Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Með tilkomu nýrra lyfjalaga hefur apó- tekum fjölgað og samkeppni aukist Afsláttur af lyfj- um nýtist misvel FLEST apótek bjóða nú upp á fastan afslátt einkum fyrir elli- og örorkulífeyris- þega, sem er á bil- inu 5-20%. Auk þess bjóða sum apótek upp á fastan stað- greiðsluafslátt af lyfjum. Afslátturinn nýtist þó misvel. Þótt boðinn sé ríf- legur afsláttur af lyfi, fer það eftir flokkun lyfsins hversu vel afslátturinn nýtist. Afslátt- urinn nær aðeins til kostnaðarhluta sjúklings og í þeim tilvikum þegar Tryggingastofnun ríkisins greiðir nið- ur mestan hluta af lyfjakostnaði sjúkl- ings er afslátturinn oft hlutfallslega Htill. Ef miðað er við að sjúklingur beri 30% af kostnaði af lyfseðilsskyldu lyfi og fái um 20% afslátt, nemur afslátturinn um 6% af heildarkostnaði lyfsins. Nokkur flölgun hefur orðið á apó- tekum og mun þeim fjölga enn. Lyfja hf. opnaði 11. apríl sl. í Lágmúla og Apótek Suðumesja opnaði nú í vor. Lyíjabúðir ehf. munu opna apótek á Smiðjuveginum í Kópavogi og Iðu- felli í Breiðholti í haust. Fýrirtækið hefur þegar tekið yfir rekstur Hafnar- íjarðarapóteks frá 1. júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneyt- inu liggja nú fyrir 6-7 umsóknir um lyfsöluleyfi. Þegar Lyíja hf. opnaði var auglýst 20% afsláttarkynningartilboð af öllum lyljum apóteksins. Vakthafandi apó- tek í Reykjavík svöruðu þessu og auglýstu afslátt af vörum. Markmiðið að stuðla að samkeppni Svanhildur Sveinbjömsdóttir hag- fræðingur hjá Lyflaverðsnefnd segir að samkvæmt nýju lyijalögunum sé ftjáls álagning á lausasölulyijum og þar með hætt að gefa út verðskrá með hámarksverði þeirra. „Birt er verðskrá yfir hámarksverð lyfseðils- skyldra lyfja og þar á meðai em lyf sem seld eru í lausasölu, sem em nauðsynlegur þáttur í meðferð sjúkl- ings. Verðið er til viðmiðunar fyrir Tryggingastofnun," segir Svanhildur. Hún segir ennfremur að markmið laganna sé að stuðla að samkeppni á lyfjamarkaðnum. Guðmundur Reykjalín, viðskipta- fræðingur, sem er einn af stofnendum Lyfjabúða ehf. segir að í Hafnarfjarð- arapóteki sé gefinn 20% afsláttur af öllum lausasölulyflum. Á næstu vik- um sé ætlunin að fella niður afslátt- inn og færa verðið niður um 20%. Apótek. séu venjuleg fyrirtæki sem hafi það hlutverk að dreifa ly§um. í Reykjavíkurapóteki er fastur 15% afsláttur til elli- og örorkulífeyris- þega, en 5% staðgreiðsluafsláttur til annarra. í Ingólfsapóteki í Kringlunni er fastur 10% afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og af og til em tilboð á ýmsúm lausasölulyfjum. Austurbæjarapótek býður elli-og ör- orkulífeyrisþegum 20% afslátt af iyf- seðilsskyldum lyfjum og 5% stað- greiðsiuafsiátt af lausasölulyíjum. Háaleitisapótek býður upp á 10% staðgreiðsluafslátt fyrir eili- og öror- kulífeyrisþega á öllum lyfjum. Lauga- vegsapótek býður upp á 15% stað- greiðsluafslátt fyrir félaga í Félagi eldri borgara og 10% staðgreiðluaf- slátt til annarra. Kópavogsapótek býður elli-og örorkulífeyrisþegum 10% staðgreiðsluafsiátt af öllu en 5% afslátt ef greitt er með greiðslukorti. Hlutur sjúklings oftast lítill hluti af heildarverði Hjördís Claessen lyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki segir að með tii- komu nýju lyfjalaganna þurfi að hafa margt í huga. „Með fijálsri álagningu lausasölulyfja, er hægt að hækka verð upp úr öllu valdi og auglýsa síðan háan prósentuafslátt til þess að laða viðskiptavini að, en verðið verður ekki hagstæðara fyrir viðskiptavininn," segir Hjördís. „Hvað varðar lyfseðilsskyld íyf þá eru þau flest greidd niður af Trygg- ingastofnun og hlutur sjúklings að- eins lítill hluti af heildarverðinu. Hann borgar yfirleitt ekki meira en 3.000 krónur fyrir hveija lyfjaávísun. Þannig að það er ósköp auðvelt fyrir apótek að auglýsa t.d. 15-20% af- slátt af sjúklingshluta lyfjakostnað- ar. Elli- og örorkulífeyrisþegar borga ekki meira en 800 krónur. 15-20% af þeirri upphæð er 120-160 krónur og svarar það varla kostnaði fyrir gamalt fólk að gera sér sérstaka ferð í apótek, fyrir þann sparnað.“ Samkvæmt flokkun Trygginga- stofnunar eru lyfseðilsskyld lyf flokkuð í fernt eftir hlutdeild sjúkl- ings. Allt frá því að sjúklingur borgi lyf sitt að fullu, til þess að Trygg- ingastofnun greiði allan kostnað. Algengast er þó að sjúklingur borgi að hámarki kr. 1.500 eða kr. 3.000, en Tryggingastofnun borgi afgang- inn. Apótek hluti af heilbrigðisþjónustunni Ingolf J. Pedersen, formaður Apó- tekarafélags íslands og apótekari í Mosfells apóteki, segir að með því að gefa verðlagningu lausasölulyfja fijálsa sé hætta á að verð á þeim hækki. Nefndi hann sem dæmi þróun sem hafi orðið í Finnlandi þar sem verð á nokkrum Iausasölulyfjum hafi hækkað allt að 70%, vegna hækkun- ar í heild- og smásölu. Hann sagði að lyfjaverð ætti að vera það sama um allt land eins og aðrir þættir heilbrigðisþjónustunnar því að lyfja- sala væri einn þáttur hennar. „Hátt prósentutilboð segir ekki allt um endanlegt útsöluverð. Ég væri ekki hissa á að auglýsingar og tilboð á lyfjum auki neyslu og þar með út- gjöld Tryggingastofnunnar," segir Ingolf. Tilboð auka ekki neyslu Róbert Melax framkvæmdastjóri apóteksins Lyfju hf. segir að 20% kynningarafsláttur hefði verið á öllu sem selt var í apótekinu fyrstu 2 vikurnar. Nú er 15% afsláttur af öll- ■ um lyfjum fyrir elli- og örorkulífeyr- isþega og milli 5-10% afsláttur af lyfjum fyrir aðra. Segir harin að Tryggingastofnun greiði hlutfalls- Iega meira fyrir elli- og örorkulífeyr- isþega og þess vegna sé mögulegt að veita þeim meiri afslátt. Apótekið muni yfirleitt vera með einhver tilboð í gangi á einni eða fleiri vörutegund- um hveiju sinni og allt upp í 20% afslátt af lausasölulyfjum. Aðspurður sagði Róbert að ekki væri hægt að segja að lyfjaauglýsingar og tilboð hefðu aukið lyfjaneyslu, þó að það hefði aukið söluna. „Margir nota tækifærið og kaupa lyf þegar þau eru á hagstæðu verði. Þá nær lyfja- salan hámarki en svo dettur salan niður á meðan fólk er birgt af lyfj- um, enda er mjög lítil sala þessa dagana," segir Róbert. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is ■ram Gullpenni tapaðist FÍNLEGUR Parker-blek- penni með áletruðu nafn- inu „Guðlaug Sig.“ tapað- ist fyrir nokkrum mánuð- um. Viti einhver hvar penninn er niðurkominn er hann beðinn að hringja í Velvakanda í síma 569-1323. Fundarlaun. Sólgleraugu - fundust SÓLGLERAUGU fundust á gangstéttinni við Kringlumýrarbraut, ná- lægt Háaleitisbraut, sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 552-8702. Fríhafnarpoki tapaðist FRÍHAFNARPOKI var tekinn í misgripum í rút- unni við Loftleiðir síðdegis 7. þ.m. Upplýsingar í síma 568-7093. Armband tapaðist ARMBAND, sem er blár, smelltur hringur, tapaðist um miðjan júní. Finnandi vinsamlega hringi í síma 565-8596. Myndavél fannst MYNDAVÉL fannst í Laugarásnum sunnudag- inn 14. júlí sl. Upplýsingar í síma 568-1031. Drengjareiðhjól tapaðist HVÍTT, 16“, 18 gíra drengjareiðhjól af gerðinni Hunter Arrow tapaðist frá Kóngsbakka 16 fyrir nokkrum vikum. Finnandi vinsamlega hring í síma 557-4212. Penni tapaðist SVARTUR Lamy-penni tapaðist á Miklatúni fyrir u.þ.b. viku. Pennanum er hægt að breyta í skrúfblý- ant. Hafi einhver fundið hann er hann beðinn að hringja í síma 561-0528. Lyklakippur töpuðust TVÆR lyklakippur töpuð- ust í Miðbæ Reykjavíkur sl. helgi. Önnur kippan var merkt Glitni og var með bíllyklum merktum Toy- ota, en hin merkt götuheiti hér í bæ. Finnandi er vin- samlega beðinn að skila kippunum til óskilamuna- deildar lögreglunnar. Gæludýr Kettlingar TVEIR fallegir kettlingar fást gefins, kassavanir og barngóðir. Upplýsingar í síma 554-1701. Perla er týnd SVÖRT læða með hvíta bringu og hvítar loppur hvarf frá Álfhólsvegi 90 fyrir þremur vikum. Hún var með rauða 61 og appel- sínugult merkispjald. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-2932. Kisi er týndur KISI er hvítur með blá augu og er heymarlaus! Hann er eyrnamerktur, G-4054, og tapaðist sl. hvítasunnuhelgi. Hann gæti verið hvar sem er. Hans er sárt saknað og ef þú getur veitt einhveijar upplýsingar - um ferðir hans, vinsamlega hafið samband við okkur eða Kattholt. Takk fyrir. Haukur og Ásta, sími 555-0801 og 897-8284. SKÁK Umsjón Margeir l’étursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á opna skákmótinu í Kaupmanna- höfn sem lauk fyrr í þessum mánuði. Enski stórmeistar- inn Jonathan Speeiman (2.625) var með hvítt og átti leik gegn Finnanum Koskinen (2.230). 26. Hxd5! og svartur gafst upp. Eftir 26. — Dxd5 27. Df6+ - Kd7 28. Dxf7+ - Kc8 29. Ba6+ - Kd8 30. Hg8+ verður svartur manni undir og eftir 26. — cxd5 getur hvítur valið um tvær vinningsleiðir: 27. Df6+ - Kd7 28. Dxf7+ - De7 29. Bb5+ - Kd8 30. Hg8+ vinnur mann, en laglegri leið er 27. Bb5! - Hg8 28. Dh4+ - Kf8 29. Db4+! og svartur verður að gefa drottn- inguna til að forða máti. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst mið- vikudaginn 24. júlí kl. 19.30 og stendur til 12. ágúst. Teflt er á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Umhugsunartíminn er 1 ‘A klst. á 30 leiki en síðan hálftími til að ljúka skák- inni. Skráning er í símum félagsins á kvöldin. BRIDS Umsjón (iuómundur l’áll Arnarson SUÐUR spilar fjóra spaða. Vörnin byrjar á því að taka þijá fyrstu slagina og þegar suður kemst loks að í flórða slag, þarf hann að velja réttu trompíferðina: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 8642 V Á952 ♦ KD ♦ KD4 Suður ♦ ÁD1053 r 6 ♦ G10842 ♦ 93 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði 2 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass Utspil: tígulnía. Austur tekur fyrsta stag- inn á tíguglás og skiptir yfir í lauftvist. Vestur drep- ur á laufás og spilar aftur laufi, sem austur trompar. Austur spilar tígli, en sem betur fer fylgir vestur lit. í íjórða slag spilar sagnhafi trompi úr borði og austur fylgir með níunni. Á að stinga upp ás, svína drottn- ingunni eða jafnvel tíunni? Austur á varla opnun án spaðakóngs, svo það kemur alltént ekki til greina að stinga upp spaðaás. En hvort á að svína drottningu eða tíu? Lítum á: Austur á eitt lauf og flórða tígla. Það með átta spil í hálitunum. Og þessi spil hljóta að skipt- ast 4-4, því austur hefði ella opnað á fímm-spila hálit. Ergó: Það er 100% öruggt að svína tíunni: Norður ♦ 8642 V Á952 ♦ KD ♦ KD4 Vestur Austur ♦ - lm II ♦ KG97 V G1073 r KD84 ♦ 93 ♦ Á765 * ÁG108765 * 2 Suður ♦ ÁD1053 V6 ♦ G10842 + 93 Víkveiji skrifar... ETNAÐARLEYSI íslenzkra kaupsýslumanna í sambandi við notkun íslenzkrar tungu er sí- fellt undrunarefni. Fyrir skömmu var fjallað hér í Morgunblaðinu um auglýsingar á strætisvögnum á ensku. Enn aka strætisvagnar um og auglýsa kvimyndina: „Mission Impossible“ með orðunum „expect imgossible". Á horni Bústaðavegar og Reykja- nesbrautar er rekinn hamborgara- staður, sem nefnist „Vibon _grill“. Þar er þjónusta góð og framkoma starfsmanna til fyrirmyndar. Gestir eru boðnir velkomnir með skiltum á íslenzku. Þegar hins vegar ekið er að lúgu, þar sem greiðsla og afgreiðsla fara fram blasa við þessi orð:„Place bills under change cup“ og „please don’t forget your change". Eigendur „Vibon grill“ mundu ekki hafa mikið fyrir því að snúa þessum orðum yfir á íslenzku og koma skiltum með þeim fyrir í af- greiðslulúgunni. Hvers vegna er það ekki gert? Væntanlega eru lang- flestir starfsmenn og viðskiptavinir íslenzkir. Telja þeir að íslendingar skilji betur ensku?! xxx ORYSTUMENN í atvinnulífinu geta haft mikil áhrif á þessa þróun, ef þeir beita sér. Þess vegna er æskilegt og raunar nauðsynlegt að þeir aðilar, sem lögum sam- kvæmt bera ábyrgð á vernd tung- unnar leiti eftir samstarfi við hin ýmsu samtök atvinnulífsins um að útrýma eins og kostur er notkun erlendra tungumála í auglýsingum og í margvíslegu kynningarefni. Það þarf að virkja Vinnuveit- endasambandið, Samtök iðnaðar, Verzlunarráð íslands svo að nokkur dæmi séu nefnd í baráttu gegn þeim ósóma, sem ítrekað er fjallað um hér í Morgunblaðinu og er ekki bara vandamál fyrii strætisvagna heldur alla auglýsingamiðla, sem sí og æ eru að takast á við viðskipta- menn sína vegna notkunar á er- lendu tungumáli í auglýsingum og öðru slíku. Sameiginlegt átak málverndar- manna og samtaka atvinnulífsins getur fengið miklu áorkað í þessum efnum. xxx FYRIR nokkrum árum var birt í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins samtal á milli flugfólks, sem opnaði augu manna fyrir því, að erlendar slettur og þá fyrst og fremst enskar og amerískar voru orðnar yfirþyrmandi í fagmáli flug- manna og annarra starfsmanna við flug. Ung kona, sem vinnur við kvik- myndagerð, hafði orð á því við Vík- veija, að hið sama væri að gerast í heimi kvikmyndamanna. Dagleg samtöl þeirra í milli, þegar unnið er við töku nýrrar kvikmyndar er uppfullt af enskum og amerískum slettum. Þeir sem vinna að málvernd ættu einnig að snúa sér að því verkefni að búa til nýyrði yfir ýmiss konar tækniorð, sem notuð eru af kvik- myndagerðarmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.