Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 VERIÐ ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rækjurannsóknir á Flæmska hattinum Engin ofveiði á Flæmingj agrunni Morgunblaðið/Þorkell LÍTIÐ hefur farið fyrir rökum um meinta ofveiði á Flæmska hattinum, að mati ísíenskra úthafsútgerðarmanna, sem stundað hafa rækjuveiðar þar. JÓN Krisljánsson, fiskifræðingur, kynnti niðurstöður sínar eftir að hafa stundað rannsóknir á rækjustofninum á Flæmingjagrunni. „Överjandi stað- hæfingar,“ segir aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar ENGIN merki eru um ofveiði á rækju á Flæmingjagrunni og stofn- inum stafar ekki hætta af veiðunum. Eðlileg aldursdreifíng er innan stofnsins, hrygningarstofninn mun vaxa á næsta ári. Nýliðun er óviss enn, en benda má á að skipin hafa haldið sig dýpra en áður. Þess vegna gæti nýliðun verið vanmetin, segir Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, sem stundað hefur rannsóknir á svæðinu að tilstuðlan nokkurra út- hafsútgerða. Jón kynnti niðurstöður sínar á fundi, sem Félag úthafsút- gerða efndi til um rækjuveiðar á Flæmska hattinum, í fyrradag. Hann sagði að mönnum hafí orð- ið tíðrætt um rányrkju íslendinga á Flæmingjagrunni eftir NAFO-fund- inn í Pétursborg í september sl. og jafnvel talað um að við værum að eyða rækjustofninum á svæðinu. Lítið hafí þó farið fyrir rökum um meinta ofveiði. Sömuleiðis vissu menn ekkert um ástand rækju- stofnsins og ekki haft fyrir því að kynna sér það. Jón telur að Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NAFO, grundvalli tillögur sínar á veikum rökum, en í fyrra lagði hún til að svæðinu yrði lokað, en í nýj- ustu ráðgjöfínni hafí nefndin dregið í land og lagt til að dregið verði úr veiðum en þær ekki stöðvaðar. Stofninn þrefalt minni í upphafi veiða I ráðleggingum vísindanefndar NAFO 1996 segir að þrátt fyrir styrk 1993-árgangsins, þá væru þær áhyggjur sem hafðar voru árið 1995 af síminnkandi hrygningar- stofni ítrekaðar vegna mikillar sókn- ar í 1993-árganginn árin 1995-6 og vísbendinga um að 1994-árgang- urinn sé lítill. Veiðin 1997 muni því beinast í það sem eftir er af 1993- árganginum, en gert er ráð fyrir að hann skipti um kyn veturinn 1996-7. Engin spá er til um hversu stór 1993-árgangurinn verður árið 1997. Ennfremur segir í ráðgjöf NAFO að verulegur sóknarsam- dráttur sé nauðsynlegur til að hægja á fækkun kvendýra í stofninum og varðveita karldýr. Af framansögðu leiddi að verði leyft að veiða árið 1997 yrði afla haldið í algjöru lág- marki. Jón sagði rannsóknirnar hafa leitt í ljós að afli fellur hratt fyrstu þrjá mánuðina eftir að veiðar hefjast á nýju svæði, en eftir það helst veiðin stöðug nema hvað árstíðarsveiflur koma reglulega, veiði minnkar á haustin og eykst aftur á vorin og nær hámarki á sumrin. Þá bendir Jón á að skv. gögnum úr stofnmæl- ingum sem Evrópusambandið lét gera á sínum tíma, áður en rækju- veiðar hófust á svæðinu, þá hafí stofninn verið þrefalt minni þá en hann er núna eftir nokkurra ára veiði. Þetta sýni m.a. að mikið hafí skort á að tillögur NAFO um engar veiðar á þessu ári hafi verið grund- vallaðar á vísindalegum rannsókn- um enda hafí stóryrði á borð við ofveiði og ógnun við tilvist stofnsins verið felld úr texta nefndarinnar í tillögum fyrir næsta ár. Risastórt hafsvæði Jón sagði að Flæmski hatturinn væri eins og risastór þúfa á annars sléttu hafsvæði og væri veiðisvæðið 25 þúsund ferkílómetrar sem svar- aði til um fjórðungs af stærð ís- lands. Vestan við hattinn kæmi kaldur Labrador-straumurinn að norðan, austan við kæmi hlýr Golf- straumurinn úr suðvestri. Við þetta skapaðist yfírborðs-hringstraumur, sem lægi réttsælis um hattinn, nið- urstreymi í miðjunni og uppstreymi í köntunum sem ætti sinn þátt í að skapa og viðhalda lífríkinu á svæð- inu. Rækja er karlkyns fyrstu ár ævi sinnar. Síðar skiptir hún um kyn og verður kvendýr það sem eftir er. Kvendýr eru því alltaf stærri en karldýr. Á Flæmska hattinum byrja karldýrin að breytast í kvendýr að hausti. Þá verður til millistig karl og kvendýrs sem fer að mynda hrogn í apríl og hrygnir um haust- ið. Dreifíng árganganna er tengd dýpi. Yngstu dýrin eru grynnst, hlutfall og magn eldri dýra vex með dýpi. Stærstu dýr hvers árgangs halda sig á meira dýpi en þau smæstu. Nýliðunar verður fyrst vart grynnst á veiðisvæðinu. Þessar stað- reyndir, ásamt því straummynstri, sem er á svæðinu, hafa, að sögn Jóns, leitt til þeirrar tilgátu að kven- dýrin séu dreifð umhverfís „hatt- inn“, sem er nokkum veginn hring- laga, og lífmassi hrygnanna sé mestur yst í hringnum. Eggin klekj- ast, lirfumar verða sviflægar og berast vegna straumanna inn að miðju svæðisins. Þar alast lirfurnar upp til að byrja með, fyrst sem svif, síðar botnlægari. Eftir því sem þær eldast færa þær sig á meira dýpi, frá miðju hringsins út að jörðum hans, verða kynþroska hrygnur og eiga sín afkvæmi sem berast aftur inn að miðju vegna áhrifa straums- ins. Ljóst er að sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar era ekki alls kostar sammála Jóni varðandi það að rækjustofninum stafaði ekki hætta af ofveiði, en skiptar skoðan- ir era meðal fískifræðinga um raun- veralegt ástand stofnsins á Flæm- ingjagranni. Samræmist illa nútíma hugsunarhætti Á fundinum vöruðu fulltrúar Ha- frannsóknastofnunar, sem sérstak- lega höfðu verið boðnir til fundar- ins, við ábyrgðarlausum staðhæf- ingum. Jóhann Siguijónsson, að- stoðarforstjóri Hafrannsóknastofn- unar, sagði það vera skoðun sína að rök Jóns Kristjánssonar sam- ræmdust illa nútímahugsunarhætti. Ekki væri við hæfí að halda því fram að algjörlega óheft sókn með þeirri sóknargetu, sem við byggjum við í dag, væri í raun og vera það sem varðveitti fískistofnana. Þvert á móti sýndi reynslan annað og dæmi væra reyndar um að heilu rækju- stofnamir hafí horfið. „Svona stað-' hæfíngar eru gjörsamlega óveijan- legar í alþjóðlegu samhengi og á alþjóðlegum vettvangi auk þess sem við höfum mörg dæmi um að hægt er að halda ansi lengi áfram veiðum löngu eftir að stofnar era komnir niður fyrir það sem þeir þola í reynd.“ Jóhann sagði að visindanefndinni hefði vissulega verið mikill vandi á höndum varðandi rækjustofninn á Flæmska hattinum enda takmörkuð vitneskja um hann. í slíkum tilfell- um vildu menn halda að sér höndum og viðhafa ítrastu varúð. Sérstaka varúðarreglu væri búið að festa í alþjóðalög og menn famir að vinna eftir henni. Hann sagði að það hlyti að vera hagur fólginn í því að leyfa rækjunni að vaxa í stað þess að veiða hana unga. Að öðrum kosti væri stofninn mjög illa nýttur. Yfir Ganymede Reuter NÝJAR tölvumyndir af yfir- borði Ganymede, fylgitungli Júpíters, hafa verið birtar. Eru þær unnar úr myndum sem Galileo-geimfarið tók yfir sama stað, annars vegar úr 9519 km fjarlægð 27. júní sl. og 10.220 km hæð 6. september. Blái litur- inn við sjóndeildarhring er óraunverulegur. Sprengingin í TWA-þotunni Mælarnir gætu leyst ráðgátuna TVEIR eldsneytismælar úr TWA- þotunni, sem sprakk á flugi eftir flugtak í New York í júlí sl., fund- ust á hafsbotni í vikunni og hafa verið sendir til skoðunar í rannsókn- arstöð Öryggisstofnunar sam- göngumála (NTSB) í Washington. Að þeim hafa rannsóknaraðilar leit- að lengi enda talið, að þeir geti svarað því hvort vélræn bilun hafi orsakað sprenginguna, að sögn bandaríska blaðsins Washington Post. Mælamir sýna hversu mikið elds- neyti er eftir í tönkum flugvélar. Verður rannsakað hvort hugsan- lega hafí orðið skammhlaup í þeim með þeirri afleiðingu, að sprenging hafí orðið í nær tómum miðtanki TWA-þotunnar. Rannsóknarmenn hafa leitt í ljós, að sprengingin, sem grandaði þot- unni, hafí átt sér stað í megintanki þotunnar. Hvað olli henni hefur hins vegar verið þeim ráðgáta. „Mælarn- ir gætu reynst lausnin að ráðgát- unni,“ sagði fulltrúi hjá NTSB í samtali við Washington Post. Á öðram mælanna vora ummerki eftir sprengingu, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Rannsókn mun leiða í ljós hvernig þau eru tilkomin. Að sögn blaðsins New York Ti- mes í fyrradag lagði bandaríska flugmálastjórnin (FAA) það til fyrir 24 árum, að sérstakri tækni yrði beitt í flugvélum til þess að útiloka möguleika á sprengingu í eldsneyt- istönkum. Hún fólst í því að losa sprengifimt gas úr tönkunum með því að dæla inn í þá gasi sem ekki gat sprungið um leið og gekk á eldsneytisbirgðirnar. Segir blaðið, að aldrei hafi orðið úr því að þess- ari tækni var beitt því flugfélögin hafi beitt þrýstingi gegn því. Skaðabótamál voru hafín í vik- unni gegn Boeing-verksmiðjunum og TWA-flugfélaginu. Bandarísk lögfræðistofa, Kreindler og Kreindl- er, stefndi fyrirtækjunum fyrir hönd nokkurra aðstanda fórnarlamba flugslyssins. í stefnunum er fullyrt, að sprenging hafí orðið í miðtanki þotunnar vegna hönnunar- og smíð- isgalla og vegna þess að viðhaldi hafí verið áfátt. Lögfræðistofan vann skaðabótamál á hendur Pan American-flugfélaginu fyrir hönd aðstandenda fómarlamba Lock- erbie-slyssins 1988. Var félagið dæmt til að greiða aðstandendunum 500 milljónir dollara í bætur, jafn- virði 33 milljarða króna. Danir vonast eftir velsæld utan EMU Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR að framkvæmdastjórn EMU hefur lagt línumar fyrir samskipti Evrópulanda í og utan Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) er danska stjómin bjartsýn á að staða dönsku krónunnar verði styrk, þrátt fyrir að Danir gerist ekki aðilar að bandalag- inu. í samtali við Jyllands-Posten segir Marianne Jelved efnahagsráð- herra sterkar líkur á að danskir vext- ir verði svipaðir og innan sambands- ins. En þessar góðu horfur gætu einnig dregið úr líkum á að Danir gerðust aðilar að myntbandalaginu. Allt bendir til að gjaldmiðlar utan EMU geti tengst euró, nýja evrópska gjaldmiðlinum, sem verður viðmið- unin þegar EMU gengur í gildi í ársbyijun 1999 og að þeir geti sveifl- ast til á fimmtán prósenta bili, rétt eins og nú er í evrópska gengissam- starfínu, ERM. Gleði Jelved efnaa- hagsráðherra stafar af því að Danir hafa góðar vonir um að geta gert sérsamning við komandi evrópskan seðlabanka og þyrfu þá ekki að vera í vafasömu samfloti við gjaldmiðla, sem metnir verða of veikir til að komast að í EMU. Með áframhaldandi stöðugu efna- hagslífí, sem miðað er við sömu for- sendur landanna og í EMU gerir Jelved sér vonir um að verðabréfavið- skipti verði lífleg í Danmörku og vextir þar svipaðir og vextir EMU. Þar með lendir danska krónana ekki í hópi veikra gjaldmiðla eins og þess gríska, spánska, portúgalska og ít- alska, en þessi lönd era öll talin á mörkum þess að eiga kost á inn- göngu í EMU. Ef þessar vonir Dana rætast ganga hrakspár stjórnmálamanna, hliðhollra EMU, um að danska krón- an lendi í öðrum flokki utan EMU ekki eftir. Ef þessi eftirsóknarverði stöðugleiki næst utan EMU minnka einnig rökin fyrir aðild Dana að mynt- bandalaginu, sem Danir fengu undan- tekningu frá eins og kunnugt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.