Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 25 Afnemum línutvöföldun og setjum línuveiðum sömu leikreglur og öðrum Sjávarútvegsráð- herra hefur lagt til að svokölluð línutvöföld- un verði afnumin í núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi og að línubátum verði út- hlutað kvóta sam- kvæmt veiðireynslu undanfarinna ára. A sínum tíma var línutvöföldun tekin upp vegna þess að menn vildu draga úr netaveiðum yfir hörð- ustu vetrarmánuði, en jafnframt var tilgang- urinn að styðja við útgerðir og byggðarlög á þeim stöðum úti um land sem fóru illa út úr kvótaskiptingunni, þegar aflamarkskerfið var tekið upp árið 1984. Þegar kvóta var úthlutað í upphafi var aðeins miðað við afla- magn á ákveðnu viðmiðunartíma- bili en ekki tekið tillit til verðmæt- is hans. Línubátar voru með lítið aflamagn og þrátt fyrir að þeir hefðu skapað mikil verðmæti úr þessum litla afla varð aflahlutdeild þeirra lítil. Fjölgun sjómanna á línuveiðum Við upphaf kvótakerfisins voru allir línubátar gerðir út sem land- róðrabátar. Hinn hefðbundni línu- bátur var með 6 sjómenn og 5 beitningamenn í landi. Var bátur- inn yfirleitt gerður út á línu yfir vetrarmánuðina en fór á aðrar veiðar hinn hlutann úr árinu. Með betri tækni og þróun nýrra tækja hafa töluverðar framfarir orðið. Þannig hefur svo kölluð beitning- arvél leyst hina hefðbundna beitn- ingamenn af hólmi að mestu leyti. Nú er svo komið að stór floti báta sem er með beitningarvél um borð og gerir út á línuveiðar allt árið. Á þessum bátum eru að meðaltali 15 sjó- menn við störf allt árið. Þannig hefur orðið mikil fjölgun sjómanna, sem starfa allt árið við línuveiðar, frá því sem áður var. Sóknarmark á línutvöföldun Með hinum miklu þorskskerðingum sem orðið hafa á síðustu árum hefur aflasam- setning línubáta breyst verlega. í dag sækja þessir bátar mikið í aðrar tegundir en þorsk, t.d. keilu, löngu, steinbít, ýsu, karfa, og grálúðu. En aðalvanda- mál línubátanna er að þorskur er alltaf meðafli við þessar veiðar. Þess vegna er það mikilvægt að að skipuleggja veiðarnar til. að geta látið þorskkvótann duga allt árið og gera þannig ráð fyrir hon- um sem meðafla. Með breytingum sem Alþingi gerði á línutvöföldun fyrir tveimur árum, þar sem þak var sett á afl- ann samkvæmt því kerfi en fjöldi bátanna ekki takmarkaður^ var búið svokallað sóknarmark. Á tvö- földunartímabilinu, sem stendur yfir fá 1. nóvember til 1. mars, veiðir hver bátur eins og hann getur þangað til potturinn er búinn og lýkur þá veiðunum. í vetur veiddist í fyrsta sinn sá afli sem heimilt var að taka, eða 17 þúsund tonn af óslægðu, og lauk veiðum um miðjan febrúar. Sóknarmarkskerfið vinnur gegn atvinnuöryggi í dag vill mikill meirihluti þeirra sem stunda línuútgerð og vinnslu henni tengda að hin svokallaða línutvöföldun verði tekin af og aflareynsla bátanna á síðustu árum verði látin gilda um skipt- ingu á þessum óskiptu veiðiheim- ildum, eins og reyndar hefðin í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi segir til um. Veiðin var góð síðastliðinn vetur og þess vegna íhuga margir sem ekki hafa stundað þessar veiðar að fjárfesta í beitningarvél og taka þátt í kapphlaupinu þrátt fyrir að heildaraflinn verði sá sami. Það hefði þau áhrif að mikil fjárfesting myndi ekki nýtast þar sem minna yrði til skiptanna fyrir hvern og einn. Sóknarmarkskerfið á línutvö- Skapi stjórnvöld sann- gjarnar leikreglur, segir Guðmundur Kristjánsson, er framtíðin björt í línuútgerð og vinnslu sem henni tengist. földunartímanum hefur kallað mikinn vanda yfir línubátana sem stunda línuveiðar allt árið. Það skýrist af því að í hinu mikla kapp- hlaupi á tvöföldunartímabilinu klára þeir allan sinn þorskkvóta á þremur og hálfum mánuði, en eru síðan í vandræðum með þorsk það sem eftir er ársins. Þetta er ein af ástæðum fyrir háu verði á þorskkvóta, þar sem línubátar verða að leigja kvótann til að eiga fyrir meðafla það sem eftir er físk- veiðiársins eða leggja bátunum að öðrum kosti. Þetta kapphlaup hef- ur einnig skapað mikið óöryggi fyrir þá fiskvinnslu sem byggir Guðmundur Kristjánsson sína starfsemi á línuafla. Mikil vinna er í fiskvinnslunni á þessu tímabili en af því loknu tekur sama vandræðaástandið við og fólki er sagt upp. Með sama hætti má nefna að þar sem landbeiting er skapast mikill vinna á þessu tíma- bili en þegar tvöföldunin er búin er ekkert starf að fá. Margir hafa bent á að þegar línutvöföldun hefst þá skapist mikil vinna og það sé hið besta mál. En þessir sömu aðilar tala lítið um það ástand sem skapast þegar tvöföldun er búin og fólk missir vinnuna. Áður fyrr var yfirleitt auðvelt að fá vinnu en í dag er annað ástand. Nú leggur fólk mikið upp úr atvinnuöryggi og að hafa vinnu allt árið. Núver- andi skipulag á línutvöföldun vinn- ur á móti því að skapa atvinnuör- yggi allt árið. Jafnframt dregur þetta úr veið- um línubáta á ýmsum öðrum teg- undum þar sem þorskur er með- afli, þar sem þorskkvótinn er allur nýttur á línutvöfölduninni en ekki allt árið samhliða veiðum á öðrum tegundum. Lægra skilaverð Sá mikli afli sem kemur á land á línutvöföldunartímabilinu leiðir til verðfalls á fiskmörkuðum. Er- lendir fiskkaupendur á saltfiski og ferskum flökum fylgjast grannt með verði á innlendum fiskmörk- uðum. Þegar verð lækkar á fisk- markaði hérlendis þá eru þeir fijót- ir að biðja um verðlækkanir á af- urðum og þannig verður skilaverð á afurðum sem selt er erlendis lægra en ella hefði orðið. Færa má rök fyrir því að hagur fiskvinnslu sem byggir sína af- komu á útflutningi á ferskum fiski yrði betri við afnám línutvöföldun- ar þar sem framboð af ferskum línufiski verður jafnara yfir allt árið. í dag eru t.d. fersk flök flutt út til Bandaríkjanna allt árið en áður var aðeins flutt út yfir vetrar- mánuðina. Þessi hluti fiskvinnsl- unnar hefur beðið um ferskan iínu- fisk allt árið en ekki fengið hann nema yfir vetrarmánuðina. Oft liggur við slysum Sóknarmarkið í línutvöfölduninni hefur leitt til mikils kostnaðarauka fyrir línuútgerð. í dag er aðalbeit- an innfluttur smokkfiskur sem kostar allt að 110 krónum kílóið. Smokkfískurinn er veiðnari á þorsk en önnur beita. Ef ekki væri kapp- hlaupið myndu útgerðir nota ís- lenska síld í meira mæli, en hún er fryst innanlands og kostar kílóið 35 krónur. Einnig eru róðrarvenjur að breytast og nú er varla tími til að taka jólafrí þar sem kappið í mönnum er orðið svo mikið. Skipstjórnarmenn línubáta hafa miklar áhyggjur af því að sjósókn á línutvöföldunartímabilinu, sem er yfir háveturinn, sé orðin of hörð og oft hafi legið við stórslysi þegar bátar halda áfram að draga línuna í slæmum veðrum þótt skynsamlegra væri að halda í land. Björt framtíð í línuveiðum Núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar hafa mar- goft sagt að taka verði línutvöföld- un af. Áreiðanleiki í fiskveiði- stjórnun byggist á vissu um lang- varandi ástand. í dag ríkir veruleg óvissa um línutvöföldun þar sem hún er á skjön við aflamarkskerfið sem fest hefur verið í sessi. Slík óvissa leiðir til minni verðmæta- sköpunar í greininni þar sem skammtímasjónarmið gilda í stað ráðstafana til lengri tíma. Stjórn- völd verða að taka af skarið og afnema línutvöföldun og skapa línuútgerð sömu leikreglur og öðr- um útgerðum í landinu. Þegar línutvöföldun var tekin upp var það skynsamleg ráðstöfun á þeim tíma en í dag eru aðstæður breyttar og það hlýtur að vera styrkur hvers kerfis að geta breytt til á hveijum tíma, séu til þess gild rök. Stjórnvöld verða að horfa til framtíðar þegar leikreglur eru settar, en ekki að einblína á fortíð- ina. Skapi stjórnvöld sanngjarnar leikreglur er framtíðin björt í línuútgerð og vinnslu sem henni tengist. Línan er vistvænt veiðar- færi. Línubátar koma með há- gæða- fisk að landi hvort sem honum er landað ferskum eða hann heilfrystum úti á sjó og full- unninn í tæknivæddri fískvinnslu- stöð í landi. Einnig er djúpslóðin hringinn í kringum landið spenn- andi verkefni fyrir línuflotann. Höfundur er útgerðarmaður og áhugamaður um línuveiðar. Heilsuval - Barónsstig 20 ts 562 6275 * Alfur og forvarnir ‘Ramaiía *gOAT. EKKI FER á milli mála að við íslendingar höfum þungar áhyggj- ur af áfengis- og vímu- efnaneyslu unglinga og ungs fólks. Þessi neysla fer vaxandi, hún hefst fyrr í lífi unga fólksins og það kynnist hættulegri vímuefnum en áður hafa þekkst. Vart þarf að tíunda hvers vegna við viljum ekki að unglingar, allt frá 12 til 13 ára aldri, séu að nota áfengi eða önnur vímuefni. Þessi neysla hefur neikvæð áhrif á þroska unga fólksins og því er hættara við slysum, ótímabærum þungunum og öðrum miður æski- legum afleiðingum. Það hefur ekki þroska til að vinna úr áföllum sem geta hent. Hjá SÁÁ er mikill og vaxandi þungi á forvarnastarfí, sem beinist fyrst og fremst að því að draga úr eftirspurn unglinga eftir vímuefnum. Reynt er að hafa áhrif á unglingana sjálfa með ýmsu móti. Foreldrar, kennarar, starfsfólk heil- brigðisstétta og aðrir sem koma að uppvexti unglinganna fá fræðslu um leiðir til að draga úr eftirspurn- inni. Hjá SÁÁ er mikil þekking á öllum hliðum áfengis- vandans. Starfsfólk SÁÁ hefur kynnst því hvernig áfengis- og vímuefnaneysla ungl- inga getur þróast í sjúklegt ástand á mjög skömmum tíma. Með forvörnum reynum við að gera unglingunum skiljan- legt hvers vegna þeir ættu að láta vímuefnin eiga sig. Við veitum þeim fræðslu um skað- semi vímuefnanna og hvernig þeir geta styrkt sig til að stand- ast hópþrýsting til neyslu áfengis og annarra vímu- efna. Þannig teljum við líkurnar aukast á því að unglingarnir taki skynsamlega ákvörðun í þessum efnum. Um næstu helgi er hin árlega álfasala SÁÁ. Tekjurnar af henni eru undirstaða forvarnastarfsins. Það er von mín að sem flestir kaupi Álfinn til að leggia lið í baráttunni við að beina unga fólkinu frá vímu- efnunum. Einar Gylfi Jónsson er dagskrárstjóri forvarnadeildar SAÁ. Einar Gylfi Jónsson Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi Atter Snn el þú vil! fesla sólbrúnkuna til mánaða umleið og þú nsrir húðina með Aloe Vera, E-vítam.. kollageni og lanólíni. o Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnir #15, #29, #30 og 501. Krem, úði, þykkur salvi og stifti. o Banana Boat naeringarkrem Brún-án sólar m/sólvöm #8. o Hraðgræðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Abe Vera m/sólv. #21, E-vitamín m/sólvörn #30; kirstubetjum, vatns- melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir. o Hvers vegna aó borga 1200 kr. fyrir kvartiitra af Aloe geli þegar þú getur tengið sama magn af 99,7% hreinu Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr ? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli ð 1000 kr. Án spírulinu, til- búinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. BIODROGA Litrænar jurtasnyrlivönir EnginaukailtneU BIODROGA Scetir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.