Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ JAVIER Solana, spænski stjórnmála- maðurinn sem tók við embætti aðal- framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í desember síð- astliðnum, tekur við forystuhlutverki á um- rótstímum í öryggismálum. Á undanförnum árum hefur orðið gífurleg breyting á Atlants- hafsbandalaginu. í stað þess að einbeita sér að því að geta brugðizt við árás úr austri, ver NATO riú miklu af kröftum sínum til samræðna og samstarfs við fyrrverandi and- stæðinga sína í Austur- og Mið-Evrópu. Bandalagið hefur tekizt á hendur ný verk- efni á sviði friðargæzlu, jafnvel utan hins hefðbundna varnarsvæðis síns. Jafnframt þarf það að bregðast við ýmsum nýjum hættum, til dæmis þjóðernis- og trúar- bragðaátökum. Staða Evrópuríkjanna innan NATO og tengsl þeirra við Bandaríkin eru jafnframt mjög til umræðu þessa dagana. Umræðurnar hafa tekið nýja stefnu með því að Frakk- land, sem hefur ekki tekið þátt í hernaðar- samstarfi NATO frá árinu 1966, hefur nú ákveðið að gerast þátttakandi í því að nýju vegna aðgerðanna í Bosníú, að minnsta kosti að hluta til. Jafnframt hefur Jacques Chirac Frakklandsforseti lýst því yfir að aukið sjálf- stæði Evrópu í varnarmálum eigi að þróast innan Atlantshafsbandalagsins, í samvinnu við Bandaríkin. Hvort tveggja er mikilvæg stefnubreyting af hálfu Frakka. Atlantshafsbandalagið hefur tekið að sér að gæta þess, að friðarsamkomulagið í Bosn- íu sé haldið. Þetta er stærsta verkefni, sem bandalagið hefur ráðizt í frá stofnun þess 1949 og er flóknara en ella, þar sem her- sveitir frá ríkjum utan bandalagsins taka einnig þátt í friðargæzlunni, undir stjórn NATO. Segja má að stór hluti hins nýja og breytta hlutverks NATO endurspeglist í Bosníuverkefninu. Javier Solana tók við embætti framkvæmdastjóra daginn áður en bandalagið tók við friðargæzlunni, og það hefur því komið í hans hlut að fylgja henni úr hlaði. Hvernig finnst honum hafa til tek- izt og hvaða lærdóma um framtíð bandalags- ins telur hann að megi draga af aðgerðum NATO í Bosníu? Samfylking í þágu friðar í Bosníu „Við lærum mikið af aðgerðunum í Bosn- íu. Þetta er afar flókið verkefni, líkast til eitt það flóknasta sem hefur verið fram- kvæmt, í hemaðarlegu tilliti. Það er undir stjóm NATO og öll sextán NATO-ríkin taka þátt í því, einnig ísland, og ég vil nota tæki- færið til að þakka íslandi fyrir framlag þess. En þar að auki taka sextán önnur ríki þátt í friðargæzlunni, sem eru ekki aðildarríki NATO. Sum þeirra kunna að ganga í NATO með tímanum, önnur munu aldrei verða hluti bandalagsins. Við erum því í fararbroddi samfylkingar í þágu friðar, sem er líklega mikilvægasta friðaraðgerð í sögunni. í mínum huga snýst þessi aðgerð auðvitað fyrst og fremst um að tryggja frið og öryggi í Bosníu-Herzegovínu. En við kunnum einnig að geta dregið ályktanir af framkvæmd hennar, sem ganga lengra. í raun erum við nú að framkvæma á vettvangi hluti, sem við höfum verið að hugsa á ótal fundum og í ótal skýrslum, sem snúast um framtíð NATO. Þess vegna er Bosníu-verkefnið raun- hæft viðfangsefni, þar sem draumar okkar og kennisetningar komast í framkvæmd. Ég leyfi mér því að segja að hér höfum við frá- bæra tilraunastofu fyrir framtíð bandalags- ins og þau verkefni, sem NATO mun þurfa að sinna." Stefnubreyting Frakka Aukin samvinna Evrópuríkja í varnarmál- um hefur verið mikið til umræðu að undan- förnu og verður á dagskrá ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst í næsta mán- uði. Sem utanríkisráðherra Spánar tók Sol- ana virkan þátt í þessum umræðum, ekki sízt þar sem hann veitti bæði ESB og Vest- ur-Evrópusambandinu, verðandi varnar- málaarmi sambandsins, forystu seinni hluta síðasta árs. Telur framkvæmdastjórinn að Evrópusambandsríkin geti komið sér saman um sameiginlegar varnir, og ef svo fer, hvaða áhrif mun það hafa á samstarfið við Banda- ríkin innan NATO? „í þessu sambandi vil ég svara þrennu til. í fyrsta lagi, að því er varðar seinni hluta spurningarinnar, eru tengslin yfir Atlants- hafið algerlega lífsnauðsynleg fyrir öryggi Evrópu. Við þurfum því ekki aðeins að við- halda þeim, heldur að styrkja þau. Það þarf að styrkja samstarfið í hernaðar-, öryggis- og varnarmálum, en jafnframt á mörgum öðrum sviðum, þar sem hægt er að koma á samstarfí. Ég nefni sem dæmi baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. í mínum huga eru tengslin yfir Atlantshafið höfuð- AÐSTAÐAN Á ÍSLANDI ÓMISSANDIFYRIR ÖRYGGIEVRÓPU Javier Solana, hinn nýi aðalframkvæmdastjórí Atlantshafsbandalagsins, kemur í opin- bera heimsókn til Islands næstkomandi fímmtudag. Olafur Þ. Stephensen ræddi af því tilefni við Solana í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel. Framkvæmdastjórinn segir aðstöðu þá, sem Island hafí upp á að bjóða, ómissandi fyrir vamir Evrópu og lætur í ljós þá skoðun að mikilvægi íslands í NATO hafí aukizt ef eitthvað sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.