Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvað átti barnið að heita? Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Afi fór í sædýrasafnið í gær. Hann komst inn á miða fyrir Hann gat aðeins horft á gömlu aldraða. fiskana. Hvað þýðir það? 'Frá Þórólfi Jóhannessyni og Berg- lind Steinarsdóttur: ÞANN 29. október 1994 gerðist sá gleðilegi atburður að fjölgun varð í fjölskyldunni okkar. Lítill drengur fæddist. Lítill sonur og bróðir. Nýr einstaklingur. Fyrir löngu höfðum við foreldrarnir ákveðið hvað bamið ætti að heita ef það yrði drengur. Tvö nöfn urðu fyrir valinu. Fyrra nafið Ásgeir eftir föðurbróður sem dó 6 ára gamall. Seinna nafnið Hilbert er eftir föðurafa sem dó snögglega fyrir aldur fram frá barnabörnum sínum. Okkur hafði dottið í hug að ef til vill þyrfti að leggja nafnið fyrir mannanafnanefnd þar sem okkur var ekki kunnugt um fleiri menn með sama nafni. Við höfðum ákveðið að skíra barnið á sjúkra- húsinu og vorum svo heppin að það var fundur hjá mannanafna- nefnd sama dag. Eftir heilmikla snúninga tókst að koma erindinu til nefndarinnar en seinna um dag- inn kom svo svarið. í stuttu máli var nafninu hafnað. Við fengum áfall eins og sagt er. Helst vildum við hætta við skírnina og hugsa málið, en ömmur og afar utan af landi voru mætt til taka'þátt í at- höfninni. Þrátt fyrir grunsemdir varðandi nafnið kom það okkur gjörsamlega í opna skjöldu að því skyldi vera hafnað. Því ekki var um að ræða neins konar ónefni eða fáranlegt nafn. Auk þess er nafnið fjölskyldunni kært og má ekki gleymast burt séð frá öllum ströng- ustu lögum og reglum. Nú hafa staðið yfir bréfaskriftir í rúmt ár til að fá úrskurðinum breytt. Föðuramma drengsins hef- ur borið hitann og þungann af skrifunum og gagnaleit. Henni rennur blóðið til skyldunnar þar sem hún ber nú ólöglegt föður- nafn. Ekkert sem fram hefur kom- ið í gögnum frá okkur hefur getað breytt úrskurðinum. Okkur hefur verið bent á að leita til Mannrétt- indadómstólsins en það er ekki á okkar færi vegna kostnaðar. En burt séð frá lögum og reglum og tilfinningum hvað finnst þá al- menningi um nafn eins og Hilbert? Að hvaða leyti er það hættulegra íslenskri tungu en t.d. Albert, Nor- bert, Húbert, Gilbert, Herbert og Engilbert sem öll teljast lögleg, nú eða bara Hilmar? I umboði okkar hefur Þorbjörg Hilbertsdóttir ritað umboðsmanni alþingis undirritað bréf: „Samkvæmt vinnulagsreglum mannanafnanefndar frá 17. ágúst 1993 túlkar nefndin að eiginnafn skuli vera íslenskt, það megi ekki bijóta í bága við íslenskt mákerfi, það megi ekki vera nafnbera til ama, það eigi að vera merkingar- bært, eigi að vera af norrænum toga og hafi íslenska mynd. I fyrsta lagi er það mjög teygjanlegt hvað er íslenskt eigin- nafn. Eiginnafnið Hilbert brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi, það beygist t.d. eins og nafnið Albert. Hver getur tekið ákvörðun um hvort eiginnafn verður til ama? Ég veit t.d. ekki til þess að Hil- bertsnafnið hafi verið föður mínum til ama. Mörg „norræn“ manna- nöfn koma frá Þýskalandi, Grikk- landi og úr Biblíunni. Þótt nafnið Hilbert komi upphaflega frá Þýskalandi eins og mörg önnur „íslensk“ nöfn þá var það fyrst skrifað Hildibjartur>Hildibert>Hil- bert eins og Aðalbjartur breyttist í Albert. Hilbertsnafnið er því jafn merkingarbært og Albert. Hvernig má það vera að leyfa t.d. eiginnöfnin Herbert, Húbert, Hólmbert og Norbert en hafna nafninu Hilbert? Ég hef leitað gagna og spurst fyrir hjá málfræð- ingum sem sjá ekki neitt því til fyrirstöðu að eiginnafnið Hilbert verði viðurkennt. í manntali árið 1910 er nafnið Húbert og er það viðurkennt af nefndinni, en faðir minn Hilbert fæðist ekki fyrr en 1914 og fær þess vegna ekki náð hjá nefndinni. Hvað táknar þá hjá manna- nafnanefnd að „hefð ungs töku- nafns telst rofin ef það kemur hvorki fyrir í manntalinu 1910 né síðar“? Faðir minn sem fæddur var 10. mars 1914 (d. 1974) hét fullu nafni Hilbert Jón Björnsson, hann var íslenskur í húð og hár, en var skírð- ur Hilbert í höfuðið á norskum vini afa og ömmu, Björns Bjarnasonar verkstjóra í Viðey og Þorbjargar Ásgrímsdóttur. Það er gjörsamlega óveijandi og óviðunandi að einhveijir menn geti túlkað lög Alþingis þannig að þeir geti á fundi sínum árið 1993 afmáð eiginnafn sem er þó föður- nafn tveggja íslenskra ríkisborg- ara, Sævars Hilbertssonar og Þor- bjargar Hilbertsdóttur, með ann- arri eins hártogun." Eins og áður hefur verið nefnt hafa málfræðingar sagt okkur að nafnið Hilbert stangist ekki á neinn hátt við íslenska beygingarkerfið og þeir geti ekki séð neitt athuga- vert við nafnið þannig séð. Við skorum á yfirvöld að taka á málinu eins fljótt og auðið er vegna fjölda þeirra sem standa í svipuðum málum og sérstaklega vegna þess að þessu fylgir ótrúlega mikil vinna. Bréfaskriftir og aftur bréfaskriftir er eitthvað sem við teljum vera tímasóun fyrir hvern þann sem þarf að standa í annarri eins þvælu og þessu máli. Neyð- umst við kannski til þess að breyta ólöglegum föðurnöfnum okkar í framtíðinni?!! ÞÓRÓLFUR JÓHANNESSON, 060356-4349. BERGLIND STEINARSDÓTTIR, 071064-5659. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta. ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.