Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 17 Ljjósm./Ól.Mag. Þjóðminjasafnið STÚDENTAR ganga fylktu liði frá Garði undir íslenska fánanum og stúdentastjörnu. Keflavíkursamningurinn var lagður fyrir Stúdentaráð EFTIRFARANDI kafli er úr bókinni „Stúdentsárin - saga stúdenta og stúdentaráðs" eft- ir Jón Ólaf ísberg sagnfræð- ing. Bókin kemur út fyrir jólin: „Um miðjan september 1946 boðaði formaður ráðsins, Guðmundur Ásmundsson, til fundar vegna orðróms um að lagður yrði fyrir Alþingi samn- ingur við Bandaríkjamenn um afnot af Keflavíkurflugvelli. Guðmundur sagðist hafa heim- ildir sínar frá „hæstu stöðum" og hefði Ólafur Thors staðið einn í þessu leynimakki þeirra sem vildu fara sér hægt í þessu máli. Ágreiningur var innan Vöku þótt að endingu væru menn sammála um að grípa til aðgerða ef í ljós kæmi að samningurinn væri í andstöðu við samþykktir stúdenta. Tveimur dögum síðar er haldinn annar fundur og þá segir Guðmundur frá því að enginn á „hæstu stöðum" hafi mátt vera að því að tala við hann Ljósm./Þjóðminjasafniö STÚDENTAR stilla sér upp fyrir myndatöku í grunni stúdentagarðsins á Skólavörðuholti, sem aldrei reis. Myndin er tekin 12. nóvem- ber 1928. Ljósmyndari er ókunnur. nema Gunnar Thoroddsen sem hafi lofað „að segja sannleikann í sam- bandi við orðsveiminn og herstöðvar- málið“ gegn því að það yrði algert trúnaðarmál þar til málið yrði opin- bert. Ljóst er að afstaða stúdenta sem og ánnarra menntamanna skipti miklu máli. Gunnar kom á fund Stúd- entaráðs og kynnti ráðsliðum helstu atriði samningsins og var einkum rætt um orðalag hans, sem sumum fannst óljóst. Ingi R. Helgason, fulltrúi rót- tækra, var auðvitað á móti samningnum og sagði að yfir- stjóm Islendinga á Keflavík- urflugvelli væri orðin tóm og bar fyrir sig fréttamann á út- varpinu. Guðmundur benti á að Pólverjar hefðu leyft Rúss- um að lenda í Póllandi á leið sinni til Þýskalands og því væri ekki óeðlilegt að Banda- ríkjamenn hefðu slíkan rétt hér á landi. Flestir ráðsliðar vom á því, þótt þeir væm hikandi, að þetta væri líklega það illskásta og mun betra en samningurinn frá 1941 og krafa Bandaríkjamanna frá árinu áður. Samningurinn var lagður fyrir Al- þingi daginn eftir og var hann að lokum samþykktur í byrjun október með 32 atkvæðum gegn 19.“ Baðkar Stærð 170x70 cm. Handlaug SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MANUD. - FOSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16 ATfAS klúbburinn Boðið er til sannkallaðrar óperuveislu í Dublin, þar sem fluttar verða tvær af perlum tónlistarsögunnar; óperan Fást eftir Gounod (4. des.) og Öskubuska eftir Rossini (5. des.). Gist verður á hinu þekkta Burlington hóteli, nærri Óperuhúsinu, í hjarta borgarinnar. Fararstjóri verður hinn kunni leið- sögumaður Ólafur Gíslason. Garðar Cortes óperusöngvari leiðir hópinn um heim óperunnar. Á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erl., fslensk fararstjórn, miðar á óperusýningarnar og flugvallarskattar. - ATLAS ferðaávísun, kr. 4.000, er innifalin f ofangreindu verði. SamvinniifeNHr-Laiiilsyii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.