Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Kaupþing Norðurlands hf. Keypti hlutabréf Framkvæmda- sjóðs 1 fyrirtækinu KAUPÞING Norðurlands hf. hefur keypt öll hlutabréf Framkvæmda- sjóðs Akureyrarbæjar í fyrirtækinu. Nafnverð hlutabréfanna var rúm- lega 1,2 milljónir króna og voru þau seld á genginu 1,5. Slippstöðin Oddi hf. hefur gert tilboð í hlutabréf Framkvæmdasjóðs í fyrirtækinu á genginu 1 en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vill Fram- kvæmdasjóður fá hærra verð fyrir bréfin og er málið óafgreitt. Þá hafa forsvarsmenn Laxár óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um kaup á hlut Framkvæmdasjóðs í fyrirtækinu. Samþykkt hreppsnefndar Skútustaðahrepps í skólamálinu Skilyrði sveitar- stjórnar óeðlileg Lúðra- blástur í sólarhring ELDRl blásarasveit Tónlistar- skólans á Akureyri lék tónlist samfleytt í einn sólarhring um helgina en tilgangurinn var að safna peningum í ferðasjóð. Ung- mennin í sveitinni söfnuðu áheit- um áður en maraþonspilamennsk- an hófst og söfnuðust á annað hundrað þúsund krónur. Um 35 ungmenni á aldrinum 12-18 ára eru í blásarasveitinni og i sumar heldur hópurinn í viku tónlistar- ferð til Skotlands og spilar í Edin- borg, Aberdeen og Dunfermline. Blásarasveitin fékk inni á sal Gagnfræðaskólans og þegar ljós- myndari Morgunblaðsins leit þar inn höfðu ungmennin spilað í 22 klukkustundir. Ekki var þó að sjá að loftið væri farið að minnka í krökkunum eða að varirnar væru aumar, því þeir Iéku enn af mikl- um krafti, undir handleiðslu Jóns Halldórs Finnssonar, stjórnanda sveitarinnar. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur svarað fyrirspurn frá Hjörleifi Sigurðarsyni sem sæti á í sveitar- stjórn Skútustaðahrepps þar sem hann spurðist fyrir um hvort hluti samþykktar hreppsnefndar frá því í lok janúar stæðist lög. Um er að ræða samþykkt í kjölfar umsóknar íbúa í suðurhluta Mývatnssveitar um rekstrarstyrk fyrir einkaskóla sem rekinn er að Skútustöðum, en fyrir lá að sveitarfélagið gæti fengið fram- lag úr jöfnunarsjóði upp í rekstrar- styrkinn. í samþykkt sveitarstjórnar kom fram að styrkveiting yrði háð því skilyrði að rekstrarstjórn einka- skólans og meirihluti foreldra barna sem sækja skólann undirriti yfirlýs- ingu um að þeir muni ekki sækja um slíkan styrk eftir þetta skólaár. í svari félagsmálaráðuneytisins er vísað til jafnræðisreglunnar þar sem segir að stjórnvöld skuli gæta sam- ræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti og óheimilt sé að mismuna aðilum við úriausn mála á grundvelli sjón- armiða sem byggist á kynferði, kyn- þætti, litarhætti, þjóðerni, trúar- brögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum ástæðum. Einnig er bent á 12. grein stjórnsýslulaga þar sem fjallað er um meðalhófsreglu í stjórnsýslunni þar sem m.a. segir að stjórnvöld verði að gæta hófs í meðferð valds síns. Ekki meiri bein útgjöld Ráðuneytið telur því að skilyrði þau sem hreppsnefnd Skútustaða- hrepps setti á fundinum í janúar séu óeðlileg gagnvart viðkomandi ein- staklingum. Þá er bent á að sveitar- félög muni alfarið sjá um rekstur grunnskólanna eftir 1. janúar. „Þannig er vandséð að rekstur einkaskóla geti eftir þann tíma átt sér stað án tilstyrks viðkomandi sveitarfélags, því ríkið mun ekki taka þátt í rekstri einkaskóla eins og nú er. Það er því sveitarstjórn á hveijum tíma sem tekur ákvörðun um þátttöku í rekstri einkaskóla og getur núverandi sveitarstjórn ekki bundið hendur komandi sveitar- stjórna í því máli. Jafnframt er rétt að benda á að ekki verður séð að sveitarsjóður Skútustaðahrepps verði fyrir meiri beinum útgjöldum til einkaskólans að Skútustöðum með því að falla frá skilyrði um undirritun yfirlýsingar," segir í áliti félagsmálaráðuneytis. Bæjarsljóri segir hugmyndir um sameiningu RA og RARIK úr sögunni Kanna hagkvæmni sam- einingar veitustofnanna JAKOB Bjömsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri segist líta svo á að hugmyndir um sameiningu Rafmagnsveitu ríkis- ins og Rafveitu Akureyrar og um flutning höfuðstöðva RÁRIK til Ak- ureyrar, séu ekki lengur uppi á borð- inu. Þess í stað vill bæjarstjóri að farið verði í að skoða í fullri alvöru sameiningu Hita-, Vatns- og Rafveitu Akureyrar, þá með einni yfirstjórn og einum framkvæmdastjóra. Jakob segir að árið 1993 hafi verið gert samkomulag milli þáverandi iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar, og Akureyrarbæjar um að kanna hagkvæmni þess að RARIK og RA yrðu sameinaðar og að höfuðstöðvar RARIK flyttust til Akureyrar. Skip- uð var nefnd til að skoða þá kosti en Jakob segir að nefndin hafi í raun aldrei skilað af sér. Engin svör borist frá ráðuneytinu „Ástæða þess var ekki ósætti, heldur voru settir fram ákveðnir fyrirvarar af hálfu fulltrúa RARIK í nefndinni sem ráðherra gat ekki sætt sig við og þar stoppaði málið. Síðan hefur verið vakið máls á þessu aftur við ráðuneytið en þaðan hafa engin svör borist og ég Íít svo á að þetta sé ekki lengur inni í myndinni." Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Morgunblaðið/Kristján HÖFUÐSTÖÐVAR Rafveitu Akureyrar eru í glæsilegu húsnæði við Þórsstíg. VERÐI af sameiningu veitustofnana bæjarins, segist bæjarstjóri líta svo á að starfsemi Rafveitunnar yrði flutt að Rangárvöllum, en þar eru höfuðstöðvar Hita- og Vatnsveitu. bæjarins fyrir árið 1996, var sam- iðnaðarráðuneytið um sameiningu þykkt bókun, þar sem fram kemur Rafveitu Akureyrar og RARIK , verði að náist ekki árangur í viðræðum við kannað til'hlítar hvort hagkvæmt sé að sameina rekstur veitustofnana Akureyrarbæjar. „Þessi vinna er ekki komin í gang en ég sé ekki að það sé eftir neinu að bíða með að hún hefjist sem fyrst,“ segir Jakob. Með sameiningu veitnanna er talið að hægt sé að ná fram auknum sparnaði í rekstri þeirra og hafa bæði starfsmannamál og innheimtumál verið nefnd í því sambandi. Rafveitan flytji að Rangárvöllum Hitaveita og Vatnsveita voru sam- einaðar fyrir nokkrum árum og er starfsemi þeirra til húsa á Rang- árvöllum. Jakob segist sjá það fyrir sér að við sameiningu veitnanna myndi Rafveitan flytja úr húsnæði sínu við Þórsstíg og að Rangárvöllum og um leið opnðust ýmsir möguleikar varðandi húsnæði Rafveitunnar. „Það að húsnæði Rafveitunnar losnaði gæti leyst ýmsan vanda, t.d. vanda gatnagerðar bæjarins, við- haldsdeildar húseigna, viðhaldsdeild- ar leikvalla eða verkstæðis umhverf- isdeildar. Það verður alla vega eng- inn vandi að nýta húsnæðið. Hins vegar gæti þurft að bæta eitthvað við húsakost Hita- og Vatnsveitu við flutning Rafveitunnar að Rangár- völlum,“ segir Jakob. Þær viðræður hafa ekki farið fram en málið er á borði bæjar- stjóra. Nafnverð hlutabréfa Fram- kvæmdasjóðs í Laxá hljóðar upp á rúmar 21 milljón króna. Raunverð um 300 millj. Eins og komið hefur fram í blað- inu hafa forsvarsmenn Útgerðar- félags Akureyringa hf. lagt það til við bæjarstjórn, að ÚA fái heim- ild til kaupa á töluverðum hlut bæjarins í ÚA að loknu hlutafjár- útboði upp á 150 milljónir króna að nafnvirði. Um er að ræða hluta- bréf um 91 milljón króna að nafn- virði eða 10% hlut í félaginu eftir hlutafjáraukningu. Raunverð þessa hlutar gæti verið um 300 milljónir króna. Skýrsla Landsbréfa afhent í dag? Bæjarstjórn fól Landsbréfum að gera skýrslu um hvernig bæri að standa að sölu _ hlutabréfa Framkværydasjóðs í ÚA. Líklegt er að bæjarstjóri fái þá skýrslu í hendur í dag og að innihald henn- ar verði til umræðu á fundi bæjar- ráðs á morgun. ------» ♦ ♦------- F< Ráðin lektor • KRISTÍN Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin til að gegna stöðu lektors í kennslufræði við kennara- deild Háskólans á Akureyri. Kristín er fædd árið 1946, hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1966 og prófi frá fram- haldsdeild Kenn- araháskóla ís- lands í almennri kennslu barna með námsörðugleika 1971. Hún stundaði framhaldsnám í Osló sem hún lauk 1983ogþálauk hún meistaragráðu í kennslufræðum viðTláskólann í Bristol í Englandi 1988. Hún hefur starfað við kennslu á Akureyri og í Ósló, verið sér- kennslufulltrúi á Fræðsluskrif- stofu Norðurlands eystra og vestra og verið yfirkennari við Síðuskóla. Þá var hún deildarstjóri við Kenn- araháskóla íslands og hafði um- sjón með framhaldsnámi í sér- kennslufræðum til BA-prófs. Kristín var stundakennari við Há- skólann á Akureyri 1994-’95 og sérfræðingur frá 1995. Kristín hefur haldið námskeíð og flutt erindi um uppeldis- og kennslumál víða um land og skrif- að og þýtt kennsluefni. Hún stund- ar nú doktorsnám við Háskólann í Bristol í Englandi, en tekur við stöðu sinni hjá háskólanum 1. ágúst næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.