Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 16

Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ :; "'W'-'y'y' ........■ »0111*11) LANDIÐ Góugleði hjá slysavarnafólki Þórshöfn - Góugleðin sem haldin var sl. helgi er aðalfjáröflun og um leið árshátíð björgunarsveitarinnar Haf- liða og slysavamadeildar kvenna hér á Þórshöfn. Að þessu sinni stóð meira til en venjulega því nýi Hummer björgunarbíllinn kom í plássið sama dag og mikið fláröflunarátak í gangi þess vegna. Með Hummernum kom einnig hinn góðkunni Árni Johnsen til þess^ að skemmta gestum á hátíðinni. Árni lagði töluvert á sig til að mæta á þessa góugleði en hann var rétt kom- inn til landsins frá Kanada þegar hann lagði af stað til Þórshafnar með flugi og síðasta spölinn frá Húsavík kom hann með Konráð á nýja Hummemum. Flugþreyta og ferðalög virtust ekki bíta á Árna því hann var hrók- ur alls fagnaðar á góugleðinni og hélt uppi fjöri langd: fram eftir nóttu. Klukkan sex um morguninn lagði hinn óþreytandi Árni af stað með bíl til Reykjavíkur og varð einum björgunarsveitarmanni að orði að þarna færi efni í harðan togarajaxl sem aldrei þyrfti að sofa. Aðkomufólk fjölmennti Um 180 manns mættu á góugleð- ina og er það mikill styrkur fyrir björgunarsveitina sem þarf nú á tölu- verðu fé að halda til þess að fjár- magna bílakaupin. Fjölmennt var heima fyrir auk góðra gesta frá björg- unarsveitunum á Vopnafirði, Bakka- firði og Jökuldal og einnig skátar á Fjöllum og kunnu heimamenn vel að meta þennan samhug frá félögunum. Á góugleðinni var fjölbreytt. dag- skrá og þar eignuðust Þórshafnarbú- ar sinn eigin Bubba Mortens, Björk Guðmunds og Borgardætur, sem reyndar nefndust Súrheyssystur en að lokum tók við dansleikur fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Lfney Sigurðardóttir ÚTGÁFA Þórshafnarbúa af Borgardætrum, „Súrheyssystur“, skemmtu á góugleðinni. Með árs millibili Siglufirði - Einstök veðurblíða hefur ríkt undanfarið á Siglu- firði og hefur veturinn í heild verið Siglfirðingum vægur, ólíkt síðustu vetrum. Þessar tvær myndir voru teknar frá sama sjónarhomi með árs milli- bili. Önnur er tekin 19. mars 1995 og hin 19. mars sl. Eins og sjá má voru neðstu hæðir húsa á Siglufirði svo til á kafi í snjó í fyrra, en núna er ekki einu sinni hálka á götum. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Egill Egilsson Ótroðnar slóðir í aug- lýsinga- mennsku Flateyri - Sr. Gunnar Björns- son sóknarprestur að Holti í Onundarfirði fer ekki hefð- bundnar leiðir þegar hann aug- lýsir messugjörð. Á sínum gljáfægða bíl ekur hann um sveitir með auglýsingu í aftari glugga um leið og hann setur auglýsingu hér og þar inn á réttu stöðunum. Allar auglýs- ingarnar eru listilega og smekklega handskrifaðar. Og þegar hann ekur bílnum ekki um sveitir leggur hann bílnum á áberandi stað á afleggjaran- um að Holti. I i. » » Jogging smellubuxur kr 2.490 + jakki kr. 3.50 Ledurjakki kr. 15.900 Herrajakki kr. 8.900 Skyrta kr. 1.990 Buxur kr. 3.890 BORGARKRINGLUNNI ■ Opið alla daga kl. 12-18, laugard. kl. 10-16. j| Styttrl opnunartími, lægra vertk. Sameining á Héraði Bjóða öðrum þátttöku SAMSTARFSNEFND um sameiningu Egilsstaðabæjar, Hjaltastaðahrepps og Eiða- hrepps hefur með formlegum hætti boðið öllum sveitarfé- lögum á Héraði og Borgar- fírði eystra aðild að viðræðum um sameiningu. f bréfi sem samstarfs- nefndin hefur sent til oddvita hreppsnefnda á Héraði er boð- að til umræðufundar um mál- ið í dag í Hótel Valaskjálf. Nefndin óskar eftir svörum hreppsnefndanna fyrir 15. apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.