið til þess að einstakar krár, eða nokkrar saman, taki sig til og flytji inn nokkra kúta af dökkum bjór, til dæmis Guinness eða Murphy’s, í reynsluskyni. Viðtökumar yrðu ör- ugglega til þess að framhald yrði á. xxx M VERZLUN ARM ANN A- helgina lagði Víkveiji meðal annars leið sína í skógræktina í landi Hánefsstaða í Svarfaðardal. Þar plantaði Eiríkur Hjartarson fyrr á öldinni af mikilli eljusemi út þúsundum plantna, sem nú eru orðnar að myndarlegum skógi. Eiríkur gaf Skógræktarfélagi Ey- firðinga reitinn, en því miður virð- ist sem hinn nýi eigandi hafi ekki hirt um hann sem skyldi. Skógur- inn hefur lítið verið grisjaður, þannig að hann er á köflum hálf- gert myrkviði, göngustígar eru fáir og aðstaða fyrir gesti engin. Skógræktin myndi að sjálfsögðu nýtast almenningi miklu betur ef hún væri gerð aðgengilegri með grisjun og merktum stígum, tjald- stæði afmörkuð og aðstaða þeim tilheyrandi sett upp. Eins og nú háttar til, virðist sem merkilegt starf frumkvöðuls nýtist ekki sem skyldi. XXX TVEIR kunningjar Víkveija hafa sagt honum svipaða sögu af viðskiptum sínum við Bif- reiðaskoðun íslands. Báðir kunn- ingjarnir eru það, sem kalla mætti Evrópusinna og höfðu límt þar til gerða límmiða með Evrópufánan- um, merki Evrópuráðsins og Evr- ópusambandsins, á þar til gerða upphleypta fleti á númeraplöturnar á bílum sínum. Þegar þeir mættu með bílana til skoðunar hjá Bif- reiðaskoðuninni var hins vegar vitnað í einhveija reglugerð dóms- málaráðherra, sem kveður á um að einungis megi hafa skjaldar- merki kaupstaða eða sýslna á bíl- númerunum, nema hvað einnig megi einfaldlega hafa flötinn lengst til vinstri á númeraplötunni auðan. Urðu kunningjarnir að fjar- lægja límmiðana, vildu þeir fá skoðun á bílinn. Annar beygði sig fyrir reglugerðinni og límdi miða með skjaldarmerki fæðingarbæjar síns á númersplötuna (þótt hann búi reyndar annars staðar) en hinn var fljótur að finna sér nýtt par af Evrópufánum til að líma á bíl- inn. Lögreglan hefur enn ekki stöðvað hann fyrir reglugerðarbrot og hann þykir ekki tiltölulega hættulegur í umferðinni. Víkveija er spurn af hverju þurfi að skylda menn til að merkja sig með skjaldarmerkjum, sem oftast er ekki hægt, að greina nema menn standi þétt upp við bílinn, en leyfist ekki að flagga hinu auðþekkta tákni Evrópusam- vinnunnar, sem sjá má á bílum víða um Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.