Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIMU A Urskurðarnefnd hækkaði rækjuverð til áhafnar um 5 krónur Sjómennirnir kröfðust 125 kr. en fengu 90 kr. Verð á rækju til áhafnar báts í Stykkishólmi hækkar um 5 krónur samkvæmt niðurstöðu úrskurðamefndar um fiskverð. í samtölum Helga Marar Amasonar við fulltrúa sjómanna kemur fram að þeir em óánægðir með úrskurð- inn enda höfðu þeir farið fram á 40 kr. hækkun. FULLTRÚAR sjómanna í úrskurð- amefnd eru ekki sáttir við fyrsta úr- skurð nefndarinnar sem kveðinn var upp á mánudag. Nefndin úrskurðaði í ágreiningsmáli rækjuvinnslu Sigurð- ar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi og rækjubátsins Svans SH sem er í eigu fyrirtækisins. Útgerðin bauð 85 kr. fyrir kílóið en áhöfnin krafðist 125 kr. Ekki hafði náðst samkomulag í nefndinni og kom því til kasta odda- manns í fyrsta skipti frá því nefndin var stofnuð og var niðurstaða hans um 90 kr. rækjuverð studd af þrem fulltrúum útvegsmanna í nefndinni. Samkomulag náðist í tveimur öðrum málum sem lágu fyrir nefndinni en eitt mál er enn óleyst. í úrskurði nefndarinnar segir að í gögnum sem nefndin safnaði varð- andi málið komi fram að rækjuverð hjá kaupendum á Breiðafjarðarsvæð- inu hafi hækkað frá síðasta ári en upplýsingar fengust frá sjö kaupend- um og tveir þeirra skera sig úr hvað verð snertir og borga allt upp í 125 krónur fyrir kílóið. Áhöfn Svans SH heldur því fram að þar sem þessir aðilar stundi ekki útgerð, felist ekki greiðslur fyrir kvóta í verði þeirra og því sé það hærra. Nefndin kveður upp þann úrskurð að Sigurður Ágústsson hf. skuli greiða áhöfn Svans SH 90 krónur á kílóið af stórri rækju þegar tillit sé tekið til meðalverðs einstakra fram- leiðenda, hækkunar afurðaverðs og þess verðs sem hefur verið greitt á svæðinu og skuli þessi úrskurður gilda í samskiptum málsaðila til 20. september nk. Ágreiningur myndaðist milli áhafnar Svans SH og Sigurðar Ág- ústssonar hf. í sumar vegna rækju- verðs. Fyrirtækið bauð áhöfn skips- ins 85 krónur fyrir kíló af rækju þar sem voru að 270 stk. í kílói. Áhöfnin gat ekki sætt sig við það verð og sendi málið til úrskurðarnefndar út- vegsmanna og sjómanna sem starfar samkvæmt ákvæðum í síðustu kjara- samningum. Þess var krafist að greiddar yrðu 125 krónur fyrir kílóið af rækju af þessari stærð og var krafan m.a. rökstudd með hækkun afurðaverðs og að kaupendur á Breiðafjarðarsvæðinu sem byðu nán- ast sama verð og í fyrra, eða milli 70-80 krónur, stæðu í umfangsmikl- um kvótaviðskiptum, sem hefðu áhrif á kaupverð og það sé bannað sam- kvæmt lögum um skiptakjör og greiðslumiðlun. Sama verð og annars staðar Sigurður Ágústsson hf. byggði til- boð sitt á þeim forsendum að verð á rækju hjá rækjukaupendum á Snæ- fellsnesi væri á bilinu 86-88 krónur frá apríl og til og með júní á þessu ári. Þar að auki hafi útgerðin gert samning við áhöfn Hamrasvans SH, sem er einnig í eigu fyrirtækisins, sem hljóði upp á það sama og áhöfn Svans var boðið. Útgerðin bendir jafnframt á að meðalverð á rækju á landinu öllu hafi verið 81,71 króna í maí á þessu ári og verð það sem áhöfn Svans hafi verið boðið upp á víki aldrei frá því verði sem greitt hafi verið við Breiðafjörð eða annars staðar á landinu. Útgerðin varaði við að einblínt væri á hækkun afurðaverðs við ákvörðun á rækjuverði, þar sem ekki hafi verið tekið tillit til þess, í verð- lagningu til sjómanna, er afurðaverð lækkaði síðastliðin ár og skapaði mikla erfiðleika fyrir rækjuvinnsl- urnar. Áhöfn Svans SH mótmælti því að mið væri tekið af samningi Útgerðarinnar við Hamrasvan SH, þar sem ekki hafí verið rétt staðið að gerð hans. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Islands, situr í úrskurðarnefnd- inni og segist hann hafa verið á móti úrskurðinum og niðurstaðan hafi markast of mikið af hagsmunum þeirra sem séu að braska með veiði- heimildir. Hann segir að verð á rækju upp úr sjó sem sé mengað af kvótavið- skiptum sé ekki viðmiðunarhæft. Auk þess hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hækkunar afurðaverðs en það hafi hækkað í kringum 50% frá liðnu ári á meðan verð sumra kaupenda hafí staðið í stað á milli ára. Guðjón Ármann. Einarsson, for- maður Skipstjóra- og stýrimannafé- lags íslands, tók í sama streng og sagði að það sæist best á því hvern- ig úrskurðurinn var samþykktur að hann væri útgerðinni í hag. Hann taldi einnig að í lægri verðum sem komu fram á svæðinu hafi verið um kvótaviðskipti að ræða. Guðjón taldi ekki að þessi úrskurður hefði for- dæmisgildi, hér væri aðeins um eina áhöfn og eitt mál að ræða. „Það eru svo margar útgáfur í verðflórunni. Til dæmis er iðnaðarrækja vinnslu- skipanna, sem er mun smærri en rækjan sem hér um ræðir, að fara á mun hærra verði." Sigurður Þórarinsson, skipverji á Svani, segir að áhöfn skipsins hafi vonast eftir hærra verði og sé því ekkert himinlifandi með þennan úr- skurð nefndarinnar. Hann segir samt að væntanlega verði ekkert aðhafst frekar í málinu. Ellert Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sigurðar Ágústssonar hf., kvaðst ekki hafa fengið úrskurð nefndarinnar í hendur þegar blaðið ræddi við hann í gær. Samkomulag í tveimur málum í úrskurðarnefndinni náðist sam- komulag í ágreiningsmálum milli áhafnar Viðeyjar RE og Granda hf. annarsvegar og áhafnar Nökkva HU og Særúnar hf. á Blönduósi hinsveg- ar. Ekki kom því til úrskurðar odda- manns í þessum málum. Áhöfnin á Nökkva fær 98 kr. fyr- ir kílóið af iðnaðarrækju úr tilteknum túr en áður var búið að bjóða þeim 85 kr. Grandi greiðir áhöfn Viðeyjar 60 kr. fyrir kíló af 1-2 kg þorski í stað 58 kr. UFPSLanir Iringlunna v E R SLAW 1 K í it-rcnT. IIUNA S L A Jnn í utsölurnar föstudug og Rýmum lyrir nyiiiÍLi, vörum 1IÖRURHAR ÚIR GÖTU ■ HERÐIÐ HIÐIIR UR OLLU UALDI -■« á laugardaginn kkingw Opið til Kl- ,18 D FIMMTUDAG FRÁ 10-18.30, FÖSTUPAG - gatan mín - BDÁ 4 n -< n i r. 11 r a d n * e en A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.