Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OTTÓ LA UGDAL + Ottó Laugdal fæddist í Vest- mannaeyjum 30. júní 1932. Hann lést í Svíþjóð 26. október síðastlið- inn og fór útförin fram í Svíþjóð 8. nóvember. LÁTINN er í Gauta- borg vinur minn Ottó Laugdal á 64. aldurs- ári. Hann var einn af þeim dugmiklu mönn- um sem fluttust til Norðurlandanna skömmu fyrir 1970 og hóf vinnu við að aka olíubíl í Svíþjóð. Seinna vann hann um allmörg ár hjá Volvo- bílaverksmiðjunum eða þar til hann hætti störfum vegna þverr- andi heilsu nýlega. Ottó var fljótur að semja sig að siðum og hamhleypa til allrar vinnu enda fljótur að átta sig á hlutunum. Hann var glaður og reifur og fjarska vin- sæll hvar sem hann fór. Ég kynntist honum fljótlega eft- ir að hann kom til Gautaborgar og átti við hann gott samstarf. A þessum árum kom fjöldinn allur af íslendingum til Svíþjóðar og var Ottó iðulega að útvega þeim hús- næði eða vinnu og greiða götu þeirra á allan hátt. Hann taldi ekki eftir sér að aka löndum sínum fleiri hundruð kílómetra, hvort sem var í Svíþjóð, Noregi eða Dan- mörku. Minnisstætt er einnig, þeg- ar hann ásamt fleirum stofnaði ferðaklúbb, m.a. til að auðvelda íslendingum og Svíum hópferðir til íslands á hagkvæmu verði og er ekki grunlaust um að þetta hafí aukið verulega'ferðalög milli landanna. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 vann Ottó að því að útvega góð, tilbúin hús ásamt nauðsynlegum heimilistækjum á hagkvæmu verði í Svíþjóð og Noregi fyrir Vest- mannaeyinga. Hann sýndi í þessu ótrúlega hugkvæmni og var maður framkvæmdanna, enda tel ég að hann hefði sæmt sér vel sem for- stjóri í stóru fyrirtæki, svo mikil var atorka hans og hugmynda- auðgi að með ólíkindum var. Einn- ig er minnisstætt, þegár undirrit- aður lagði í þau ósköp að flytja með búslóð í gámi til Islands. Við þetta hjálpuðust að nokkrir kolleg- ar en þegar Ottó kom á vettvang á hafnarbakkanum í Gautaborg brosti hann góðlátlega. Tíndi allt úr gámnum og raðaði því upp á nýjan leik af sinni al- kunnu fagmennsku. Auðséð var, að þar fór vanur maður. Ottó var óvenju greiðvikinn maður, hafði næmt skopskyn og sá jafnan það spaugilega í hlutunum. Stutt var í hláturinn og alltaf ánægjulegt að njóta samvista hans. Hann var ótrúlega vel að sér um staðhætti á íslandi, enda vanur vöruflutning- um um landið þvert og endilangt. Ottó var fjarska vinmargur, trygg- ur og vinur vina sinna, sannur Is- lendingur. Um leið og við hjónin kveðjum góðan vin vottum við eiginkonu ‘hans Jóhönnu Sveinsdóttur og bömum hans dýpstu samúð. Hon- um er óskað alls hins besta á óförn- um leiðum. Þórarinn Ólafsson. RAÐ/A UGL YSINGAR Lyfjakynnir Óskum eftir að ráða til starfa lyfjafræðing, hjúkrunarfræðing eða starfskraft með menntun og reynslu á heilbrigðissviði. Um er að ræða lyfjakynnisstarf fyrir danska fyrirtækið NOVO NORDISK. Helstu iyfin, sem framleidd eru hjá Novo Nordisk, eru á sviði innkirtlafræði, ýmis hormónalyf ásamt tauga- og geðlyfjum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til: Pharmaco hf., Hörgatúni 2,210 Garðabæ, og þurfa þær að berast í síðasta lagi föstudaginn 24. nóvember. Húsnæði óskast í skiptum fyrir 300 fm heilsuræktarstöð, sem býður upp á fjölbreytta þjónustu. Verð 6,9 millj. Milligjöf allt að 5 millj. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „Húsnæði - 1186“, fyrir 1. desember. íbúð - Háaleitishverfi Um 110-120 fm íbúð í Háaleitishverfi óskast til leigu hið fyrsta. íbúðin þarf að vera á 1. hæð. Upplýsingar, merktar: „íbúð“, óskast sendar í pósthólf 3116, 123 Reykjavík. Laugarneshverfi - íbúð óskast Óska eftir íbúð, 3ja herb. eða stærri, til leigu sem fyrst. Upplýsingar gefur Lilja í síma 553 4762. »f BJÖRGUNARSKÓLI ®jS landScm Landsbjargar og Slysavarnafélags tslands Veðurfræði til fjalla Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarna- félags íslands í samvinnu við Ferðafélag ís- lands standa fyrir fræðslufundi fyrir almenn- ing um veðurfræði til fjalla þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20.00. Fyrirlesari verður Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Fundurinn verður haldinn í Mörkinni 6,félags- heimili Ferðafélags íslands. Fundurinn er öllum opinn og eru allir þeir, sem ferðast um hálendið að sumri eða vetri til, hvattir til að mæta. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er veglegt fræðslurit um veðurfræði innifalið í þátttöku- gjaldinu. I u I Mígrensamtökin Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20.30 í Bjarkarási, Stjörnu- gróf 9, Reykjavík. Fundarefni: Að ná tökum á sjálfum sér og lífi sínu. Erindi: Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, fjallar um sjálfsstyrkingu. Aðgangur. er ókeypis og allir velkomnir. FLUGVIRKJAFÉLAG ÍSLANDS Flugvirkjar Munið aðalfundinn í kvöid kl. 20.00. Stjórnin. Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju miðvikudaginn 22. nóvember nk. og hefst hann kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Áskirkju. Félagsmálaráðuneytið Starfsmenntasjóður Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með op- inn fund starfsmenntaráðs, sem haldinn verður í Borgartúni 6 miðvikudaginn 22. nóv- ember nk. kl. 16.00. Áfundinum verðurfjallað um úthlutun styrkja úr starfsmenntasjóði vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu skv. lögum nr. 19/1992. Félagsmálaráðuneytið, 17. nóvember 1994. Er réttur þinn traustur? Bókin Skýrsla um samfélag greinir frá rangri upplýsingu „áfengiskaupamáls" fyrir dóm- stólum sem leiddi til brottvikningar hæsta- réttardómara úr embætti. Réttur þinn og velferð er ekki traustari en réttarkerfið þitt. Útg. Sntá ouglýsingor Pýramídinn - andleg miðstöð MlðKtn Ncstradamus Guömundur S. W Jónasson, rithöf- undur, flytur er- Hj jndi um Nostra- » M damus, spádóma jffl hans og framtíð- I :*■‘ ^ /1 arsýnir I Pýramíd- anum miðvikudaginn 22. nóv. kl. 20.30. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. Húsiðopnaðkl. 19.30. Pýramídinn, Dugguvogi 2, Reykjavík, símar 588-1415 og 588-2526. □ EDDA 59951121191 2 ATKV. □ HLÍN 5995112119 IVA/ 1 FRL. I.O.O.F. Rb. 4= 14511218 E.T. 2- I.O.O.F. Ob. 1 = 17711218:30 = 9:00 KALLANIR Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, Valgarður Einarsson, miðill, og Inga Magnúsdóttir, spámiöill, halda skyggnilýsingafund og spálestur í dag, þriðjudaginn 21. nóvember, í Akoges-salnum, Sig- túni 3, kl. 20.30. Húsíð opnað kl. 19.30. Aðgöngumiðar seldir viö innganginn. Allir velkomnir. AD KFUK, Hoitavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Kvennastarfið í Pókot. Valdís • Magnúsdóttir, kristniboði, segir frá. Upphafsorð Kristín Guð- mundsdóttir. Allar konur velkomnar. Dagsferð sunnud. 26. nóv. Kl. 10.30 Forn frægðarsetur, 5. áfangi. Aðventuferð 24.-26. nóv. Kl. 20.00 Ferð í Bása þar sem jólastemningin hefst. Aðventuferð jeppadeildar 2.-3. des. Undirbúningsfundur 28. nóv. kl. 20.30. Áramótaferð: Miðar skulu sóttir á skrifstofu fyrir 1. des. Ósóttar pantanir verða seldar. Útivist. Aðalfundur badmintondeildar KR verður haldinn þriðjudaginn 28. nóv. kl. 19.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Þriðjudagur 21. nóv. kl. 20 Fræðslukvöld Veðurfar til fjalla Nýr samkomusalur Ferðafélags- ins í Mörkinni 6 býður upp á nýjungar í félagsstarfinu og ein af þeim eru fræðslukvöld sem fyrirhugað er að halda þar nokk- ur skipti yfir vetrarmánuðina. Á þvt fyrsta, þriðjud. 21. nóv., sem er í samvinnu við Lands- björgu, heldur Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur, fyr- irlestur um veðurfræði. Nýlega er komið út vandað fræðslurit um veðurfræði til fjalla og er það innifalið í aðgangseyri kr. 1.000. Aðgangseyrir án bók- ar er kr. 400. Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Heitt á könnuni. Munið aðventuferð í Þórsmörk 1.-3. desember (fyrstu hélgi í aðventu). Það verður sannkölluð aðventu- og jólastemning í Langadal. Ferðafélag (slands. skíðadeild Fundur verður haldinn í ÍR-heim- ilinu við Skógarsel fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20.30. Fundurinn er fyrir foreldra og alla þá. sem vilja kynna sér störf og markmið skíðadeildarinnar (ekki er ætlast til að börn mæti). Fólki er bent á að taka íþróttafatnað með sér, því hluti fundarstarfs fer fram í íþróttasal. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.