Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 31 LISTIR Richard Wagner félag-- ið sýnir Parsifal að RICHARD Wagner félagið á íslandi sýnir óperuna Parsifal eftir Richard Wagner af myndbandi (geisladiski) á föstudaginn langa kl. 14 í Safnað- arheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a, 3. h. Inn- gangsorð flytur séra Hjalti Guðmundsson. Parsifal var frumsýndur Richard í Bayreuth 26. júlí 1882. Wagner Festspielhaus í Bayreuth var reist einkum og sér í lagi til að geta fært upp Niflungahringinn, sem var frumsýndur þar í heild sinni árið 1876. Parsifal er svo eina óp- era Wagners sem skrifuð er sér- staklega fyrir Festspielhaus, og jafnframt síðasta stórvirki tón- skáldsins. Wagner kallaði Parsifal ekki óperu heldur Biihnenweih- festspiel, sem útleggja má sem há- tíðaleik til vígslu leikhúss. Það var upphaflega ásetningur hans að verkið yrði eingöngu flutt í eitt skipti og aðeins fyrir útvalda áheyr- endur, en hugmyndir hans þróuðust á þann veg að Parsifal skyldi endur- fluttur á þriggja ára fresti í Bayreuth en hvergi sýnd- ur annars staðar. Bann Wagners við að flytja Parsifal utan Bayre- uth var fljótt virt að vett- ugi og reið Metropolitan óperan í New York þar á vaðið með sýningu sinni árið 1913, og vakti með því mikla reiði Cosimu Wagn- er. Síðar varð það venja margra þýskra óperuhúsa sýna Parsifal á föstudaginn langa ár hvert. Þennan sið hyggst Richard Wagner félagið taka upp með árlegum myndbandssýningum. Að þessu sinni verður sýnd upp- taka frá Metropolitan óperunni í New York frá árinu 1992. Sungið er á þýsku en skjátexti er á ensku. Hljómsveitarstjóri sýningarinnar er James Levine, en leikstjóri Otto Schenk. í helstu hlutverkum eru Siegfried Jerusalem, Waltraud Mei- er, Kurt Moll, Bernd Weikl, Franz Mazura og Jan Hendrik Rootering. Allir áhugamenn eru velkomnir á sýninguna. Útbrot í Umbru ÚTBROT er yfirskrift sýningar sem ljósmyndarinn Jónas Hallgrímsson stendur fyrir í Gallerí Úmbru við Amtmannsstíg dagana 4.-24. apríl. „Þema sýningar- innar er konan og deila kynjanna um yfirráð veraldar- innar. Velt er upp þeirri spurningu hvort veikara kynið sé að ná yfirráðum í veröldinni og snúa þar með leiknum sér í hag eða hvort allt verði við sama enn um sinn“, segir í frétt frá Úmbru. Verkin á sýningunni eru öll í lit. Þetta er önnur einkasýning Jón- asar. Hann stundar nú nám við ljós- myndun við Boumemouth & Poole College of Art and Design í Bretlandi. Jónas Hallgrímsson Morgunblaðið/Árni Sæberg FEIGÐARFÖR tekin upp: Þóra Friðriksdóttir, Halldóra Björns- dóttir, Hilmir Snær Guðnason og Gunnar Eyjólfsson. Feigðarför Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins, frá kl. 13-18 þriðjudaga til laugardaga og kl. 14-18 sunnu- daga. Gestur sýningarinnar er Sara María Skúladóttir, nemi á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Kniplað, kembt og spunnið NORRÆN heimilsiðnaðarsýning stendur nú yfir í Norræna húsinu. þar sýna norrænir handverksmenn og eru tólf íslendingar þar á með- al. Náttúran er þema sýningarinn- ar. Á skírdag kl. 15-18 verður hand- verksfólk að störfum. Verður knipl- að, kembt og spunnið, skorið út og saumað, til dæmis baldýrað og sýnd gerð prestskraga. Sýningin er opin frá kl. 14-19 og á skírdag til kl. 21. Sýningin verður opin föstudaginn langa, en lýkur á laugardag. UM PÁSKANA verður útvarpað á samtengdum rásum Klassíkur fm og Aðalstöðvarinnar fram- haldsleikritinu „Feigðarför" eftir Þórunni Sigurðardóttur. Verkið er í fjórum 25-30 mín. þáttum og verður það sent út daglega frá skírdegi og fram á annan í pásk- um. Þetta er fyrsta stóra útvarps- leikritið sem sent er út utan Ríkis- útvarpsins, en Menningarsjóður útvarpsstöðva veitti styrk til verk- efnisins. Verkið segir frá hvarfi hins þekkta þýska vísindamanns dr. Walter von Knebels og félaga hans Max Rudloffs, listmálara, en þeir hurfu á dularfullan hátt við rann- sóknir í Öskju árið 1907. Aldrei hefur sannast hvað af þeim varð, en þeir fóru fyrstir manna út á Öskjuvatn á bát og fundust aldrei. Leikendur í útvarpsleikritinu eru þau Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur von Knebel, Halldóra Björnsdóttir leikur Inu, Hilmir Snær Guðnason leikur Speth- mann, Rudloff leikur Benedikt Erlingsson en aðrir leikarar eru: Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriks- dóttir, Amar Jónsson, Rúrik Har- aldsson, Steindór Hjörleifsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Guð- mundur Ólafsson, Theódór Júlíus- son og Margrét Pétursdóttir. Sögumaður er Ari Trausti Guð- mundsson og leiksijóri Þórunn Sigurðardóttir. Nína Margrét og Blásara- kvintettinn NÍNA Margrét Grímsdóttir píanó- leikari og Blásarakvintett Reykja- víkur leika í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 9. apríl og hefjast tón- leikarnir kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Beethoven, Jean Francaix og Hindemith. Tónleik- arnir eru í Tónleikaröð Leikfélags- ins. Nína Margrét Grímsdóttir hefur komið víða fram sem einleikari og í samleik. Hún er í Nomos-dúóinu ásamt fiðluleikar- anum Nicholas Milton og fluttu þau meðal annars allar fiðlusónötur Beethovens og Brahms í New York á síðasta ári. Nína Margrét Nína Margrét Grínisdóttir Hans Christiansen stundar nú doktorsnám í píanóleik í New York og starfar við Bloom- ingdale-skólann þar í borg. Blásarakvintett Reykjavíkur hef- ur nýlega fengið mikið hrós fyrir leik á geisladiskum Chandons- útgáfunnar. í kvintettinum eru Bernharður Wilkinsson, Daði Kol- beinsson, Einar Jóhannesson, Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmunds- Hans Christian- sen sýnir í safn- aðarheimilinu HANS Christiansen myndlistar- maður opnar myndlistarsýningu í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju á skírdag kl. 14. Sýningin er síð- an opin daglega frá kl. 14-22 og lýkur að kvöldi annars páskadags. Jafnframt opn- un sýningarinnar flytur Hans vinnu- stofu sína að Breiðumörk 8 í Hveragerði og verður opnun hennar' auglýst nánar eftir páska. Myndvefnaður o g textil-miniat- urverk í Greip SÓLRÚN Friðriksdóttir opnar sýn- ingu á myndvefnaði og textil-min- iaturverkum í Gallerí Greip við Hverfisgötu, laugardaginn 6. apríi kl. 14. Sólrún stundaði nám í myndlist-., arkennarad- eild og textíl- deild Mynd- lista- og hand- íðaskóla Is- lands, við Textílinstitutet i Borás, Svíþjóð og „Meisterklasse Textiles Design“ í Listaskólanum Graz, Austurríki. Hún hefur tekið þátt í samsýnig- um hérlends og alþjóðlegum sam- sýningum víðsvegar um heim, en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 nema á páskadag og lýkur henni sunnudaginn 14. apríl. VERK eftir Sólrúnu Friðriks- dóttur. <yfífe<ía(f&tx)<f £71m/?1',íÁA//)6'S S7/ujófö oy 7fá?tu (jetur/)á sé/f UNDUB HEIMSINS HEIMSREISURNAR ERU HLUTFALLSLEGA ODYRUSTU FERÐIRNAR A MARKAÐNUM IVöfalf verógífdí Oskaferöirnar seljast upp - fyllast nú hver af annarri - pantið strax á sértilboði, áður en verðið hækkar. HÁPUNKTUR EVRÓPSKRAR MENNINGAR OG LISTA í MENNINGARFERÐUNUM TVEIMUR ERU AÐ SELJAST UPP. KLASSÍSKA LEIÐIN - 24. maí - 10 dagar á slóö barrokks í tónlist, byggingarlist og myndlist í Weimar, Dresden, Leipzig, Berlín undir leiösögn Ingólfs. TÖFRAR ÍTALÍU - 10. ágúst, 15 dagar - Milano, Gardavatn, Verona, Feneyjar, Bologna, Pisa, Florens, Siena, Perugia, Assisi, Róm undir leiðsögn Ingólfs. VESTLIR KANADA - 7. sept., 2 vikur - „Yfirnáttúruleg fegurö“ Klettafjalla, Alberta og Breska Kolumbia - Calgary, Banff, Vancouver, Victoria. PERLUR AUSTURLANDA - 5. okt., 3 vikur - BALI, SINGAPORE, HONG KONG, BANGKOK. Hin „klassíska" Austurlandaferö. Innsýn í hinn margbotna, háþróaöa heim og menningu Austurlanda. TÖFRAR „1001 NÆTUR“ -17. okt - 3 vikur í dúlúö og munaði óþekktra slóöa í Austurlöndum: Burma (Rangoon og Mandalay) - fjarræn og fögur meö íburðar- mestu musteri heimsins - sannkallaö undur veraldar. Vikudvöl á vinsælasta dvalar- staö Austurlanda - Phuket - Mandarin hótel aö viöbættri Bahrein í Persaflóa - algjör perla - hin nýja „Litla Singapore" og besta fríhöfn í heimi. KARÍBAHAFIÐ - FERÐASKRIFSTOFAN Siglingar og Dominikana allt árið HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.