Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVl'K, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 27. APRÍL1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bruggari tekinn á Stokkseyri Sjávarútvegsráðherra boðar frekari breytingar á fiskveiðsljórmmarkerfinu Vill afnema reglur sem heimila línutvöföldun ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra vill afnema svokallaða línutvöföldun og hefur hann sent sjávarútvegsnefnd Alþingis bréf þess efnis. Þetta kom fram í ræðu sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda hf. í gær. Þorsteinn sagði fyrrgreint kerfi ekki vera í neinu samræmi við þá meginreglu sem núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi byggði á. Það fæli í sér margs konar óhagræði, m.a. væri íjárfesting í veiðigetu langt umfram þá möguleika sem línutvöföldunin byði og því meira óhagræði fyrir útgerðina og þjóðar- búið. Þá hefði þessi regla sprengt upp verð á kvóta í upphafi fiskveið- iárs. „Ég bendi á rök margra útvegs- og fiskverkunarmanna, sem telja að kapphlaup tvöföldunarreglunnar leiði til óhagræðis fyrir fiskverkun í landinu sem geti leitt til birgða- söfnunar og óeðlilegra áhrifa á markaðsaðstæður," sagði Þorsteinn Pálsson. Þá sagði Þorsteinn að einnig væri rétt að kanna stöðu jöfnunar- sjóða sjávarútvegsins, sem í dag væru tveir. Annar þeirra væri tíma- bundinn, með 10 lesta hámarki sem ætlað er að treysta stöðu minni báta á aflamarki. Hinn hefði yfir 12.000 þorskígildislestum að ráða og hefði hann verið notaður til þess að draga úr áhrifum af samdrætti í þorskveiðum á undanförnum árum. Þorsteinn sagði að rétt væri að endurskoða hvort sá sjóður yrði nýttur, í ljósi þess að aflheimildir yrðu að öllum líkindum auknar í haust. Þar væri um heimild til ráð- herra að ræða og því þyrfti engar lagabreytingar til. LÍÚ styður breytinguna Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagðist fagna þessari yfirlýs- ingu sjávarútvegsráðherra. Lín- utvöföldunin fæli í sér stjórnun sem væri í ósamræmi við meginþættina í því stjórnkerfi fiskveiða sem væri hér við lýði. Línutvöföldunin hefði leitt til mikils kostnaðarauka fyrir þá sem þessar veiðar stunda. Hann sagðist telja að þeir sem þessar veiðar stunda væru almennt að komast á þá skoðun að afnema bæri línutvöföldun. Kristján sagði að línutvöföldunin yrði hins vegar ekki afnumin nema að þeir sem veiðarnar hafa stundað nytu þess í sínu aflamarki. Það yrði hins vegar að verða samkomu- lagsatriði hvernig það yrði gert. Kristján sagðist einnig fagna yfir- lýsingu sjávarútvegsráðherra um að afnema bæri jöfnunarsjóð sjáv- arútvegsins. Stokkseyri. Morgunbladið. LÖGREGLAN á Selfossi handtók mann á Stokkseyri á sjöunda tím- anum í gær við bruggverksmiðju sem lögreglunni hafði borist tilkynning um. Maðurinn, sem er úr Reykjavík, var að koma 35 lítra brúsa fullum af landa fyrir í bíl sínum þegar hann var handtekinn og í húsnæðinu fund- ust um 15 lítrar til viðbótar auk mikils tækjabúnaðar til bruggunar, m.a. þúsund lítra eimingartankur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Selfossi er húsnæðið sem um ræð- ir í eigu manns sem ekki hefur búið á Stokkseyri og lítið sést þar. Bárust ábendingar frá íbúum á Stokkseyri um að líklega væri húsnæðið notað til bruggframleiðslu. Maðurinn, sem handtekinn var í gær, var að sögn rannsóknarlögreglunnar handtekinn fyrir samskonar afbrot í Hveragerði í byijun mars síðastliðins. Þrettán þúsund manns með ættarnöfn Ættamöfn fleiri en föðurnöfn ÆTTARNÖFNUM fjölgar mjög ört hér á landi og nú er svo kom- ið, að ættarnöfn karla eru nokkru fleiri en föðurnöfn þeirra, en ætt- arnöfn kvenna allmiklu fleiri en föðurnöfn þeirra. Verði ekkert að gert kann svo að fara að ekki líði margir áratugir þar til kenni- nafnaflóra íslendinga einkennist af ættarnöfnum, sem flest verða útlend og með mjög framandleg- um blæ. Þar með hverfur hinn séríslenski kenninafnasiður. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi til mannanafna- laga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar kemur fram, að árið 1994 hafi 2.227 ættarnöfn verið skráð hér á landi, en þau voru tæplega 300 í aldarbyijun. Flest ættar- nöfnin eru aðeins borin af örfáum mönnum, en fjöldi íslenskra ríkis- borgara, sem báru ættarnöfn árið 1994 var þó um 13 þúsund, eða um 5% íbúa landsins. Fjöldi ættar- nafna og tíðni þeirra vex því hröð- um skrefum. Dæmi tekin af 108 ættarnöfnum í greinargerðinni eru tekin dæmi af 108 ættarnöfnum, sem hvert er borið af þremur karl- mönnum hér á landi og bent á, að aðeins 19 þeirra geti talist ís- lensk og sé þá öllu til tjaldað, s.s. Franklín, Eldon og Haralz. Ein- hver þessara nafna séu vísast bor- in af fólki, sem eigi eftir að hverfa af landi brott og nöfnin með því, en flest muni breiðast út og innan fárra áratuga kunni tugir eða hundruð einstaklinga að bera nöfn, sem nú eru mjög sjaldgæf, eins og Busk, Chelbat, Datye, Wheat, Överby og Özcan. ■ Eilífur ófriður/32 Þrír bræður með þrílembinga Vopnafirði. Morgunblaðið. ÞAÐ var nóg að gera hjá ung- viðinu á Einarsstöðum í Vopnafirði á sumardaginn fyrsta. Sex ær voru bornar á bænum, svona óvart, því enn voru þrjár vikur í sauðburð. Strákarnir á bænum, þeir Björgvin 7 ára, Bessi 4 ára og Frosti 1 árs, voru stoltir af lömbunum, þar á meðal þrílembingum, og leyfðu þeir að smellt væri af þeim mynd í tilefni sumarkomunnar. Ekki er þó sumarlegt um að litast utan dyra þar sem ferðast þarf á reiðskjóta heimilisins, snjósleðanum, upp að fjárhús- unum. Hjónin á Einarsstöðum, þau Guðbjörg Pétursdóttir og Grétar Jónsson, segja þrisvar hafa snjóað í vetur; í haust, eftir áramótin og fyrir viku en þá hefði kyngt niður snjó. Vetur konungur vildi greini- lega minna á tilverurétt sinn á annars mildum vetri svona rétt í vetrarlokin. í fjárhúsun- um var líka gimbur sem fékk svolitla aukagjöf úr lófa hús- bónda síns. Gimbrina fann Grétar undir fönn í áhlaupinu í haust en þar hafði hún legið í 22 daga. Eftirlit með tann- læknum verður hert NÝRÁÐINN tryggingayfirtann- læknir, Reynir Jónsson, vill auka eftirlit með reikningsfærslum tann- lækna, lagfæra gjaldskrá og semja við tannlækna með tilliti til vand- virkni og verðlagningar. Til greina kemur að taka stikkprufur úr sjúk- lingaskrám til að ganga úr skugga um að verið sé að reiða sömu þjón- ustu af hendi og greitt er fyrir. Reynir vill jafnframt auka ábyrgð einstaklingsins og segir núverandi kerfi umbuna þeim sem hugsa illa um tennurnar. Hugsanlegt sé að lækka hlutfall endurgreiðslu frá tannlæknadeild Tryggingastofnunar ríkisins, eða fella niður, hirði ein- staklingur ekki um að mæta reglu- lega til skoðunar eða vanræki tennur um langt skeið. Búið er að endurskoða gjaldskrá fyrir tannlækningar og leggja fyrir Tannlæknafélag Islands til umsagn- ar. „Það er búið að einfalda gjald- skrána og fella niður liði, sem sumir hafa nýtt sér til gjaldtöku, en aðrir ekki.“ Nefnir hann dæmi um reikn- inga þar sem kostnaður af viðgerð er þriðjungur upphæðar. „Sumir nota ákveðna smurningsl- iði mjög mikið, sjálf viðgerðarvinnan er orðin aukaatriði, og því má spyija hvort stofnunin eigi að kaupa tann- lækningar af þeim.“ Aðspurður hvort um vísvitandi misnotkun á gjaldskrá tannlækna sé að ræða í sumum til- fellum segir Reynir: „Hættan er fyr- ir hendi þegar um er að ræða 300 manna hóp sem ekki hefur verið haft nægilegt eftirlit með.“ Greiðslur vegna tannlækninga námu 800 milljónum króna hjá TR 1994 og segir Reynir mega nýta fjár- muni, sem sparast með breyttum áherslum í rekstri deildarinnar, í kostnað við eftirlit með tönnum ungs fólks eftir að grunnskólagöngu lýkur og auka eftirlit með tannholdssjúk- dómum. ■ Ekki draumórar/33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.