Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kostir og lestir Schengen Umdeilt er hvort ísland eigi að taka þátt í - —— — — - Schengen-samstarfinu. Olafur Þ. Stephen- sen segir hugsanlegan kostnað vaxa mönn- um í augum. Hins vegar þýði tenging ís- lands við Schengen að einn mikilsverðasti árangur norræns samstarfs sé varðveittur, --------31---------------- auk þess sem Island öðlist hlut í ávinningum landamæralausrar Evrópu. . SCHENGEN-SAMNINGURINN HUGSANLEG þátttaka ís- lands í Schengen-sam- komulagi Evrópuríkja um afnám vegabréfaeft- irlits á landamærum hefur verið til umræðu að undanförnu. Málið var rætt á Alþingi í vikunni og sýndist sitt hveijum. Nýlega hefur komið fram að kostnaður og fyrirhöfn yfir- valda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kynni að vaxa verulega, taki Island þátt í samstarfi Schengen-ríkjanna. Ýmis hagur er hins vegar af þátttök- unni, sem ekki verður mældur í krón- um og aurum. Schengen-samkomulagið tók gildi í marz á þessu ári. Það er samningur tíu aðildarríkja Evrópusambandsins (norrænu ESB-ríkin þijú hafa sótt um áheyrnaraðild) um afnám eftirlits með fólki á innri landamærum ríkj- anna. Með öðrum orðum þarf fólk hvorki að bera né sýna vegabréf til að fara á milli aðildarríkja Schengen. Til að vega upp á móti afnámi eftir- lits á innri landamærum hefur eftir- lit á ytri landamærum svæðisins hins vegar verið hert og upplýsingamiðlun og samstarf lögreglyfirvalda aukið verulega til að sporna á móti alþjóð- legri glæpastarfsemi, ólöglegum inn- flytjendum og fíkniefnasmygli. Með- al annars hafa Schengen-ríkin sam- ræmdar reglur um meðferð flótta- manna, veitingu pólitísks hælis og vegabréfsáritanir þegna ríkja utan svæðisins. Markmiðin um frjálsa för Schengen-samningurinn er í raun gerður til að ná markmiðum stofn- sáttmála Evrópusambandsins, Róm- arsáttmálans, um frjálsa för þegna aðildarríkjanna innan sambandsins. Bretland hefur ekki viljað taka upp samræmdar reglur á þessu sviði og hefur írland neyðzt til að sigla í kjöl- farið til að koma í veg fyrir að ytri landamæri Schengen-svæðisins liggi um írlandshaf, en slíkt myndi hafa slæm áhrif á samgöngur milli Iand- anna. Hin Evrópusambandsríkin hafa þess vegna brugðið á það ráð að gera sérstakt samkomulag um afnám innra landamæraeftirlits. Framkvæmdastjórn ESB hefur gert ýmsar tillögur um sameiginlegar reglur sambandsins sjálfs um afnám landamæraeftirlits, en Bretar hafa staðið gegn slíku. Ástæðuna fyrir því, að ísland hef- ur nú sótzt eftir þátttöku í Schengen- samkomulaginu, þekkja flestir. Finn- land og Svíþjóð gengu í Evrópusam- bandið um seinustu áramót. Bæði ríkin vilja stefna að aðild að Scheng- en til þess að njóta aðildarinnar að Evrópusambandinu til fulls. Þriðja norræna ESB-ríkið, Danmörk, stefnir jafnframt að Schengen-aðild. Danir telja hættu á því að eftirlit á landamærum Danmerkur og Þýzka- lands, sem nú eru ytri landamæri Schengen-svæðisins, verði stórhert. Slíkt myndi leiða til mikils óhagræð- is fyrir Dani og reyndar fyrir aðra Norðurlandabúa, sem ferðast um Danmörku til meginlands Evrópu. Öll norrænu ESB-ríkin þijú hafa nú sótt um áheymaraðild að Schengen. Norræn samstaða Gangi norrænu ESB-ríkin í Schengen, verða landamæri þeirra gagnvart Noregi og íslandi ytri landamæri svæðisins. Þar með er norræna vegabréfasambandið, sem ísland hefur átt aðild að frá 1965, úr sögunni. Ævinlega hefur verið lit- ið á norræna vegabréfasambandið sem einn mikilvægasta árangur Norðurlandasamstarfsins og sönnun fyrir því trausti og samkennd, sem ríki á meðal norrænu ríkjanna. Af þessum sökum samþykktu for- sætisráðherrar Norðurlanda á fundi í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn að reyna að semja við Schengen- löndin um „norræna lausn“, sem þýddi í raun að Noregur og ísland tækju að sér gæzlu ytri landamæra Schengen-svæðisins til að tryggja áframhaldandi fijálsa för milli Norð- urlandanna. Um leið var ráð fyrir því gert að íslenzkir og norskir borg- arar yrðu undanþegnir vegabréfs- skyldu innan alls Schengen-svæðis- ins, enda er hugmyndin varla fram- kvæmanleg með öðrum hætti. „Fijáls för yfir landamærin er grundvallaratriði í bæði norrænu og evrópsku samstarfi," sögðu forsætis- ráðherramir í yfirlýsingu sinni. „Með fijálsri för skapast náin tengsl á milli almennings og sú samkennd, þvert á landamæri, en þetta eru af- gerandi forsendur fyrir nauðsynleg- um stuðningi við áframhaldandi kraftmikið samstarf." Ekki ákvörðun á árinu Norðurlöndin þijú, sem sótt hafa um áheyrnaraðild að Schengen, gera það að skilyrði fyrir fullri aðild að samstarfmu að „norræn lausn“ finn- ist, sem taki tillit til íslands og Nor- egs. Norðurlöndin hafa átt tvo ráð- herrafundi með formanni Schengen- ráðsins, auk þess sem embættismenn hafa ræðzt við. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði á Alþingi fyrr í vikunni að stefnt væri að því að fínna lausn á næstu vikum, sem næsti ráðherrafundur Schengen-ríkj- anna 20. desember gæti fallizt á. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er hins vegar afar ólíklegt að á þeim fundi verði tekin ákvörðun um málið og niðurstaðan fæst því varla fyrr en á næsta ári. Hvaða skilyrði þyrfti ísland að uppfylla til að geta tekið þátt í Schengen-samstarfinu? Mörg eru þess eðlis, að lítill munur er á þeim og skuldbindingum íslands sam- kvæmt norrænu vegabréfasamning- unum. Önnur geta hins vegar orðið flóknari viðfangs. • Schengen felur í sér algert afnám eftirlits með einstaklingum, sem fara um innri landamæri svæðisins. Samningurinn gengur því lengra en norrænu samningarnir, sem heimil- uðu aðildarríkjunum að gera úrtaks- könnun á vegabréfum borgara ann- arra ríkja ti! að kanna hveijir þeir væru. Hins vegar má aðildarríki Schengen hafa lög, sem skylda út- lendinga til að sanna á sér deili inn- an ríkisins. Þorsteinn Pálsson benti á það í umræðunum á Alþingi að ísland myndi ráða því sjálft hvar og hvenær lögregla kannaði skilríki út- lendinga. • ísland og Noregur eru ekki í tolla- bandalagi við ESB og þess vegna geta íslendingar eftir sem áður inn- heimt tolla og gjöld af vörum, sem ferðamenn koma með til landsins og haft eigin reglur um áfengis- og tób- akskvóta o.s.frv. Tollyfirvöld mega jafnframt hafa eftirlit með því hvað ferðamenn hafa með sér inn í landið. • ísland tekur að sér eftirlit á ytri landa- mærum Schengen- svæðisins samkvæmt samræmdum reglum og tryggir þannig að óæskilegar persónur komist ekki inn á svæðið. Þetta er í grófum dráttum það sama og felst í norrænu samningunum. • Schengen-ríkin hafa samvinnu um vegabréfsáritanir til handa þegn- um ríkja utan svæðisins, líkt og Norðurlöndin. Hægt er að fá sameig- inlega áritun inn á svæðið, sem gild- ir þá til allra aðildarríkja þess. Eitt ríki getur farið fram á að slík áritun sé ekki veitt. Engu að síður er ein- stökum aðildarríkjum heimilt að veita vegabréfsáritun í slíkum tilfellum og þá gildir hún eingöngu fyrir viðkom- andi ríki. Evrópusambandið hefur samþykkt lágmarkslista um ríki, þaðan sem skylt er að krefjast vega- bréfsáritunar. Norrænu ESB-ríkin verða að fara eftir þeim lista, og eigi norræna vegabréfasambandið að virka, verður ísland jafnframt að gera það, óháð aðild að Schengen. • I Schengen gilda sameiginlegar reglur um málsmeðferð um það hvaða ríki hafi skyldu til að fjalla um beiðni um pólitískt hæli, en slík- ar alþjóðareglur hafa íslendingar ekki búið við áður. Þessi ákvæði eiga að tryggja að umsækjandi um hæli hrekist ekki á milli ríkja, sem ekki vilja bera ábyrgð á honum. • Tengist Island Schengen-svæð- inu, fær það aðgang að upplýsinga- kerfi Schengen (SIS), þar sem er að finna upplýsingar um hættulega eða eftirlýsta einstaklinga, fólk sem hef- ur horfið og eftirlýsta hluti. Strangar reglur gilda um vernd persónuupp- lýsinga. Island yrði að standa straum af hluta kostnaðar við rekstur kerfis- ins. • Schengen-sáttmálinn fjallar um lögreglusamvinnu, en slík samvinna hefur lengi verið milli Norðurland- anna. Lögreglulið í öðrum Schengen- ríkjum fengi ekki heimild til að elta glæpamenn til Islands nema með samþykki íslenzku lögreglunnar, þar sem þau ákvæði Schengen eiga að- eins við um landamæri á landi. • Schengen-samningurinn kveður á um aðskilnað á flugvöllum milli þeirra, sem eru að ferðast innan Schengen-svæðisins og annarra, sem eru að koma frá eða fara til landa utan svæðisins, meðal annars til þess að óæskilegir utansvæðismenn laumi sér ekki í hóp Schengen-borgara. Hversu miklar breytingar í Leifsstöð? Taki Island þátt í Schengen-sam- starfinu verður því að gera breyting- ar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ann- ars vegar yrði að skoða vegabréf mun fleiri farþega, sem fara um stöð- ina, en nú er gert. Það væru einkum farþegar, sem kæmu frá Ameríku og væru á leið inn á Schengen-svæð- ið. Hins vegar þyrfti að breyta skipu- lagi í flugstöðinni til að halda mis- munandi hópum aðskildum. Þetta gæti orðið kostnaðarsamt og liggja nú starfsmenn Húsameistara ríkis- ins, sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli og Flugmálastjórnar yfir teikn- ingum af flugstöðinni í leit að lausn. Svo virðist sem mönnum vaxi verk- efnið og kostnaður við það nokkuð í augum. Ekki er þó ennþá ljóst hver þörfin á breytingum verður. Þor- steinn Pálsson sagði í þingræðu sinni að hugsanlega myndi kostnaður hindra þátttöku í Schengen-samstarf- inu. Skiptar skoðanir eru meðal embættis- manna, sem blaðamað- ur hefur rætt við, um nauðsyn þess að gera miklar breyting- ar á skipulagi í Leifsstöð og hversu mikið það þurfi að kosta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í skýrslu, sem unnin hefur verið um málið en liggur ekki á lausu, bent á þá hlið á málinu að flugstöðin sé hvort sem er orðin of lítil og innritun- arsalurinn rúmi til dæmis ekki með neinu móti biðraðir farþega á álags- tíma. Þess vegna geti þurft að huga að skipulagsbreytingum í tengslum við stækkun flugstöðvarinnar, sem sé hvort sem er nauðsynleg. „EES-lausninni“ hafnað Annað vandamál, sem getur orðið ásteytingarsteinn í viðræðum ís- lands, Noregs og Schengen-land- anna, er stofnanafyrirkomulag sam- starfsins. Schengen-ríkin hafa boðið ríkjunum tveimur „EES-lausn“, þ.e. að }>au yfirtaki núverandi reglur Schengen, eins og fram kemur hér að framan, og hafi áhrif á „mótun" nýrra reglna og ákvarðana en taki Áfall fyrir nor- rænt samstarf að fórna vega- bréfasambandi Skiptar skoðanir á Alþingi ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra flutti á þriðjudag munn- lega skýrslu um stöðu Schengen- málsins á Alþingi. Nokkrar um- ræður urðu um skýrsluna og sýndist sitt hverjum. Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalags á Norðurlandi vestra, sagði að ekki kæmi nægi- lega skýrt fram hvort samkomu- lagið næði til afnáms vegabréfa- skoðunar eingöngu, eða einnig til tollskoðunar, sem myndi út- heimta tollabandalag. Þorsteinn svaraði því til að samningsmarkmiðið væri fyrst og fremst að tryggja norræna vegabréfafrelsið. Schengen tæki til eftirlits með persónum, en setti engin takmörk við eftirliti með vamingi. Jón Baldvin Hannibalsson, þingmaður Alþýðuflokks í Reykjavík, sagði að sér kæmi á óvart að undirbúningi þessa máls skyldi ekki „hafa þokað lengra fram“ og væri sama hvar borið væri niður. „Stjórnvöld eiga líka að vinna heimavinnuna sína í þessum þætti Evrópumálanna," sagði Jón Bald- vin, sem hefur gagnrýnt rík- isstjórnina fyrir að leiða spurn- inguna um aðild að Evrópusam- bandinu hjá sér. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags á Norð- urlandi eystra, sagði snúið í fram- kvæmd að afnema eftirlit með persónum, en ekki „eftirlit með því, sem þær hafa með sér“. Sér- staklega þyrfti að kanna hvað fylgdi því að taka á sig þá kvöð að vera ytri landamæri Scheng- en-svæðisins. Steingrímur tók sérstaklega til þess að aðiid að Schengen væri pólitískt álitamál í ljósi þess að Islendingar væru ekki á leið inni í Evrópusambandið og vísaði þar til yfirlýsinga íslenskra ráða- manna um Evrópumálin. Hann kvað liggja í hlutarins eðii að við getum ekki verið aðilar" og því ætti að gera samninga, sem byggðust á því vegabréfasam- komulagi, sem gilt hefur milli Norðurlanda, og „sleppa hinu“. Steingrímur nefndi einnig að flugstöð Leifs Eiríkssonar væri „álappalega hönnuð“ og erfitt að sjá að þar yrði hægt að uppfylla kröfur Schengen án vandræða. Það gæti stefnt hagsmunum Flugleiða í voða. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags á Aust- urlandi, vitnaði til yfirlýsingar forsætisráðherra Norðurlanda í febrúar um að Norðurlönd gengju ekki inn í Schengen nema verndun norræna vegabréfakerf- isins væri tryggð. Hin Norð- urlöndin myndu því doka við ef Islendingar kæmust að þeirri nið- urstöðu að ekki borgaði sig að gera samning um Schengen, þótt dýrtyrði. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði mikilvægt að ís- lendingar yrðu samferða öðrum Norðurlöndum í málinu. Ef íslcnd- ingar heltust úr lestinni myndi það einnig hafa áhrif á annað sam- starf Norðurlanda. Halldór sagði að það væri „mikil óskhyggja" að treysta því að eitt Norðurland- anna gæti ráðið ferðinni. Hann sagði að þau myndu ekki halda hópinn hvað sem á gengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.