Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENIUTUN Samanburðarrannsókn á hæfni og aðbúnaði nemenda Nemendur 4. bekkjar Verzlunarskólans Arangur mun lélegri en í fyrra Morgunblaðið/Úr myndasafni BORN í Asíu eru ánægðari í skóla en þau bandarísku. Hér má sjá japanskar stúlkur á unglingsaldri selja saman ljósskynjara. NEMENDUM 4. bekkjar Verzlun- arskóla íslands, sem voru á jóla- prófi með einkunn undir 4 í einstök- um greinum, hefur fjölgað um 50% ef miðað er við árangur 4. bekkjar í fyrra. Einnig var árangur þeirra slakari en 3. bekkjar í ár. Árangur var áberandi lélegur í þýsku og stærðfræði. Að sögn Þorvarðar Elíassonar skólastjóra er þýskan þung í Verzl- unarskólanum, en auk þess segir hann að í þessum tveimur greinum megi nemendur síst við því að slaka á vinnu. „Ég hef aðeins kynnt mér ástandið og í ljós kom að í verkfall- ÁSÓKN í fataiðn er mjög mikil í Iðnskólanum í Reykjavík. Innritast 24 nemendur á fyrsta ári, en aðeins tólf þeir bestu fá að halda áfram á öðru ári. Þetta kemur fram í nýút- komnu hefti Iðnnemans, sem gefinn er út af Iðnnemasambandi íslands. Fataiðn skiptist í klæðskurð og kjólasaum, sem hvort tveggja eru löggiltar iðngreinar og hafa verið kenndar við skólann frá upphafi. Árið 1977 var tekin upp verkleg kennsla og nú eru þessar iðngreinar sjö anna nám ásamt fjögurra mánaða starfsþjálfun. Er námið með því lengsta sem þekkist innan löggiltra iðngreina. I greininni, sem ber heitið Nýju fötin keisarans, er gagnrýnt hvemig staðið er að náminu. „Það má segja að þjóðfélagið og heimurinn allur hafi breyst mikið á síðustu tuttugu árum meðan sú skoðun sem ætti að fara fram á fataiðn með tilliti til breytts markaðar og atvinnutækifæra inu í fýrra fengu margir nemendur vinnu. Þeir unnu jafnvel býsna mik- ið út þann vetur og eftir að skólinn byrjaði í haust hafa þeir haldið vinn- unni. Ég tel að þessir nemendur þekki ekki þær kröfur sem gerðar eru í skólanum. Þeir gengu til prófa í fyrra að loknu verkfalli undir mjög óeðlilegum kringumstæðum. Ég er hræddur um að þeir hafi ekki feng- ið rétt skilaboð á því prófi.“ Þorvarður segist telja að meira en helmingur nemenda vinni með skólanum. „Það er augljóst að vinna og nám fer ekki saman,“ sagði hann. hefur enn ekki komið til,“ segir þar. Bent er á að meirihluti nemenda stefni á að verða fatahönnuðir en ekki „starfsmenn fataverksmiðja sem fóru á hausinn á Akureyri fyrir einhveijum árum síðan“. Ennfremur er bent á að nemendur fataiðndeildar Iðnskólans og textíldeildar Myndlist- ar- og handíðaskólans hafi unnið til verðlauna í fatahönnun á erlendri grund. „Ótrúlegt er hvað skólayfirvöld eru sein að taka við sér þegar mögu- leikarnir blasa við. íslendingar geta nefnilega verið góðir hönnuðir iíkt og frændur okkar Finnar sem standa hvað fremst í hönnun í heiminum í dag. Það væri nefnilega nær að fá almennilegt fatahönnunamám á staðinn frekar en að líta á fataiðn- deildina sem einhveija undirbúnigns- deild fyrir háskólanám í hönnun er- lendis eins og segir í kynningarbækl- ingi skólans. Atvinnutækifærin eru margvsíleg," segir einnig í greininni. Asísk böm standa betur að vígien bandarísk SKÓLABÖRN í Asíu standa bet- ur að vígi í stærðfræði og les- skilningi en bandarískir jafn- aldrar þeirra og eykst munurinn þegar líður á skólagöngu. Samt eru bandarískar mæður ánægð- ari með skólaafrek barna sinna en hinar asísku. Sömuleiðis hafa bandarísku nemendurnir meiri trú á hæfileikum sínum en jafn- aldrar þeirra í Asíu. Sem dæmi má nefna að 35% fimmtu bekk- inga í Chicago telja sig mjög færa í stærðfræði í samanburði við 15% í sama bekk í Peking. Um þessi málefni er fjallað í nýjasta hefti tímaritsins Heimil- is og skóla sem gefið er út af samnefndum landssamtökum foreldra. Hafþór Guðjónsson sem ritar greinina byggði hana á grein úr Scientific American. Þar segir Harold W. Stevenson frá samanaburðarrannsókn sem gerð hefur verið á skólastarfi í Japan, Kína, Taiwan og Banda- ríkjunum. Asískar mæður kröfuharðari Þegar farið var að kanna hvernig á þessum mismun stæði kom í ljós að asískar mæður gera meiri kröfur til barna sinna og hafa meiri væntingar. í Bandaríkjunum er engin sam- ræmd námsskrá, þannig að for- -eldrar fá afar takmarkaðar upp- lýsingar um námsgengi barna sinna. Ennfremur líta banda- rískar mæður svo á að æska sé tími margvíslegra athafna, þar sem skólaganga sé aðeins hluti hennar. Asískar mæður álíta hins vegar að menntun sé mikil- vægasta vegarnesti barnanna. I ljós kom einnig að asísku börnin eru iðnari við heimanám- ið en þau bandarísku. En furðu vekur að þrátt fyrir að meiri kröfur séu gerðar til asísku barnanna bæði varðandi skóla- göngu og heimanám kom i ljós að streitueinkenni virðast vera minni meðal þeirra en hinna bandarísku. Þau fyrrnefndu kvarta sjaldnar undan höfuð- verkjum, þreytu, magaverlyum eða skólaleiða. Lengri skóladagur og fleiri hlé í Ijós kemur einnig að skóla- dagurinn er ólíkur meðal banda- rískra nemenda og asískra. Þeir bandarísku eru mestan hluta dagsins inni í bekk og frítími er mjög takmarkaður. Oftast eru einungis einar frímínútur, það er hádegishléið, sem varir í mesta lagi í hálftíma. Hins vegar býður venjulegur skóla- dagur í asískum skóla upp á tíð- ar frímínútur, löng hádegishlé og félagslíf af ýmsum toga að lokinni kennslu. Alls nær þessi iðja utan kennslu yfir fjórðung skóladagins, sem er átta timar. „Meginástæðan fyrir því að skóladagurinn er svo langur í Asíulöndum er einmitt þessi áhersla á hlé, hvíld og félagslíf. Þetta fyrirkomulag virðist hafa góð áhrif á börnin: þeim líður vel í skólanum," segir í greininni. Þá leiddu niðurstöður til þess að námsárangur asískra barna virðist ekki síst ráðast af því að kennarar hafa mikinn tíma þeim til handa. „Okkur reiknasttil að grunnskólakennarar í þess- um löndum séu ekki bundnir í kennslu meira en 60% af þessum átta stundum sem viðveran krefst," segir í greininni. Hins vegar er bandarískur kennari mestan hluta tímans í skólanum einangraður með bekknum sín- um. Hann ákveður sjálfur takt- inn í kennslunni og sleppir því sem hann langar ekki til að kenna, því að samræmingin er mjög lítil. Hver skóli fer sínu fram og jafnvel einstaka kenn- arar. Ymsar aðrar ástæður eru nefndar fyrir því að asískum börnum gengur betur. Má þar t.d. benda á að asískir kennarar leggja áherslu á að tengja náms- efnið daglegu lífi fólks og eru iðnir við að nota áþreifanlega hluti í stærðfræðikennslu, svo dæmi séu tekin. Mikið spurt eftir námi í fataiðn í Iðnskólanum Gagnrýnt hvernig staðið er að náminu skóiar/námsSceii handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. ■ Virku námskeiðin byrja 5. febrúar Bútasaumur, byrjendur (teppagerð 4x3 tímar). Framhaldsnámskeið (4 teppamynstur 4x3 tímar). Dúkkugerð (2x3 tímar). Eldhúshlutir, tehetta servíettubox, mynd, pottaleppar o.fl. (4x3 tímar). Baðherbergishlutir (4x3 tímar), tissuebox, seta, ilmdúkka o.fl. Veggteppanámskeið (3x3 tímar). Kennt 3 miðvikudagskvöld kl. 19-22. VIRKA Q Mörkinni 3, sími 568 7477 myndmennt ■ Listmálun - leirlist Nýtt námskeið að byrja í listmálun og leirlist. Morgun- og kvöldtímar. Innritun í símum 552 3218 og 562 3218. Ríkey Ingimundardóttir, myndhöggvari. ■ Námskeið í keramik Keramiknámskeiðin á Hulduhólum hefj- ast 19. febrúar. Byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið. Upplýsingar í síma 566 6194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ MYND-MÁL Myndlistamámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði og tækni. Málað með vatns- og olíulitum. Uppl. og innritun eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 561 1525. ■ Bréfaskólanámskeið f myndmennt Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir- farandi námskeið: Grunnteikning. Líkamsteikning. Lita- meðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Innanhússarkitektúr. Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir börn. Fáðu sent kynningarrit skólans með því að hringja eða senda okkur' línu. Sfmi 562 7644, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. heilsurækt ■ Grænmetisréttir - námskeiðin eru byrjuð aftur Viltu læra að elda ódýran mat úr græn- meti og ávöxtum? Námskeið I: Indverskir réttir mán. Námskeið II: Mexikóskir réttir þri. Námskeið III: Blandað alþjóðlegt mið. Tfmi: Kl. 18-21.30. Verð á kvöld 2.500, 6-8 manns í hóp. Tvö brauð og fimm laukar, sfmi 587 2899, Steinunn. tölvur ■ Tölvuumsjón í nútímarekstri: 145 kennslustunda námskeið fyrir þá sem sjá um tölvur í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Netumsjón, Word, Acc- ess, Excel, PowerPoint, VisualBasic og Intemetið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. ■ Öll tölvunámskeið á Macintosh og PC. Hringið og fáið upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. ■ Nútfma forritun: Frábært 54 kennslustunda námskeið um nútíma forritun með Visual Basic. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. ■ Tölvuvetrarskólinn fyrir 10-16 ára: Grunnnámskeið, forritunamámskeið og Intemet. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. ■ Tölvunámskeið Internetið, 18.-19. janúar kl. 9-12 eða 31. janúar-1. febrúar kl. 16-19. Word, 22.-25. janúar kl. 9-12. Excel, 22.-26. janúar kl. 13-16. Macintosh og ClarisWorks, 22.-26. janúar kl. 16-19. FileMaker, 29. janúar-2. febrúar kl. 9-12. Visual Basic, 29. janúar-2. febrúar kl. 16-19. PageMaker, 22.-26. janúar kl. 16-19. PowerPoint, 29.-30. janúarkl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. tungumál ■ Þýskunámskeið Germaniu eru hafin. Upplýsingar í síma 551-0705 k|. 11.45-12.45 eða kl. 16.45-17.45. j ■ Dönskuskólinn, Stórhöfða 17 Kennsla hefst mánudaginn 15. janúar. Danska kennd í litlum samtalshópum. Einnig unglinganámskeið. Upplýsingar og skráning í símum 567 7770 og 567 6794. tónlist ■ Píanókennsla Einkakennsla á píanó og í tónfræði. Upplýsingar og innritun í s. 553 1507. Anna Ingólfsdóttir. ýmislegt fuiloróinsfræðsiaji Gcrðubcrg 1,3 hicð ^A ^57 1 ISh ■ Grunnnám og framhaldsskóla- áfangar, tungumálanámskeið Ens., þýs., spæ., fra., dan., sæn., nor., stæ., eðl., efn., ísl., ICELANDIC: 102, 202 og grunnnámskeið. Morgun-, síð- degis.-, kvöld- og helgartímar allt árið. ■ Ættfræðinámskeið Lærið sjálf að leita uppruna ykkar og frændgarðs. Frábær rannsóknaaðstaða. Ættfræðiþjónustan, s. 552 7100. ■ Frá Heimspekiskólanum Getum bætt við nemendum á ýmis námskeið. Upplýsingar í síma 562 8283.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.