Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter HELMUT Kohl, Jacques Chirac og Jacques Santer gera að gamni sínu á fundinum í Alcudia. A minni myndinni eru Santer og Felipe Gonzalez, forsætis- ráðherra Spánar, á blaðamannafundi. Leiðtogafundur ESB á Majorka Mörgum spurn- ingum ósvarað Ítalía leggur til frestun efnahags- og myntbandalags Alcudia, Brussel, Frankfurt. Reuter. MÖRGUM spurningum er ósvarað eftir hinn óformlega leiðtogafund Evrópusambandins á Majorka um helgina. Framtíð efnahags- og myntbandalags Evrópuríkja (EMU) er í meiri óvissu en áður og línur skýrðust lítið varðandi dagskrá ríkjaráðstefnu ESB-ríkja á næsta ári eða stækkun sam- bandsins til austurs. Ummæli Theos Waigel, fjár- málaráðherra Þýzkalands, um að Ítalía gæti ekki orðið á meðal stofnríkja EMU, urðu tilefni mik- illa umræðna á fundinum. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, sagði eftir fundinn að leiðtogarnir hefðu verið sammálá um að framfylgja skilyrðum fyrir þátttöku í EMU með ströngum hætti, og Waigel lýsti því yfir heima í Þýzkalandi að hann hefði fullan stuðning Kohls við þá stefnu að hleypa ekki öðrum inn í myntbandalagið en þeim, sem áreiðanlega uppfylltu öll skilyrði Maastricht-sáttmálans. Þýzk stjórnvöld telja sig verða að treysta stoðir myntbandalagsins til að tryggja fylgi almennings við það. Seinkun á gildis- töku EMU? Lamberto Dini, forsætisráð- herra Ítalíu, gerði þá óvæntu til- Iögu að gildistöku EMU, sem nú er áformuð 1999, yrði frestað um eitt eða tvö ár til þess að fleiri ríki gætu verið með og bandalagið yrði sterkara. Þýzki Bundesbank- inn virðist styðja þessa tillögu, miðað við ummæli stjórnarform- anns hans, Hans Tietmeyer: „Þeg- ar myntbandalagið kemur, verður það að ganga vel. Við fáum aðeins eitt tækifæri. Og þá er grundvöll- urinn hinn afgerandi þáttur, ekki tímaáætlunin." Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði hins vegar að hvergi mætti hvika frá markmiðinu um að koma EMU á árið 1999. Evrópuríki ættu ekki að láta undan þrýstingi spákaup- manna annars staðar í heiminum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki útiloka það á fundinum í Alcudia að Bretland gengi í EMU þegar þar að kæmi. Hann sagði að ekki þyrfti að taka ákvörðun í málinu nærri því strax. Leiðtogarnir samþykktu á fundinum í Alcudia að skora á stríðandi fylkingar í Bosníu að fallast á vopnahlé. Leiðtogarnir lýstu sig bjartsýna á að friður væri innan seilingar í landinu og samþykktu að fjármagna aðgerðir til endurreisnar Bosníu að einum þriðja, á móti Bandaríkjum ann- ars vegar og múslimaríkjum hins 'vegar. Betri tengsl við Rússland Leiðtogarnir ræddu samskiptin við Rússland og samþykktu að reyna að nálgast rússnesk stjórn- völd á nýjan leik til að koma í veg fyrir einangrunartilfinningu hjá Rússum. John Bruton, forsætis- ráðherra írlands, lagði áherzlu á að Rússland tæki þátt í gerð frið- arsamninga í Bosníu og sagði ESB myndu beita sér fyrir aðild Rúss- lands að Evrópuráðinu. Paavo Lipponen, starfsbróðir hans frá Finnlandi, minnti á að orð og gerðir vestrænna ráða- manna gætu haft áhrif á innanrík- ismál í Rússlandi. Forðast yrði að koma Rússum á óvart fyrir þing- og forsetakosningar, sem standa fyrir dyrum í Rússlandi. Helmut Kohl tók undir þetta. John Major lagði áherzlu á að Rússar myndu fá nógan tíma til að venjast tilhugsuninni um að fyrrverandi kommúnistaríki gengju í ESB og NATO. „Ég held að báðar stækkanir muni gerast í þrepurn," sagði Major. „NATO mun ekki stækka skyndilega einn daginn.“ SUZUKI BALENO ÁRGERÐ 1996 Vandaður og öflugur japanskur bíll á verði sem kemur þægilega á óvart. Komið og reynsluakið $ SUZUKI SUZUKI - Afl og öryggi —✓///-------------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 INDESiT tNDESIT iNDESIT INDESIT INDESiT INDESiT iNDISIT iNDISiT iNDESIT iNDESIT iNDESIT iNDESIT ja í Evrópu. stærsta jEramleiðanda heimilis Verðin éru einstök og kaupir þú heimilistækin M okkur, færðu tryggingu fyrir góðri þjónustu við kaupin, á abyrgðatímabilinu og í mörg, mörg ár eftir það. Því endingin er einstök. Verii stgr. 'érðstgr. /* Verð stgr. \ .900,-J X39.995^X 49 Verð 43.9 ▲ Þvottavél /IV 860 Vindur 800 sn. 14 þvottakerfi. Stiglaus hitastillir. Orkunotkun 2,3 kwst. HaeS 85 cm Breidd 60 cm Dýpt 60 cm Verft kr. 52.527,- ▲ Uppþvottavél D 4500 10 kerfa vél, tekurl 2 manna matarstell, 6 falt vatnsöryggiskerfi mjög hljóSlát og fullkomin. HæS: 85 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 60 cm Verb kr. 63.153,- Verö stgr. 32.95<l Vertí stgr. %Æ&1 ► Eldavél KN 6046 Undir og yfirhiti. Geymsluskúffa. HæS: 85-90 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 60 cm Ver& kr.46.211,- Kæliskápur GR 1860 HæS: 117 cm Breidd: 50 cm Dýpt: 60 cm Kælir:140 I. Frystir: 45 I. 1.15 kwst/24 tímum. Ver& kr.41.939,- Kæliskápar með frystihólfi fyrir ofan Þurrkarí SD 510 Tromlan snýst í báSar áttir,tvö hitastig. Kaldur blástur. Klukkurofi. Barki fylgir Verð kr.37.517,- Undirborðsofn ▲ C/ M2W - Blástur undir oa yfirhiti, grill meS eSa án bíásturs. Klukkurofi Verb kr. 34.684,- Véggofn Fl M1 - Blástur undir oa yfirhiti, grill meS eSa án blásturs. Klukkurofi Verb kr. 29.950,- Gerð HæðxBreiddxDýpt Kælir ltr. Frystir Hr Staögr. GR 1860 117x50x60 140 — i 39.842,- GR 2260 140x50x60 180 45 44.916,- GR 2600 152x55x60 187 67 1 47.181,- GR 3300 170x60x60 225 76 55.433,- DJQRMSSON HF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Ðorgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Helllssandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfirðlr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf. Stelngrimsfjaröar.Hólmavlk. : Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. ( Skagfiröingabúö.Sauöárkrókl. KEA bygglngavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga. Húsavík. , Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egllsstööum. i Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröl. Stál. Seyöisfiröi. Verslunln Vík, Neskaupsstaö. I Kf. Fáskrúðsfirðlnga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. : Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Klrkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. ) Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarliröi SÍNDESIT INDESiT INDESIT iNDESIT INDESÍT iNDESIT INDESiT ÍNDESiT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.