Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni ösþúeHgotf. 7/uernip llstykburift 7/olal fxoppi-ary þess &uo miktO SemSoeiftcu y /cyifUnnöt Bg ergo/f- SniUingur / 10-5 Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Lúpínan - bjarg- vættur Islands? Frá Reyni Eyjólfssyni: FYRIR skemmstu birtist góð grein eftir Gísla Sigurðsson í Lesbók Morgunblaðsins með titiinum „Landvinningar á Haukadalsheiði“. Þegar landgræðsla hófst þar fyrir um 30 árum var þetta 110 ferkíló- metra svæði alveg að verða örfoka. En vörn var snúið í sókn svo um munaði og nú er aðeins um fjórð- ungur þess ógróinn. Lúpínan hefur stundum verið úthrópuð sem skaðræðisplanta, sem helst ætti að gera landræka. Það er því við hæfi að vitna til ummæla Kristínar Sigurðardóttur land- varðar um lúpínuna í grein Gísla: „Lúpínan er bara bjargvættur héma. Hún vex þar sem enginn jarðvegur virðist vera, bæði í far- vegum og á grýttum flákum þar sem enginn annar gróður er til ... Reynslan hér sýnir, að hræðsla við hættulega útbreiðslu hennar er óþörf ... Við sáum lúpínu í svæði, sem eru svo grýtt og ill yfírferðar að raðsáningarvélin kemst þar ekki um.“ Mér virðast orð landvarðarins í Haukadal segja alla söguna um eig- inleika lúpínunnar, sem í mínum huga er yndisleg undraplanta og eitt af okkar beittustu vopnum í baráttunni við uppblástur og jarð- vegseyðingu. Efnaiðnaður úr lúpínu Snemma í sumar skrifaði ég svo- litla grein í Morgunblaðið sem ég kallaði „Lúpínan - mjölskemma íslands?" Eins og nafnið bendir til var þar varpað fram hugmynd um mjölvinnslu úr lúpínufræjum líkt og gert hefur verið í Miðjarðarhafs- löndunum og Suður-Ameríku í þús- undir ára. Þessu greinarkorni var mjög vel tekið af mörgum málsmet- andi aðilum. Ég komst líka að raun um, að athyglisverðar rannsóknir hafa verið gerðar á lúpínunni af Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Einnig kynntist ég merkilegum hugmyndum tveggja verkfræðinga um vistvænan efnaiðnað grundvall- aðan á lúpínu þar sem ódýr, inn- lendur orkugjafí (jarðgufa) kemur við sögu. Þessar hugmyndir verk- fræðinganna ganga miklu lengra en hugmynd mín um mjölvinnslu, sem aðeins tekur til tiltölulega lítils hluta plöntunnar. Hugmyndir þeirra gera ráð fyrir gjörnýtingu þess sem vex af henni ofanjarðar. Einnig er gert ráð fyrir vinnslu úr lúpínu- þurrmassa, sem nemur hundruð þúsunda tonna á ári. Þetta þýðir að rækta þyrfti lúpínuna á mörg hundruð ferkílómetrum lands. Þetta kunna að virðast tröllauknar tölur, en þegar betur er að gáð eru þær ekki tiltakanlega miklu stærri en á við um heyframleiðsluna í landinu. Ég er mjög hrifinn af þessum hugmyndum verkfræðinganna. Ef þær ná farsællega fram að ganga tákna þær mörg ný atvinnutæki- færi við verðmætasköpun úr inn- lendu hráefni og orkugjöfum. Einn- ig myndi dýrmætur þekkingarbanki verða til auk þess sem uppgræðsla landsins tæki áratuga stökk fram á við. íslenskur iandbúnaður á nú í vök að verjast en hér myndi koma fram ný tekjulind fyrir bændur og hugtakið lúpínubóndi yrði að veru- leika. Úrtölumenn vantar þó ekki frekar en fyrri daginn þegar „bylt- ingarkenndar" hugmyndir koma fram. Helstu mótbárur þeirra eru: „Lítil uppskera af lúpínu (ca. 4 þurrefnistonn/ha), hætta á upp- skerubresti (kal), stuttur uppskeru- tími (1-2 mánuðir), erfíðleikar á geymslu og flutningi hráefnis til verksmiðju og vöntun á landrými. Hér verður þessu ekki svarað öðru vísi en með því að benda á að fjög- ur fyrstu atriðin eru lítt frábrugðin því sem almennt gerist í landbúnaði og að síðasta atriðið er fyrst og fremst vanmat, bæði á getu lúpín- unnar í ræktun og á lítt nýttum eða ónýttum svæðum landsins. Framtíðarbraut Þótt orð séu til alls fyrst ber að sjálfsögðu ekki að rasa um ráð fram. Óll atriði verður að kanna gaumgæfilega og gera tilraunir í smáum stíl til að byija með. Hér á einnig við að nefna kynbætur á lúpínunni og möguleika á útvegun annarra lúpínutegunda en þeirrar sem nú vex hér (alaskalúpína). Verði sátt um þetta er ég þess full- viss að lúpínan verður sannkallaður bjargvættur Islands er tímar líða. REYNIR EYJÓLFSSON, lyfjafræðingur, Eyrarholti 9, Hafnarfírði. Hlusta bændur ekki á veðurfregnir? Frá Vigdísi Siguijónsdóttur: HÉR fyrr á árum þóttu bændur veð- urglöggir menn nú hafa veðurfræð- ingar leyst þá af hólmi. En hlusta bændur alls ekki á veðurfréttir, sem eru margar á sólarhring? í síðustu viku margítrekuðu veðurfræðingar, að óvenju mikið rok, snjókoma og kuldi væri yfirvofandi, en samt fenn- ir fé og hrekur jafnvel í túnfætinum. Kindur sátu fastar, frosnar í snjó og tófan byrjuð að éta þær lifandi. Það er of seint í rassinn gripið að æða út að leita kinda, þegar óveðrið er skollið á. Þessu veðri var spáð og mjög ítarlega varað við þessu hreti og mér finnst til háborinnar skammar að hugsa ekki fyrr til að setja skepnur í hús. Hver á svo að borga skaðann? VIGDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR, Álfhólsvegi 93, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.