Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tölvumynd/Ingólfur Guðmundsson Af bítlum og bullum í Liverpool IHUGA miðaldra poppara er nafn hafnarborgarinnar Liverpool á Englandi svo samofið sögu Bítlanna að þar verður ekki skilið á milli. Knattspyrnubullur líta þó fremur á borgina sem fóstru tveggja af þekktustu félagsliðum heims, Liverpool F.C. og Everton. Þegar það fer svo saman í einum og sama manninnum, að vera bæði bítill og bulla, var pílagrímsferð til borgarinnar óhjákvæmileg þegar að því kom að gamla góða KR háði þar seinni viðureign sína við Ever- ton í Evrópukeppni bikarhafa. Fyrstu kyrinin af borginni voru þó fremur nöturleg því þar var hvín- andi rok, yfir 5 vindstig, þegar Flugleiðavélin lenti á Liverpool- flugvelli með 150 KR-inga innan- borðs, liðsmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn. Einhver hafði á orði að veðurfarið væri ekki ósvipað því sem menn eiga að venjast á Seltjarnarnesinu. „Það er verra,“ sagði Svenni Jóns. „Þetta er eins og uppi á Skaga.“ Bara þetta augnablik þegar KR komst yfír, var fararinnar virði, segir Sveinn Guðjónsson um pílagrímsferð sína til borgarinnar á bökkum Mersey. EITT núllfyrir KR. Morgunblaðið/Sv.G. Allir sem einn En veðrið átti eftir að batna sem og viðmót þessarar skemmtilegu borgar, í réttu hlutfalli við stemmn- inguna í hópnum. Ferðin varð eitt samfellt ævintýri og lagðist þar allt á eitt: Leikur KR og Everton þar sem okkar menn voru yfir í hálf- leik, ferðir á leiki í ensku úrvals- deildinni, ijörugt næturlíf og ótrú- lega lágt verðlag í verslunum. Að vísu fréttist af því að nokkrir verð- launahafar frá Getraunum, sem slógust í för með KR-ingum til Liv- erpool, hefðu lent í útistöðum við þeldökka dyraverði á ónefndum skemmtistað, en að öðru leyti bar engan skugga á ferðina. Jafnvel óskemmtilegar fréttir að heiman um þjálfaramálin voru saltaðar meðan á ferðinni stóð. Menn voru staðráðnir í því að skemmta sér og „standa saman, allir sem einn“, eins og segir í KR-laginu hans Bubba. Reyndin varð líka sú. að eftir því sem leið á túrinn jókst kraftur stuðsins og jafnvel þeir elstu í hópn- um sýndu að þeir eru enn í topp- formi, þótt hárin séu örlítið farin að grána. Strawberry Field að eilífu Liverpool er lífleg borg, með al- þjóðlegt yfirbragð en um leið kirfi- lega merkt breskri menningararf- leifð. íbúarnir virtust hinir þægileg- ustu í viðmóti og hvarvetna var okkur tekið opnum örmum, hvort heldur var í herbúðum Everton- manna, í verslunum, á götum úti eða á öldurhúsum. Borgin býður upp á fjölskrúðugt mannlíf og þar þrífst einnig hámenning, í bland við bítl og bolta, með söfnum og lista- galleríum og hún á meira að segja sína eigin Fílharmoníuhljómsveit, „Royal Liverpool Philharmonic Orc- hes_tra“. A bökkum Mersey-fljótsins er Albert Dock, sem býr yfir einu mesta aðdráttarafli fyrir ferðamenn á gjörvöllum Bretlandseyjum. Þar er úrval af verslunum ásamt stórum útimarkaði, þar eru veitingahús og ölstofur svo og söfn af ýmsu tagi, svo sem Merseyside Martime Muse- um, Museum of Liverpool Life, Tate Gallery, að ógleymdu „Beatles Story“, þar sem menn geta rifjað upp feril þessara dáðustu og fræg- ustu sona borgarinnar. Margir úr hópnum gerðu sér erindi á Bítla- safnið til að endurupplifa unglings- árin og þeir allra hörðustu tóku sér far með rútu í „Magica! Mystery Tour“ þar sem ekið var á æsku- stöðvar John, Paul, George og Ringo, með viðkomu á Penny Lane g SfíTStW ;; • ■ íMvírV'KÍXÍflííífö FERJA á Mersey. FARKOSTURINN í Magical Mystery Tour, t: • ■ ' '3* ■ % | . •: i fifcít ; ímb;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.