Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reglugerð landbún- aðarráðuneytisins Tollur á blaðlauk lækkaður LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað innflutning á blað- lauk á lægri tollum með reglugerð sem gefín var út í gær, en gagn- rýnt hefur verið að full tollvemd samkvæmt GATT samningnum hefur verið í gildi á blaðlauk þrátt fyrir að innlend framleiðsla sé ekki komin á markað og hennar ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi um mánaðamót. Samkvæmt reglugerðinni leggst 15% innflutningstollur á innflutningsverð blaðlauks og til viðbótar 114 króna magntollur á hvert kíló í innflutningi. Þetta eru helmingi lægri tollar en hafa gilt að undanfömu, en á innflutnings- verð blaðlauks hefur verið lagður 30% tollur og 227 króna magntoll- ur til viðbótar á hvert kíló í inn- flutningi. Atlantic Princess o g Atlantic Queen Morgunblaðið/RAX SKIPVERJAR á Atlantic Prinsess taka fiskikör um borð í Hafn- arfjarðarhöfn en verið er að búa skipið til veiða. Verið að búa skipin til veiða ATLANTIC Princess lætur lík- lega úr höfn í Hafnarfirði næst- komandi sunnudag en Atlantic Queen eitthvað síðar, að sögn Sigurðar Hallgrímssonar for- stöðumanns þjónustudeildar Hafnarfjarðar hafnar. Skipin hafa verið við landfest- ar í Hafnarfirði í rúmlega tvo mánuði en færeysk útgerð skip- anna hefur nú samið við íslenska lánardrottna um greiðslu skulda og er nú verið að búa skipin til veiða. í gær var verið að flytja um- búðir um borð í Atlantic Princess og olíu á Ijósavélar. Unnið hefur verið að því alla síðustu viku að standsetja skipin. Veiðarfæri eru ekki komin um borð í skipin. „En ég sé að það er komin mikil hreyf- ing á málið,“ sagði Sigurður. Island meðal stofnþjóða Norð- urheimskautsráðs Aðrar stofnþjóðir Kanada, Rússland og Bandaríkin LEIÐTOGAR norrænu ríkjanna fimm auk Grænlands ákváðu á fundi sínum í Ilulissat á Græn- landi i gær, að taka þátt í stofnun svonefnds Norðurheimskautsráðs. Aðrar stofnþjóðir ráðsins verða Kanada, Rússland og Bandaríkin. Poul Nyrap Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði á fréttamannafundi að hann vænti þess, að Norðurheimskautsráðið yrði stofnað formlega á fundi í Kanada í marz á næsta ári. Nyrap sagði orðið nauðsyniegt, að koma á samvinnu landanna í kring um Norðurheimskaut til að samræma stefnu þeirra í umhverf- is-, viðskipta-, samgöngu- og sam- skiptamálum. Lars-Emil Johansen, formaður grænlenzku landsstjórnarinnar, j sagðist vonast til að ráðið megn- i aði að vera mótvægi við þjóðir ogj umhverfisverndarsamtök, sem:: vilja banna allar hvala- og sela-í veiðar. 1 Umhverfismál fyrirferðarmest Ólafur Davíðsson, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, sat leiðtogafundinn í veikindaforföll- um Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðið muni tví- mælalaust gagnast hagsmunum íslendinga. Fyrst og fremst fælust þeir hagsmunir í samstarfinu á vettvangi umhverfismála. Ólafur sagði umhverfismál væntanlega verða fyrirferðarmest í starfi ráðs- ins, a.m.k. framan af. Línu- hraðallinn kominn á sinn stað TVEIR sérmenntaðir tækni- menn eru að leggja lokahönd á uppsetningu nýs línuhraðals á krabbameinsdeild Landspítal- ans. Þórarinn Sveinsson, yfir- læknir, vonar að ekki verði taf- ir á því að stýri- og öryggisbún- aður berist til landsins svo hægt verði að taka tækið í notkun eftir að flóknum mælingum á tækjabúnaði lýkur í október. Vinnutími verði sveigjanlegri Þórarinn sagði að þurft hefði að taka niður gamalt kóbalt- tæki til að koma línuhraðlinum fyrir. Eftir að línuhraðlinum hefur verið komið fyrir taka við flóknar mælingar á tækja- búnaði. Fyrstu mælingarnar hafa verið gerðar og gengið svo vel að vonast er til að þeim þ'úki í október. Ef ekki verða tafir á því að stýri- og öryggisbúnaður berist til landsins verður hægt að taka tækið i notkun á þeim tíma eða nokkuð fyrr en áætl- Morgunblaðið/Ámi Sæberg TOMMIE Jeppesen, tæknifræðingur, Garðar Mýrdal, forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar, Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir, Magnús Björnsson og Örn Arnarson, rafeindatæknar, við nýja linuhraðalinn. anir gerðu ráð fyrir. Tvö geislameðferðartæki, kóbalttæki og línuhraðall, hafa verið á krabbameinsdeildinni. Nú hefur kóbalttækið verið tek- ið niður, eins og áður segir, og þjónar eldri línuhraðall öllum sjúklingum á deildinni. Ekki segir Þórarinn að vandræði hafi Hlotist af því að hafa að- eins eitt geislameðferðartæki og tekur fram að meiri þörf verði mætt með sveigjanlegri vinnutíma starfsmanna. Þórar- inn er afar ánægður með hvað vel hefur gengið við uppsetn- ingu tækisins og þakklátur öll- um sem hlut eiga að máli. Sjúklingar þurfa á mismikilli geislameðferð að halda og er komufjöldi allt frá þremur til fjórum skiptum í yfir 30. Skráð- ar komur í línuhraðal og kóbalt- tæki voru 6.716 í fyrra. Gáfubreskri skútu start Borgarfirði eystra. Morgunblaðið. MENN frá Borgarfirði eystra komu áhöfn bresku skútunnar Nimrod til hjálpar um 50 sjóm- ílur norður af landinu á þriðju- daginn. Áhöfn skútunnar, þrír menn, var ekki í nauðum stödd, en vildi einungis tryggja öryggi sitt og komast leiðar sipnar samkvæmt tímaáætlun. Að sögn áhafnarmeðlima vora þeir á leið frá Svalbarða til Seyðisfjarðar og ætluðu sjö daga til ferðarinnar. Þeir lentu síðan í logni norður af íslandi og biðu tvo daga róiegir. Á meðan eyddist rafmagn af;svö- kölluðum neyslugeymum sem sjá um orku fyrir siglingatæki, fjarskipti og lýsingu. Þessir geymar eiga að vera einangr- aðir frá ræsigeymi vélarinnar. En þegar ræsa átti vélina til þess að hlaða þá kom í ljós að ræsigeymirinn var rafmagns- laus vegna rangrar tengingar. Áhöfn Nimrod hafði þess vegna samband við Nesradíó i og útskýrði vandræði sín. Menn frá Borgarfirði bragðust vel við og skutust út til þeirra með rafmagn og gáfu þeim start. Eftir það gekk allt að óskum. Áhöfnin kom til Seyð- isfjarðar og snæddi kvöldmat á Hótel Snæfelli og hélt áleiðis heim til Englands í gær. Niðurstaðna af forkönnun vegna raforkuframleiðslu á Nesjavöllum væntanlegar Unnið að forhönnun orkuvers með 60 MW raforkuframleiðslu FORKÖNNUN vegna raforkufram- Ieiðslu á Nesjavöllum hefur farið fram á undanfömum mánuðum á vegum Hitaveitu Reykjavíkur og er niðurstöðu að vænta í næsta mánuði. Annars vegar er verið að vinna að forhönnun orkuvers með 200 megavatta varmaframleiðslu og 2x30 megavatta rafmagnsfram- leiðslu til að selja inn á dreifikerfi Landsvirkjunar. Hins vegar er unn- ið að forhönnun orkuvers með 200 megavatta varmaframleiðslu og 20 megavatta rafmagnsframleiðslu fyrir virkjunina sjálfa, en í dag er varmaframleiðslan 150 megavött á Nesjavöllum, Á fundi veitustofnana Reykjavík- ur í fyrradag var skipuð þriggja manna nefnd til að undirbúa stefnu- rnótun fyrir næstu skref í þessu máli, en nefndina skipa þeir Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, Gunnar Kristinsson, hitaveitustjóri, og Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri. Dygði fyrir hálft veitusvæði Rafmahgnsveitunnar Að sögn Alfreðs er forsenda þess að raforkuvinnsla hefjist á Nesja- völlum að samningar takist um stækkun álversins í Straumsvík og stækkun Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, en með þeim við- fangsefnum myndi hverfa sú úm- framorka sem Landsvirkjun hefur yfír að ráða í dag. Hann sagði að raforkuframleiðsla á Nesjavöllum ætti að geta hafíst um tveimur áram eftir að ákvörðun um að ráð- ast í slíka virkjun yrði tekin. Alfreð sagði að að í greinargerð Hitaveitu Reykjavíkur um stöðu þessa máls kæmi fram að þegar sú umframörka þrýtur sem Lands- virkjun ræður nú yfir sé ekki tryggt að rafmagn sem Nesjavallavirkjun kaupir í dag fáist á jafn hagkvæmu verði og verið hefur. „Hitaveita Reykjavíkur stendur því að minnsta kosti frammi fyrir því að skoða rafmagnsframleiðslu fyrir Nesjavallavirkjunina sjálfa þó ekki sé annað, en það eru áuðvitað þær aðstæður sem era að skapast núna með væntanlegum álsamning- um sem gera það að verkum að raforkuframleiðsla á Nesjavöllum er talin vera mjög álitlegur kostur. Framleiðsla á 60 megavöttum af rafmagni þar myndi t.di dúga fyrir hálft orkuveitusvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur," sagði Alfreð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.