Morgunblaðið - 04.11.1995, Side 56

Morgunblaðið - 04.11.1995, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kolmunni kominn í leitirnar á Þórsbanka KOLMUNNINN er nú farinn að veiðast á Þórsbanka og hafa veiðarnar gengið sæmi- lega hjá Beiti NK. „Veiði hefur verið þokkaleg," segir Jóhann Sigurðsson, útgerð- arstjóri Síldarvinnslunnar hf. Hann segir að Beitir NK hafi fengið 100 tonn á mið- vikudag og 150 tonn á fimmtudag. „Menn þurfa að kynnast veiðarfærunum og tileinka sér vinnubrögðin. Þetta er auðvitað ekkert í líkingu við loðnuveiðar, en það er gott að geta gripið til þessara veiða.“ Komnir í loðnuhugleiðingar Hann segir að veiðarfærin hafi gefist vel og eina spurn- ingin sé hversu mikið finnist af kolmunna. Aflinn hafi fengist á Þórsbankasvæð- inu, en fyrstu dagana var kolmunnans leitað sunnar, út af Ingvarshöfða og Breiðamerkurdjúpi. „Þar höfðu fundist göngur, en Beitir hitti ekki á lóðningar, nema á litlu magni af smáum kolmunna," segir Jóhann. Hann segir að kolmunn- inn sem hafi veiðst sé sæmi- lega stór, en menn séu þó komnir í loðnuhugleiðingar: „Við ætlum að láta reyna á þetta í einn til tvo daga til viðbótar, svo menn fái æf- ingu fyrir framtíðina. Það er ekki alltaf hægt að treysta á loðnuna.“ Hann segir að aflinn fari í bræðslu. Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson SUNNUBERG GK og Börkur GK að veiðum. Grindvíkingur með fullfermi „VIÐ erum á ieið til Sigluíjarðar með fullfermi," sagði Arnbjöm Gunnarsson stýrimaður á Grindvík- ingi GK. Grindvíkingur fékk loðnuna 50 mílur norður af ísafjarðardjúpi og fyllti sig með átta köstum, 150-250 tonn í kasti. „Þeir eru byijaðir að kasta hérna 20-30 mílum norðar, þar hefur orð- ið vart meiri loðnu,“ sagði Arnbjörn. Albert GK fékk hval í nótina sl. nótt en losnaði fljótt og nótin slapp tiltölulega lítt skemmd. ------♦ ♦ ♦------ Dældu upp bensíni með ryksugu MAÐUR var fluttur á slysadeild í gærkvöldi eftir að hafa fengið snert af reykeitrun við slökkvistörf í bíl- skúr í Seljahverfi. Slökkviliðið var kallað að skúrnum um kl. 21.40 en þar hafði kviknað eldur þegar feðgar voru að dæla bensíni af bíl með ryk- sugu með þeim árangri að í henni kviknaði. Mennirnir voru heppnir að ekki fór verr að sögn talsmanns slökkvi- liðsins,'því að eftir að eldurinn var slökktur voru enn um 40 lítrar af eldsneyti í geymi ryksugunnar. Hlið á bílnum sem dælt var af sviðnaði og nokkrar sótskemmdir urðu, auk þess sem ryksugan gjöreyðilagðist. Mennirnir gáfu engar skýringar á verklagi sínu, en þeir voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom að. Þijár bensínstöðvar Orkunnar hf. verða opnaðar í dag Verðið 4-5 krónum lægra en almennt HIÐ nýja bensínsölufyrirtæki, Orkan hf., opnar á hádegi í dag þtjár bens- ínstöðvar sínar við Bónus á Smiðju- vegi í Kópavogi, Hagkaup á Eiðis- torgi og Hagkaup á Akureyri. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verður bensínverð Orkunnar um 4-5 krónum lægra en almennt útsöluverð olíufélaganna. Stöðvar Orkunnar hf. eru sjálfsaf- greiðslustöðvar án nokkurra starfs- manna þar sem unnt verður að kaupa dísilolíu og allar tegundir bensíns. Á hverri stöð eru tvær fjölnotadælur með 16 stútum. Hægt verður að greiða með kreditkortum, debetkort- um og peningum í sjálfsala stöðvanna. Orkan hefur það að markmiði að bjóða bensín og olíu á lægra verði en áður hefur þekkst hér á Iandi. I frétt frá félaginu segir að það sé alkunna að verðsamkeppni á elds- neyti fyrir bifreiðar hafi nánast ekki verið fyrir hendi á íslandi en með tilkomu Orkunnar verði breyting þar á. Engar nánari upplýsingar fengust um verðstefnu félagsins. Að undan- fömu hefur mest verið boðinn 2 króna afsláttur frá almennu útsölu- verði hvers bensínlítra á bensínstöð Esso við Engihjalla og bensínstöð Olís í Ánanaustum vegna fram- kvæmda á viðkomandi stöðum. Eftir því sem næst verður komist er bens- ínverð Orkunnar hins vegar um 4-5 krónum lægra en almennt útsöluverð olíufélaganna. Á hveiju ári eru seldir hér á landi um 175-180 milljón lítrar af bensíni en raunhæft þykir að stöðvamar þijár muni í mesta lagi anna sölu á 9-11 milljónum lítra. Orkan hf. er að 3/4 hlutum í eigu flárfestingarfélagsins Þors hf., dótt- urfélags Hofs sf., og ísöldu hf., sem er eignarhaldsfélag Jóhannesar Jóns- sonar í Bónus óg fjölskyldu hans. Fjórðungur hlutafjárins er í eigu Skeljungs sem útvegar fyrirtækinu eldsneyti á heildsöluverði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg í GÆRKVÖLDI voru menn að leggja síðustu hönd á bensínstöðvar Orkunnar hf., sem verða opnaðar á hádegi í dag. Þessi mynd var tekin við Bónus á Smiðjuvegi í Kópavogi. * Halldór Asgrímsson eftir fund með Warren Christopher utanríkisráðherra Bandaríkjanna Afram sami viðbúnaður og mannafli í Keflavík Reuter HALLDÓR Ásgrímsson og Warren Christopher ræddust við í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington í gær. ---HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund í Washing- ton með Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Að fundinum loknum sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið að hann byggist við að Bandaríkjamenn myndu áfram hafa sama varnarvið- búnað á Keflavíkurflugvelli og þeir hafa haft síðastliðin tvö ár sam- kvæmt samkomulagi ríkjanna. Gagnlegur fundur „Fundurinn var vinsamlegur og • 4g tel að hann hafi verið afar gagn- legur," segir Halldór. „Ég lagði áherzlu á að haldið yrði áfram á þeim grunni, sem hefur verið lagður og samningar verði framlengdir á þeim grundvelli, sem samið var um í ársbyijun 1994. Það kom fram vilji beggja aðila á fundinum að viðhalda varnarsamstarfinu með '-—*}vipuðum hætti og það hefur verið að undanförnu." Utanríkisráðherrarnir ræddu ekki einstök útfærsluatriði hvað varðar endurskoðun hinnar sameig- inlegu bókunar ríkjanna um fram- kvæmd varnarsamningsins frá 1951. Halldór segir að ákvæði bók- unarinnar, um að skoðað verði fyr- ir 1. janúar 1996 hvort Islendingar geti axlað aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunarstarfa, hafí þannig ekki borið á góma. Það verði við- fangsefni bandaríska varnarmála- ráðuneytisins að ganga endanlega frá endurskoðun samkomulagsins við Islendinga með viðræðum, sem fari fram á næstu vikum, og hann voni að þeirri endurskoðun ljúki fyrir lok ársins. „Við höfum verið að vinna að því að lækka kostnað við rekstur Keflavíkurstöðvarinnar og við munum halda því áfram,“ segir Halldór. Aðspurður hvort hann hafi ástæðu til að ætla að Bandaríkja- menn muni halda sama varnarvið- búnaði og mannafla og kveðið var á um í samkomulaginu frá janúar 1994, svaraði Halldór: „Já, ég reikna með því.“ Jákvæð viðbrögð vegna N orðurheimskautsráðs Ráðherrarnir ræddu einnig ástandið á Balkanskaga og friðar- umleitanir í Bosníu. „Ég kom á framfæri þakklæti til Christophers fyrir það mikla starf, sem hann hefur lagt á sig í því sambandi og óskaði honum til hamingju með þann mikla árangur, sem Banda- ríkjamenn hafa náð,“ sagði Hall- dór. Hann sagði Christopher hafa þakkað íslendingum fyrir að hafa sent lækna og hjúkrunarlið til Bosn- íu og talið mikilvægt að ísland tæki þátt í starfi Sameinuðu þjóð- anna í landinu. Að sögn Halldórs ræddi hann við Christopher um fyrirhugaða stofn- un Norðurheimskautsráðs með að- ild Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna. „Ég lýsti áhuga mínum á að það yrði að veruleika og því var tekið með jákvæðum hætti,“ segir Halldór. Halldór og Christopher ræddu ástandið í Rússlandi og málefni Atlantshafsbandalagsins. Halldór kom á framfæri stuðningi íslands við Uffe Ellemann-Jensen í emb- ætti framkvæmdastjóra bandalags- ins. Uffe Ellemann-Jensen hefur rætt við bandarísk stjórnvöld í Washing- ton undanfarna daga og leitað eftir stuðningi þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.