Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MiDVlkl/DAGUii 15; itfÁÍ 1 ílW 31'' AÐSENDAR GREINAR Afnotagjöld og auglýsingar Meðal annarra orða Niðurstaða mín er þá einfaldlega sú, segir Njörður P. Njarðvík, að æskilegt væri, að menn hættu nú að vega að Ríkisútvarpinu, hættu að hugsa um stundargróða fjárafla- manna og hygðu þess í stað að almannaheill. ENN einu sinni hefur starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins verið að fjalla um málefni Ríkisút- varpsins og sent frá sér tillögur með hliðsjón af endurskoðun útvarpslaga. Það má heita undarlegt að slíkt þurfi að gera aftur og aftur og enn undar- legra að slíkur starfshópur, sem á að fjalla um starfsgrundvöll Ríkisút- varpsins, virðist líta á það sem hlut- verk sitt að vinna gegn þeirri stofn- un. Svo er að sjá sem í þennan starfs- hóp hafi valist menn sem hafa ákveð- ið rekstrarform að átrúnaði og líti svo á að einkarekstur hljóti ávallt að vera betri en sameignarform á vegum ríkisins. Því má ekki gleyma, að rekstur ljósvakamiðils er mjög sérstakur, og notendur þess miðils eru trúlega ekki mikið að hugsa um rekstrarform. Fyrir þá er það dag- skráin sem skiptir máli. Þeir vilja vandaða dagskrá sem fellur þeim vel í geð, og má þá kannski einu gilda hvort dagskráin er send frá stöð sem ér hlutafélag eða í ríkiseign. Ákveðinn eðlismunur Því er þó ekki að leyna, að reynsl- an sýnir að ríkisreknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa yfirleitt boðið vandaðri dagskrá en einkastöðvar. Það á við á Norðurlöndum, Bret- landi, Þýskalandi og Frakklandi og enn fremur með fámennri þjóð eins og okkur, þar sem einkastöðvar hafa ekkert bolmagn til annars en ódýrrar dagskrár. Og svo er að skilja sem það vilji starfshópurinn laga með því að draga úr yfirburðum Ríkisút- varpsins. Ég hef hins vegar enga trú á að það myndi takast, þótt farið yrði eftir tillögum hópsins, af því að það er þrátt fyrir allt ákveðinn eðlis- munur á einkastöðvum og ríkisstöðv- um. David Attenborough lýsti þeim mun skilmerkilega í fáum orðum í viðtali í íslenska sjónvarpinu: Einka- stöðvar bera fyrst og fremst ábyrgð gagnvart eigendum sínum, hlut- höfunum, og eiga að skila þeim arði af fjárfestingu. Þess vegna snýst reksturinn um fjáröflun. Stöðin er kostuð af auglýsingum og því þarf dagskráin að vera þannig að hún laði að auglýsingar. Með öðrum orð- um vinsæl afþreying að miklu leyti, þótt það sé að vísu ákveðin einföldun að segja svo. Ríkisstöð er rekin fyrir almannafé og ber því ábyrgð gagn- vart notendum sínum beinlínis, áheyrendum / áhorfendum, almenn- ingi. Og hann gerir aðrar kröfur en hluthafar. Almenningur vill fyrst og fremst fá vandaða dagskrá. BBC er rekið fyrir almannafé og allir verða að greiða fyrir sjónvarps- leyfi í Bretlandi. Og ég veit ekki til þess að hægri menn í Bretlandi, ekki einu sinni á dögum járnfrúarinnar, hafi reynt að breyta þeirri tilhögun, enda hefur hún reynst með ágætum. Ekki hugsað til enda Hér á íslandi hagar öðruvísi til. Ríkisútvarpið er rekið með afnota- gjöldum og auglýsingum, en BBC birtir engar auglýsingar. Og einka- stöðvarnar á íslandi eru líka reknar með afnotagjöldum (áskrift) og aug- lýsingum, andstætt einkastöðvum erlendis, sem aðeins hafa tekjur af auglýsingum (nema kapalsjónvarp). Því snýst málið í raun ekki um að afnema afnotagjöld, heldur um skylduáskrift að Ríkisútvarpinu, þar sem allir sem eiga útvarps- og sjón- varpstæki þurfa að greiða slík af- notagjöld. Og þær raddir hafa heyrst, að óréttlátt sé að skylda menn til áskriftar að einni stöð, þegar fleiri eru í boði. Nákvæmlega sama fyr- irkomulag er í Bretlandi og svo yrði auðvitað í raun hér, þótt skylduaf- notagjaldi yrði breytt í nefskatt. Þá gerir starfshópurinn að tillögu, að RUV hætti að birta auglýsingar til að auðvelda öðrum stöðvum sam- keppnina. Hér virðist starfshópurinn ekki hafa hugsað málið til enda. Ég held að fullyrða megi, að flestir lands- menn telji þörf fyrir ríkisútvarp- og sjónvarp tií þess að tryggja áakveðna vöndun í fréttaflutningi og annarri dagskrárgerð, sem háð er ákveðnu aðhaldi, þótt sjálfstæð stofnun sé í eigu ríkisins. Éf afnotagjöldum yrði breytt í nefskatt eða tekjur háðar íjárlögum, yrði lítið eftir af frelsinu. ‘ Lítum þá á auglýsingamálið. Tals- vert af auglýsingum (í útvarpi að minnsta kosti) eru í raun almenriar tilkynningar sem líkjast meira efni í héraðsblöðum erlendis, svo sem dán- artilkynningar, auglýsingar um sam- komur og þess háttar. Þetta hygg ég að enginn vilji láta hverfa. Þá standa eftir verslunarauglýsingar, sem skilja mestum tekjum. Skyldi hópurinn hafa hugleitt hvort auglýsendur yilja að RUV hætti birtingu þeirra? Ég leyfi mér að efast um að svo sé. RUV hefur yfirburða hlustun og horfun, og auglýsendur ná einfaldlega ekki til sama fjölda annars staðar. Auk þess gilda fastákveðnar reglur um auglýsingar í RÚV, sem einnig veita auglýsendum aðhald. Og ekki veitir af, því það er satt að segja synd, hve mikið er af beinlínis aulalegum aug- lýsingum í sjónvarpi. Það er í raun- inni alger óþarfí, því að auglýsingar geta verið í senn skemmtilegar og fræðandi. Undarlegar hugmyndir Reyndar eru fleiri hugmyndir fijálshyggjumanna í útvarps- og sjónvarpsmálum dálítið undarlegar. Éin er til dæmis sú, að RÚV eigi að selja Rás 2. Nú er ég að vísu sam- mála því, að það sé varla hlutverk ríkisútvarps að úrvarpa beinu afþrey- ingarefni. Og ég hef áður gagnrýnt RÚV fyrir að vera að reyna að líkj- ast öðrum afþreyingarstöðvum í stað þess að halda sérstöðu sinni. En - annars vegar er Rás 2 ekki hrein afþreyingarrás og hins vegar er ekk- ert sem segir, að ekki sé hægt að breyta efni þeirrar rásar. Það getur RÚV gert hvenær sem mönnum sýn- ist. Því að Rás 2 er nefniiega ekki úr föstu efni. Og þess vegna er mér spurn: Ef selja á Rás 2, - hvað á þá að selja? Upptöku- og útsend- ingartæki? Eða kannski útvarps- bylgjurnar í himinhvolfinu? í raun og veru er ekkert að selja. RÚV getur lagt Rás 2 niður, og RÚV getur fjölgað rásum ef svo sýnist, því að rásafjöldi er ekki bundinn í lögum. Og sama máli gegnir um þá hugs- un, sem ég heyrði hafða eftir ein- hveijum spekingi í tilefni af úthlutun sjónvarpsrása, að „sjónvarpsrásir væru takmörkuð auðlind“. í mínum huga er ekki hægt að kalla sjónvarps- rás auðlind. En ég er að vísu ekki kaupsýslumaður. Niðurstaða mín er þá einfaldlega sú, að æskilegt væri, að menn hættu nú að vega að Ríkisútvarpinu, hættu að hugsa um stundargróða fjárafla- manna og hygðu þess í stað að al- mannaheill. Ríkisútvarpið hefur verið og er að miklu leyti enn ein merk- asta menningarstofnun þjóðarinnar og hún þarfnast stuðnings stjórn- valda og þjóðarinnar allrar. En jafn- framt þyrftu forráðamenn Ríkisút- varpsins að sýna af sér meiri rögg en þeir hafa gert nú um sinn. Af metnaði þeirra og dugnaði ræðst í raun framtíð þeirrar stofnunar er þeim er trúað fyrir. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum viðHáskóla Islands. I I I 1 I i I 4 Sjl TSeint foá jAmetCku ] ekta handunna? ticvöiu’t, tiLvaida'i 1 Ixcimilid, sumatéústaðinn cða í 1 a-fímœUs-, brúðai- eða skC’inatýja-fjLt. | 20% afsLíttuv aj ötLiou enijlum. Cjbó$tscndun\ | |i ■ | m Afj j Kdnttíj^vittsíanin 3 StjotHuUói) ^ 562 ^ÓÓO \ 'JSgsMv, l§*&. ■■■&} ; i . -1 ‘•K £;:BI ffS 1 1 jJiluýíWCýi C)2 (i-fð klíiðina < JNÖVASCÖITA K A N A D A Háskólanám í Nova Scotia nýr og spennandi kosturl í Nova Scotia eru 12 háskólar sem bjóða nemendum afburða- aðstöðu. Skólarnir eru í mjög háum gæðaflokki þrátt fyrir að námskostnaður þar sé minni en víða annars staðar. Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, viðskipta- og menntamála með ítarlegar upplýsingar um land og þjóð í máli og myndum. Nova Scotia er í næsta nágrenni við iðandi heims- menninguna. Þar er blómlegt og lifandi mannlíf og landslagið stórfagurt. Kynntu þér háskólanám á Nova Scotia dögunum! Q Frekari upplýsingar veitir. MMSCÖI1A Dr. Peter Rans. Nova Scotia Council on Higher Education. Sími: 001-902-424-5890. Fax: 001-902-424-0651. E-mail: ranspr@ednet.ns.ca

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.