Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fegnrðarsamkeppni Suðurnesja verður haldin í Stapa á laugardag Morgunblaðið/Bjöm Blöndal STÚLKURNAR sem taka þátt í keppninni um titilinn fegurðardrottning Suðurnesja 1995. í fremstu röð frá vinstri til hægfri eru: Jónína Magnúsdóttir, Garði, Jenný Kamilla Knútsdóttir, Garði, Helga Erla Gunnarsdóttir, Keflavík, Kristbjörg Helga Eyjólfsdóttir, Grindavík og Sólveig Lilja Guðmunds- dóttir, Njarðvík. í miðröðinni eru vinstri til hægri: Margrét Jóna Þórhallsdóttir, Njarðvík, Tinna Ösp Skúladóttir, Garði, Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir^ Keflavík og Lára Sig Jónsdóttir, Njarðvík. í öftustu röðinni eru frá vinstri til hægri: Eva Björk Oskarsdóttir, Keflavík, Rakel Óskarsdóttir, Sandgerði, Ingibjörg Bergmann Magnúsdóttir, Keflavík og Vigdís Jóhannsdóttir, Keflavík. Morgunblaðið/Björn Blöndal EYDÍS Konráðsdóttir, íþróttamaður Keflavíkur 1995. Eydís Kon- ráðsdóttir íþrótta- maður Keflavíkur Keflavík - Eydís Konráðs- dóttir, 17 ára nemandi í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja var kjörin íþróttamaður Keflavík- ur fyrir árið 1995 og fór verð- launaafhendingin fram á að- alfundi Iþrótta- og ung- mennafélags Keflavíkur um s.l. helgi. Hefur glæstan sundferil að baki. Eydís hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar glæstan sundferil að baki og á síðasta ári setti hún 8 íslandsmet. Á smáþjóðaleikunum í Luxem- borg vann hún til 7 gullverð- launa og á sundmeistaramóti íslands sigraði hún í 4 grein- um. Þá var hún eini íslenski sundmaðurinn sem náði lág- mörkum á Evrópumeistara- mótið sem haldið var í Vínar- borg. 13 stúlkur keppa um titilinn Keflavík - Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fer fram í Stapa á laugardagskvöldið og að þessu sinni taka 13 stúlkur þátt í keppn- inni og hafa þær aldrei verið jafn- margar. Stúlkurnar voru valdar um og eftir áramót eftir ábending- um, að sögn Ágústu Jónsdóttur, umboðsmanns keppninnar á Suð- urnesjum, og síðan hefði undir- búningur hafist í febrúar. Stúlkurnar sem keppa um titil- inn eru: Sólveig Lilja Guðmunds- dóttir, 19 ára úr Njarðvík, Tinna Ösp Skúladóttir, 19 ára úr Garði, Eva Björk Óskarsdóttir, 18 ára úr Keflavík, Lára Sif Jónsdóttir, 19 ára úr Njarðvík, Vigdís Jóhanns- dóttir, 18 ára úr Keflavík, Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir, 21 árs úr Keflavík, Kristbjörg Helga Ey- jólfsdóttir, 19 ára úr Grindavík, Helga Erla Gunnarsdóttir 18 ára úr Keflavík, Jónína Magnúsdóttir, 18 ára úr Garði, Rakel Öskarsdótt- ir, 19 ára úr Sandgerði, Margrét Jóna Þórhallsdóttir, 20 ára úr Njarðvík, Ingibjörg Bergmann Magnúsdóttir, 18 ára úr Keflavík, og Jenný Kamilla Knútsdóttir, 19 ára úr Garði. I dómnefnd eru: Sigtryggur Sigtryggsson formaður, Bjargey Einarsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Kristín Stefánsdóttir og Unnur Steinson. Þetta er í 11. sinn sem Ágústa Jónsdóttir og Páll Ketils- son standa fyrir þessari keppni. Vill sameiningu á Norðurhéraði ODDVITI Tunguhrepps á Fljótsdals- héraði hefur sent hreppsnefndum Jökuldalshrepps og Hlíðarhrepps bréf til að kanna vilja þeirra til frek- ari samvinnu sveitarfélaganna eða sameiningar. Mest andstaða hefur verið við sameiningu í Jökuldals- hreppi og voru skiptar skoðanir í hreppsnefndinni þegar erindið var kynnt þar. Jón Steinar Elísson bóndi og odd- viti á Hallfreðarstöðum í Hróars- tungu segir að með samstarfi hafi sveitarfélögin náð að bæta mjög þjónustu sína við íbúana. Samvinnan hafi verið góð en hún sé hins vegar seinvirk þegar leggja þurfi málin fyrir þijá oddvita og þtjár hrepps- nefndir sem ekki fundi oft og geti einföldustu mál tafist af þeim ástæð- um ef ekki er um þau full sam- staða. Því vilji hann kanna aukið samstarf eða sameiningu hreppanna þriggja. Sameining skólahverfa Jón Steinar telur að yfirtaka sveit- arfélaganna á grunnskólanum þrýsti á um sameiningu. Hætt sé við því að minni sveitarfélögin beri skarðan hlut frá borði við yfirfærsluna. Telur hann að sameining Skjöldólfsstaða- skóla á Jökuldal og Brúarásskóla sem Hlíðarhreppur og Tunguhrepp- ur reka geti verið hagkvæm. Með því móti yrði mögulegt að draga úr stjórnunarkostnaði og nota pening- ana til að auka kennsluna. Þá segir hann að mörk skólahverf- anna séu sífellt að verða ógreini- legri. Þannig geti foreldrar sem búa í jaðri sveitarfélags í raun ákveðið að senda barn í skóla nær sér þótt hann sé í öðru sveitarfélagi og tekið með sér þann aksturs- og kennsluk- vóta sem barninu fylgi. Um þetta séu nokkur dæmi í þessum sveitarfé- lögum og telur Jón Steinar líkur á að þeim muni fjölga. Endir á ferli Hreppsnefnd Jökuldalshrepps af- greiddi ekki erindi oddvita Tungu- hrepps efnislega en mun taka það upp á almennum hreppsfundi í næsta mánuði. Oddvitinn, Arnór Benediktsson á Hvanná, talaði ják- vætt um sameiningu, annar lýsti efasemdum sínum. Einn hrepps- nefndarmaðurinn, Sigurður Aðal- steinsson á Vaðbrekku, lýsti ein- dreginni andstöðu við sameiningu sveitarfélaganna. Sigurður segist 'hins vegar vera fylgjandi aukinni samvinnu. „Ég lít svo á að samein- ing sé endir á ferli en ekki byijun,“ segir hann í samtali við Morgun- blaðið. Rótarýklúbbur Rangæinga þrjátíu ára Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir ÞÓRÐUR Tómasson, safnvörður í Skógum, tekur við heiðursviður- kenningu úr hendi Sveins Runólfssonar, forseta Rótarýklúbbsins. JÓHANNES B.M. Gijsen flytur sína fyrstu messu í Stykkishólmi. Morgunbiaðið/Árni Helgason RÓBERT Jörgensen kveður systur Ludwinu. Biskup heilsar, systir kveður Stykkishólmi - Jóhannes B.M. Gijsen biskup, sem var útnefndur af páfanum í Róm 12. október sl. til að vera biskup kaþólskra á Is- landi og umsjónarmaður með stjórn kaþólsku kirkjunnar, kom til Stykkishólms sunnudaginn 4. mars og flutti sína fyrstu messu. Jóhannes er hollenskur, fæddur 1932 en hlaut prestvígslu 1957 og lauk doktorsprófi í guðfræði við Háskólann í Bonn 1964. Hann var skipaður biskup í Roermond í Hollandi 1972 oggegndi því starfi til 1993 er hann sótti um lausn frá embætti vegna heilsubrests. Jó- hannes fluttist þá til Austurríkis sér til heilsubótar sem hann hefur nú öðlast og hefur fallist á að taka við störfum að nýju og hefur að- stöðu í Reykjavík. Systurnar buðu öllum viðstödd- um í kaffisamsæti að lokinni messugerðinni. Undanfarið hefur kirkjunni verið þjónað af prestum úr Reykjavík sem hafa komið um hveija helgi til Stykkishólms en nú er vonast efitr að prestur komi til búsetu hér og þjóni söfnuðin- um. Sr. Jón sem tók við af sr. Habets hefur verið erlendis og því ekki getað þjónað kirkjunni en lík- lega verður hann kominn hingað á næstunni. Systir Ludwina kvödd Systir Ludwina, hjúkrunarfor- stjóri Sjúkrahússins í Stykkis- hólmi, hefur nú látið af störfum við sjúkrahúsið. Henni var haldið kveðjuhóf 6. mars sl. og var þar mættur fjöldi vina hennar ásamt starfsfólkinu en þá hafði hún ver- ið starfandi hjúkrunarforstjóri frá 1988 en ails hafði hún verið hér í starfi frá 1976 eða um 20 ára skeið. Róbert Jörgensen, for- stjóri Sjúkrahússins, stýrði hóf- inu. Systir Ludwina er frá Haag í Hollandi. Árið 1957 gekk hún í St. Fransiskusregluna og fór þá í sjúkraliðanám síðan í hjúkrun- _ arnám og nam Ijósmóðurfræði. I tvö ár fór hún í sérnám til að læra hjúkrunarstjórnun og eftir að hún kom til íslands hélt hún áfram að mennta sig og fór m.a. í stjórnun I og II. Ekki er vitað hvað systir Ludw- ina tekur sér fyrir hendur en í nánustu framtíð ætlar hún að fara til Lundúna og 20. september nk. á hún að mæta í skóla í Sviss þar sem hún mun búa sig undir þjón- ustu við deyjandi sjúklinga. Þórður Tóm- asson í Skóg- um heiðraður Hellu - Rótarýklúbbur Rangæinga stóð nýlega fyrir málþingi í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins. Á málþing- inu var Þórði Tómassyni, safnverði í Skógum, veitt viðurkenning klúbbsins, en það mun vera á stefnuskrá Rótarý- klúbbanna að veita slíkar viðurkenn- ingar til þeirra sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum í sínú héraði. Málþingið hófst með því að Sveinn Runólfsson, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga, afhenti Þórði viðurkenn- ingu í formi málverks eftir lista- manninn Jón Kristinsson, Jónda í Lambey. Á málverkinu er Eyjafjalla- jökull, safnið í Skógum og náttúran í kring umgjörð um textann, „Heið- ursviðurkenning fyrir frábær störf að stofnun, uppbyggingu og vörslu byggðasafns í Skógum". Nokkur erindi voru flutt á mál- þinginu um ævi og störf Þórðar, en hann hefur verið afkastamikill á ýmsum sviðum. Hann hefur ekki aðeins staðið að stofnun byggða- safnsins í Skógum og unnið við vörslu þess mest alia ævi, heldur liggja eftir hann ógrynni af blaða- greinum í tímaritum, dagblöðum og fræðiritum að ógleymdu héraðsritinu Goðasteini, en hann var annar rit- stjóra þess í 25 ár. Þá hefur hann skrifað nokkrar bækur, síðast rit- verkið Sjósókn og sjávarfang, sem er dýrmæt heimild um sjósókn frá Suðurlandi fyrr á öldum. Þá hefur Þórður séð um útgáfu ótal sagna frá liðinni tíð og einnig haft forgöngu um prentun verka eftir aðra höfunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.