Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 41 marga vini á svo skömmum tíma sem raun ber vitni. Hún Harpa átti margar hliðar og hafði ótalmarga góða kosti. Hún var hlý, brosmild, bjartsýn, ákveðin en sanngjörn og voru þetta hennar helstu kostir sem við munum öll sakna. Þótt hún Harpa sé horfin mun minningin um hana ávallt lifa í hjarta okkar. Við viljum votta nánustu aðstand- endum hennar okkar dýpstu samúð og biðja góðan Guð að gefa þeim hugrekki og styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku Harpa, takk fyrir að vera vinur okkar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Aðalheiður, Anna María, Bóas, Eygló, Guðrún, Hulda, Jóhanna, Linda, Ragnhildur, Sigríður, Val- garður, Yr, Þórdís og Osp. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B. Halld.) Þegar fólk er ungt virðist lífið svo fullt af fyrirheitum, framtíðin óend- anlega löng og dauðinn svo víðs- fjarri. En þó allir viti að skammt er milli lífs og dauða er alltaf erfitt að sætta sig við þegar ungt og hraust fólk er hrifið á braut. Við urðum því mjög slegin þegar sú harmafregn barst að Harpa hefði látist af slysför- um. Gat það verið að hún sem átti allt lífið framundan og hafði gengið hér glöð um ganga síðastliðið vor væri horfin á braut? Harpa kom hingað til náms haust- ið 1992 og stundaði hér nám jafn- hliða vinnu. í haust hélt hún suður til Reykjavíkur og réð sig til starfa hjá Hagkaupi í Kringlunni. Eins og oft er um ungt fólk vildi hún breyta til og prófa eitthvað nýtt. Þegar Harpa kom hingað í skól- ann skipaði hún sér strax sess í hugum okkar. Hún var glaðleg og elskuleg stúlka sem átti hér stóran vina- og kunningjahóp. Okkur starfsmönnum er hún eftirminnileg fyrir einstaklega hlýja og elskulega framkomu. Það var sama hvar við hittum Hörpu, hér á skólagöngun- um, á bókasafninu eða utan skól- ans, alltaf var stutt í brosið og skemmtilegt spjall. Harpa var svo sannarlega gleði- gjafi og mikið var notalegt að hitta hana við búðarkassann í Skagfirð- ingabúð, glaðlega og skemmtilega. Sama viðmótið mætti okkur sem áttum leið um Hagkaup í Kringlunni nú í haust. Þar bauð hún aðstoð sína glöð og kát og ánægð í nýju starfi. Einstaklega ljúf og einlæg fram- koma Hörpu er okkur öllum efst í huga og öll samskipti við hana skilja því eftir bjartar minningar í hugum okkar á þessari kveðjustundu. Foreldrum, systrum, ættingjum og vinum sendum við dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar á stundu sorgar og sakn- aðar. Blessuð sé minning Hörpu. Starfsfólk Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þau deyja ung sem æðri völd hafa ætlað stærri hlutverk. Ósanngirni er mikil þegar ung stúlka er hrifin á brott og send út í það óendanlega. Ég kynntist Hörpu Steinars eins og hún var alltaf kölluð fyrir þremur árum þegar ég bjó á Króknum. Harpa var ljúf og góð tilfinninga- vera sem gat grátið yfir því hvað heimurinn væri ósanngjarn. Það sem braut Hörpu alveg niður var það ef hún lenti upp á kant við foreldra sína. Eitt skiptið kom hún heim til mín hágrátandi og sagðist hafa rifist við móður sína og henni þætti það leitt því henni þætti vænt um hana og hún þyldi ekki að vera ósátt við foreldra sína né systur. Ég ráðlagði henni bara að drífa sig heim því það borgar sig ekki að sofna ósáttur við einhvern. Daginn eftir var allt fallið í ljúfan farveg aftur og hún tók gleði sína á ný. Ég vona að hún hafi verið í sátt við alia því það skipti hana miklu máli að allir væru sáttir. Ég þakka fyrir að hafa þekkt Hörpu og líka að hafa hitt hana í síðustu viku, því ég var ekki búin að hitta hana í margar vikur. Reynd- ar vorum við búnar að ákveða að hittast í næstu viku og gera eitthvað sniðugt, en það verður að bíða betri tíma. Ég mun sakna þess að rekast ekki á hana á ólíklegustu stöðum á ólíklegustu tímum. Ég votta foreldrum, systrum, vin- um og vandamönnum mína dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Inda Björk. Elsku Harpa mín. Þegar ég fékk þessa hörmulega frétt á sunnudags- kvöldið að það hefði verið þú sem að lést í þessu hörmulega slysi varð ég harmi slegin. Við sátum öll við matarborðið og gátum ekkert sagt. Sennilega hugsuðum við öll það sama: Það getur ekki verið að hún Harpa okkar sé dáin. Af hveiju er lífið svona ósjanngjarnt? Ung stúlka í blóma lífsins, rétt að verða tvítug, er tekin úr þessum heimi. Aldrei bjóst ég við því þegar þú komst í heimsókn í seinustu viku að ætti ekki eftir að sjá þig aftur. Þær voru ófáar stundinar sem við gátum setið og hlegið. Ef manni leið illa gat maður alltaf talað við þig og þú skildir alla svo vel. Sumarið 1992 var yndislegt sumar. Þá kynnt- umst við og urðum strax bestu vin- konur. Margir héldu að við værum systur eða frænkur, og við skildum aldrei af hveiju fólk hélt þetta, en sennilega af því að við vorum svo samrýndar. Þú varst besta vinkona mín og þegar þú komst suður varstu alltaf hjá okkur. Okkur öllum í fjöl- skyldunni þótti svo óskaplega vænt um þig. En þú lifir í öllum góðu minning- unum sem við eigum um þig. Eg þakka þér, elsku Harpa mín, fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Elsku Steinar, Munda og aðrir aðstandendur, Guð blessi ykkur og hjálpi ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Þin vinkona Snærún Ösp. Með söknuði og hryggð í hjarta kveðjum við kæran vinnufélaga, Hörpu Steinarsdóttur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Við sendum ættingjum hennar og vinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Auður, Sigríður, Sveinn, Haraldur, J6n Brynjar, Ýr og íris, samstarfsfé- lagar í Hagkaupi. ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR + Ásta Þorsteins- dóttir frá Efri- Rauðsdal á Barða- strönd fæddist í Litluhlíð á Barða- strönd 10. mars 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Finnboga- dóttir ljósmóðir og Þorsteinn Olafsson bóndi í Litluhlíð og var Ásta yngst ell- efu barna þeirra. Hinn _ 25. september 1955 giftist Ásta Gísla Hjartarsyni á Efri-Rauðsdal, f. 16.8. 1924, d. 6. des. 1986. Börn þeirra eru: Bylgja Dröfn, 15.7. 1955, gift Asgeiri Einarssyni; Guðrún Jóna, f. 15.9. 1957,gift Jóni Bessa Árnasyni; Steina Ósk, f. 19.10. 1962, gift Gunnari Þór Jóns- syni; Hulda Hjör- dís, f. 2.1.1964, gift Smára B. Jóhanns- syni; Gísli Ásberg, f. 29.6. 1965, kvæntur Nönnu Á. Jónsdóttur; Þuríð- ur Margrét, f. 25.9. 1971; og Kristján Geir, f. 9.6. 1973. Útför Ástu fer fram frá Brjánslækjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mágkona mín elskuleg, hún Ásta, er látin. Ásta var glaðleg, hjálpsöm og félagslynd. Hún hafði yndi af dýrum og hafði áræði og handlag til að hjálpa skepnum þegar á þurfti að halda. Ung lofaðist hún Gísla Hjartarsyni, Efri-Rauðsdal á Barða- strönd. Um það leyti fór hún á Húsmæðraskólann á Blönduósi, sem frú Hulda Stefánsdóttir hafði þá nýlega stofnað, og naut þess tíma vel og hélt lengi vel sambandi við skólasystur sínar. Þegar þau Gísli hófu búskap í Rauðsdal — í fyrstu með foreldrum Gísla, Hirti Erlends- syni og Guðrúnu Pálsdóttur, og bróður, Valdimar — voru miklar breytingar framundan í landbúnaði: Vélvæðing, nýrækt og byggingar- framkvæmdir. Þau reistu stórt og fallegt íbúðarhús í Rauðsdal. Þaðan sem er fagurt útsýni yfir Breiða- fjörðinn, eyjar, sker og jökulinn, að ógleymdum Skörðunum sem ganga langt fram í sjó. Ásta starfaði í kvenfélagi sveitar- innar og söng við messur í kirkjun- um. Hún hafði gaman af að hitta fólk og sjá sig um. Þegar fór að hægjast um fóru þau Gísli i ferðir um landið eftir því sem tök voru á. Gott var að heimsækja þau að Rauðsdal og var gestkvæmt þar. Þegar Gísli lést varð það Ástu og fjölskyldunni mikið áfall. Hann mun hafa verið búinn að finna fyrir óþægindum en ekki gert mikið úr, enda slíkt ekki hans háttur. Ásta tók þó fráfalli hans með stillingu. Hún hélt áfram búskap með bömum sínum, þeim sem enn voru heima, en tveimur árum seinna greindist hún með Parkinsonsveiki og enn sýndi hún sama æðruleysi. Hún hélt áfram á sömu braut, pijónaði á bamabörnin, breytti aðeins að- ferðum við pijónaskapinn, bakaði og hélt sínum fyrri háttum svo lengi sem unnt var. Árið 1991 flutti hún út á Krossholt, keypti hús þar og bjó þar ásamt yngri syni sínum. Hún fór að vinna í verslun á Holtun- um sem eldri sonur hennar og tengdadóttir reka. Sumarið 1995 fluttu þau mæðginin aftur inn að Rauðsdal í skemmtilega íbúð sem sonur og tengdadóttir hennar út- bjuggu handa þeim og undi hún sér vel þar. Um sl. áramót kom í ljós að hún átti einnig við annan og enn verri sjúkdóm að stríða og gekkst hún undir stóraðgerð í byijun árs- ins. Þessir mánuðir sem sípan eru liðnir vom mjög erfiðir en Ásta var ákveðin í því að gefast ekki upp, heldur takast á við vágestinn af bjartsýni. Allt var síðan gert sem unnt var til lækningar en kom fyrir ekki. Við Jóhann sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Kolbrún. Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst: hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld, í sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, og tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda, er lít ég pllin fagurblá mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjalanda! (Steinn Sig.) Elsku mamma mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir Steina Ósk. Elsku amma mín. Það er sárt að missa þá sem maður elskar og það er sárt að sakna en nú veit ég að þér líður vel hjá afa. Það var svo gott að fá að alast upp hjá þér í sveitinni, mín fyrstu sex ár umvafin ást og kær- leika. Ég ætla að gera það sem þú baðst mig um þegar ég var lítil, að láta loga á útskoma kertinu þínu þegar þú yrðir jarðsett. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þóra Kristín. Elsku Ásta. Að leiðarlokum langar mig að þakka allar okkar samverustundir. Þú varst mér svo einstaklega kær. Öll mín bemskuár eru svo ljúf í minn- ingunni. Ég vildi geta sagt þér hversu vel mér leið í sveitinni hjá þér. Þökk sé þér, Ásta mín. Ég kom eins og farfuglamir á vorin, dyr þínar stóðu mér ætíð opn- ar og kunni ég svo sannarlega að meta það. Þú hefur barist hetjulega við þenn- an vágest sem erfitt er að ráða við. Nýju ári heilsaðir þú með kvíða en brosi á vör. Það var þinn eiginleiki, alltaf hlæj- andi, svo mikil bjartsýniskona sem sá alltaf björtu hliðamar á öllu. Þú varst ákveðin að takast á við þessa erfiðleika með jákvæðni og dugnaði eins og þér var líkt. Það birti mikið til fyrri hluta sumars og þú svo glöð að vera komin heim, heim í Rauðsdal. En þú fékkst ekki að una þar lengi, við tók önnur stóraðgerðin, en ekkert dugði til. Þér var ætlað annað hlut- verk á nýjum stað, laus við allar þján- ingar og þrautir. Núna líður þér vel, komin til hans Gísla þíns, þú varst aldrei söm eftir fráfall hans sem bar svo brátt að. Þú varst sannur Barðstrendingur, áttir þar heima alla ævi. Rauðsdalur varð þinn unaðsreitur, Rauðsdalur er paradís á jörðu, það vita allir sem þar hafa dvalið. Bemska mín er svo samofin þér og þínum í Rauðsdal, fyrst hjá afa og ömmu í gamla bænum, svo tókuð þú og Gísli við. Afi og amma undu ævikvöldunum undir þínum verndarvæng og máttu vel við una. í minningunni er alltaf sól, sól úti og sól inni. Sólskinsdagar í Rauðsdal. Þú og mamma áttuð margar stundirnar við störf og leik með krökkunum ykkar. Það var endalaus uppspretta við- fangsefna daginn út og inn. Þú varst með eindæmum gestrisin og bærinn þinn alltaf fullur af fólki og alltaf þéttsetinn bekkurinn við stóra eldhúsborðið. Minnisstæður er mér 15. júlí ár hvert, þá átti Bylgja afmæli, bærinn fylltist af gestum, hlé var gert á heyvinnu, sveitungar hittust, ijóminn bráðnaði af hnallþórunum, nöfnumar og ömmur afmælisbamsins föðmuð- ust og dáðust að bamabömunum sín- um. Þetta voru dýrðardagar. Fjöruferð- imar okkar em líka ógleymanlegar, borgir við byggðum í gullnum sandin- um, lékum í eltingarleik við öldur Breiðafjarðar, fómm í ævintýraleit í Skörðunum og jafnvel kríueggja- veisla að kveldi. Eftirfarandi ljóðlínur finnst mér eiga svo vel við þig og umhverfi þitt: Háflóðið eyðir, því allt mun þar hverfa orðvana sandurinn grár, alltaf jafii hýr eins og mynd þín í muna mér verður um ókomin ár. Fortíðin geymist í fjörunnar sandi fegurstu draumar og þrár. (Hilmir Jóh.) Að lokum vil ég og allt mitt fólk senda bömunum þínum, þeim Bylgju, Guðrúnu, Steinu, Huldu, Gísla, Þuríði, Kristjáni og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hvíl í friði, Eydís. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I H® blómaverkstæði I | JPINNA J | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Mánasundi 2, Grindavík. Guðmundur Kristjánsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.