Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 49

Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 49 Sveit Landsbréfa Reykjavíkur- meistari í sveitakeppni 1996 Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SVEIT Landsbréfa, Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni 1996. Talið frá vinstri: Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Armannsson og Sævar Þorbjörnsson. BRIPS Bridshöllin Þönglabakka REYKJAVÍKURMÓTIÐ í SVEITAKEPPNI Úrslit og undanúrslit. ÞAÐ ER að verða viðtekin venja í úrslitaleikjum Reykjavíkurmótsins að þeir eru svo ójafnir að þeim sem illa gengur gefa leikina eftir þrjár lotur. Þetta kom upp í fyrra og einn- ig nú. Sveit Landsbréfa spilaði gegn sveit Samvinnuferða/Landsýnar og var staðan 148-69 þegar Samvinnu- ferðasveitin ákvað að hætta spila- mennsku. Leikurinn var í jafnvægi í upp- hafi. Landsbréf vann fyrstu lotuna 42-33 en í annarri lotunni fór að halla á. Þá lotu vann Landsbréf 50-15 og þriðju lotuna svipað, þann- ig að um þennan leik þarf ekki að hafa fleiri orð. í sveit Landsbréfa eru Jón Bald- ursson, Sverrir Ármannsson, Þor- lákur Jónsson, Guðmundur Páll Arnarson og Sævar Þorbjömsson. Silfurliðið er skipað eftirtöldum spilurum: Helga Jóhannssyni, Ein- ari Jónssyni, Karli Sigurhjartar- syni, Guðmundi Sv. Hermannssyni, Ragnari Hermannssyni og Birni Eysteinssyni. Sveit Olafs Lámssonar sigraði sveit Búlka hf. um þriðja sætið nokk- uð örugglega, 110-54. Sveit Búlka hf. hafði staðið sig langbest allra sveita í undankeppninni og kom því þessi lending nokkuð á óvart. í undanúrslitum vann sveit Landsbréfa sveit Búlka hf. með 158 stigum gegn 98 og sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar vann sveit Ólafs Lámssonar. Sveit Ólafs byrjaði bet- ur, vann fyrstu lotuna 49-11 en tapaði svo annarri lotunni með mín- us 3 stigum gegn 54. Lokastaðan var svo 111 gegn 72. Um helgina spiluðu sex sveitir sérstaka keppni um 3 sæti í undan- keppni íslandsmótsins í sveita- keppni. Sveit Metró vann alla sína leiki og varð efst með 99 stig. Hvít- ir hrafnar urðu í öðm sæti með 93 stig og sveit ísaks Arnar Sigurðs- sonar með 88 stig, eða jafnmörg og Málning hf. sem skv. reglugerð var dæmd í 4. sætið. Undirritaður missti af verðlauna- afhendingu þar sem dagskráin raskaðist en keppnisstjóri var Jakob Kristinsson. Arnór Ragnarsson Hjónin efst í paratvímenningi Norðurlands vestra Laugardaginn 6. janúar sl. fór fram mót Norðurlands vestra í paratví- menningi í bóknámshúsi íjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. 13 pör mættu til keppni og vom spiluð Monrad 3 spil miili para, alls 52 spil. Keppnisstjóri var Ólafur Jónsson. Röð efstu para var þessi: Björk Jónsdóttir - Jón Sigurbjömsson, Siglufirði 38 Sigrún Angantýsdóttir - Birgir R. Rafnsson, Sauðárkróki 27 Stefanía Sigurbjömsdóttir -ÁsgrimurSigurbjömss.,Sigl/Skr 14 Anna Lára Hertervig - Jóhann Stefánsson, Sigl/Fljót 8 Jakobína Þorgeirsdóttir -ReynirÁrnason.Siglufirði 6 Inga J. Stefánsdóttir - Stefán Benediktsson, Fljótum 2 Bridsfélag Kópavogs Aðalsveitkeppni félagsins hófst síð- asta fimmtudag með þátttöku 14 sveita. Spilaðir era tveir fjórtán spila leikir á kvöldi. Staðan: Vinir 48 RagnarJónsson 44 GuðmundurPálsson 43 ÞórðurJömndsson 41 AnnaG.Nielsen 33 stgr.m/VSK stgr.mA/SK Takmarkað magn Pakki: Encartra 95, Money, Works, Dangerous Creatures, Golf I///LASER 10 ár á íslandi Heimilistæki hf TÆKNl-OG TÖLVUDEILD SÆTÚN 8 SÍMI 568 1500 Söluaðilar: Póllinn ísafirði, Tölvustjarnan Akureyri. Laser hágæða tölvur, hafa verið samfellt á íslenskum markaði síðan 1986, lengur en nokkur önnur PC- samhæfð tölvutegund. ISO er á framleiðslu, og CE merking á öllum búnaði. Laser Exnression Pentium 75 Mhz., 8MB. 540MB disk, margmiðlunartölva • 1 MB S3 Trio 32 bita skjákort, stækkanlegt í 2 MB • intel Triton cHiPset á laser Ixpresslon DX4/100, PCI, móðurborði 3MB,540MB disk, • 540 mb harður diskur maromíðlunartBlva • 4x hraða geisladrif • Hljóðkort 16 bita * 4x hraða geisladrif • Hátalarar, 70 watta • Hljóðkort 16 bita • Hljóðnemi • Hátalarar, 70 watta • 14" Laser litaskjár, • Hljóðnemi 0,28 dpi. • 14" Laser litaskjár 0,28 dpi. Gífurlegt úrval 15-90% afsláttur hér er stiklað á roosastóru Naxos efni frá kr. 399 Sega leikir á 15% afslætti full búð af geisladiskum á vægast sagt sprenghlægilegu verði!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.