Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hraðbraut- nýr framhaldsskóli Stúdentspróf á 2 árum STOFNAÐUR hefur verið nýr framhaldsskóli, Hraðbraut. Mark- mið með rekstri skólans er þríþætt: 1. Að veita hæfileikaríkum framhaldsskólanemendum tæki- færi til að ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en kostur er á í öðrum framhaldsskólum. í fyrstu verður boðið upp á nám til stúd- entsprófs á einungis tveimur árum. 2. Að reka menntastofnun með grundvallaratriði gæðastjórnunar að leiðarljósi, þannig að framhalds- skóianemendum verði gefinn kost- ur á kennslu sem verður sambæri- leg eða betri en það besta sem þekkist annars staðar í íslenskum framhaldsskólum. 3. Að reka menntastofnun þar sem nemendur fá að nema og þroskast við verðug verkefni í and- rúmslofti sem mótað verður af gagnkvæmu trausti og virðingu nemenda, kennara og skólastjórn- enda. Stúdentspróf nemenda í Hrað- braut verður miðað við þær kröfur til stúdentsprófs sem gerðar eru samkvæmt námskrá menntamála- ráðuneytisins. Skólinn er ætlaður fyrir duglega nemendur sem hafa sýnt og sann- að með vinnubrögðum sínum og námsárangri, að þeir eru tilbúnir að leggja á sig þá miklu vinnu sem af þeim verður krafist. Stúdentspróf á tveimur árum? Svarið við þessari spurningu er þríþætt: 1. Margir nemendur fá ekki verkefni við hæfi í framhaldsskól- unum í dag. Ástæðan er sú að þær kröfur sem gerðar eru, miðast við getu ,meðal nem- anda“ í námsmanna- hópnum. En hlutfall ungs fólks sem fer í framhaldsskóla hefur vaxið mikið á undan- förnum árum. Því hef- ur þeim fjölgað í hópn- um sem litla námsgetu hafa og sérstakt tillit verður að taka til við kennslu. í kjölfarið hafa kröfur til nem- endahópsins alls minnkað eitthvað. Við þessar aðstæður fær ekki hluti nemenda, sem býr yfir mestri námsgetu, verkefni þar sem hæfi- leikar og geta þeirra er nýtt að fullu. Með því að fara hraðar yfir námsefnið fá þessir nemendur verkefni sem hæfa þeim betur en nú er. 2. Nemendur sem hafa mikla námsgetu verða fyrir óeðlilegum töfum í framhaldsskólum í dag. Þó að áfangakerfið sé að ýmsu leyti sniðið að þörfum nemenda sem vilja fara hratt yfir, þá er það svo að flestir skólar setja nemend- um takmarkanir sem sporna gegn því að þeir nýti sér kosti áfanga- kerfisins til fullnustu. Námstími duglegra nemenda er því oftast a.m.k. 4 ár. Það skal þó tekið fram, að það þekkist að nemendur ljúki stúdentsprófi á 3 eða jafnvel 3 árum, en stúdentspróf á 2 árum þekkist vart eða alls ekki. Brýnt er að veita duglegum nemendun- um tækifæri til að ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en nú er. 3. Ljúki nemendur framhaldsskóla á tveimur árum í stað fjögurra ára, má gera ráð fyrir að þeir komi út á vinnumarkaðinn tveimur árum fyrr en ella. Fjárhagslegan ávinning hvers nem- anda af því má meta í milljónum króna. Það er því tii mikils að vinna. Fjárhagslegur ávinningur þjóðfélagsins af þessu er einnig umtalsverður. Hvernig verður náminu háttað? Fyrirkomulag námsins verður blanda af bekkjarkerfi og áfanga- kerfi. Reynt verður að nýta bestu eiginleika hvors kerfis. Til að byija með verður einungis boðið upp á nám til stúdentsprófs á einni braut þar sem áhersla verður lögð á ís- lensku, ensku og stærðfræði. Þeg- ar fram líða stundir verður boðið upp á stúdentsnám á tveimur brautum, tungumálabraut og nátt- úrufræðabraut. Fyrirkomulag námsins verður eins og í bekkjarkerfi að því leyti ÓlafurH. Johnson að sami hópurinn (bekkurinn) verður saman allan námstímann. Hver hópur verður lítill, að há- marki um 20 nemendur. Þannig eiga nemendur þess kost að mynda traust félagsleg tengsl við skólafé- lagana með sama hætti og í bekk- jarkerfisskólum. Þar með verður sniðinn af einn helsti agnúi áfanga- kerfísins, en hann er einmitt sá að óframfærir nemendur eiga oft erfítt með að mynda vinatengsl í áfangaskólum vegna síbreytilegs hóps „bekkjarfélaga" eftir því í hvaða áfanga stundað er nám hveiju sinni. Fyrirkomulag námsins verður eins og í áfangakerfi að því leyti að próf, sem tekin verða í lok hverrar annar, verða sambærileg við próf í áfangaskólum (t.d. ísl- 103, Stæ-103 o.s.frv.). Námið fer fram á 15 önnum sem hver verður fímm vikur. Kenndir verða þrír þriggja eininga áfangar í senn. Hver önn verður fjórar vik- Markmiðið er, segir Olafur H. Johnson, að veita tækifæri til að ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en nú er. ur í kennslu og síðan taka við próf sem taka eina viku. Nemendur munu því ljúka 9 einingum á hverri önn. Kennslutími Kennt verður einungis þijá daga í viku, þ.e. mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. Kennt verður frá kl. 8-15.30. Mætingarskylda verður 100%. Nemendur hafa því ekki heimild tii þess að sleppa allt að 30% kennslustmda svo sem víða er heimilt í framhaldsskólum. Kennt verður á svipuðum hraða og í kvöldskólum framhaldsskól- anna og kennslutími verður álíka mikill, þ.e. kennslutími í hverri námsgrein verður um helmingur þess tíma sem nemendur venju- legra dagskóla fá. Kennslustundir verða 60 mínútur hver. Það er samdóma álit þeirra sem reynt hafa þessa lengd kennslustunda að nýting þeirra við kennslu sé töluvert betri en 80 mínútna kennslustunda sem víðast eru í framhaldsskólunum. Kennslu- stundin nýtist öll vel við kennslu, en slíkt verður varla sagt um 80 mínútna kennslustundir, því síð- ustu mínútur þeirra eru nemendur oft orðnir svo þreyttir að kennslan skilar ekki tilætluðum árangri. Þá daga vikunnar sem ekki verð- ur kennt, munu nemendur einnig hafa mætingarskyldu. Þá munu þeir vinna ,heimavinnuna“ sína. Komið verður upp vinnuaðstöðu fyrir nemendur í kennslustofum skólans. Þar verður eftirlit til þess að tryggja góðan vinnufrið. Einnig mun bjóðast hjálp við heimanám þessa daga. Verður námið sambærilegt? Já, námið verður sambærilegt við annað framhaldsskólanám. Kröfur verða í engu minni en þær kröfur sem gerðar eru við aðra framhaldsskóla. Við kennslu, stjórnun og rekstur skólans verður stuðst við grundvallaratriði í gæða- stjórnun. Því verður ekkert því til fyrirstöðu að aðrar menntastofn- anir meti námið. Undirritaður stendur einn að rekstri skólans. Ég er viðskipta- fræðingur frá HÍ og með próf í uppeldis- og kennslufræðum frá KHÍ. Ég hef því full réttindi til kennslu og stjórnunar á framhalds- skólastigi. Að auki hef ég 15 ára reynslu af kennslu og skólastjóm- un. Enn sem komið er hafa kennar- ar ekki verið ráðnir, en þegar að því kemur verða gerðar til þeirra miklar kröfur. Stefnt er að því að þeir verði úr hópi færustu fram- haldsskólakennara landsins. **%}*'* FLÍSAR TTTTÍ 51 nasriruujLLU Lf-n i m i i ±t Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Amerískar fléttimottur. VIRKA Mörkinni3, s. 568 7477. Æ?) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12» Sími 568 9066 - Þar fceröu gjöfina - Slegið á rangar nótur INGVI Þór Kormáksson skrifar gréin sem birtist Morgunblaðinu þann 31. október s.l. undir fyrirsögninni „Illgresi eða vaxtarbroddur," og á hún að vera svar við grein minni sem bar fyrirsögnina „íslensk tónlist. Afturábak eða áfram.“ Ingvi Þór svarar hvorki einu né neinu í grein minni heldur kýs hann að túlka einn hluta greinarinnar á sinn eigin hátt og gera sér þannig upp ágrein- ing við skrif mín. Að fenginni þess- ari niðurstöðu fínnst honum að upp séu komnar forsendur til að hella úr skálum reiði sinnar yfir mig og íslensk útgáfufyrirtæki. Það sem virðist fara fyrir bijóst- ið á Ingva Þór er sú staðreynd sem sett er fram í grein minni að vax- andi hlutdeild einheijaútgáfu í heildarútgáfunni hafí ekki verið ís- lenskri útgáfu til framdráttar sé á heildina litið. Hvað gæðahliðina varðar virðist hann vera sammála. Hvað söluhliðina varðar þá er fyrir- liggjandi að tæplega þreföldun hef- ur átt sér stað í útgáfu íslenskra hljómplatna á undanfömum árum, þ.e.a.s. úr 70-80 titlum í rúmlega 200 á síðasta ári. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á fjölda titla kemur aðeins óveruleg magnaukning fram í heildarsölu síðasta árs. Samkvæmt heildaruppgjöri fyrstu níu mánaða ársins í ár er heildarsala íslensks efnis í eintökum talið um 2% minni, samanborið við síðasta ár. í nefndu uppgjöri kemur einnig fram að sala erlends efnis er 20% hærri, samanborið við síðasta ár. Þetta era truflandi staðreyndir fyrir alla þá sem vilja veg íslenskrar útgáfu sem mestan. Ef Ingvi Þór vill halda því fram að slöku gæðaeftirliti þeirra fyrirtækja sem sinna þessari starfsemi sé um að kenna, veður hann í villu. Þessi sprenging í auknum titlafjölda liggur utan starfsemi þeirra og innan aukinnar útgáfu einheija á eigin efni. Ingvi Þór kýs að túlka varnaðarorð mín um þessa þróun sem árás á einheijaútgefend- ur. Hann lætur liggja að því að ég vilji meina að allt sem útgáfufyrir- tækin gefí út sé „gott“ en allt sem einherjarnir gefí út sé „vont“ Þetta eru helstu forsendur hans fyrir greinarskrifunum sem verða þannig afskaplega mikill útúrsnúningur á þeim staðreyndum sem fram koma í grein minni. Ég tel útgáfu einstaklinga á eig- in efni eða annarra nauðsynlegan hlut af starfsemi heildarmarkaðar- ins og oft og tíðum fijóan jarðveg fyrir vöxt og viðgang hans. í grein minni er hvergi alhæft um, né veist að þeim sem í standa í slíkri starf- semi. Gagnrýni á offramboð efnis í þessum hluta útgáfustarfseminnar hlýtur þó að eiga rétt á sér þar sem fyrirliggjandi er að sú þróun hefur náð að skaða heildarmarkaðinn. Ingvi Þór hefur horn í síðu starf- andi útgáfufyritækja og reynir í löngu máli að kenna starfsemi þeirra um þá erfíðleika sem einheij- Heildarútgáfa á nýjum íslenskum hljómplötum, segir Steinar Berg Isleifsson, er rekin með tapi. ar þurfa oftast að ganga í gegnum vegna eigin útgáfu. Ákvörðun ein- staklinga um útgáfu eigin efnis hefur oft þær afleiðingar að þessir aðilar verða fyrir fjárhagslegum skaða. I grein minni sem birtist fyrr á þessu ári, kom fram að heild- artap á nýjum íslenskum útgáfum árið 1994 var rúmar fimmtíu millj- ónir og að það tap er að mestu borið af einstaklingum. Miðað við þróun mála síðan er ljóst að sá fjár- hagslegi skaði sem útgáfa á ís- lensku efni veldur einstaklingum er því miður vaxandi. Mig tekur sárt að sjá menn lenda í slíkri reynslu sem verður oftar en ekki vegna þess að kapp er meira en forsjá. Eg hef nokkra reynslu í því að vel meint varnaðarorð til slíkra aðila eru túlkuð sem neikvæð gagn- rýni. Þetta virðist einmitt vera raun- in hvað greinaskrif Ingva Þórs varð- ar og er það miður. í grein minni er núverandi stefnumótun íslenskra fjölmiðla gagnrýnd og beðið um að heildar- stefnumörkun eigi sér stað. Ingvi Þór atyrðir dagskrárgerðarfólk einkarekinna útvarpsstöðva en sér ástæðu til þess að bera blak af Ríkisútvarpinu vegna spilunar á ís- lenskri tónlist. Ingva Þór og öðrum til upplýsingar fullyrði ég að sú stefna sem fylgt er í Ríkisútvarpinu er þeirri ágætu stofnun til algjörrar skammar. Ég gæti fært rök fyrir því í nokkuð löngu máli en læt nægja að nefna eftirfarandi stað- reyndir. Fyrir nokkrum árum var Rás 2 veitt viðurkenning frá ís- lenskum höfundum fyrir allt að 25% hlutfall íslenskrar tónlistar af heild- artónlistarflutningi, þ.e. 75% var erlend tónlist. Þessi viðurkenning sem átti að vera til hvata virðist hafa haft öfuga verkun. Þannig að t.d. á síðasta ári var hlutdeild ís- lenskrar tónlistar á Rás 2 17.67% sem jafngildir tæplega 30% minnk- un á sama tíma og titlafjöldi útgáf- unnar hefur nær þrefaldast. Sé einnig tekið tillit til þeirrar stað- reyndar að sala íslenskrar tónlistar var á sama tíma 42% af heildarsölu hljómplötumarkaðarins, þá er ljóst að varla er hægt að kalla tónlistar- stefnu þessarar tónlistarrásar upp- byggilega fyrir íslenska útgáfu, nær væri að tala um hana sem skaðvænlega. Hvað um þær aðdróttanir Ingva Þórs að peningasjónarmið ráði öllu hvað mat útgáfufyrirtækjanna á tónlist varðar? Þær eru réttar að því leyti að útgáfufyrirtækin leitast við að hafa rekstur sinn réttum megin við strikið. Eins og áður kom fram er heildarútgáfa á nýjum ís- lenskum hljómplötum rekin með tapi. Það er því oftar en ekki að útgáfufyrirtækin niðurgreiða þann hluta starfsemi sinnar með öðrum rekstri. Invi Þór kýs svo að kóróna grein- arskrif sín um gæðaeftirlit útgáfu- fyrirtækjanna með því að reyna að tala af fýrirlitningu um fyrirtæki mitt Spor ehf. sem hefur gefíð út piötu með Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar eða Steina spil. Hér reynir hann að leiða lesendur Steinar Berg ísleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.