Morgunblaðið - 17.08.1995, Page 18

Morgunblaðið - 17.08.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIMU A Urskurðarnefnd hækkaði rækjuverð til áhafnar um 5 krónur Sjómennirnir kröfðust 125 kr. en fengu 90 kr. Verð á rækju til áhafnar báts í Stykkishólmi hækkar um 5 krónur samkvæmt niðurstöðu úrskurðamefndar um fiskverð. í samtölum Helga Marar Amasonar við fulltrúa sjómanna kemur fram að þeir em óánægðir með úrskurð- inn enda höfðu þeir farið fram á 40 kr. hækkun. FULLTRÚAR sjómanna í úrskurð- amefnd eru ekki sáttir við fyrsta úr- skurð nefndarinnar sem kveðinn var upp á mánudag. Nefndin úrskurðaði í ágreiningsmáli rækjuvinnslu Sigurð- ar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi og rækjubátsins Svans SH sem er í eigu fyrirtækisins. Útgerðin bauð 85 kr. fyrir kílóið en áhöfnin krafðist 125 kr. Ekki hafði náðst samkomulag í nefndinni og kom því til kasta odda- manns í fyrsta skipti frá því nefndin var stofnuð og var niðurstaða hans um 90 kr. rækjuverð studd af þrem fulltrúum útvegsmanna í nefndinni. Samkomulag náðist í tveimur öðrum málum sem lágu fyrir nefndinni en eitt mál er enn óleyst. í úrskurði nefndarinnar segir að í gögnum sem nefndin safnaði varð- andi málið komi fram að rækjuverð hjá kaupendum á Breiðafjarðarsvæð- inu hafi hækkað frá síðasta ári en upplýsingar fengust frá sjö kaupend- um og tveir þeirra skera sig úr hvað verð snertir og borga allt upp í 125 krónur fyrir kílóið. Áhöfn Svans SH heldur því fram að þar sem þessir aðilar stundi ekki útgerð, felist ekki greiðslur fyrir kvóta í verði þeirra og því sé það hærra. Nefndin kveður upp þann úrskurð að Sigurður Ágústsson hf. skuli greiða áhöfn Svans SH 90 krónur á kílóið af stórri rækju þegar tillit sé tekið til meðalverðs einstakra fram- leiðenda, hækkunar afurðaverðs og þess verðs sem hefur verið greitt á svæðinu og skuli þessi úrskurður gilda í samskiptum málsaðila til 20. september nk. Ágreiningur myndaðist milli áhafnar Svans SH og Sigurðar Ág- ústssonar hf. í sumar vegna rækju- verðs. Fyrirtækið bauð áhöfn skips- ins 85 krónur fyrir kíló af rækju þar sem voru að 270 stk. í kílói. Áhöfnin gat ekki sætt sig við það verð og sendi málið til úrskurðarnefndar út- vegsmanna og sjómanna sem starfar samkvæmt ákvæðum í síðustu kjara- samningum. Þess var krafist að greiddar yrðu 125 krónur fyrir kílóið af rækju af þessari stærð og var krafan m.a. rökstudd með hækkun afurðaverðs og að kaupendur á Breiðafjarðarsvæðinu sem byðu nán- ast sama verð og í fyrra, eða milli 70-80 krónur, stæðu í umfangsmikl- um kvótaviðskiptum, sem hefðu áhrif á kaupverð og það sé bannað sam- kvæmt lögum um skiptakjör og greiðslumiðlun. Sama verð og annars staðar Sigurður Ágústsson hf. byggði til- boð sitt á þeim forsendum að verð á rækju hjá rækjukaupendum á Snæ- fellsnesi væri á bilinu 86-88 krónur frá apríl og til og með júní á þessu ári. Þar að auki hafi útgerðin gert samning við áhöfn Hamrasvans SH, sem er einnig í eigu fyrirtækisins, sem hljóði upp á það sama og áhöfn Svans var boðið. Útgerðin bendir jafnframt á að meðalverð á rækju á landinu öllu hafi verið 81,71 króna í maí á þessu ári og verð það sem áhöfn Svans hafi verið boðið upp á víki aldrei frá því verði sem greitt hafi verið við Breiðafjörð eða annars staðar á landinu. Útgerðin varaði við að einblínt væri á hækkun afurðaverðs við ákvörðun á rækjuverði, þar sem ekki hafi verið tekið tillit til þess, í verð- lagningu til sjómanna, er afurðaverð lækkaði síðastliðin ár og skapaði mikla erfiðleika fyrir rækjuvinnsl- urnar. Áhöfn Svans SH mótmælti því að mið væri tekið af samningi Útgerðarinnar við Hamrasvan SH, þar sem ekki hafí verið rétt staðið að gerð hans. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Islands, situr í úrskurðarnefnd- inni og segist hann hafa verið á móti úrskurðinum og niðurstaðan hafi markast of mikið af hagsmunum þeirra sem séu að braska með veiði- heimildir. Hann segir að verð á rækju upp úr sjó sem sé mengað af kvótavið- skiptum sé ekki viðmiðunarhæft. Auk þess hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hækkunar afurðaverðs en það hafi hækkað í kringum 50% frá liðnu ári á meðan verð sumra kaupenda hafí staðið í stað á milli ára. Guðjón Ármann. Einarsson, for- maður Skipstjóra- og stýrimannafé- lags íslands, tók í sama streng og sagði að það sæist best á því hvern- ig úrskurðurinn var samþykktur að hann væri útgerðinni í hag. Hann taldi einnig að í lægri verðum sem komu fram á svæðinu hafi verið um kvótaviðskipti að ræða. Guðjón taldi ekki að þessi úrskurður hefði for- dæmisgildi, hér væri aðeins um eina áhöfn og eitt mál að ræða. „Það eru svo margar útgáfur í verðflórunni. Til dæmis er iðnaðarrækja vinnslu- skipanna, sem er mun smærri en rækjan sem hér um ræðir, að fara á mun hærra verði." Sigurður Þórarinsson, skipverji á Svani, segir að áhöfn skipsins hafi vonast eftir hærra verði og sé því ekkert himinlifandi með þennan úr- skurð nefndarinnar. Hann segir samt að væntanlega verði ekkert aðhafst frekar í málinu. Ellert Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sigurðar Ágústssonar hf., kvaðst ekki hafa fengið úrskurð nefndarinnar í hendur þegar blaðið ræddi við hann í gær. Samkomulag í tveimur málum í úrskurðarnefndinni náðist sam- komulag í ágreiningsmálum milli áhafnar Viðeyjar RE og Granda hf. annarsvegar og áhafnar Nökkva HU og Særúnar hf. á Blönduósi hinsveg- ar. Ekki kom því til úrskurðar odda- manns í þessum málum. Áhöfnin á Nökkva fær 98 kr. fyr- ir kílóið af iðnaðarrækju úr tilteknum túr en áður var búið að bjóða þeim 85 kr. Grandi greiðir áhöfn Viðeyjar 60 kr. fyrir kíló af 1-2 kg þorski í stað 58 kr. UFPSLanir Iringlunna v E R SLAW 1 K í it-rcnT. IIUNA S L A Jnn í utsölurnar föstudug og Rýmum lyrir nyiiiÍLi, vörum 1IÖRURHAR ÚIR GÖTU ■ HERÐIÐ HIÐIIR UR OLLU UALDI -■« á laugardaginn kkingw Opið til Kl- ,18 D FIMMTUDAG FRÁ 10-18.30, FÖSTUPAG - gatan mín - BDÁ 4 n -< n i r. 11 r a d n * e en A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.