Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 5 FRÉTTIR Alnets- sambandið bilaði um helgina NOTENDUR alnetsins voru sam- bandslausir við umheiminn nokkra klukkutíma um helgina, fyrst vegna bilunar á CANTAT sæ- strengnum og síðan vegna sam- bandsleysis milli Danmerkur og Svíþjóðar. Samkvæmt frétt frá Pósti og síma varð bilun á sæsímasambandi milli íslands og Evrópu, á laugar- dagsmorgun, en venjulegir símnot- endur urðu þó ekki fyrir truflunum því hægt var að hringja til Evrópu- landa um gervihnetti sem að jafn- aði sinna um fjórðungi símtala til og frá landinu. Um hádegi á laugardag var opnuð leið fyrir sí- maumferð til Evrópu á CANTAT strengnum í gegn um Kanada en þá kom í ljós að ainetssambandið var rofið milli Danmerkur og Sví- þjóðar. Póstur og sími bað um að kallaðir yrðu út danskir og sænsk- ir viðgerðarmenn og komst sam- bandið aftur á þremur tímurn síðar. ----»■.♦.4-- Kæra minni- hluta í at- hugun RÁÐUNEYTI félagsmála hefur borist kæra minnihluta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar vegna þeirrar ákvörðunar meirihlutans að sett verði á fót nefnd til að fjalla um framkvæmdarmál Hafnar- fjarðarhafnar. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir of snemmt að tjá sig um kæru minnihlutans, enda liggi afstaða ráðuneytisins ekki fyrir. Reynt verði hins vegar að afgreiða málið hið fyrsta, en hafa verði í huga að margir starfsmenn ráðu- neytisins séu í sumarleyfi og að fara þurfi ítarlega ofan í málið með lögfræðilegum hætti. ----♦ ♦ ♦--- Gripnir glóðvolgir BROTIST var inn í skartgripa- verslun við Skólavörðustíg um helgina. Þjófarnir komust þó ekki langt, því lögreglan greip þá skömmu síðar og endurheimti þýf- ið, skartgripi og úr. Þjófarnir voru ungir að árum, eða á sautjánda ári. Þeir brutu rúðu og hrifsuðu með sér eins mikið og þeir náðu að sópa saman á skammri stundu, en ilia fengið skartið var fljótlega tekið af þeim. ♦ ♦ ♦ Vitni vantar að ákeyrslu EKIÐ var á kyrrstæðan, mann- lausan bíl á Fríkirkjuvegi við Mið- bæjarskólann á sunnudag milli klukkan 15 og 15.30. Bíllinn er blár að lit af gerðinni Mazda 626, árgerð 1987, með skráningarnúm- er R-77066. Vinstra afturbretti bílsins er dældað eftir ákeyrsluna. Sá sem ók á bílinn, eða vitni að atburðinum, eru vinsamlegast beð- in um að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík. Meiðsli mun minni en við mátti búast miðað við stærð og þyngd vopns Sló fólk með hafnaboltakylfu KONA og maður voru slegin í höfuðið með hafnaboltakylfu í húsi í Hafnarfirði á sunnudags- kvöld. Árásarmaðurinn hvarf á brott, en var handtekinn á knæpu í Reykjavík síðar um kvöldið. Lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um atburðinn um kl. 22.30 á sunnudag. Tildrög árásarinnar eru óljós, en árásar- maðurinn var gestkomandi á staðnum. Hann sló með hafnaboltakylf- unni til annars gests og konu sem býr í íbúðinni. Þrátt fyrir að vopnið sem hann valdi sér væri stórt og þungt voru meiðsli fólksins mun minni en ætla mætti, mar og smærri skurð- ir. Þegar lögreglan kom á vett- vang var árásarmaðurinn horfinn, en fólkið sem fyrir árásinni varð gat gefið lögreglunni upplýsingar um hann. Þær leiddu til þess að lögreglan fann manninn á knæpu í Reykja- vík. Hann gisti fangageymslur um nóttina, en var í yfirheyrslum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Maðurinn var látinn laus að yfirheyrslum loknum, þar sem málið var upplýst. MITSUBISHI MOTORS Mitsubishi Lancer langbakur er kraftmikill, ríkulega útbúinn og með mikla veghæð. Verðfrákr. 1380.000. -stgr. Mitsubishi Lancerersannurijölslcylciuvinur, glæsilegri og rúmbetri en nokkru sinni fyrT. Verðfrakr. 1330.000. -stgr. Mitsubishi Pajeno, konungur jeppanna er þekktur fyrir fellegt útlit og framúrakarandi aksturseiginleika. Verðfra kr.2.780.000.- stgr. Mitsubishi Spaœ Wagon er rúmgóður ferðabfll með öllum þægindum. Verðfrákr. 2080.000. - stgr. Mitsubishi Colt er þægilegur, spameytinn smábfll með frabæra aksturseiginleika. Verðfrakr. 1260.000. -stgr. Mitsubishi L-200 er fallegur pallbíll sem notið hefur mikilla vinsælda. Verðfrakr. 2280.000.- stgr. : ' '■'■ : '' ■ MITSUBISHI MOTORS Við erum farin að taka niðurpantanirí árgerð 1997. Hafið samband við sölufólk okkar í síma 5695500 eða umboðsmenn um land allt Mitsubishi - ímiklum metum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.