Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stýrt eftir stjörnunum þab sannast mundi ab sá nær hæst / sem sinni ættjörb stendur næst / og stýrir eftir stjörnum þein, / c_i_:_ u Þú ferð létt með þetta góði, hún er svo ansi stór og skær. Lentu í vopnuðu ráni í Tékklandi Oneitanlega skelfi- leg lífsreynsla GUÐRÚN Gísladóttir leikkona og Viðar Eggertsson fyrrverandi leik- hússtjóri eru nú komin heilu og höldnu aftur til Dresden eftir að hafa lent í vopnuðu ráni í Tékk- landi á þriðjudagskvöld. Guðrún og Viðar voru stödd á leiklistarhátíð í Dresden þegar þau ákváðu að bregða sér í dagsferð til Theresienstadt í Tékklandi sl. þriðjudag. Þau voru að skoða muni í forngripaverslun þegar þrír menn vopnaðir vélbyssum réðust inn í verslunina og bundu þau og kefl- uðu. Þeir ógnuðu eiganda búðarinn- ar og höfðu á brott með sér mál- verk, gamlar byssur og peninga. „Þetta var óneitanlega skelfileg lífsreynsla," sagði Viðar í samtali við Morgunblaðið. „Þetta kom okk- ur algjörlega í opna skjöldu, því maður á aldrei von á að svona lag- að komi fyrir mann sjálfan. Það líkt- ist mest atriði í lélegri Hollywood- mynd þegar mennimir ruddust inn með alvæpni, skipuðu okkur að leggjast á gólfið, bundu hendur okkar fyrir aftan bak og kefluðu okkur." Eftir að ræningjamir höfðu horf- ið á brott með ránsfenginn tóku við sjö klukkustunda langar yfirheyrsl- ur hjá tékknesku lögreglunni, en að sögn Viðars voru vinnubrögð hennar afar frumstæð. Fyrsta einn og hálfan klukkutímann eftir að Viðar tilkynnti ránið skipti enginn sér af Islendingunum né líðan þeirra. Tjáskiptin við lögregluna gengu erfíðlega, því þarlendir töluðu aðeins tékknesku og rúss- nesku. Guðrún og Viðar voru hvort um sig látin skrifa langa skýrslu á íslensku um atburðinn og leika hann aftur á ránsstaðnum fyrir framan myndbandstökuvél. Grunur um svik Viðar segir að upp hafi komið grunsemdir um að ránið hefði verið sviðsett af eiganda búðarinnar til að svíkja fé út úr tryggingum. Svo sérkennilega vildi til að Viðar og Guðrún, sem vom hljóð og höfðu hægt um sig, vom bæði bundin og kefluð, en ekki búðareigandinn, sem þó kveinaði hástöfum meðan á rán- inu stóð. „Ræningjamirgengu fum- laust til verks, eins og þeir vissu nákvæmlega hvað þeir ætluðu að taka og hvar það væri geymt. Við lágum strax undir grun um að vera samsek, en lögreglan komst fljótt að raun um að við værum bara al- saklausir ferðalangar", sagði Viðar. Ræningjarnir höfðu á brott með sér myndavél Guðrúnar og kredit- kort þeirra beggja. I fyrstu vildi lögreglan ekki leyfa þeim að hringja, en Guðrúnu tókst þó að lokum að ná sambandi við kredit- kortafyrirtækin og láta loka kortun- um. Að sögn Viðars hafði lögreglan engan skilning á mikilvægi þess að loka kreditkortunum, en hann seg- ist hafa fengið upplýsingar um að reynt hafi verið að taka út af öðm kortinu eftir að því var lokað. Veruleg lífshætta Það varð Guðrúnu og Viðari til happs að skömmu áður en þau fóru inn í fornmunaverslunina höfðu þau orðið sér úti um símanúmer hjá Helenu Kadekovu, sem er lektor í norrænu við Háskólann í Prag og talar íslensku. Helena og Þórir Gunnarsson, ræðismaður íslands í Prag, keyrðu til Theresienstadt seint um kvöldið og komu þeim til aðstoðar. „Þegar útséð var orðið um að við kæmumst til Dresden um nóttina tók Þórir okkur með sér til Prag og kom okkur þar fyrir á hóteli," sagði Viðar. „Hann annaðist okkur ótrúlega vel allan tímann og sleppti ekki af okkur hendinni fyrr en við vomm komin með lestarmiða til Dresden í hendumar. Sendiherra íslands í Bonn hefur einnig haft samband við okkur og boðið okkur aðstoð. Þegar beint er að manni vélbyssu upplifír maður það tví- mælalaust sem verulega lífshættu. Við erum að reyna að ná okkur eftir áfallið núna og eigum von á lækni von bráðar." Framkvæmd friðargæslu í Júgóslavíu Samfélag þjóðanna er óðum að læra STEINAR Berg Björns- son skrapp heim til ís- lands í stutt frí frá fyrrum Júgóslavíu þar sem hann hefur haft á hendi framkvæmdastjómina á frið- argæsluliði SÞ að undan- förnu. Honum segist svo frá: „Þegar við lokuðum end- anlega starfseminni í Sómal- íu á síðasta ári fór ég frá Nairobi til Zagrep og tók við daglegri framkvæmdastjórn fyrir óbreytta hlutann af rekstri Friðargæsluliðsins sem þá var í Júgóslavíu, en þar voru um 40 þúsund her- menn og 5000 óbreyttir. í framhaldi af Dayton-sam- komulaginu tók NATO við friðagæsluhlutverkinu í Bos- níu-Herzegovinu. Sameinuðu þjóðimar komu á fót nýrri friðar- gæslusveit á austurlanda- mærum Króatíu, sem á að annast yfirtöku Króatíu á landsvæði sem kallað er Austur-Slavonía. Einnig komu SÞ upp starfsemi í Bosníu, sem er alþjóðlegt lögreglulið, um 1.700 lögreglumenn víðs vegar að úr heiminum. Þeim er einnig falið að annast ýmiss konar samræm- ingu og samstarf við NATO og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóð- anna á svæðinu. Síðan var komið upp lítilli friðareftirlitssveit stutt frá Dubrovnik, og eftir sem áður er líka friðargæslusveit á vegum SÞ , um 1.000 manna herlið, í Makedoníu. Frá því NATO tók við 20. des- ember var okkar starfsemi aðallega að senda burt liðið sem þarna var, annaðhvort heim eða yfir til NATO. Síðan hreinlega að loka starfsem- inni, hafandi í huga að SÞ voru síðan 1991 búnar að vera þarna með starfsemi sem hefur kostað um 5 þúsund milljónir dollara. “ - Og þú hefur staðið í þessu og haft fjármálsstjómina á hendi? „Frá því í fyrrahaust. Nú er það verkefni okkar að loka þessu og að annast að hluta til sameiginlega stjórnun fram til 1. júlí í sumar. Þá verður hægt að einbeitt sér að því að ganga frá.“ - Þetta er mikið verkefni. Þú hefur ekkert komist frá, ekki getað svo mikið sem skroppið heim og ekki haft konuna með. „Þetta er skammtímaverkefni og ekki gert ráð fyrir að menn séu þarna með fjölskyldur. Þetta er mjög knýjandi starf. Hlutimir breytast mjög fljótt þarna og það er pressa á því að Ijúka þessum fyrri kafla og ganga frá þessu. Þetta alþjóðasamfélag þjóða, sem Sameinuðu þjóðirnar eru, er tæki til að taka á vandamálum þegar þess er þörf. Það er okkar hlutyerk að taka að okkur það sem Öryggis- ráðið og Allshetjarþingið felur okk- ur að gera. Þar var ákveðið að SÞ reyndu að stilla til friðar í fyrrum Júgóslavíu. Við erum á því að nokkuð mörg þúsund manns hafi verið forðað frá tortímingu með veru liðsins þarna. Það hefur þó tekist að halda þess- um hörmungum innan ákveðinna marka. Vera SÞ þarna gerði síðan næsta áfanga mögulegan, sem var þetta Dayton-sam- komulag og í framhaldi þessi viðvera NATO. Þetta verður allt að skoðast í samhengi. Gert var ráð fyrir að þetta starf NATO yrði í eitt ár. Það þarf eflaust lengri tíma. Þeir eru þama með yfir 50 þúsund manna herlið og SÞ em enn með nokkra starfsemi sem fyrr segir.“ - Hvað tekur svo við, fyrir SÞ og fyrir þig sjálfan? „A þessu stigi málsins er óráðið hvað tekur við. Ánægjulegi hlutinn af þessu er að samfélag þjóðanna er staðráðið í því að gera allt sem Steinar Berg Björnsson ► Steinar Berg Björnsson, er Reykvíkingur. Að loknu prófi í viðskiptafræði við HÍ 1962 starf- aði hann við sljórnsýslu- og hag- sýslustofnun fjármálaráðuneyt- isins og síðan við fjárlagadeild SÞ i New York. Varð þá deildar- stjóri hjá UNIDO í Vínarborgtii 1973. Hann var fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, framkvæmdastjóri Pharmaco hf. og síðast Lýsis hf. og Hyd- rols. Sneri aftur til SÞ í NY 1986. Síðan 1990 hefur hann verið við friðargæslu, fyrst í Bagdad, síðan sem fram- kvæmdastjóri friðagæsluliðsins í Gólanhæðum, í Líbanon, i Só- malíu og nú síðast friðargæslu- liðs SÞ í fyrrum Júgóslavíu. Áhugavert hvernig ýmsir heimshlutar nálgast við- fangsefnin í þess valdi stendur til að koma þarna á ástandi sem stríðandi aðil- ar geta sætt sig við og það er þá Öryggisráðsins og aðildarríkja SÞ að ákveða hvort og þá á hvern hátt SÞ eiga að taka þátt í því. Hvort NATO eða Sameinuðu þjóð- irnar verða áfram er óráðið. Hvað mig sjálfan snertir þá hefi ég ekki hugmynd um hvað tekur við. Það tekur fram í byrjun næsta árs að ijúka við þennan kapítula. “ - Af hverju ertu að þessu, þetta er ekki létt verk ? Ertu reiðubúinn til að halda áfram að fara til verstu átakasvæða? „Ég reyni að takast á við það sem mér er falið. Þetta er mjög áhugaverð og flókin stjórnun. Margir þættir sem erfitt er að sam- eina. Starfsfólk og þátttakendur koma frá aðskiljanlegum hlutum heims, frá mismunandi löndum, menningu og trúarbrögðum. Það er mjög áhugavert hvernig mis- munandi hlutar heimsbyggðarinn- ar nálgast vandamálin. Faglega er þetta geysilega áhugavert verk- efni. Það eru ákveðin forréttindi að fá að taka þátt í því. Heimurinn er að breytast mjög hratt. Samfélag þjóðanna er enn að reyna að finna nýtt skipulag, sem getur komið í staðinn fyrir þetta valdajafnvægi sem kalda stríðið sá heiminum fyrir í 40 ár. Ég held að samfélag þjóðanna, hvort sem það eru Sameinuðu þjóð- ________ irnar eða NATO, sé mjög hratt að læra og reyna að fmna aðferð til að takast á við þessi vandamál. Ekki er spuming um að þetta er að skila miklum ár- angri. Maður sér þarna samvinnu sem er að skapast. í Sómalíu sá maður Ind- veija og Pakistana taka höndum saman í sameiginlegum friðar- gæsluverkefnum og svo þarna NATÓþjóðimar Rússa og Úkraínu- menn taka höndum saman um að stilla til friðar. Auðvitað er þetta árangur. Og það er mjög gaman að vera hluti af þessu átaki. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.