Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 15 GRÍ Ð ARLEG stemmning ríkti í rútunni á leiðinni á Goodison Park. PÍLAGRIMAR við innganginn á hinu allra helgasta, Cavern-klúbbnum í Mathew Street. og Strawberry Field. Hið síðamefnda er munaðarleysingjaheim- ili, en á æskuámm Lennons voru þar ein- göngu stúlkur og varð Lennon og félögum hans tíðförult yfir girð- inguna í þá tíð, ef marka má orð leiðsögu- mannsins. Þar er enn rekið heimili fyrir mun- aðarlaus böm og verður sjálfsagt svo um aldur og ævi, eða eins og seg- ir í textanum: „Straw- berry Field forever“. í skemmtanahverf- inu í miðborginni er svo „Cavern Quarter“ þar sem Cavern-klúbburinn frægi stendur við Mat- hew Street, en þar hófst frægðarferill Bítl- anna svo sem kunnugt er. Við þá götu em fleiri skemmtistaðir nefndir til heiðurs hljómsveit- inni, svo sem „Lennon Bar“ og diskótekið „Abbey Road“. Cavern- klúbburinn er einskon- POST FIELD OF FEÁR Moments of dread as Blues’ star striker Bes out cold -Tgsgr- THE ALBERT DOCK '•« f)/,'/; t'í/ii /_( BRESKU blöðin gerðu mikið úr hnjask- inu sem Amokachi varð fyrir í samstuð- inu við bakvörðinn „Pormodur Egilsson" og hér má sjá forsíðu Daily Post með stórri mynd þar sem Kristján Finnboga- son sést stumra yfir hetjunni. ar byrgi, langt undir yfírborði jarð- ar, og þar stíga unglingar enn tryllt- an dans við dúndrandi rokktónlist. Það var vissulega notaleg tilfínn- ing að ganga á milli skemmtistað- anna í miðbænum og hitta hvar- vetna vini og samheija úr Frosta- skjólinu. Var ekki annað að sjá en vel færi á með þeim og heimamönn- um og í ljósi þess var dálítið kynd- ugt að koma heim og mæta illkvitn- islegu glotti mörlandans með spurn- ingum um hvaða KR-ingar hefðu verið rotaðir í Liverpool. „Var það kannski Guðjón?" spurði einn. Satt að segja fékk ég aldrei al- mennilega á hreint hvetjir höfðu lent í þessu. Að vísu sá ég einn lík- legan kandidat í vélinni á leiðinni heim, en kannaðist ekki við hann úr Frostaskjólinu. Um framkomu KR-inga í Liverpool skal hins vegar vísað til ummæia enska lögreglufor- ingjans.í Visa-Sport á Stöð 2 þess eðlis, að þeir hefðu verið landi og þjóð til sóma, jafnt innan vallar sem utan, og væru velkomnir til Liver- pool hvenær sem væri. Stemmningin eins og á Eiðistorgi Hápunktur fararinnar var auðvit- að leikur KR og Everton á Goodison Park. Menn byijuðu að hita upp á hótelbarnum vel fyrir leik. Mál- og menningarfrömuðurinn Mörður Árnason var kominn með svart- hvítar rendur fyrir neðan augun og Helgi Vopnfirðingur hafði málað á sér allt andlitið, sem og margir fleiri. í rútunni á leiðinni á völlinn var stemmningin þvílík að undirrit- aður man ekki eftir öðru eins, nema ef vera skyldi á Eiðistorgi í lok ágúst ár hvert. Evertonmenn eru gestrisnir og buðu okkur stuðningsmönnum KR upp á kaffi og bakkelsi í salarkynn- um sínum fyrir leik. Þar var einnig hægt að laumast í bjór, en áfengis- neysla á áhorfendabekkjunum er stranglega bönnuð. Síðan hófst leikurinn og þótt enginn ætti von á sigri okkar manna voru hvatningarhróp þeim til handa hvergi spöruð, en lítið heyrðist í hinum 18 þúsund stuðn- ingsmönnum Everton. Þegar Einar Þór Daníelsson kom KR svo yfir snemma i leiknum ætlaði allt um koll að keyra og í hálfleik komu menn varla við jörðina. Menn voru sammála um að hvernig sem allt færi væri þetta augnablik fararinn- ar virði. Stemmningin hélt áfram eftir leik, fyrst á Everton-barnum og síðan á hótelbarnum. Raunar héldu flestir góða skapinu það sem eftir var ferðarinnar enda í nógu að snú- ast. Sumir fóru til Manchester á föstudaginn til að skoða búnings- herbergin á Old Trafford. Á laugar- deginum hófst knattspyrnuveisla vítt og breitt um Bretlandseyjar. Sumir fóru til Leeds, aðrir til Bolton að horfa á Guðna Bergs og félaga og einhveijir voru komnir upp í lest á leið til London til að horfa á leik með Arsenal þegar fararstjóranum, Skafta Harðar, tókst með lagni að telja þá af ferðinni. Þeir fóru til Leeds í staðinn. Eftir hádegi á sunnudag var safnast saman í hótelandyrinu og farið í tveimur rútum á leik New- castle og Everton á Goodison Park. Talsvert fleiri áhorfendur voru á vellinum í þetta skipti og sátum við með Evertonmönnum, enda voru þeir gestgjafar okkar. Ég hef þó sterkan grun um að hjörtu flestra í hópnum hafi slegið með gestunum frá Newcastle, sem spila í hrein- ræktuðum KR-búningum. Og eitt er víst, að í þessum leik áttu hinir röndóttu ekki í neinum vandræðum með þá bláu. feláiísiifaapiiiveri @æs!leg húsgöon lirir þi0 Sófasett - hornsófar — stakir sófar í leðri eða áklæði. Nýjar sendingar - Líttu inn. • Verð við allra hæfi. Sérpöntunar- þjónusta Yalhú ARMÚLA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 Faber-Castell Þaö eru hreinar línur Nú er tækifæni á E .N TA KR l ...FÓTBOLTAFERÐ TIL j J i W:5 AfíJíiE Sérstök ferð á leik NEWCASTLE UNITED og BLACKBURN ROVERS VERÐUR 6. NÓVEMBER. VERÐIÐ ER KR. 25.500 Á MANN í TVEGGJA MANNA HERBERGI. Innifalið er: Flug, gisting, morgunverður, ferð til og frá flugvelli, mið iá leikinn, kvöldverður á grískum veitingastað, skoðunarferð á leikvang guðanna, St. James Park, íslensk fararstjórn og flugvallaskattar. Takmarkaður sætafjöldi. Bsejarhrauni 10, simi 565 2266 6.-9. NOVEMBER FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.