Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 41 a um íþróttaefni Reuter lensku sjónvarpi og hefur sam- ía helgi var úrslitaleikur ensku r sýnt úrslitaleikinn í beinni út- more hjá Liverpool skallar í átt ister eru til varnar. JMUR ÍNA i hefur samkeppnin m sjónvarpsstöðvam- Lstundir á ári. málið kemur fram gjasér einkaréttá hyggst einbeita sér áður. 1960 Róm 67,967 US$ 1964 Tokyó 1968 Mexíkóborg 1972 Munchen 1976 Monteral 1,000,000 US$ 1,745,000 US$ 4,550,000 US$ 1980 Moskvu 5,652,500 US$ 1984 LosAngeles 19,450,000 US$ 1988 Seoul 1992 Barcelona 28,000,000 US$ 90,000,000 US$ 1996 Atlanta 2000 Sydney 2004 250,000,000 US$ 350,000,000 US$ 394,000,000 US$ af því sem við höfum áður haft.“ Varðandi samkeppnina sagði Ingólfur að framboð af vinsælasta efninu eins og knattspyrnu ykist en það stæði ekki nema takmörkuðum fjölda fólks til boða. „Annars vegar nær það til fólks sem getur náð útsendingum við- komandi stöðva og hins vegar til þess sem getur keypt aðgang að þeim. Síð- an eru menn farnir að ganga skrefi lengra eins og Stöð 3 hefur sagst ætla að gera en það er að láta borga sérstaklega fyrir hvern einstakan við- burð en slíkt fyrirkomulag er farið að ryðja sér víða til rúms. Hins vegar er meiri samkeppni fagnaðarefni því hún heldur mönnum vakandi og það gerir engum gott að einhver logn- molla sé í gangi.“ Heimir Karlsson, fyrrum íþrótta- fréttamaður á Stöð 2 og RÚV, býr í Englandi og var ráðgjafi Stöðvar 3 varðandi samninga á einkarétti á fyrr- nefndu knattspyrnuefni stöðvarinnar. Hann sagði að þegar RÚV og Stöð 2 voru ein á markaðnum hefði í raun ekki verið um mikla samkeppni að ræða. „Segja má að þegar Stöð 1 og Stöð 2 voru einar á markaðnum var gert óbeint þegjandi samkomulag um ýmsa hluti og hvorug stöðin yfirbauð í vinsælt efni á hinni stöðinni en þetta landslag gæti breyst með fleiri stöðv- um.“ Heimir sagði að Stöð 3 hefði lagt áherslu á að fá ensku knattspyrn- una. „Ástæðan er einfaldlega sú að hún er að grunni til vinsælasta að- keypta erlenda íþróttaefnið í íslensku sjónvarpi." Páll Baldvin Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, sagði að ekki þýddi að bjóða íþrótta- efni nema nánast í beinni útsendingu og kostnaður við einkarétt hefði auk- ist mikið. „Samkeppnin á íslandi leiðir óhjá- kvæmilega til þess að íþróttaefni hækkar í verði, í það minnsta tíma- bundið. Þeir sem selja efnið reyna að spenna verðið upp eins hátt og þeir geta,“ sagði hann. Páll Baldvin bætti við að Stöð 2 ætti við sama vanda og RÚV að etja varðandi rými í dag- skránni til að geta boðið upp á íþrótta- þjónustu á öllum sviðum og ma. þess vegna væri gert ráð fyrir að Sýn sér- hæfði sig að einhveiju leyti í íþróttaút- sendingum. Hins vegar væri varla um samvinnu stöðvanna að ræða til lang- frama. „Mér sýnist þróunin vera í þá átt að þó við höfum tekið að okkur með skammtímasamningi að þjóna Sýn kunni svo að fara að hlutar þeirrar þjónustu detti út hver á fætur öðrum." Laufey Guðjónsdóttir, dagskrár- stjóri Stöðvar 3, sagði að samkeppni um íþróttaefni væri hörð eins og um annað efni en hún hlyti fyrst og fremst að koma við RÚV. Stöð 3 hefði gert samninga um efni sem ekki hefði ver- ið á hinum stöðvunum og því væri um viðbót að ræða. „Framboðið er meira en áður og viðbrögðin eru mjög jákvæð. Við gerðum hagstæða lang- tímasamninga enda um efni að ræða sem var frekar dautt sem söluvara á Islandi en þegar samningarnir renna út má gera ráð fyrir að verðið hækki vegna þess að fleiri sjá sér leik á borði. Því reikna ég með að bardaginn verði meiri á næsta ári og 1998.“ Kostnaður trúnaðarmál Vegna ríkjandi samkeppni vilja sjónvarpsstöðvamar hvorki gefa upp hvað greitt er fyrir einstaka þætti eða samninga né heildarkostnað. Þess ber líka að geta að yfirleitt eru allir samn- ingar trúnaðarmál en Alþjóða ólymp- íunefndin, IOC, greinir þó ávallt frá hvað hún fær fyrir sölu sjónvarpsrétt- ar. EBU hefur alltaf fengið einkarétt- inn í Evrópu, greiddi 28 millj. dollara í réttindagreiðslur vegna Olympíuleik- anna í Seoul 1988, 90 millj. dollara vegna Barcelona 1992 og 250 millj. dollara vegna Atlanta 1996 en að sögn Ingólfs verður heildarkostnaður RUV vegna Ólympíuleikanna í sumar um 45 milljónir króna. Hann sagði ennfremur að heildarkostnaður vegna Evrópukeppninnar í knattspyrnu yrði um 16 milljónir króna en rekstar- kostnaður íþróttadeildarinnar á liðnu ári var um 56 miiljónir króna. Aðrar tölur fengust ekki staðfestar en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru réttindagreiðslur vegna beinnar útsendingar frá knattspyrnu- leik í Englandi, Þýskalandi, á Spáni og Ítalíu að meðaltali um 80.000 kr. til 100.000 kr., en síðan bætist við annað eins eða meira vegna tækni- og þjónustukostnaðar auk launa. Samkvæmt þessu getur kostnaður við einn leik verið um 200.000 kr. til 250.000 krónur. Réttindagreiðslur vegna annarra viðburða eru yfirleitt eitthvað lægri og því má áætla að grunnkostnaður íslensku sjónvarps- stöðvanna vegna íþróttaefnis sé kom- inn vel yfir 100 milljónir króna á ári fyrir utan stórviðburði. Viðmælendur sögðu að þó verð á efni til stóru, erlendu einkastöðvanna hækkaði þyrfti það ekki endilega að leiða til hækkunar á íslandi heldur væri hækkunin vegna samkeppni ís- lensku stöðvanna um vinsælt efni. „Það er óskadraumur sölumannsins að þrír aðilar vilji kaupa af honum efni,“ sagði Páll Baldvin. „Sölumenn, sem selja erlent efni til Islands, hafa þráð það augnablik í mörg ár að þrír kaupendur standi fyrir framan þá og opni veski sín.“ Reuter BOB Dole fagnar sigri í forkosningum í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Elisabeth í lok marsmánaðar. Dole reynir að höfða til kvenna Eigi Bob Dole að geta sigrað í bandarísku forsetakosningunum í haust verður hann að auka fylgi sitt meðal kvenna. Kelly Fitzpatrick heitir konan sem á að snúa þróuninni honum í vil o g ræddi Stephen Robinson, blaðamaður The Daily Telegraph við hana. EITT stærsta vandamál Bob Dole, sem að öllum líkind- um verður forsetaefni repúblikana í bandarísku forsetakosningunum í haust, er að hann á ekki mjög auðvelt með að höfða til kvenkjósenda. Vandinn sem Dole stendur frammi fyrir er ekki svo lítill. Hvernig á að sannfæra konur um að 72 ára gamall forseta- frambjóðandi, sem vill banna fóstur- eyðingar með lögum og er oftast umkringdur miðaldra mönnum í dökkum jakkafötum, sé þeirra fram- bjóðandi? Svarið hefur verið að ráða hina ljóshærðu, tuttugu og níu ára gömlu Kellyanne Fitzpatrick, stofnanda og eiganda nýs og vinsæls skoðana- kannanafyrirtækis repúblikana. Hún er einn fárra sérfræðinga í Washing- ton sem heldur því fram án þess að blikna að Dole geti sigrað Bill Clint- on forseta í kosningunum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Clinton tuttugu prósentustiga forskot á Dole og heldur bilið milli þeirra áfram að stækka. Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Doles hafi heitið gagnsókn eftir slæmt gengi hans í fyrstu forkosningunum hefur lítið farið fyrir henni til þessa. Ef eitt- hvað er þá virðist kosningabarátta Doles vera í enn meira uppnámi nú en fyrr í vetur. Aldurinn ekki vandamál Fitzpatrick, sem nýlega var ráðin til starfa af Repúblikanaflokknum, til að móta ímynd Doles gagnvart konum, lætur þetta lítið á sig fá. „Ég lít á þetta á eftirfarandi hátt,“ segir Fitzpatrick. „Dole getur ekkert gert varðandi aldur sinn og Clinton getur ekkert gert varðandi persónuleika sinn. Staðan er því jöfn og hugsan- lega Dole í hag.“ Fitzpatrick hefur rannsakað nið- urstöður fjölda skoðanakannana og viðtala við markhópa meðal kjósenda og telur sig geta fært sönnur á að kjósendur hafi meiri áhyggjur af persónuleikabrestum frambjóðanda en aldri. Þróunin hefur verið sú í Bandaríkj- unum að í kosningabaráttu einbeita menn sér í auknum mæli að sértæk- um kynjahópum eða fólki af ákveðn- um uppruna í stað þess að reyna að höfða til hins hefðbundna Banda- ríkjamanns eða „þögla meirihlut- ans“. Frambjóðendur ráða sérfræð- inga á borð við Fitzpatrick til að komast að óskum hópa á borð við velmegandi, kaþólskar konur er búa í úthverfum og eru hlynntar fóstur- eyðingum. Konur eru nú í meirihluta meðal bandarískra kjósenda (53%) og það mun því ráða úrslitum í nóvember hvernig þær veija atkvæði sínu. Munurinn milli kynja hefur aldrei verið meiri í bandarískum forseta- kosningum og er það talið veikja stöðu Doles. Verður að brúa bilið Hvítir karlmenn eru flestir með miklar efa- semdir í garð Clintons for- seta en einungis þriðjungur kvenna segist gera ráð fyrir að kjósa Dole í haust. Ef hinu væntanlega forsetaefni repúblikana tekst ekki að brúa þetta bil mun hann tapa kosningunum. Það er skoðun Fitz- patrick að staðan sé alls ekki jafnslæm fyrir Dole og hún virðist við fyrstu sýn og að stuðningur Clint- ons við fóstureyðingar geri það alls ekki að verkum að hann sé öruggur með að hljóta atkvæði kvenna. Fitzpatrick er sannfærð um að nýleg ákvörðun Clintons um að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi er átti að útiloka fóstureyðingar á síðari stigum meðgöngu muni koma honum í koll. „Fólk var mjög undrandi á því að fóstureyðingar af þessu tagi væru yfirhöfuð löglegar," segir Fitzpatrick, sem er kaþólikki og and- víg fóstureyðingum undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. í raun fellur hún sjálf nákvæmlega inn í þann hóp sem Dole verður að höfða til í ríkara mæli: ung, ein- hleyp, hefur náð frama í starfi og er hámenntuð Flíkar kvenlegri útgeislun Olíkt því sem gengur og gerist meðal kvenna í Washington er hún ófeimin við að flíka kVenlegri útgeisl- un sinni og ber ekki dul á að að starfsframi hennar er einungis tíma- bundið ástand til að halda henni upptekinni þar til að hún uppfyllir hið raunveruiega markmið sitt: að giftast og eignast börn. Fitzpatrick er sannfærð um að fylgi Clintons sé ofmetið í skoðana- könnunum þessa stundina og að Hillary eiginkona hans gæti orðið að byrði þegar kosningabaráttan fer í gang vegna þess að hún hefur glat- að virðingu eiginkvenna og margra kvenna í atvinnulífinu. Á hinn bóginn er Elisabeth „Liddy“ Dole, eiginkona Bob Doles, framakona er hefur náð langt upp á eigin spýtur og gæti gert Dole mikið gagn í baráttunni. Hefur hún m.a. verið formaður Rauða krossins í Bandaríkjunum og tvívegis gegnt ráðherraembætti. „Liddy Dole verður áberandi í kosningabaráttunni. Hún gerir Dole mannlegri og persónugerir hann,“ segir Fitzpatrick. Hún er sann- að Clinton liggi vel við Konur eru 53% bandarískra kjósenda færð um höggi þar sem að honum hefur ekki tekist að vinna karlmenn, ekki síst í suðurríkjunum, á sitt band. í kosningunum fyrir ljórum árum fékk Clinton 46% af atkvæðum kven- kjósenda. Fitzpatrick er livergi bangin: „Ef repúblikönum tekst að ná einungis einu til tveimur prósentum af at- kvæðum kvenna til viðbótar miðað við síðustu kosningar verður Bill Clinton sendur aftur til Arkansas.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.