Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 43 I DAG Árnað heilla ^riÁRA afmæli. í dag, I V/laugardaginn 12. ág- úst, er sjötugur Ingi Þor- steinsson, Réttarholts- vegi 49, Reykjavík. Eigin- kona hans er Pálína Guð- mundsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í síðustu umferðinni á opna Péturs Gauts-mótinu í Gausdal í Noregi um daginn. Danski stórmeistarinn Peter Heine Nielsen (2.495) hafði hvítt og átti leik, en sænski alþjóðlegi meistar- inn Patric Lyrberg (2.420) var með svart. Svartur lék síðast 28. - De2-e5? 29. Rxf7! og Lyrberg gafst upp, því eftir 29. - Kxf7 30. Hxd7+ - Kf6 31. Hf7+ - Ke7 32. He7+ tapar hann drottningunni. Með þessum sigri komst Heine-Nielsen upp í annað til fjórða sætið á mótinu, en Þröstur Þór- hallsson sigraði. Pennavinir TÓLF ára þýsk stúlka með áhuga á tónlist, hestum, náttúrulífi o.fl.: Krístina Klautke, AmmeríSnder Str. 37, 27809 Lemwerder, Germany. ÞRJÁTÍU og tveggja ára lettnesk kona með áhuga á íþróttum og tónlist: Marís Valainis, Aglæonas 10/2-17, Riga, Latvia. FJÖRUTÍU og þriggja ára argentínsk kona, geðlæknir, með mikinn íslandsáhuga. Auk þess með áhuga á bók- menntum og kvikmyndum og vill skiptast á argentínsk- um og íslenskum vídeó- myndum: Maria Ines Mogaburu, Zuviria 4810, (1665) Jose C Paz, Buenos Aires, Argentina. LEIÐRÉTT Bryndís í GREIN sem birtist í Dag- legu lífi í gær var rangt farið með nafn í mynda- texta. Fyrirsætur sem sýndu fatnað á tískusýn- ingu fyrir fatahönnuðinn Sveinbjörgu M. Pálsdóttur heita Anna Rakel Róberts- dóttir og Bryndís Einars- dóttir. Undir mynd af Bryndísi Einarsdóttur stóð að hún héti Anna Rakel. ^/AÁRA afmæli. Sjötíu I vfára er í dag laugardaginn 12. ágúst Anna María Benedikts- dóttir frá Sveinsstöðum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hún er að heiman á af- mælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní í Hallgríms- kirkju í Saurbæ Jóney Jónsdóttir og Gunnlaug- ur Aðalbjarnarson. Faðir brúðarinnar sr. Jón Einars- son, prófastur, gaf brúð- hjónin saman. Heimili þeirra er í Engihjalla 25, Kópavogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. maí sl. í Laugar- neskirkju af sr. Ólafi Jó- hannssyni Harpa Dóra Guðmundsdóttir og Kristinn Jóseph Guðna- son. Heimili þeirra er á Framnesvegi 12, Reykja- vík. ----- BRUÐKAUP. Gefin voru saman 20. maí í Garða- kirkju af sr. Valgeiri Ástr- áðssyni Valgerður Bjarnadóttir og Þórhall- ur Ágústsson. Heimili þeirra er á Mímisvegi 2a, Reykjavík. HÖGNIIIREKKVÍSI þú hefur fstLt aíta, burtuúrgarðínivn Farsi 01995 Farcus Cartoons/dist. by Universal Press Syndlcale WAIS&LASS/'coocrMR-T STJÖRNUSPA cftir Frances Drakc LJON Afmælisbarn dagsins: Þú hikar ekki við að taka smá áhættu til að tiyggja afkomu þína. m Hrútur [21. mars - 19. apríl) Þú kemur vel fyrir þig orði rituðu máli, og átt auðvelt með að meta kosti annarra. Ferðalag virðist á næstu grösum. Naut (20. apríl - 20. maf) Ástvinum berast ánægjuleg- ar fréttir í dag varðandi fjár- málin. Ástæða er til að halda upp á daginn með fjölskyld- unni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ættir að halda áformum þínum í vinnunni leyndum fyrst um sinn. Fjárhagurinn fer batnandi, og ástvinur hefur fréttir að færa. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >•€ Ef þú íhugar heimsókn til vina eða ættingja í öðrum landshluta, er betra að und- irbúa sig vel. Hlýddu á góð ráð ástvinar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gamall vinur færir þér frétt- ir, sem þú hefur beðið eftir lengi. Þótt á ýmsu gangi, er þróun mála yfirleitt hagstæð. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú sýnir góða dómgreind í fjármálum í dag. Gættu tungu þinnar í mannfagnaði í kvöld, því þú gætir auðveld- lega sært góðan vin. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur ekki fengið þá kauphækkun, sem þú áttir von á, en úr því rætist fljót- lega. Þú nýtur stuðnings þinna nánustu. Sporðdreki (23.okt. - 21. nóvember) ®Hj0 Sumir íhuga þátttöku í nám- skeiði til að bæta stöðu sína í vinnunni. Þurfir þú á láni að halda, ætti það að vera auðfengið. Bogmaöur (22. nóv.-21.desember) Þú ættir ekki að leyna tilfinn- ingum þínum, heldur ræða þær í hreinskilni við ástvin. Það verður til bóta fyrir sam- band ykkar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) íhugaðu vandlega tilboð sem lofar þér gulli og grænum skógum. Það getur verið meingallað þegar nánar er skoðað. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) Eitthvað gerir þér gramt í geði árdegis, en úr því rætist þegar á daginn líður, og þín bíður ánægjulegt kvöld með vinum. Fiskar (19. febrúar-20. mars) )£* Þótt þig langi til að takast á við verkefni úr vinnunni, ættir þú frekar að nota dag- inn til hvíldar, því þér veitir ekki af. i,paí fytyr lei&an/fán tn ú&rí&L \/jostiptcu//njum ao a faáJfunam Stj'ómuspdna d aó lesa sein dœgradvöl. Spór af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni vísindalegra staóreynda. HATIÐ Koiavortsms 12.-13. ágúst 1995 tfssSS nÓTOGMJÓL LAUGARDAG QQPLIJÓL SUNNUDAG MOTORHJOLAAHÆTTUAKSTUR AMIÐBAKKAKL. 14.00 REIÐHJÓLAÞJIAUTAKEPPNI 8-13 ARAKL. 12.00 OG 14 ARA OG ELDRI KL. 14.00 Skráning er á sunnudecjinum í kynningarbás íslenska i kynningarbas Islenska tiallah|ola- ugiald er kr. 300,- og allir þátttakendur fá viðurkenningu frá Trygginau hf. Sérstök verðlaun eru fyrir 1. sæti í báðum flokkum. Takmarkaður þátttakendafjöldi. TRYGGING HF K™**™ -öryggi alla leið -hátíð allar helgar ilmandi gott RIO kaffí í hlýlegu og notalegu umhverfi í gamla Árbænum. Einnig þarftu að prófafrægu lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar. O.U. i k ■JtHm rS DAGSKRA HELGARINNAR Laugardagur 12. ágúst ; LEIKJADAGUR > Farið í gömlu leikina á flötinni við Hóimsverzlun kl. 15:00, | þar sem krakkar fá Egils-appelsínu límonaði og Freyju staura á meðan birgðir endast. Líf og leikir barna áður fyrr verða kenndir, svo sem horgemlingur reistur, stokkið yfir sauðarlegg, spáð í völu og margt fleira skemmtilegt og skrítið. Sunnudagur13. ágúst SKATADAGURINN Hinn árlegi skátadagur veröur í Væringjaskálanum á Árbæjar- safni. Við skálann verður reist tjaldbúð og sýnt tjaldbúðarlíf. Kl. 14:00 verður skátamessa i safnkirkjunni og kl. 15:00 verður varðeldur tendraöur og verður ýmislegt til gamans gert eins og skáta er siður. Gestir eru hvattir til að taka þátt og rifja upp gamiar minningar og þeir yngri að kynnast skátahugsuninni. Miövikudagur 16. ágúst Söguganga. Leið reykvískra þvottakvenna gengin frá Lækjartorgi kl. 19:30 undir leiðsögn Margrétar Guðmundsdóttur, sagnfræðings. ARBÆJARSAFN • REYKJAVIK MUSEUM if SÍMI 5771111 -FAX 5771122 0PIÐ10-18 (lokað mánudaga)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.