Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Kristinn BREITLING - Navitimer- úrið, sem kostar í verslun- inni Leonard tæpar 2,3 milljónir króna. Með bílverð á hendi SAGT er að allt það besta í heiminum sé ókeypis og eflaust má það til sanns vegar færa þegar átt er viö heilsu og lífsham- ingju almennt. Hins vegar er það staðreynd að vandaðir og verð- mætir hlutir kosta oft mikla pen- inga enda fá menn þá jafnan tals- vert fyrir sinn snúð. Okkur lék forvitni á að kanna hvar dýrasta úr á markaönum hér á landi væri að finna og fundum eitt í versluninni Leonard, sem líklega er dýrasta úr sem hægt er að kauþa beint út úr verslun í dag. Það er „Breitling Navitimer QP, 1461, Rattrapante" og kostar út úr búð- inni 2 milljónir og 250 þúsund krón- ur. Einnig fengust þær upplýsingar hjá Frank Michelsen, sem hefur umboð íyrir Rolex-úr, að hægt sé með litlum fyrirvara að panta af verólista kvenmannsúr í 18 karata gulli af gerðinni Rolex Oyster, með demantssettri skífu og keðju ásamt 14 náttúrulegum rúbínum, sem kostar um og yfir 5,7 milljónir króna. Frank kvaðst þó aldrei hafa selt svo dýrt úr, en nokkur hefðu farið á listaverði, sem næmi allt að einni og hálfri milljón króna. Sævar Jónsson, eigandi Leonard, sem hefur umboð fyrir Breitling armbandsúr, sagði að úrið dýra, sem hann hefur á boöstólum, væri af afar fágætri tegund. Aðeins væru framleidd 50 úr af þessari gerð og væri úrið númer 20, skrá- sett og staðfest bæði í skífu og á úr- B ú ð a r á p kassanum. Úrið er úr 18 karata rauðagulii í gegn, meö sérhannaðri ól úr krókódfls- skinni. Úrverkið er „mekanískt“, (þ.e. ekki knúið með rafhlöðum) og á því eru skífur sem gi-eina frá af- stöðu himintungla, vikudegi, mán- uði, árstíðum og ári, ásamt skeið- klukku, og úrið er þannig stillt að það á að geta gengið hárrétt upp á sekúndu til ársins 2100, og gerir þá að sjálfsögðu ráð fyrir hlaupárum. Með öðrum orðum, afkomandi í fjórða ættlið ætti að geta borið það, með nákvæmri tímasetningu frá því að langalanga-langafi setti það fyrst upp. Lfrið taiar Á GAMALLI KLUKKU f KIRKJU- TURNI f NURNBERG STANDA ÞESSI ORÐ: „EINN AF SÍDUSTU TÍMUM.“ A KIRKJUKLUKKU Í STRASSBURG STENDUR: „VÉR VITUM EIGI, HVENÆR DAUÐANS ENGILL KEM- UR.“ ÞESSI ORÐ HAFA ÁTT MINNA ÞÁ, SEM LITU A KLUKKURNAR, A ÞAÐ, AÐ ÞEIR SKYLDU NOTA TÍM- ANN VEL, ÞVÍ SÚ STUND KÆMI, AD ÞEIR HÆTTU AD HEYRA KLUKKUNA SLÁ. ÞESSAR ÁMINNINGAR ÞARF EKKI AÐ FESTA UPP A HÁA TURNA. ARMBANDSÚRIÐ, SEM VID BERUM DAGLEGA Á HANDLEGGNUM, SEGIR MEÐ TIFI SÍNU AÐ EF TIL VILL GÆT- UM VIÐ NOTAÐ TÍMANN BETUR OG ENGINN VEIT HVENÆR HINSTA STUND RENNUR UPP. svipta hulunni af samsetningu tún- fisks-lasagne sem hann reiðir stundum fram og varð til fyrir slysni fyrir nokkrum árum. fcltf' kjöt EINAR BOGI M. SIGURÐSS0N mW' ■ ÚTIBÚSSTJÓRI Morgunblaðið/Jóhanríes Pálsson EINAR BOGI Sigurðsson útibús- stjóri Landsbankans á Reyðarfirði er mikið fyrir að elda og finnst allur matur góður sem hann býr til sjálfur, líka þegar hann mat- reiðir hráefni sem honum finnst að öðru jöfnu vont. Einar Bogi ætlaði alltaf að verða viðskipta- fræðingur. Að loknu tveggja ára háskólanámi í landafræði gerði hann sér grein fyr- ir að hann hefði ekki áhuga á henni • en lauk þriðja ár- inu, af því að hann var hvort eð er bú- inn með tvö. Siðar ætlaði hann að sækja um starf hjá Útvegsbankanum en bankasfjórinn var aldrei við svo hann sótti bara um hjá Samvinnu- bankanum. Hann var hvort eð er á launaskrá fyrir skúringar sem frænka hans, útibússljóri Sam- viiinubankans á Bfldshöfða, hafði útvegað honum. Fyrst vann hann í útlánadeild bankans og síðar í markaðs- og skipulagsdeild. Þegar Landsbankinn yfirtók Samvinnubankann fór hann að vinna hjá útlánastýringu í aðal- bankanum. Loks var auglýst eftir útibússtjóra Landsbankans á Reyð- arfirði. Einar Bogi sótti um stöð- LANDSBANKANS Á REYÐÁR- FIRÐIER Mlk.IÐ FYRIR AÐ ELDA ÖG FINNST ALLUR MATUR GÖÐUR „Við vorum með nokkra skólafé- laga í mat, hluti þeirra var úr lasagne-klúbbi sem við höfðum stofnað í Versló á sínum tíma þeg- ar ítölsk matargerð var að ryðja sér til rúms. Einhveijir voru að koma langt að, meðal annars úr námi frá Ameríku. Ég var búinn að elda matinn, lasagne, þegar ég mundi að tveir gestanna voni hættir að borða kjöt. Þá var ekk- ert annað til ráða en að prófa sömu uppskrift að kjötinu undan- skildu og nota túnfisk sem ég átti uppi í skáp í staðinn. Það var enga stund gert. Upp frá því hef ég ævinlega borið fram fyrir gesti og látið söguna fylgja með. Flest- um finnst túnfisks-lasagne betra.“ „Ég nota þrjár dósir af túnfiski, tvær með vatni og eina ineð olíu. Ég helli vatninu af og nota olíuna þegar ég steiki Iauk, meðalstóran, og mikið af hvítlauk, svona sex til sjö meðalstór rif. Ég nota ekkert annað krydd en matskeið af grófu oreganó. Síðan finnst mér best að nota hálfdós af Hunt’s tómatsósu og litla dós af tómatpuré. Einnig er ágætt að nota sveppi, til dæmis Flúðasveppi, en stundum tíni ég sjálfur lerkisveppi í Hallorms- staðaskógi.“ „I ostasósuna nota ég bara smjörlíki og hveiti og bý til jafn- ing með mjólk. Ég bæti rósmarín kryddi og múskati út í sósuna, en alls ekki miklu, kannski hnífsoddi. Bragðið af því vill yfirgnæfa dálít- ið. Þvínæst tek ég gott oststykki, helmingurinn fer í sósuna og hinn helminginn ríf ég til að setja ofan á. Ég nota þann ost sem hendi er næstur, Gouda, moz- zarella, þess vegna skólaost. Én það er betra að hann sé feit- ur.“ Mér finnst Barilla pasta langbest því ég nenni ekki að sjóða plöturnar og það er hægt að nota plötur frá þeim án þess. Ég byrja á því að setja sósuna í botninn og plötur yfir, siðan set túnfisksósuna ofan á, þá sósu, lag af plöt- um og túnfisksósu, yfirleitt er ég með tvö lög af túnfiskin- um. Loks set ég pasta ofan á, sósu og ost.“ sús uh allinn una og fékk og flutti úr borginni ásamt sinni, Iljördísi Rafnsdóttur, og börnum, sem eru orðin þijú; tveir drengir tólf og sex ára og tveggja ára telpa. Uppgötva&ist fyrir slysni Hann segist nánast alltaf sjá um matseldina. Konan hefur meira gaman af því að baka og sulta og þess háttar en hún er ekkert síðri í matargerðinni, sérstaklega aust- urlenskum réttum. Ég er sósukall- inn,“ bætir hann við og fellst á að „Siumpa bara á þetta“ „Þetta baka ég siðan þangað til það er tilbúið á tvöhundruð, eða eitthvað. Ég slumpa bara á þetta, það tekur kannski tuttugu mínút- ur. Siðan nota ég hvítlauksbrauð einvörðungu sem meðlæti og bý það til sjálfur. Þetta kemur yfir- leitt ágætlega út en ég smakka al- drei á meöan ég er að elda.“ — Varla beitir þú sömu aðferð- um í bankarekstri og í eldhúsinu? Ha. Nei, nei. Ég er injög ná- kvæmur með allt annað en elda- mennskuna." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.