Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 31 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EFTIR harða keppni í B-flokki gæðinga hömpuðu Kristinn Bjarni og Spá fyrstu verðlaununum og skutu með því aftur fyrir sig Kjarnholta- og Torfastaðahrossunum sem voru mjög atkvæðamikil á þessu móti. Næst koma Ogn og Agnes, Fannar og Randalín, Agni og Knútur og Lyfting og Eiríkur. Kjarnholta- og Torfa- staðahrossin áberandi HESTAR Hrísholt í B i s k u p s t u n g u m HESTAMÓT LOGA Logamenn í Biskupstungum hafa endurvakið þá gömlu hefð að halda félagsmót sitt um verslunarmanna- helgina. Auk hefðbundinna greina var boðið upp á opna töltkeppni sem þátt tóku í tuttugu og fimm keppend- ur á mótinu í Hrísholti. ÞRÁTT fyrir votan og vindasaman fyrri dag mótsins lukkaðist samkoma Loga prýðilega. Mót þeirra bar nú sem áður fyrr nokkurn sveitabrag sem margir þéttbýlisbúar sækja í af mikl- um áhuga. Talsverður fjöldi kemur ríðandi á mótið að gömlum sið, keppn- isgleðin situr í fyrirrúmi og heyra mátti lagið tekið. En það er ekki bara notalegur blær á umgjörð móts- ins því ekki fer milli mála að reið- mennskan er á uppleið í Tungunum eins og vfða annars staðar. Þá setja atvinnumenn í auknum mæli svip sinn á keppnina. Vissulega geta verið skiptar skoðanir á því hvort um sé að ræða breytingu til bóta eður ei, en vafalaust gleðjast allir yfir fegurri og betur sýndum hestum. í B-flokki var þátttaka góð eða tuttugu hestar, sem er ágætt hjá ekki stærra félagi. Hrossin frá Torfa- stöðum voru áberandi í keppninni en þrjú hross þaðan voru í úrslitum. Hryssan kunna Randalín var efst eftir forkeppni með 8,20 en varð ERLING og Feldur voru örugg- ir með sigurinn í töltkeppninni. STÓÐHESTURINN Kolskegg- ur frá Kjarnholtum fékk helg- arfrí frá hryssunum og brá sér í 150 metra skeiðið og hafði sigur. Eigandinn Magnús í Kjarnholtum heldur í Kolskegg en knapinn Logi Laxdal stend- ur þar þjá. undan að láta í úrslitum fyrir Spá frá Einholti. Bróðir Randalínar, Ot- urssonurinn Agni, var nokkuð líkleg- ur til sigurs en missti skeifu þegar j leikar stóðu sem hæst og var auk þess ekki nógu tryggur á brokki og hrapaði því í fjórða sætið. Einkunnir voru lágar í öllum grein- um sem skýrist að stærstum hluta af afar slæmu veðri á laugardeginum þegar forkeppnin fór fram. í A-flokki stal Kjamveig frá Kjamholtum sigrin- um í úrslitum en Grágás frá sama stað hafði staðið efst eftir forkeppni. Erling Sigurðsson mætti til leiks í töltið með Feld frá Laugamesi en þeir fóm yfir 90 stig í töltkeppninni á Kaldármelum á dögunum. En nú var annað uppi á teningnum. í for- keppninni voru þeir efstir með 63,6 stig en 78 stig í úrslitunum. Þarna eins og í öðrum greinum áttu veður- guðimir stóra sök á stigafæðinni þótt úrslitahestamir næðu sér þokkalega á strik á sunnudeginum. Veðrið var nú reyndar með þeim ósköpum á laug- ardag að það eitt að halda mót var útaf fýrir sig stórafrek þar sem bæði starfsmenn inótsins og keppendur sýndu af sér mikið harðfylgi. Sú hugmynd að færa mótsdaginn aftur á verslunamannahelgina er góð og ekki ástæða að láta veðrið nú hafa áhrif á framhaldið því varla verður svona veður þessa helgi um ókomin ár. Þótt aðsókn hafi ekki verið góð að þessu sinni eðli málsins samkvæmt eiga hin notalegu Hrís- holtsmót vaxandi vinsældum að fagna. Mikill fjöldi hestamanna úr þéttbýli hefur sumaraðstöðu fyrir hross sín í Tungunum og næsta ná- grenni og dvelur gjarnan með þeim þessa miklu ferðahelgi. Þykir mörg- um tilvalið að gera sér ferð í Hrís- holt í góða stemmningu. Valdimar Kristinsson hefur péttu lausnina fypip þig! ///' Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími S62 2901 og S62 2900 BLOMBERG EXCELLENT fynin þá sem vilja aöeins þaö besta. 5 geröir sem henta öllum heimilum, ótrúlega hljóölátan. meö sparnaðar- kerfum, flaeöiöryggjum, sjálfhreinsandi mikrósíum og öðrum kostum sem prýöa 1 . flokks úppþvottavél. Verð frá aðeins T □ppunnn í uppþvottavélum frá Blomberq 56.905 BlQmtiera kr. stgr. Hestamót Loga A-flokkur 1. Kjamveig frá Kjarnholtum, eigandi Magnús Einarsson, knapi Eiríkur Guð- mundsson, 8,11. 2. Grágás frá Kjarnholtum, eigandi Gísli Einarsson, knapi María Þórarinsdóttir, 8,22. 3. Blesi frá Hólum, eigandi og knapi Jóhann B. Guðmundsson, 7,79. 4. Ellisif frá Torfastöðum, eigendur Ólafur og Drífa, Torfastöðum, knapi Óiafur Einarsson, 8,11. 5. Hekla frá Gunnarsholti, eigandi Krist- inn Antonsson, knapi Böðvar Stefáns- son, 7,84. B-flokkur 1. Spá frá Einholti, eigandi og knapi Kristinn Bjami Þorvaldsson, 8,13. 2. Ögn, eigendur Ólafur og Drífa, knapi Agnes Helgadóttir, 8,14. 3. Randalín frá Torfastöðum, eigandi Drífa Kristjánsdóttir, knapi Ólafur Ein- arsson, knapi f úrslitum Fannar Ólafs- son, 8,20. 4. Agni frá Torfastöðum, eigandi Drífa Kristjánsdóttir, knapi Knútur Ármann, 8,19. 5. Lyfting frá Kjarnholtum I, eigandi Magnús Einarsson, knapi Eiríkur Guð- mundsson, 8,04. Ungmenni 1. Fannar Ólafsson á Eldjárni frá Hól- um, 8,04. 2. Bryndís Kristjánsdóttir á Feng frá Traðarholti, 7,56. 3. Þórey Helgadóttir á Sóleyju frá Hrosshaga, 7,15. Unglingar 1. Böðvar Stefánsson á Högna frá Ás- landi, 8,08. 2. Ólafur L. Ragnarsson á Kvási frá Gýgjarhóli, 7,34. Börn 1. Björt Ólafsdóttir á Alreki frá Torfa- stöðum, 7,85. 2. Eldur Ólafsson á Frama frá Árgerði, 7,83. 3. Ragnheiður Kjartansdóttir á Blesa frá Felli, 7,26. 4. Fríða Helgadóttir á Spennu, 6,88. Tölt 1. Erling Sigurðsson á Feldi frá Laugar- nesi, 78 stig. 2. Theodór Ómarsson á Rúbín frá Ög- mundarstöðum, 73,2. 3. Páil Bragi Hólmarsson á Hrammi frá Þóreyjamúpi, 76,8. 4. Eiríkur Guðmundsson á Tvisti frá Vogsósum, 72. 5. Hjördís Ágústsdóttir á Spaða frá Gunnarsholti, 67,2. 6. Drífa Kristjánsdóttir á Hildisif frá Torfastöðum, 61,2. Tölt barna og unglinga 1. Hinrik Þór Sigurðsson á Hugi frá Skarði, 43,60. 2. Björt Ólafsdóttir á Alreki frá Torfa- stöðum, 34,72. 3. Böðvar Stefánsson á Takti frá Hemlu, 36,20. 4. Eldur Ólafsson á Framari frá Ár- gerði, 28,32. Skeið 150 m 1. Kolskeggur frá Kjamholtum, eigend- ur Magnús Einarsson og Kristín Þor- steinsdóttir, knapi Logi Laxdal, 15,18. 2. Prinsessa frá Minni-Borg, eigandi Logi Laxdal, knapi Eiríkur Guðmunds- son, 15,36. 3. Neisti frá Strönd, eigandi Bergur Óskarsson, knapi Fannar Ólafsson, 19,24. Skeið 250 m 1. Viljar frá Möðruvöllum, eigandi og knapi Páll Bragi Hólmarsson, 24,61. 2. Órvar frá Ási, eigandi Tómas Ragn- arsson, knapi Eiríkur Guðmundsson, 24,99. 3. Tvistur frá Minni-Borg, eigandi og knapi Logi Laxdal, 25,44. Brokk 1. Fröken Jóhanna frá Kflhrauni, eig- endur Valur og Helga Gýgjar, knapi Ólafur Lýður, 49,62. 2. Óðinn frá Ásgerði, eigendur Guð- mundur Grétarsson og Ingibjörg Sigur- jónsdóttir, knapi Ingibjörg Siguijónsd. 1,01,16. Stökk 300 m 1. Kári frá Vatnsenda, knapi Halldór Vilhjálmsson, 24,82. 2. Pegasus frá Lækjarskógi, eigandi Kristinn Einarsson, knapi Stígur Sæ- land, 26,43. 3. Glói frá Torfastöðum, eigandi og knapi Böðvar Stefánsson, 27,07. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR Ó. JOHNSON, 1029 Charity Drive, Virginia Beach, VA. 23455, andaðist 2. ágúst síðastliðinn. Margrét Þorbjörg Johnson, Thor Ólafur Johnson, Nicki Johnson, Guðrún Johnson, Pétur P. Johnson, Sigurborg Sigurbjarnadóttir og barnabörn. t Hjartkaer eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN MAGNÚSSON, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og sima, Hvolsvelli, lést í Landspítalanum 4. ágúst. Gyða Arnórsdóttir, Jónas Hermannsson, Helgi Hermannsson, Hermann Ingi Hermannsson, Arnór Hermannsson, Magnús Hermannsson, tengdadaetur og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, langafi, JÓNS. ÞORLEIFSSON fyrrv. verkstjóri, Grandavegi 47, lést aðfaranótt 5. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Emilía Jónsdóttir, Jón Hákon Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Anna Ágústa Jónsdóttir, Guðlaugur Long, Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.