Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Margmiðlunar- tölva færð háskólanum LIONSKLÚBBURINN Víðarr af- henti í liðinni viku Námsráðgjöf Háskóla íslands að gjöf veglega margmiðlunartölvu handa fötluðum stúdentum. Þetta er fyrsta tölvan sem Háskóli íslands eignast sem sérstaklega er útbúin og ætluð fyr- ir fatlaða stúdenta. Fötluðum stúdentum við Háskóla íslands (HÍ) hefur fjölgað verulega á undanfömum árum að því er for- svarsmenn háskólans upplýsa. Hef- ur það gerst í kjölfar breytinga og aukinnar þjónustu fyrir nemendur með sérþarfir á framhaldsskólastigi en þessar töjvur hafa gert æ fleirum fötluðum nemendum kleift að ljúka stúdentsprófi og hefja háskólanám. Notkun tölvu með sérbúnaði í fyrirlestrum og prófum sem og við heimanám er í mörgum tilfellum forsenda þess að fatlaðir nemendur geti stundað nám við háskólann. Sérbúnaður þessi er lyklaborð með blindraletri, öflugt hljóðkort með heymartækjum og hljóðnema og sérstök leiðréttingaforrit. Við afhendingu tölvunnar kom fram að Háskóli íslands fagnar því að stofnanir og félög í samfélaginu eigi frumkvæði að því að leggja háskólanum og hinum fötluðu nem- endum lið með þessum hætti. „Nemendur hafa fram til þessa komist í tölvuver en þeir hafa ekki haft aðgang að sérútbúnum tölvum, sem hafa möguleika á að taka ný lyklaborð, hljóðdiskum eða annað sem þeir þurfa á að halda,“ sagði Ásta Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Sigurðardóttir, nemandi i heimspeki við Háskóla íslands og formaður Dyslexíufélagsins, situr við tölvuna sem félagar í Lionsklúbbnum Víðari afhentu háskólanum. Auk fulltrúa Víðars eru á myndinni Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor og Ásta Ragnarsdóttir forstöðumaður Námsráðgjafar HÍ. Háskólaráð markar stefnu um fatlaða nemendur Rúmlega 50 nemendur þurfa sérstök úrræði MEÐ samþykkt Háskólaráðs frá því í sumar hefur verið mörkuð stefna um hvaða úrræðum eigi að beita vegna fatlaðra nemenda við Háskóla íslands (HÍ). „Þarna er m.a. kveðið á um að beita nýjum aðferðum í sambandi við próf og að hafa aðbún- að í fyririestrum sem sniðinn er að þörfum fatlaðra einstaklinga. Áður var undir einstökum kennurum kom- ið hvort hliðrað var málum fyrir þá nemendur sem I hlut áttu,“ sagði Ásta Ragnarsdóttir forstöðumaður Námsráðgjafar HÍ. Ásta segir að á þeim árum sem farið hafa í að byggja upp sérstaka þjónustu við fatlaða hafi starfsmenn staðið frammi fyrir þeirri spumingu, hvort háskólinn væri að láta af námskröfum með því að breyta út af hefðbundnum leiðum. „Þarna hef- ur hnífurinn staðið í kúnni. Hitt er annað mái, að það er alls ekki rétt, því hægt er að gera ótal margt án þess að láta af námskröfum," sagði Ásta. Ymsum aðferðum er beitt til að auðvelda fótluðum nemendum nám eins og að hljóðrita fyrirlestra, ljósrita glósur með stærra letri, velja hentugt kennsluhúsnæði, hliðra námsskipun, hægja á námsframvindu o.fl. Úrræði sem notuð eru við próf eru til dæmis lengri próftími, upplestur prófs, próftaka í einrúmi, munnlegt próf o.fh „Þeir sem eru til dæmis með skerta orku í hendi þurfa lengri tíma og aðrar aðstæður en þeir sem glíma ekki við slíkt. Með þessu er háskólinn alls ekki að draga úr kröf- um sínum heldur einungis að mæta þörfum fatlaðra. Fólk sem á erfitt um tjáningu vegna fötlunar er t.d. hægt að prófa munniega í stað skrif- lega.“ 52 þurfa úrlausn Á vegum Námsráðgjafar eru 52 nemendur sem þurfa ýmissa úrræða við vegna mismunandi fötlunar og eru sumir nemendur haldnir fleiri en einni fötlun. Átján nemendur eru haldnir dyslexíu (les- eða skrifblindu) en þeir hafa allir mismunandi veik- leika. Með sálræn vandkvæði þannig að telst til fötlunar eru 14 nemend- ur, 13 eru haldnir langvarandi veik- indum og 10 nemendur eru hreyfi- hamlaðir, auk þess eru nemendur haldnir annars konar fötlun eins og blindu, heyrnarleysi og fleira. Má búast við að fötluðum nemend- um fjölgi enn frekar í háskólanum á næstu árum vegna mikils íjölda þeirra í framhaldsskóla. Einungis á höfuðborgarsvæðinu eru 262 fram- haldsskólanemar sem búa við ein- hvers konar fötlun. Þar af eru 207 haldnir dyslexíu, 28 eru heyrnar- skertir, 14 eru hreyfihamlaðir og 7 nemendur eru blindir eða sjónskertir. Færri nemendur fylla aðra flokka. Spurð hvort skólinn hafi aðstöðu til að taka á móti miklum fjölda fatl- aðra nemenda á næstunni sagði Ásta að heilmikið þyrfti að gera til viðbót- ar innan skólans. „Við erum að byggja aðstoðina upp smám saman, koma okkur upp ákveðnum vinnu- reglum, sem stefna að því að tryggja að sem minnst fari úrskeiðis," sagði hún en bætti við að einnig skipti máli að upplýsa kennara, nemendur og aðstandendur um hvaða mögu- leikar væru í boði.“ Hún tók þó fram að breyting væri að verða í skólakerfinu, einkum varð- andi nemendur með dyslexíu, þannig að þeir væru greindir mun fyrr. Hins vegar gætti enn fordóma hjá almenn- ingi og væri nauðsynlegt að fá aukna umræðu um þessa fötlun. „í stað þess að flokka nemendur sem tossa er hið þveröfuga að koma í ljós. All- ir þeir dyslexíunemendur, sem komn- ir eru á háskólastig, eru með háa Fatlaðir nemendur við Háskóla íslands Fatlaöir nemendur eru 52, sumir eiga við fleiri en eina fötlun að etja Tegund fötlunar tilfella Blinda/Siónskerðina 2 Dyslexia 18 Fjðifötlun Heyrnarskerðing 1 Hreyfihömlun 10 Lanqvarandi veikindi 13 Málteysi 1 Sálræn vandkvæðt 14 Samtals: 60 greindarvísitölu. Fæstir hafa fengið aðra fyrirgreiðslu en þá að aðstand- andi hafi setið með nemandanum tímunum saman og aðstoðað hann við nárnið." Sérstakur sjóður í framhaldi af þessum málum hef- ur verið leitað samstarfs við mennta- málaráðuneyti um að stofna sér- stakan sjóð til að standa straum af viðbótarkostnaði vegna nauðsyn- legra úrræða. „Þjónustan getur verið mjög dýr. Til dæmis getur kostað um 100 þúsund krónur að lesa stóra líffræðibók inn á band fyrir blindan einstakling. Við reynum einnig að fá bækur erlendis, sem er ódýrara, en það er ekki alltaf hægt. Kostnað- urinn til lengri tíma verður því mjög mikill," sagði Ásta Ragnarsdóttir. Skólameistarafé- lag um launamál Vilja að kjaranefnd úrskurði FÉLAGAR í Skólameistarafélagi íslands hafa óskað eftir því að kjaranefnd úrskurði um kjör þeirra, en mikil óánægja er bæði innan Skólameistarafélagins svo og Skólastjórafélags Islands um launa- kjör æðstu stjórnenda. Er skóla- meisturum og skólastjórum raðað í launaflokka með tilliti til stærðar skóla. Að sögn Margrétar Friðriksdótt- ur, formanns Skólameistarafélags íslands, hafa skólameistarar ekki verkfallsrétt og engan fulltrúa í samninganefnd HÍK, sem fer með samningsrétt skólameistara. „Það tíðkast yfirleitt ekki að undirmenn semji fyrir yfirmenn sína. Því finnst okkur eðlilegt að kjaranefnd úr- skurði um laun okkar eins og laun annarra forstöðumanna hjá ríkinu," sagði hún. Hún benti jafnframt á að nánast ekkert tillit væri tekið til viðbótar- menntunar sem skólastjórar afli sér með háskólanámi eða á einstökum námskeiðum. „Það virkar ekki hvetjandi fyrir menn að afla sér viðbótarmenntunar,“ sagði hún. skólar/námskeið tölvur ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 -Windows3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Tölvubókhald - Novell námskeió fyrir netstjóra - Word og Excel uppfærsla og framhald - Unglinganám, Windows eða forritun - Windows forritun - Internet grunnur, frh. eða HTML skjðl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeióum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. Ql Tolvuskóli Reykiavíkur ,lí*«rjíöMum 28. simi 669«. ■ Tölvuskóli í fararbroddi. ÖU hagnýt tölvunámskeió. Fáóu senda námsskrána. tungumái ■ Enskunám f Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; við- skiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir eftir kl. 18 í síma 462 3625. Vagnarí skólaakstri ílagi STARFSMENN Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborg-ar hafa yfirfar- ið þær 6-7 bifreiðar sem notaðar eru til skólaaksturs á vegum borgarinnar. Niðurstaðan varð sú að ástand þeirra var fullnægj- andi. Að sögn Viktors Guðlaugsson- ar forstöðumanns Skólaskrif- stofu Reykjavíkur kom ábending frá utanaðkomandi aðila um að kanna ástand vagnanna. „Við brugðumst strax við, sendum vagnana til Vélamiðstöðvarinnar og ekkert óeðlilegt kom í ljós við þá skoðun,“ sagði hann. Morgunblaðið/RAX SKÓLABÍLAR á höfuðborgarsvæðinu hafa nýlega verið yfirfarnir og fannst ekkert athugavert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.