Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 19 SKÓ • EVRÓPOPP • PRUM’N BASS • TRIPHOP • ACID JAZZ að þýða að viðkomandi sé kominn á sinn bás og verði þar framvegis." Páll segir að þegar grunnhug- myndin hafi verið komin hafi hann farið að svipast um eftir lögum. „Ég leitaði til lagahöfunda, ungra íslenskra stráka sem hafa verið að vinna við danstónlist og tölvutón- list í gegnum árin. Sumum kynnt- ist ég þegar ég fór sem Milljóna- mæringur um landið. Ég lét þá fá texta eða textabrot, bað þá um að búa til lög fyrir mig, drum ’n bass- lag, diskólag eða Burt Bacharach- lag. Þegar þeir voru búnir með sitt hittumst við, settumst niður til að hlusta á lagið og fórum að rífast," segir Páll Óskar og hlær við, „fundum hljómana í lagið, ég bjó til laglínur og síðan fundum við réttu hljóðin; allt í einu var komið lag.“ Páll segist hafa lagt mikla áherslu á að höfundarnir fengju að stjórna grunnupptökum á lög- unum sjálfir, að þeirra eigin hljóm- ur fengi að skína í gegn um hvert einasta lag „og það er styrkur plöt- unnar fyrst og fremst. Ég hef ekki áhyggjur af því að að platan hafi ekki einhvern heildarsvip þó það sé á svæðinu house, diskó, jungle, bossanova eða Burt Bacharach. Ég tek þessa alla þessa strauma sjálfur og bý til einn Palla-heildar- svip á plötuna, rétt eins og þegar ég elda máltíð eða er plötusnúður. Platan er hálfgerð rússíbanaferð þar sem ég held í taumana. Ég byrja hana svolítið hart, byija á jungle og evrópupoppi, en hægi síðan á ferðinni og enda í léttum og skemmtilegum textum. Þegar ég byrjaði að vinna með mönnum hérna úti þá var það svo að Ken Thomas spurði mig alltaf þegar við vöknuðum á morgnana: Jæja, hvernig plötu ætlar þú að gera í dag? og aðstoðarmaðurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Nú síðustu dagana eru þeir þó farnir að sjá samhengið í öllu saman og fínnst eins og þeir hefðu raðað 5.000 stykkja púsluspili. Máltíðin heppnaðist par exellance." Eins o g áður segir eru lagasmið- ir ýmsir, fremstir kannski Jóhann Jóhannsson og Pétur Hallgrímsson úr Lhooq, þá Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari úr Unun, en einnig koma við sögu Trausti Har- aldsson úr Fantasíu, sem Páll seg- ist hafa hitt á Milljónamæringa- balli á Akureyri og segir hafa mjög sterka tilfinningu fyrir evrópopp- inu, og Birkir og Bjarki, „fanta- klárir saman, húmoristar og þekkja ofsalega vel hvert einasta hljóð“. „Ég er mjög feginn því að fá að vinna með svona náungum, því þó við eigum eiginlega ekkert sam- eiginlegt áttum við þó eitt, við þurfum ekkert að vera að velta hlutunum of mikið fyrir okkur, að vera sífellt að segja: þetta er svona vegna þess að ...“ Burt með hræsnina, áfram stanslaust stuð Eins og getið er kviknaði grunn- hugmynd plötunnar þegar Páll Óskar var að fara yfir gömul við- töl og blaðagreinar um sjálfan hann og kannski eðlilegt að spyija hvernig persóna hafi birst honum við þá yfirferð; er Páll Óskar blaða og fjölmiðla annar en Páll Óskar utan sviðsljóssins? „Að mörgu leyti get ég sagt það með góðri samvisku að ég held ég sé minnst „artificial" poppstjama sem uppi er á þessu landi sem við búum á. Skilaboð þessarar plötu em ósköp einföld: Burt með hræsn- ina, áfram stanslaust stuð. Hræsni og fólk sem lifir í lygi er eitt það viðurstyggilegasta sem ég upplifi í þessum heimi og þessari plötu er ætlað meðal annars að gefa því liði á kjaftinn sem á það skilið. Um leið er hún líka fögnuður, blásið í lúðra fyrir þeim sem eru að gera góða hluti, hvunnsdagshetjur." Eftir þennan útúrdúr segir Páll Óskar að nauðsynegt sé að eiga sér aukasjálf sem skemmtikraftur og mjög auðvelt að búa til slíkt. „Það er til Páll Óskar og það er til Palli. Aukasjálf mitt er Páll Óskar og ég fíla hann í botn, mér finnst Páll Óskar frábær. Hann hefur svo rosalega magnaðar skoð- anir og hann er frábær á sviði, atvinnumaður sem þolir ekkert kjaftæði, engar málalengingar. Á hinn bóginn er einhver Palli á svæðinu sem fer sjaldan í viðtöl og ástæðan fyrir því að síðasta plata hét Palli var að þar var popp- stjarnan Páll Óskar að syngja uppáhaldslögin hans Palla. Þar náðist Jing og Jang-jafnvægi. Poppstjaman Páll Óskar svarar ákveðinni þörf hjá fólki sem situr og telur á sér tæmar allan daginn og óskar þess að það væri væri annars staðar að gera eitthvað spennandi. Þegar fólk kemur fram við mig eins og ég sé Páll Óskar skipti ég bara yfir í þann gír. Ég verð líka að þekkja mín takmörk, ég er hættur að labba niður Laugaveg- inn eftir miðnætti á föstudögum og laugardögum af öryggisástæð- um. Sumt fólk hegðar sér nefnilega eins og fífl ef það sér mig. En ég get nú að nokkru leyti sjálfum mér um kennt, ég hef kappkostað í fimm ár að koma mér í þessa stöðu og gæti haldið heilan fyrirlestur um frægðina. Ég held þó að ég sé með ágætlega heilbrigða af- stöðu til þess að vera frægur, hef ákveðinn húmor fyrir því og tek því ekkert of hátíðlega. Við emm nefnilega alin upp í því að það sé einhver hápunktur að verða fræg- ur, að vera þekktur úti á götu og óafvitandi gerum við okkur miklar ranghugmyndir um frægðina! Meira að segja gerir verðandi poppstjarna sér miklar ranghug- myndir um frægðina; hugsar að allt verði svo æðislegt þegar frægðinni sé náð, eins og strákarn- ir sem eru í hljóðverinu hérna við hliðina. Tveimur árum síðar þegar poppstjarnan er svo orðin fræg áttar hún sig á því að henni líður bara hreint ekki eins og hún bjóst við og það er ekki hægt að snúa til baka, láta eins og ekkert hafi gerst. Þá byija menn að taka fullt af lyfjum, stunda kynlíf sem hefur ekkert upp á sig, segja „fuck you“ í viðtölum og haga sér eins og fífl. Ég held að ég hafi gert rétt í því að gera mér grein fyrir því þegar ég var að byija í „show business" hvort ég hefði rétta afstöðu til að vera í þessu starfi; get ég tekist á við alls kyns ósigra og hindranir á leiðinni án þess_ að þurfa að grípa til bokkunnar? Á ég eftir að afbera það að vera númer tvö, að síminn sé hleraður og að þurfa að vera á Hawaii þegar ég vil vera úti í garð- inum heima? Eg gerði þetta upp við mig fyrir löngu og það er með- al annars þess vegna sem ég get unnið þessa vinnu svona skipulega, og guði sé lof að ég get ekki drukk- ið, það er mikil guðsgjöf. Ég hef mikla þörf fyrir að syngja og þú verður að hafa þá þörf til að vilja troða upp og búa til orku á milli þín og áhorfandans. Sú orka er svo sterk að hún er líkust fjöl- skyldutengslum; þegar tónlistar- maður en kominn á bragðið getur hann ekki hætt, þetta er fíkn, upp- byggileg fíkn, og í raun ekkert annað en að geta ekki verið án fjölskyldunnar og þú verður að helga þig vinnunni til að halda tengslunum, sem er hið besta mál. Ég held að meira að segja skúr- ingafólk í Kringlunni verði að helga sig starfinu ef Kringlan á að verða hrein.“ Held uppteknum hætti Á plötunni nýju kveður við nýjan tón í íslenskri dægurtónlist og Páll segir að hún eigi sjálfsagt eftir að koma einhverjum á óvart, en þó segist hann við sama hey- garðshornið. „Ég held mínum upp- tekna hætti og miða aldrei mitt starf við einhvern ákveðinn aldurs- hóp. Ég vinn mina vinnu og lít ekki niður til áhorfandans með því að standa fyrir aftan sviðið og- segja þetta er þessi aldurshópur, þá verð ég að gera svona. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að liðinu finnst gaman að fá Pál Ósk- ar vegna þess að hann er ekki að pakka sér inn í einhveijar gjafaum- búðir. Ég er jú í ofsa flottum pakka í búningum og svo framvegis sem er bara hluti af því að koma fram. Ég sagði bara við sjálfan mig: ég er búinn að vera að hlusta á jungle og rapp og danstónlist og diskó og Burt Bacharach, næst á dagskrá er að sameina þetta allt og gera melódíska poppplötu með danstakti.“ Páll Óskar undirstrikar að „Seif“ sé ekki hrein dansplata, henni sé ekki einungis ætlað að ýta fólki út á dansgólfið. „Það má eins hlusta á hana heima í stofu, en þetta er semsagt melódísk plata og textarnir eru ekki eins og fólk á að venjast á dansplötum." Páll Óskar á alla texta á plöt- unni og kveikjan að hveiju lagi er viðkomandi texti. „Ég var kannski tilbúinn með einfalt uppkast að textanum, kannski bara eina línu eða hugmynd, þegar ég leitaði tjl höfundanna. Þegar ég svo fékk lagið breyttist textapælingin oft algerlega og var svo jafnvel orðið allt önnur þegar upp var staðið." Páll Óskar segist hafa lokið við textana rétt áður en hann fór inn í hljóðverið að syngja þá. „Ég skrifa í hringi, skrifa afturábak og áfram og færist nær augnablik- inu sem kviknaði upphaflega þegar textahugmyndin varð til; breyti lagi og texta eftir því. Þess vegna er ég svona ánægður með að vera hér í Jacobs, það er svo mikill frið- ur og mikil sveit að á meðan á öllu hefur gengið hef ég haldið mér niðri á jörðinni. Það er vitan- lega geggjun að klára svo viða« mikla plötu á þessum tíma, en ég hef verið að undirbúa mig í fjóra mánuði og þegar þú kemur í hljóð- ver vel undirbúinn er ekki svo mik- ið mál að raða þessu saman.“ Hress og björt plata sem hljómar vel Textamir á plötunni eru margir mjög persónulegir en Páll Óskar segir að það sé ekki mikið mál að syngja slíka texta. „Ég hef alltaf verið að syngja persónulega texta, hvort sem það eru lög eftir aðra, lög fengin að láni eða eigin lög. Ég set lagið upp í huganum, hvern- ig það á eftir að koma út á sviði; hvernig ég get búið til sviðsverk úr laginu og hvemig það fellur að mínum lífsstíl. Ég er alltaf að hugsa sem skemmtikraftur en ekki sem hljóðversmaður. Verður þetta flott á sviði, er hægt að gera gott mynd- band við þetta, er ég að segja satt? Ég er ógeðslega hress með að platan sem ég er með í höndunum er hress og björt og hljómar vel. „Seif“ er ferðalag og ævintýri og mér finnst ég ekki hafa sungið eins vel áður. Það má heyra á henni hvað ég er búinn að læra mikið í félagsmiðstöðvunum og á Milljónamæringaböllum. Ég hita mig alltaf upp fyrir tónleika, syng skala, og þá fattar maður það að ef þú hefur pínulítinn klassískan , bakgrunn getur þú farið í tónleika-; ferð um allan heiminn eins og ekk- \ ert sé,“ segir Páll Óskar að lokum, enda tími til kominn að leggja loka- hönd á verkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.