Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Sambíóin sýna nú myndina Twister með Helen Hunt og Bill Paxton í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jan De Bont en meðal framleiðenda þessarar stórmyndar, sem slegið hefur í gegn vestanhafs, eru Steven Spielberg og Michael Crichton. Veður- fræðingar í ham FLESTIR eru þannig gerðir að þeim stendur ótti af hvirfilbyljum og storm- sveipum. Á þeim svæðum jarðar- innar þar sem þess konar náttúru- hamfarir geisa er talið skynsam- iegt að taka enga áhættu heldur bíða af sér veðrið niðri í kjallara eða á öruggum stað. En það vilja ekki allir vera skynsamir og forð- ast áhættu. Þeir eru til sem vit- andi vits sækja á þau svæði þar sem hvirfilbylja er von og bíða eftir því að fari að hvessa. Það eru spennufíklar sem æða í adrenalín- vímu til móts við hringiðu eyði- leggingarinnar og leggja sig í bráða lífshættu og segjast vera að reyna að skilja þetta náttúrufyrir- bæri og vonast til þess að mann- kynið geti einhvern tímann fundið tækni til að virkja og hemja þessa ógnarkrafta. Þetta eru hetjurnar í Twister; veðurfræðingar að eltast við banvæna hvirfilbyiji. Útkoman er ein vinsælasta kvikmynd sum- arsins vestanhafs. Aðalleikendur Twister eru Helen Hunt og Bill Paxton. Helen er þekkt t.d. úr kvikmyndunum Waterdance, Kiss of Death og Peggy Sue Got Married, en er ein þekktasta sjón- varpsstjarna Bandaríkjanna og er vinsælust þar í landi fyrir leik í hinni geysivinsælu sjónvarpsseríu Mad About You. Leikaraferill Bill Paxton tók flugið þegar hann aðstoðaði Tom Hanks við að lenda Appollo 13. Áður lék hann m.a í One False Move og Trespass. Helen og Bill leika Jo og Bill Harding, veðurfræðinga og hjón, sem hafa fjarlægst og eru komin að því að skilja þegar örlögin taka í taumana og áður en varir eru þau lögð af stað saman til þess að bjóða dauðanum birginn einu sinni enn í eltingaleik við hvirfilbyl um sléttur Oklahoma. Þar er von á mesta óveðri sem sögur fara af í hálfa öld og Jo von- ast til að komast þar í tæri við ijöl- marga hvirfilbylji. Óveðrið í Okla- homa gefur henni og félögum henn- ar færi á að ljúka sínum rannsókn- um, leysa gátuna og skrá nöfn sín gylltu letri í sögu veðurfræðinnar. Tregur í taumi slæst tilvonandi fyrrverandi eiginmaður hennar, Bill, í hópinn ásamt nýrri kærustu sinni (Jami Gertz). En það er annar hópur veðurfræðinga á svipuðu róli í sínum rannsóknum og Jo og Bill Harding. Helstu keppinautar hjón- anna um veðurfræðilegan ódauð- leika, dr. Jonas Miller (Cary Elwes) og félagar, eru einnig mættir til Oklahoma, með betri tæki og meiri peninga. Báðir hóparnir vilja reyna að koma sendi inn í miðju hvirfilbylj- anna til þess að fá þar aðgang að ómetanlegum gögnum um hegðun þessara fyrirbæra. Skilningur á þeim gæti komið í veg fyrir millj- arða tjón og bjargað lífi þúsunda. Það er því mikið í húfi og einhveij- ir veðurfræðingar gætu þurft að fórna lífi sínu í þágu framfaranna. Myndin er sögð byggja á störfum raunverulegs fólks, sem hefur að- setur á því svæði miðvesturríkja Bandaríkjanna, sem kallast Dalur hvirfilbyljanna, Tornado Valley. Þar er á ferð hópur ofurhuga sem er sendur á vettvang þegar óveðri er spáð. Veðurstofan getur aðeins spáð um líkurnar á hvirfilbyl en ekki sagt fyrir um hættuna með vissu. Twister er kvikmynd þar sem hraði, spenna_ og tæknibrellur eru í fyrirrúmi. Ábyrgð á útkomunni ber Hollendingurinn Jan De Bont, sem átti að baki langan feril sem eftirsóttur myndatökumaður þegar hann þreytti frumraun sem leik- stjóri í Speed þar sem Keanu Reev- es og Sandra Bullock voru í aðal- hlutverkum. Twister er önnur kvik- myndin sem hann leikstýrir. „Ég vildi að þessi kvikmynd yrði eins raunveruleg og mögulegt væri og vildi þess vegna að hún yrði tekin úti á víðáttunni þar sem hvirfílbyljimir geisa. Ég vildi að áhorfendur fengju á tilfinninguna að þeir væru þátttakendur í þessari mynd, fyndist þeir tilheyra þessum hópi fólks sem eltist við storminn," segir Jan De Bont. „Ég hef gaman af því að segja frá hlutum sem gerast í raunveruleikanum. I mín- um huga er lífið eins og hasar- mynd; það er spennandi og það í HRINGIÐU stormsins. Bill Harding (Bill Paxton) og Jo Harding (Helen Hunt) reyna að komast í skjól. HVIRFILBYLUR í aðsigi. HELEN Hunt, Bill Paxton, Jami Gertz og Cary Elwes eru aðalleikarar Twister. reyni ég að laða fram í mínum myndum." De Bont segir að stjörnur myndarinnar séu ekki aðeins Hunt, Paxton, Cary Elwes og Jami Gertz, sem leikur kærustu Bills. Fimmta stjarnan er í titilhlutverkinu, hvirfil- bylur sléttunnar, sem Bandaríkja- menn kalla Twister. „Það er ekkert dramatískara, gjöfulla og kröftugra en náttúran. Enginn getur keppt við hana, hvorki með leik, skrifum né leikstjórn. Það sigrar enginn himnana. Þar mætir egóið ofjarli sínum,“ segir leikstjórinn. Jan De Bont hefur látið vel að hrífa áhorfendur með í spennuatrið- um. Um leyndardóm þess segir hann þetta: „Ég vil helst taka kvik- mynd frá sjónarhorni áhorfandans. Ég sé sjálfan mig alltaf fyrir mér í sæti í kvikmyndahúsi og spyr mig: hvað vil ég sjá núna? Ég set myndavélar á þessa óvenjulegu, óvæntu staði til þess að draga áhorfendur inn í atburðarásina. Eg er eins og hver annar áhorfandi sem borgar 550 krónur fyrir miðann sinn. Ég vil skemmta mér í bíó. Ef ég hef ekki gaman af mynd- inni, hvers vegna ætti þá einhver annar að skemmta sér yfír henni?“ Handrit myndarinnar er hið fyrsta sem Michael Crichton skrifar ásamt eiginkonu sinni Anne-Marie Martin. Crichton er sem kunnugt er höfundur metsölubókanna um Júragarðinn, Congo, Rising Sun og Disclosure, sem allar hafa jafn- framt orðið að kvikmyndum sem hlotið hafa metaðsókn. Crichton er einnig höfundur og framleiðandi sjónvarpsþáttanna ER, Bráðavakt- arinnar. Steven Spielberg vinnur nú að kvikmynd eftir nýjustu bók kappans, The Lost World. Hjónin ákváðu að skrifa eitthvað um hvirfilbylji. „Umijöltunarefnið er sjónrænt í eðli sínu,“ segir Crichton. „Hvirfilbylur er kröftugur og óútreiknanlegur og endist aðeins í fáar mínútur. Þetta er tilvalið umfjöllunarefni fyrir kvikmynd." Þess vegna lá strax fyrir að verið væri að semja kvikmyndahandrit en ekki bók. Hjónin lögðust í ítar- legar rannsóknir á byljum og því fólki sem eltist við þá; rannsóknar- aðferðum þess og talsmáta. Twister er framleidd af fyrirtæki Steven Spielbergs, sem er einn framleiðenda myndarinnar, ásamt samstarfskonu sinni til margra ára, Kathleen Kennedy, Michael Cricht- on og fleirum. Þessu gengi hefur ekki brugðist bogalistin frekar en fyrri daginn. Með Jan De Bont við stjórnvölinn og nafn Spielbergs, Kennedy og Helen Hunt sem þekkta aðstand- endur myndarinnar sló Twister í gegn vestanhafs, tók inn fúlgur fjár þegar hún var frumsýnd fyrri part sumars. Ásamt myndunum Missi- on: Impossible og Independence Day, er Twister mest sótta mynd sumarsins vestanhafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.