Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 26
.26 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORG UNBLAÐIÐ atvi nniia ugl ys inga r Háskóli íslands Rannsóknir í lyfja- og efnafræði náttúruefna Starfsmaður óskast til starfa á rannsókna- stofu í læknadeild (lyfjafræði lyfsala). Um er að ræða rannsóknir á líffræðilegri verkun íslenskra náttúruefna. Einkum er unnið að einangrun efna með tilliti til bólgueyðandi, sýkla-, veiru- og æxlishemjandi verkunar. Unnið er í samstarfi við innlendar og erlend- ar vísindastofnanir. Menntunarkröfur eru á sviði lyfjafræði, efna- fræði, lífefnafræði eða líffræði og fara launa- kjör því annaðhvort eftir kjarasamningum FÍN eða SÍL. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. desember nk. til eins árs en um framhaldsráðningu gæti orðið að ræða. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember og skulu umsóknir sendar til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suður- götu, 101 Reykjavík. Viðhaldsmaður Iðnaðarmaður með alhliða verkkunnáttu ósk- ast til starfa hjá Kjötumboðinu hf. í Reykja- vík. Um er að ræða starf sem felst í almennu viðhaldi á vélum og húsnæði fyrirtækisins. Óskað er eftir þjónustuliprum aðila sem á gott með að vinna með öðru fólki. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf óskast sendar Kjötumboðinu, merktar: Kjötumboðið hf., „ Viðhaldsmaður", Kirkjusandi v/Laugarnesveg, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember nk. Frekari upplýsingar um starfið veita fram- leiðslustjóri eða umsjónarmaður viðhalds í síma 568 6366 á skrifstofutíma. Löglærður fulltrúi Staða löglærðs dómarafulltrúa við Héraðs- dóm Vestfjarða er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Aðstoð við útvegun húsnæðis á ísafirði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrif- stofu embættisins eða í síma 456 3112 (bréfsími 456 4864). Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 1996. Staðan veitist frá 1. desember s.á. Skrifstofa Héraðsdóms Vestfjarða, 29. október 1996. JónasJóhannsson, héraðsdómari. Traustfyrirtæki á Vestfjörðum, með góð sambönd, óskar eftir umboðum fyrir hvers konar viðskipti og þjónustu. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlega sendið nafn og símanúmertil afgreiðslu Mbl., merkt: „T - 15320“, fyrir 12. nóvember nk. Hársnyrtifólk Hársnyrtistofa Dóra óskar eftir að ráða hársnyrti. Upplýsingar eru gefnar í símum 557 1878 og 568 5775. Starfsmaður í eldhús Aðstoðarmaður matráðs óskast í eldhús Dagvistar MS-félags íslands. Starfshlutfall 75%. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 568 8630. Ungur 22 ára maður óskar eftir framtíðarstarfi. Ýmislegt kemur til greina, helst í verslun, útkeyrslu eða lager. Áhugasamir hafi samband í síma 896-8951 eða 557-8997. f Rektor Norræna blaðamannaskólans Norræni blaðamannaskólinn (NJC) í Arósum auglýsir stöðu rektors lausa til umsóknar frá 1. september 1997. Norræni blaðamannaskólinn er stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Aðalmarkmið skólans er að vekja og efla áhuga norrænna fjölmiðla á samkennd Norðurlandabúa og sameiginlegum menningararíl þeirra og er það gert með námskeiðum, málþingum og annarri starfsemi. Norræni blaðamannaskólinn er opinn fréttamönnum á dagblöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi og eru námsskeiðin ýmist haldin á Norðurlöndunum fimm, Eystrasaltsríkjunum eða NV-Rússlandi. Starfsmenn norræna blaðamannaskólans eru þrír, en rektor ber ábyrgð á rekstri og innihaldi starfseminnar. Norræna ráðherranefndin ræður rektor að undangengnum meðmælum skólastjómar, en þar sitja m.a. fulltrúar hagsmunasamtaka fjölmiðla á Norðurlöndum. Launakjör samkvæmt nánara samkomulagi. Ráðningartími er fjögur ár en hann má framlengja í önnur íjögur ár. Auk víðtækrar reynslu af blaðamennsku, þarf umsækjandi að hafa þekkingu á norrænum og evrópskum þjóðfélagsháttum og mynda góð tpngsl við fjölmiðla og stjórnmálamenn á Norðurlöndum. Auk þess þarf umsækjandi að hafa góða reynslu af stjórnsýslu og rnannaforráðum. Norræna ráðherranefndin vill stuðla að jafnri kynskiptingu. Nánari upplýsingar um ráðningarkjör veitir formaður skólastjórnar, Svein Dpvle Larssen ritstjóri í síma +47 - 33 08 11 11 eða Audun Bakke rektor í síma +45 - 86 18 45 44. Þá má finna upplýsingar á heimasíðu skólans en veffang hans er: http://www.nmr.dk/njc/ Umsóknir sendist til: Styrelsen for Nordisk Journalistcenter, Vennelystparken, DK-8000 Árhus C. Umsóknarfrestur rennur út 20. nóvember 1996. St. Franciskusspítali, Heilsugæslustöðin, Stykkishólmi Stykkishólmi Læknar Laus er til umsóknar staða heilsugæslulækn- is við Heilsugæslustöðina í Stykkishólmi. Henni fylgir hlutastaða (50%) deildarlæknis við St. Franciskusspítalann, Stykkishólmi. Æskileg er sérfræðimenntun í heimilislækn- ingum. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1996. Nánari upplýsingar veita yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar, Jón Bjarnason, yfirlæknir spítalans, Jósep Blöndal, og framkvæmda- stjóri, Róbert Jörgensen, í síma 438 1128. Umsóknir sendist til stjórnar St. Francisk- usspítala og Heilsugæslustöðvarinnar í Stykkishólmi, Austurgötu 7, 340 Stykkis- hólmi. Tækifæri fsölu Við bjóðum þér tækifæri í sölu. Tækifæri til að: Ráða þér sjálf(ur), vera sjálf- stæð(ur), ráða hversu mikið þú vinnur, fá viðurkenningu. Ef þú hefur það sem þarf til að takast á við þetta starf, þá eigum við samleið. Bíll nauðsynlegur. Pantaðu viðtal í síma 555 0350. Langar þia til að dvelja erlendis við nám og störf? AU PAIR í BANDARÍKJUNUM Ef þú vilt víkka sjóndeildarhringinn og læra erlent tungumál er ársdvöl sem au pair í Bandaríkjunum ógleymanleg reynsla sem þú býrð að alla ævi. Mörg hundruð íslensk ungmenni hafa farið sem au pair á okkar vegum s.l. 6 ár. Og ekki að ástæðu- lausu því engin önhur samtök bjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. Lágmarksaldur er 18 ár. AU PAIR í EVRÓPU Einnig bjóðum við au pair vist í Austurríki, Bret- landi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Italíu, Noregi, Spáni, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi. Dvalartími er 6 - 12 mánuðir, en einnig er hægt að komast í sumarvist í 2 - 3 mánuði. Lágmarksaldur erl8ár. STARFSNAM Work Exþerience Programme Við bjóðum málaskóla og starfsnám hjá ýmsum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Suður-Englandi og í Austurríki. Þetta er kjörin leið til að læra tungu- mál og öðlast um leið starfsreynslu í ferðaþjónustu. Málanámið er 20 - 28 kennslustundir á viku í 2 - 4 vikur. Nemendur fara síðan til starfa hjá fyrir- tækjum í 2 - 11 mánuði. Lágmarksaldur er 18 ár. Þeir sem fara til Austurríkis geta sótt um styrk úr LEONARDO DA VINCI áætlun Evrópusambandsins. Styrkupphæðin rennur að fullu til greiðslu á skóla- gjöldum, uppihaldi og ferðum. Hafðu samband í síma 562 2362 eða líttu inn og við veitum þér allar nánari upplýsingar. Við erum að bóka í brottfarir í janúar, febrúar, mars, apríl, maí og júní. SketÍ uHám AuPAIR • MÁLASKÓLAR • STARFSNÁM LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVÍK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANG aupair@skima.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.